Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 7
lar
Helgarpakki oj
Igskrá ríkisfjölmidlanna 7
Leikhúsin um helgina
Guðlaug Marla Bjarnadóttir og Sigurður Sigurjónsson I hlutverkum Könstönsu og Mozarts.
Tima mynd GE.
Þjóðleikhúsið um helgina
■ Föstudaginn 5. febrúar og
sunnudaginn 7. febrúar verður
hið marglofaöa leikrit Amadeus
eftir Peter Shaffer á fjölum
Þjóðleikhussins. Leikritinu er
stjórnað af Helga Skúlasyni, en
með aðalhlutverk fara þau,
Guðlaug Maria Bjarnadóttir,
Róbert Arnfinnsson og Sigurður
Sigurjónsson.
Laugardaginn 6. veröur sýn-
ing á leikriti Steinunnar Jó-
hannesdóttur, Dans á rósum.
Nú fara að verða siöustu forvöð
að sjá þetta leikrit þvi aðeins fá-
ar sýningar eru eftir.
Sunnudaginn 7. verður sið-
degissýning á Kisuleik, eftir
István örkeny og hefst hún
klukkan 16. Barnaleikritið um
Gosa verður á fjölunum bæði
laugardag og sunnudag klukkan
15.
Alþýðuleikhúsið
A föstudagskvöldið klukkan
20.30 veröur Elskaðu mig, eftir
Vitu Andersen á fjölum Alþýðu-
leikhússins i Hafnarbió. Þegar
er búið að sýna leikritið meira
en tuttugu sinnum, við mjög
góða aðsókn og frábærar undir-
tektir áhorfenda.
A laugardagskvöldið klukkan
20.30 verður Þjóðhátiö eftir
Guðmund Steinsson á f jölunum i
Hafnarbiói. Leikritið gerist á
sjötta áratugnum og fjallar um
samskipti reykviskrar fjöl-
skyldu við hermann á áhrifarik-
an hátt. Kristbjörg Kjeld leik-
stýrir og að lokinni sýningu
verða umræöur með höfundi og
leikstjóra. Rætt verður um
hvort leikritið fjalli um hernám-
ið á islandi. Ath. aðeins fáar
sýningar eftir.
Illur fengur eftir Joe Orton
verður sýnt á sunnudagskvöldið
klukkan 20.30. Þórhallur Sig-
urðsson leikstýröi Illum feng, en
leikendur eru Arnar Jónsson,
Helga Jónsdóttir, Guðmundur
Ólafsson, Bjarni Steingrimsson,
Borgar Garðarsson og Bjarni
Ingólfsson. Leikmynd gerði Jón
Þórisson.
Þetta leikrit tekur áhorfendur
óbliðum tökum. Orton skrifar af
þeirri sannfæringu að fólk sé
óforbetranlegt en óumræðilega
fyndið. Sýningin hefur hlotiö
frábærar undirtektir.
Súrmjólk með sultu, barna-
leikrit sem vakið hefur mikla
hrifningu meöal yngri leikhús-
gesta, veröur sýnt á sunnudag-
inn klukkan 15. 1 vikunni var
þetta leikrit sýnt tvisvar sinnum
i Grindavik og er ætlunin að
ferðast með sýninguna, bæði
innan Reykjavikur og utan.
lönó
Nú fara aö veröa siöust forvöð
að sjá sýningu Leikfélags
Reykjavikur á leikritinu „Undir
Alminum” eftir Eugene O’Neill.
Aukasýning á þessu bandariska
verki verður i Iönó á föstudags-
kvöld klukkan 20.30
Jói, leikrit Kjartans Ragnars-
sonar, verður á fjölunum i Iðnó
á laugardagskvöldið klukkan
20.30.
A sunnudagskvöldið, klukkan
20.30, verður fimmta sýning á
leikgerð þeirra Þorsteins Gunn-
arssonar og Stefáns Baldurs-
sonar á Sölku Völku, eftir Hall-
dór Laxnes.
Kópavogsleikhúsið
Aldrei er friöur, eftir Andrés
Indriðason, veröur sýnt I tuttug-
asta sinn i Kópavogsleikhúsinu
klukkan 15 á sunnudag.
islenska óperan
Sigaunabaróninn, gaman-
ópera eftir Johan Strauss, verð-
ur á fjöium Gamla Biós bæði
laugardag og sunnudag klukkan
20.00.
Sjó
■ Likkistan kemur mjög við sögu i leikriti ,,Joe Orton”, „Illur
fcngur”, sem Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir.
Timamynd Ella.
■ Frá sýningu Leikfélags Reykjavikur á Sölku Völku, eftir Halldór
Laxness Timamynd GE.
o
K
17
9
vV
t/
*Xj
L A U $ U M f I H
Q /S M | /
n £ D h u D A r U D
n Q C $ 1/ n Q <
> t/ rC 11 > IC
IV V • • V ö ÍV V • •
0 L D L D 0 L D
Frá kl 19
KAFFIVAGNINN,
GRANDAGARÐI
Sími 32
Föstuaagur a. ieuruai