Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Ú T T E K T anna numið 275 milljörðum króna um mitt árið. Á sama tíma þykir víst að þar sé eingöngu um að ræða þau félög eða kennitölur sem skráð voru á hluthafalista bankanna eða lán til dótturfé- laga þeirra. Eigendur bankanna voru mjög umsvifamiklir í ýmiss konar rekstri og áttu ýmis eignar- haldsfélög. Það virðist eiga jafnt við um helstu eigendur Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. BRÉFBERAR Fréttablaðið hafði eftir heimildar- manni sínum í gær að bankarnir hefðu enn fremur reynt að halda uppi gengi hlutabréfa í sjálfum sér, með svonefndum loftbólu- félögum. Það er að þeir lánuðu eignarhaldsfélögum til að kaupa hlutabréf með veði í engu nema sjálfum hlutabréfunum. Eigend- ur eignarhaldsfélaganna hafi í raun ekkert lagt fram annað en nafn sitt. Slíkir leppar væru kall- aðir „bréfberar“. Almenningur sem hafi treyst því að verðmynd- un í Kauphöll væri eðlileg, hefði verið hafður að fífli. ÞÚSUNDIR MILLJARÐA Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans jukust um þrjú þúsund og sex hundruð milljarða króna, milli annars fjórðungs í fyrra og sama tíma í ár. Eitthvað af þessu tengist veikingu krón- unnar. Í heildina námu eignir bank- anna, einkum útlán, tæplega 9.300 milljörðum króna sam- kvæmt hálfsársuppgjöri. Nýjar tölur Seðlabankans sýna að lán bankanna hér innanlands námu tæplega 4.800 milljörðum króna. Nefna má að samanlagð- ar skuldir íslenskra heimila við bankakerfið nema ríflega þúsund milljörðum, samkvæmt sömu tölum. Eignarhaldsfélög skulda öllu meira en heimilin, 1.600 milljarða. LOK LOK OG LÆS Markaðurinn hefur óskað eftir upplýsingum frá bönkunum, eins og fyrr var skrifað. Allir vísa, í mismörgum orðum, til bankaleyndar. Í svari Glitn- is segir raunar að „að óbreyttum lögum“ sé starfsmönnum óheim- ilt að verða við beiðni um upp- lýsingar. „Nema til komi bein lagaleg til- mæli frá löggjafarvaldi Íslands um annað, mun Landsbankinn fylgja þeim lagaramma sem Al- þingi hefur sett um bankaleynd. Ummæli formanns bankastjórn- ar Seðlabanka og dómsmálaráð- herra eru og verða ummæli en ekki þingfest lög landsins þar til Alþingi hefur skipað svo.“ Svo segir í svari Landsbanka. Kaupþingsfólk tekur sterkar til orða: „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhags- málefni einstaklinga verða af- numin sem bersýnilega er and- stæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópu- sambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bank- inn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæsta- réttar og eftir atvikum niður- stöðu Evrópudómstólsins. Auk þess er rétt að benda á að hæpið er að slík lagasetning geti með afturvirkum hætti tekið til lán- veitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga.“ Enn frem- ur er vísað til þess að starfsmenn bankans gætu lent á bak við lás og slá, verði brotið gegn banka- leyndinni. ÞÁTTUR DÓMSTÓLA OG LÖGGJAFA Dæmi eru um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til að mynda voru bankarnir þrír allir dæmd- ir í Hæstarétti í fyrra til að láta af hendi gögn til skattyfirvalda, þrátt fyrir bankaleynd. Fyrir því voru meðal annars nefnd þau rök að starfsmenn skattsins væru líka þagnarskyldir um störf sín. En dæmin um afnám þagnar- skyldu með dómi eru fleiri og þau tilvik sem hér eru rakin eru því ekki tæmandi listi. Blaðamaður Morgunblaðsins birti gögn sem vörðuðu banka- leynd í umfjöllun um SÍS, fyrir um áratug. Blaðamaður gat með dómi Hæstréttar verndað heimildarmann sinn og var ekki dæmdur sjálfur, enda þótt lög um bankaleynd hefðu verið brotin. Í ársbyrjun 2006 var banka- leynd af reikningum lögmanns- stofu aflétt að kröfu Fjármálaeft- irlitsins. Hæstiréttur hefur einnig ný- lega dæmt að bankaleynd skuli víkja fyrir þeim hagsmun- um hins opinbera að ganga úr skugga um að skattskil séu rétt, í tilviki greiðslukortafyr- irtækja. Ríkisskattstjóri taldi í því máli að almennur trúnað- ur við viðskiptamenn í formi bankaleyndar hefði ekki þann tilgang að vernda mögulega brotastarfsemi. Í væntanlegri rannsókn á vegum Alþingis á aðdraganda bankahrunsins eiga rannsak- endur að fá víðtækar heimild- ir og mun vera stefnt að því að víkja bankaleynd til hliðar. Aðgerðir stjórnvalda, eins og til að mynda að aflétta banka- leynd, gætu orkað tvímælis og spurningar vakna um grund- vallarmál. Eftir að bankarnir hrundu hafa þegar vaknað ýmsar spurningar. Oddný Mjöll Arn- ardóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, benti á nokkur álitaefni í viðbrögðum stjórnvalda í fyrirlestri á dög- unum. Hún nefndi meðal ann- ars friðhelgi eignarréttar, jafn- ræðisreglu, lögmætisreglu og meðalhófsreglu. Margrét Vala Kristjánsdótt- ir, lektor við sama skóla, benti á að með neyðarlögunum svo- nefndu væri köflum í stjórn- sýslulögum vikið til hliðar þar sem Fjármálaeftirlitið á í hlut. Hún nefnir meðal annars andmælarétt, rökstuðning og stjórnsýslukæru. Minnihluti viðskiptanefndar sagði í áliti sínu um neyðar- lögin að framsal valds til fjár- málaráðherra og Fjármála- eftirlitsins, ásamt öðru þar, „kunni að ganga fram á ystu brún gagnvart ýmsum stjórn- arskrárvörðum réttindum“. Minnihlutinn sagði einnig að margt benti einnig til þess að þessi leið væri „illskásti neyð- arkosturinn í stöðunni og til þess fallinn að leita leiða til að lágmarka skaðann“. Réttarríkið í hættu? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -2 3 8 7 Starfsfólk Glitnis svarar fyrirspurnum í dag milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000 Starfsfólk Eignastýringar Glitnis, Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis Fjármögnunar svara spurningum viðskiptavina ásamt ráðgjöfum Glitnis. Á glitnir.is getur þú einnig pantað fjármálaviðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með okkur og fara ítarlega yfir stöðuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.