Tíminn - 18.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1983, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Blakid um helgina: VÍKINGAR AlHI STÓRlflK, EN ÞRÓTTARAR ENN TAPLAUSIR ■ Er nú loksins komið að því? varð mörgum hugsað á sunnudag, þegar Þróttur mætti Víking í fyrstu deild karla í blakinu. Þróttarar töpuðu annarri og þriðju hrinu verðskuldað og Víkingar voru í miklum ham. En Þróttarvélin hrökk í gang í þriðju hrinu og þá sýndi þetta sterkasta lið íslensks blaks að það þarf að leika ofar getu í þrjár hrinur, ef takast á að stöðva sigurgöngu þeirra, sem hefur verið stanslaus frá því haustið 1980. Þróttarar sigruðu 3-2. Þróttarar sigruðu örugglega í fyrstu hrinu 15-5, léku af venjulegum styrk, og Víkingar heldur sviplitlir eins og þeir hafa verið í allan vetur. En það kom heldur betur upp önnur staða í annarri hrinu. Hrinan fór rólega af stað, og liðin skiptust á að vinna stig. Smám saman vöknuðu Víkingar til lífsins og fóru að sýna stórgóðan leik. Þróttarar áttu ekkert svar, og Víkingar komust í 14-6. Þá lifnaði aðeins yfir Þrótturum og þeir höluðu inn stig þar til staðan var 14-13. Þá loks tókst Víkingum að ná fimmtánda stiginu, og það virkaði eins og vítamín á liðið. Víkingar komu tvíefldir til leiks í þriðju hrinu, og hreinlega jörðuðu meistarana 15-5. En þar með var úthald Víkinga þrotið, og meistararnir léku eins og meisturum sæmir. Leifur Harðarson fyrirliði fór loks að sýna lit, og Jón Árnason sá ungi og bráðefnilegi leikmaður sýndi allt sem í honum býr. Þá var Gunnar Árnason mjög góður í leiknum, og skyggði reyndar á Leif, sem hefur verið fyrsti uppspilari Þróttara um langt skeið, en það var Gunnar óumdeil- anlega áður. Gunnar hefur líklega aldrei veruð betri en nú, og á greinilega heilmikið eftir, þrátt fyrir langan feril. Þróttarar sigruðu létt í fjórðu og fimmtu hrinu, 15-7 og 15-4. Víkingar áttu stórgóðan leik á sunnu- daginn eins og áður hefur verið minnst á. Greinilegt er að þetta lið er að koma til eftir erfitt haust, þar sem það hefur tapað öllum sínum leikjum í fyrstu deild. Eyfirðingar mega greinilega fara að gæta sín, því að fallbaráttan stendur að mestu milli þessara tveggja liða sem stendur. Guðmundur Arnaldsson þjálf- ari er á réttri leið með liðið. Bestur Víkinga í þessum leik var Amgrímur Þorgrímsson uppspilari, kominn í lands- liðsform drengurinn, en hættir stundum til að ætla að gera of mikið á eigin spýtur. Þá var Skjöldur Vatnar sterkur í sókninni. ROMAENNA SIGURBRAUT Falcao skoraði ■ Roma bætti enn við einum sigri á laugardaginn á Ítalíu, er liðið sigraði Cagliari 1-0. Það var Brasilíumaðurinn Roberto Falcao sem skoraði markið og hrifsaði þar mcð tvö stig í safnið hjá Roma. Flest liðin sem hafa ógnað toppstöðu Rómarliðsins töpuðu, eða gerðu jafntefli. Verona, sem vann sig upp í fyrstu deild á síðasta keppnistímabili stökk upp í annað sætið með því að ná öðru stiginu í miklum baráttuleik gegn Inter Milan. Verona skoraði fyrst, en gestirnir frægu jöfnuðu með marki hins unga varnarmanns sem lék með heimsmeist- araliðinu í sumar, Giuseppe Bertoni níu mfnútum fyrir leikslok. Stjarna ítala og kandidat fyrir páfa- embætti, Paolo Rossi lék nú aftur með Juventus gegn Sampdoria, liði Trevor Francis. Ekki tókst Rossi að skora að þessu sinni, en félagi hans, Roberto Bettega skoraði á 85. mínútu. Gleði Juventuskappanna var þó skammvinn nokk, því Sampdoria jafnaði mínútu síðar. Útherjinn Daniele Massaro skoraði mark Fiorentina gegn Catanzaro, og Daninn ungi, Klaus Bergreen hélt áfram uppteknum hætti við markaskorun er hann tryggði liði sínu Pisa sigur l-0gegn Cesena. En hér koma allir leikirnir í fyrstu deild á Ítalíu: Avellino-Torino 2-0 Catanzaro-Fiorentina 0-1 Genoa-Ascoli 0-0 Inter Milan-Verona 1-1 Juventus-Sanpdoria 1-1. Pisa-Cesena 1-0 Roma-Cagliari 1-0 Udinese-Napoli 0-0 Staða efstu liða á Ítalíu er nú þessi: Roma........ 16 10 4 2 25 12 24 Verona...... 16 3 6 2 23 14 22 Inter....... 16 6 3 2 23 13 20 Juventus .... 16 7 5 4 19 13 19 Fiorentina .... 16 6 5 5 20 15 17 Udinese..... 16 3 11 2 15 15 17 Torino...... 16 4 3 4 15 11 16 Sanpdoria ... 16 5 6 5 15 13 16 STAÐAN I KÖRFUNNI ■ Staðan í úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar er þessi: Valur 11 9 2 1033-890 18 1. deild karla: Keflavík 11 8 3 912-903 16 Haukar 9 8 1 845-644 16 Njarðvík 10 5 5 827-828 10 Þór 9 7 2 758-668 14 Fram 11 4 7 967-978 8 ÍS 8 5 3 718-546 10 KR 11 4 7 952-991 8 Grindavík 9 2 7 632-785 4 Ír 10 2 8 741-832 4 Skallagrímur 9 0 9 627-939 0 Þróttur sigraði líka í kvennaflokki: Þróttarastúlkur sigruður stöllur sínar úr Breiðabliki 3-0, 15-6, 15-9 og 15-12. Leikurinn var ætíð I öruggum höndum Þróttara stúilknanna, þó Breiðablik biti aðeins frá sér í þriðju hrinu. Breiðabliksliðið hefur ekki sýnt neinar framfarir í heild í vetur, var sterkt í fyrra og þá í öðru sæti deildarinnar. Það sem hefur breyst hjá Breiðabliki er að liðið er nú miklu jafnara, þeir leikmenn sem vermt hafa bekkinn standa nú hinum ekkert að baki, en þær stúlkur sem léku flesta leiki liðsins á síðasta keppnistíma- bili hafa staðið í stað og jafnvel farið aftur. Þróttarliðið er sterkt um þessar mundir, og allt bendir reyndar til þess að þær hreppi ísdlandsmeistarabikarinn í vor. Hulda Laxdal er orðin sterkasti smassari deildarinnar og átti stórgóðan leik að þessu sinni. Þá var Björg Björnsdóttir sterk. HK sigraði í 2. deild ■ Kópavogsliðin í annarri deild karla, HK og Breiðablik kepptu síðasta blak- leikinn á sunnudag. HK strákamir sigruðu og hefndu þar með ósigursins í fyrri umferðinni. Úrslitin urðu 3-0,15-2, 15-7 og 15-12. Breiðabliksliðið lék langt undir getu í leiknum og var fyrirhafnarlaust hjá HK að hala inn stigin. Móttaka UBK í molum og sóknin þar af leiðandi bitlaus. Breiðabliksliðið sýndi aðeins tennurnar í þriðju hrinu, en það var orðið of seint. HK liðið átti góðan dag, liðið lék allt nokkuð vel. Magnús Magnússon var jafnbestur HK-manna að þessu sinni, sýndi öryggi í uppspilinu og er greinilega á réttri leið. Þá áttu Ástvaldur Arthúrs- son og Kjartan Busk góða spretti. Samhyggð sigraði ■ Gaulverjar skelltu sér upp á Skaga á föstudagskvöldið og léku þar við heimamenn í annarri deild karla. Akur- nesingar komust í 6-0 í fyrstu hrinu, en þar með var draumurinn búinn, þeir skoruðu ekki nema 7 stig í viðbót í öllum leiknum. Úrslitin urðu því 3-0Samhyggð í hag og hrinumar fóm 15-9, 15-2 og 15-2. FHSIGR- AÐIÍR ■ FH sigraði ÍR í fyrstu deild karla í handknattleik í gær 35-20. Staðan í hálfleik var 16-9 FH í hag. FH-ingar þurftu lítið fyrir sigrinum að hafa, þar sem klassamunur er á þessum liðum. Kristján Arason var atkvæða- mcstur FH-inga í leiknum, skor- aði 12 mörk, Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 8 mörk, Hans Guðmundsson 6, og Guöinund- ur Magnússon og Guðjón Guðmundsson 3 mörk hvor. Þórarinn Tyrfingsson og Gunnar Kristófersson skoruðu mest ÍR-inga 4 mörk hvor. Atli Þorvaldsson og Björn ISjörnsson skoruöu 3 mörk hvor. Staðan í fyrstu dcild er nú þessi: Víkingur FH KR Stjarnan Valur Þróttur Fram ÍR 12 8 2 2 18 13 9 0 12 8 0 12 7 1 12 5 1 12 5 1 12 4 1 13 0 0 13 0 KEFUVÍK HÉLT KR ( SKEFJUM ALLAN TÍMANN sigrudu 106:93 í Keflavík á laugardag ■ Keflvíkingar unnu enn einn sigurinn í úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina, þegar þeir fengu KR í heimsókn til Keflavíkur á laugardaginn. Keflvíkingar sigmðu 106-93, munur- inn 13 stig, og þau verða beint rakin til góðs kafla Keflvíkinga í fyrri hálfleik, þegar þeir skoruðu 15 stig ■ röð án þess að KR*ingar svöruðu fyrir sig. Leikurinn byrjaði rólega og liðin skoruðu sitt á hvað. Hélst svo fram í miðjan fyrri hálfleik, en þá tóku Kefla- víkurdrengirnir heldur betur fjörkipp. Axel Nikulásson, Jón Kr. Gíslason og Brad Miley sáu um að skora næstu 15 stigin í einum rykk, án þess að KR-ingar fengju rönd við reist. Viðar Vignisson leikmaður þeirra Keflvíkinga sem ný- kominn er frá Bandaríkjunum lék sinn fyrsta leik með Keflavík í vetur og átti eina körfu af þessum 15 stigum. Eftir þennan kafla jafnaðist leikurinn aftur, en ekkert gekk KR-ingum að saxa á forskotið. Keflvíkingar voru síðan yfir 53-41 þegar 30 sekúndur voru til leikhlés, léku upp völlinn og Brad Miley hélt boltanum nokkuð lengi rekjandi, uns hann þremur sekúndum fyrir leikhlé hóf sig hátt og skoraði með gríðarlega fallegu langskoti. 55-41 í hálfleik. Leikurinn hélst í jafnvægi í síðari hálfleik, munurinn rokkaði frá 15 stigum niður í 7, eftir því hvernig lá á mönnum. Stigin: Axel Nikulásson skoraði mest Keflvíkinga 30 stig, Jón Kr. Gíslason skoraði 29, Brad Miley 15, Þorsteinn Bjarnason 14, Viðar Vignisson 14 og Björn Víkingur 4. Stewart Johnson skoraði 29 stig fyrir Vesturbæjarliðið, Jón Sigurðsson 14, Jón Pálsson 13, Páll Kolbeinsson 12, Ágúst Líndal 10, Stefán Jóhannsson 7 og Birgir Guðbjörnsson 6. Keflvíkingar voru flestir góðir í leiknum. Miley var sterkur í vörninni, og drjúgur í sókninni. Axel og Jón Kr. iðnastir við að skora, mikið úr hraða- upphlaupum ásamt Viðari. Stewart Johnson skoraði mest KR-inga að venju, en mesta athygli þeirra vakti Jón Pálsson fyrir góðan leik. Þ.P./SÖE ■ Þróttarstúlkur í hávörn ■ leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hulda Laxdal til hægri átti stórgóðan leik. Við hlið hennar er Linda J ónsdóttir, sem kannske er frekar þekkt sem körfu - knattleikskona úrKR. Tlmamynd: Ella KR-INGAR KÆRÐU ÍBK telja að Viðar sé ólöglegur ■ KR-ingar kærðu Keflvíkinga eftir lcikinn á laugardag. Það sem KR-ingar ekki voru ánægðir með í Keflavík, var það að Viðar Vignisson skyldi leika með Keflvíkingum, en Viðar hefur undanfar- iðverið viðnámíLutherCollegeíBandaríkjunum. KR-ingar lýstu þvi yfir strax fyrir leikinn að þeir myndu kæra ef Viðar léki með. Það er þvi heitt í kolum hjá körfuknattleiksmönnum þessa dagana, og nóg af málum fyrir Körfuknattleiksssambandið og þá innan þess sem í hlut eiga tU að taka afstöðu tu. ■ Það urðu Þórsarar á Akureyri sem urðu til þess að stöðva sigurgöngu Hauka í 1. deUdinni í körfuknattleik en liðin mættust á Akureyri um helgina. Þórsarar báru sigur úr býtum, skoruðu 100 stig gegn 91 eftir hörkuleik sem var jafn að loknum venjulegum leiktíma. Staðan þá 85:85. Fjölmargir áhorfendur í Skemmunni á Akureyri fengu sitthvað fyrir aurana sína að þessu sinni því leikurinn sjálfur var ekki bara æsispenn- andi, heldur var ýmislegt annað „krydd“ á boðstólumeins og vikið er að í annarri grein hér á síðunni. Það leit ekki út fyrir það í byrjun leiksins að Þórsarar yrðu Haukunum erfiðir. Haukarnir tóku strax forystuna í leiknum í sínar hendur og komust í 19:11 og síðar mátti sjá tölur eins og 29:18 og 36:22 og 42:34 í hálfleik. Fyrstu mínútur síðari hálfleiksins hélst þetta bil en síðan komu 10 stig í röð frá Þórsurum, staðan þá 51:51 og Þór komst síðar 5 stig yfir. Haukar jöfnuðu og náðu forustunni aftur og er rúm mínúta var til leiksloka leiddu þeir 85:81. En fjögur vítaskot Robert Mc- Field á síðustu mínútunni tryggðu Þórsurum framlengingu. Dakarsta Webster hafði fengið sína 5. villu rétt fyrir lok leiksins og hjá Þór voru Eiríkur Sigurðsson og McField báðir með 4 villur. Það gat því brugðið til beggja vona er framlengingin hófst. Þór skoraði fyrst, Haukar jöfnuðu 87:87, McField kom Þór yfir og Eyþór Árnason jafnaði. En þá komu 8 stig í röð frá Þór og sigurinn var tryggður. Þetta var hörkuleikur. Þórsarar voru afar mistækir í skotum sínum lengst af fyrri hálfleiks en hittnin batnaði mjög er á leið. Varnir liðanna voru sterkar og spiluðu Haukarnir t.d. þannig að „dekka‘“ McField mjög stíft allan völl- inn þannig að hann átti mjög erfitt með að fá boltann. Bestu menn Þórs voru þeir McField og Jón Héðinsson, en þeir Konráð Óskarsson, Valdimar Júlíusson og Guðmundur Björnsson komu einnig vel frá leiknum. Eiríkur var í villuvand- ræðum strax á 12. mínútu leiksins og var lítið með eftir það. Hjá Haukum báru þrír menn nokkuð af. Pálmar Sigurðsson átti mjög góðan leik og sömuleiðis Hálfdán Markússon og Webster var mjög sterkur í vörninni. Þessir þrír stóðu uppúr í Haukaliðinu sem annars er mjög jafnt og efnilegt lið. Stigahæstu leikmenn liðanna voru McField hjá Þór með 61 stig og Jón Héðinsson með 12 og hjá Haukum Pálmar Sigurðsson með 34 og Webster með 21. gk-Akureyri ÞÓR BATT ENDA A SIGURGÖNGU HAUKA sigraði 100:91 eftir framlengingu ■ Ballett?... nei, þetta eru bara Ríkharður Hrafnkelsson og Viðar Þorkelsson andartaki eftir að skot Ríkharðar reið af. Úr þessu skoti urðu til tvö stig af þeim 28 sem Ríkharður gerði í leiknum. Timamynd: Ella KÆRUMAUN GANGA A VfiO. — Haukar kærðu dómarann — Dómararnir kæra Einar ■ „Ég er búinn að vera viðloðandi körfu knattleik meira og minna í 20-30 ár og hef aldrei ásakað dómara um hlutdrægni í störfum áður“ sagði Einar Bollason þjálfari Hauka eftir leikinn gegn Þór á Akureyri um helgina. Mikill hiti var í ýmsum mönnum eftir leikinn, og Haukar ákváðu strax að leik loknum að kæra annan dómara leiksins, Hörð Tuliníus. „Ég vil taka það fram að kæra okkar beinist ekki að neinu leyti gegn Þór. Þórsarar léku vel og unnu sigur og ég óska þeim til hamingju“ sagði Einar. „Hins vegar er ekki verjandi fyrir okkur Hauka að notfæra okkur ekki rétt okkar til að kæra framkomu Harðar í garð okkar. Við munum ákæra hann fyrir hlutdrægni og svívirði- lega framkomu í okkar garð í von um það að dómarinn verði til þess að þessi maður hætti störfum sem körfuboltadómari.“ En kæra Haukana er ekki sú eina. Dómarar leiksins hafa kært Einar Bollason til Aganefnd- ar vegna framkomu hans í leiknum, en þess má geta að Einar fékk alls 3 tæknivíti í leiknum. „Ég er mjög óánægður með framkomu Einars og hann verður kærður til Aganefndar fyrir óprúðmannlega framkomu og mótmæli við dóma okkar“ sagði Hörður. Það er því ekki hægt að segja að tíðindalaust hafi verið á „vígstöðvunum" á Akureyri um helgina. gk-Akureyri VALSMENN ENN A SIGURBRAUT sigruðu Fram 100:94 á laugardag ■ Einar Bollason var ekki ánægður með dómgæsluna á Akureyri. ■ Valsmenn sigruðu Framara á laugar- daginn í úrvalsdcildinni í körfuknattleik 100-94. Valsmenn voru sterkari lengst af, héldu aftur af Frömurum og höfðu forystuna. Eftir 7 mínútna góðan kafla í fyrri hálfleik hjá Val má segja að örlög Fram hafi verið ráðin í leiknum. Vals- menn komust í 25-12, og réði þar mestu um að Valsmenn skoruðu úr hverri sókn, en Framarar hittu ekkert á meðan. Val Brazy var heldur sviplítill í leiknum á laugardag. Hann missti bolt- ann stundum, hitti illa og var hvorki fugl né fiskur, miðað við hve afgerandi þessi tilþrifamikli leikmaður venjulega er. Símon var drjúgur, sérstaklega síðast, en hitti illa framan af. Valsmenn leiddu alltaf eftir miðjan fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 58-49 Val í hag. Framarar tóku fjörkipp síðast í fyrri hálfleik, skoruðu 6 síðustu stigin og héldu áfram í síðari hálfleik framan af, og munurinn varð minnstur 66-63 Val í hag. Síðari hálfleikur var býsna fjörugur, villur hlóðust upp sérstaklega hjá Valsmönnum og bæði lið komin með bónus síðast í leiknum. Þegar staðan var 83-69 Val í hag, en þá höfðu Valsmenn tekið öll völd í sínar hendur, fékk Tim Dwyer sína fimmtu villu, og bjuggust þá flestir við að Framarar myndu ganga á lagið. En sú varð þó ekki raunin, Valsmenn virtust aðeins styrkjast við raunina og komust í 97-75. Framarar fóru þá að sækja sig, en þá var það orðið of seint, Valsmenn rufu 100 stiga múrinn og höfðu þá 10 stiga forskot, og Torfi fékk sína fimmtu villu. En þá var stutt eftir og lokatölur 100-94 eins og áður sagði. Torfi Magnússon var bestur Vals- manna í leiknum, geysisterkur leikmað- ursem alltaf stendurfyrir sínu. Ríkharð- ur var og góður, skoraði grimmt, en hann mætti stundum gefa boltann í stað þess að gera allt sjálfur. Ríkharður skoraði mest, 28 stig, Torfi 26, Dwyer 18, Jón Steingríms 7, Tómas Holton og Kristján Ágústsson 4 hvor og Leifur Gústafsson 3. Brazy skoraði mest Fram- ara 32 stig, en í þau fóru helst til mörg skot. Símon skoraði 27 stig, Þorvaldur 20 stig, Viðar Þorkels 4, Ómar 6 og Jóhannes Magnússon 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.