Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 1
Umsjón: Samúel örn Erlingsson Meðal efnis: Handknattleikur - bls. 12-13 Landsleikir í badminton Heimsbikar- keppnin á skfðum Knattspyrna í Evrópu bls. 12-13 Enska knattspyman bls. 14 og maiigt fleira B-keppni evrópskra landsliða í badminton: BESTI ÁRANGUR FRÁ UPPHAFI ■ Alfreð Gíslason skorar hér eitt tíu amrka sinna gegn Víkingi á sunnudag. Alfreð og félagar komu á óvart um helgina með einkar frækilegum sigri á Víkingum. Sjá umföllun leikja helgarinnar í handbolta á bls. 12 og 13 KR TRYGGÐISÉR SÆTI í IHF EVRÓPUKEPPNINNI ■ KR-ingar tryggðu sér um helgina IHF sætið, þ.e.a.s. sæti í IHF Evrópu- keppninni með því að sigra Víking með 9 marka mun, 27-18. L'eikir helgarinnar í handknattleiknum voru býsna litríkir, þannig höfðu Víkingar forystu fyrir síðustu umferðina með 19 stig, og FH og KR höfðu 18 hvort. KR-ingar höfðu 17 mörkum hagstæðara markahlutfall en FH-ingar, og ef eitthvert lið hafði minnsta möguleika var það FH. Dæmið sneríst hcldur betur við eftir hádegi á sunnudag, en þá höfðu FH-ingar ger- sigrað Fram í Hafnarfirði 36-13. Og nú þurftu KR-ingar að sigra Víking með minnst 7 mörkum til að hljóta titilinn. Vonir KR-inga voru svo til brostnar, en vígreifir áhangendur Hafnarfjarðarliðs- ins fjölmenntu í Höllina um kvöldið til að sjá lcik Víkinga og KR, sem ákvarða mundi úrslitin. KR-ingar komu öllum á óvart, jafnvel sjálfum sér með stórgóð- um leik, en það var kannske ekki það sem var óvænt heldur hitt að að lcikslokum stóðu KR-ingar uppi sem sigurvegarar, og höfðu sigrað Víkinga með 9 mörkum. Aðrir leikir voru Stjarnan ÍR, og Þróttur Valur. Sjá umsagnir um leiki á bls. 12 og 13. STENMARK OG MCKINNEY SIGRUÐUi Tamara McKinney hefur nú forystu í heimsbikarkeppni kvenna ■ íslenska landsliðið í badminton lék um helgina í b keppni evrópskra landsliða í badminton, svo kallaðri Helvetia Cup. Landsliðið stóð sig mjög vel, hafnaði í sjöunda sæti í keppninni, en svo langt hefur liðið ekki náð áður. íslendingar léku með Vestur-Þjóð- verjum og Möltubúum í riðli í undan keppninni, en hún fór fram á föstudag. íslendingar töpuðu 0-7 fyrir Vestur Þjóðverjum, en sigruðu Möltubúa 7-0. íslendingar léku því um fimmta til áttunda sæti í úrslitakeppninni. Þar mættu Islendingar fyrst Norðmönnum, og töpuðu 2-5. Þá léku íslendingar gegn Finnum og sigruðu 6-1. Að lokum léku íslendingar gegn Tékkum, en áttu slakan leik, og var sem Islendingar væru taugaóstyrkir, sem ekki er ólíklegt, því liðið sá bregða fyrir þeim möguleika að lenda í 5. sæti, þar sem Finnar unnu Norðmenn. Eins og áður er nefnt er árangur liðsins sá besti frá upphafi. Ekki voru badmintonmenn sem kepptu í Basel alls kostar ánægðir með frammistöðuna. Hrólfur Jónsson taldi að liðið hefði verið of óöruggt lék skínandi vel í þeim leikjum sem lítil pressa var á, en þeim mun verr ef eitthvað var í húfi. „En þetta er reynsluleysi, og það lagast að sjálf- sögðu smám saman. í heild er ég ánægður með árangurinn." ■ Ingemar Stenmark, sá snjalli skíðakappi sigraði af miklu öryggi í svigmóti í Kitzbuhel í Austurríki. Hahnenkamm svigbrautin þar sem keppnin fór fram og talin er vera ein sú erfiðasta í heimi, virðist eiga sérstaklega vel við Ingemar, því þetta er hans fimmti sigur í þessari braut á stórmóti. Stenmark átti besta tíma í báðum ferðum, rann á 53,70 sek í fyrri og 51,72 í seinni. „Ég átti mér tvö takmörk fyrir keppnistíma- bilið í vetur,“ sagði Stenmark, „að sigra í Hahnenkamm, og að sigra heima. Ég hef náð hinu fyrra, og nú einbeiti ég mér að því síðara." 1 öðru sæti í þessari keppni varð Austurrík- ismaðurinn Christian Orlainsky, sem náði tæpri mínútu lakari tíma saman- lagt en Stenmark. Orlainsky færðist upp um sæti þegar Júgóslavinn Bojan Krizaj var dæmdur úr keppn- inni, fyrir að sleppa hliði, en Krizaj hafði náð öðrum besta tímanum. Phil Mahre frá Bandaríkjunum varð þriðji. Tamara McKinney frá Bandaríkj- unum sigraði á laugardag í stórsvigi kvenna í St. Gervais í Frakklandi. Með þessum sigri komst McKinnev á toppinn í heimsbikarkeppninni, upp fyrir Eriku Hess frá Sviss, sem hefur verið efst frá því keppnin hófst á þessu keppnistímabili. Þessi keppni var gleðiefni fyrir Bandaríkjamenn, því auk sigurs McKinney og nýtil- kominnar toppsetu, varð Christine Cooper frá Bandartkjunum í öðru sæti. Þriðja varð Carole Merle frá Frakklandi. Erika Hess varð í 6. sæti í keppninni, en hún hefur ekki fyllilega náð sér af hnémeiðslum. Urslitatöflu úr mótunum er að finna á bls. 12. Islenska landshðið i baðminton A sjö heimsmet ■ Mary Decker Tabb frá Handa- ríkjunum safnar heimsmetum i frjáls- um íþróttum innanhúss. Hún setti um helgina nýtt mct i tveggja mílu hlaupi innanhúss, 9 mínútur, 31,7 sekúndur. Mary á nú 7 hcimsmet í frjájsum íþróttum innanhúss, þ.e.a.s heimsmet sem gilda í dag. Heimsmet ■ Austur-þýska stúlkan Andrea Schone setti um h'elgina heimsmet í 5 kílómetra skautahlaupi á Evrópu- meistaramótinu i skautahlaupi sem haldið var í Heerenveen í Holi indi. Met Andreu er 7. mín. 40.97 . og er tæpum 9 sekúndum bctri i en gamla metið var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.