Tíminn - 22.02.1983, Blaðsíða 3
12
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1983.
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983.
TIL FERMINGARGJAFA,
Skrifborö, margar gerðir.
Bókahillur og skápar.
Steriohillur og skápar.
Stólar — Svefnbekkir — Kommóður
Húsgögn oa ,
. . Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar sim. se 900
Raflagnir
Fyrsta flokks
þjónusta
Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við
eða breyta raflögnum, minnir Samvirki
á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja,
sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar_
samvirki =U
SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44.566
Tilkynning
frá Tryggingastofnun ríkisins um
skipulagða tannlæknaþjónustu við
6-15 ára skólabörn
Sex til fimmtán ára skólaskyld böm eiga rétt á
niðurgreiddum tannaðgerðum . Þar sem skipulagðar
barnatannlækningar eru reknar skal barn jafnan leita til
skólatannlæknis eða þess tannlæknis sem sveitarfélag
hefur samið við um tannaðgerðir á skólabörnum sínum.
Setur forstöðumaður fyrir barnatannlækningum sveitar-
félagsins (í Reykjavík, yfirskólatannlæknir) reglur um
fyrirkomulag lækninganna.
Telji forsjármaður nauðsynlegt að barn sitt leiti til
einkatannlæknis er það heimilt, enda tilkynni hann þá
þegar barnatannlækni sveitarfélagsins það og fái skráð-
an tíma fyrir barn sitt hjá einkatannlækni.
Kostnað við tannlækningar hjá einkatannlækni fær
forsjármaður barns endurgreiddan hjá hlutaðeigandi
sjúkrasamlagi samkvæmt 44. grein laga um almanna-
tryggingar, enda séu þeir reikningar gerðir á sérstöku
reikningseyðublaði, sem Tryggingastofnun ríkisins
lætur einkatannlæknum í té og þeir útfylla.
Reglur þessar gilda til 1. september 1983L
Tryggingatannlæknir.
fþróttlrj
íþróttir
A LÍNU
en með hendirmi. — Karl og Teitur léku ekki
— markaregn á Ítalíu
■ Arnór Guöjohnsen varði á línu í leik
Lokeren gegn Anderlecht um helgina i
Belgíu en Arnór varði bara með hendinni,
þannig að víti var dæmt. Andelecht skoraði
úr vítaspyrnunni, Vercauteren fyrirliði
spyrnti. Markvörður Lokeren sem
hafði varið vel allan leikinn, brá sér í
skógarferð í þetta skipti, svo Arnór var einn
til varnar. Annars fann Arnór sig lítt í
þessum leik, enda lék hann ekki í sinni stöðu.
Lárus Guðmundsson leikur ekki með Wat-
erschei næstu fjórar vikur, hann gekkst undir
læknisaðgerð vegna meiðsla á hné á dögunum
og þarf að jafna sig á þeim. Waterschei
sigraði þó Waregem án Lárusar, 1-0.
KA efst í
2. deild
■ KA frá Akureyri tryggði sér efsta
sætið í annarri deild á föstudag, þegar
liðið sigraði Gróttu á Akureyri á
föstudag. KA sigraði 20-19. Einn
leikur er eftir í deildinni fyrir úrslita-
keppni, KA á eftir að leika við
Ármann. Sá leikur kemur ekki til með
að breyta neinu um röð í deildinni, og
skiptir engu máli fyrir KA, en getur
skipt máli fyrir Ármann, þar eð neðri
liðin taka með sér stigin, en ekki þau
efri.
Staðan í annarri deild er þá þessi:
Staðan
KA.................. 13 8 3 2 19
Haukar ............. 14 8 2 4 18 j
UBk................. 14 6 4 4 16
Grótla.............. 14 8 0 6 16
HK................. 14 6 1 7 13
ÞórV............... 14 4 4 6 12
Afturelding........ 14 3 3 8 9;
Armatm............. 13 2 3 8 7
Sævar Jónsson kom inn á í leik Brugge um
helgina, lék sfðustu 10 mínútumar, en það er
vart tími til að gera stóra hluti. Ragnar
Margeirsson lék ekki með.
Pétur Pétursson tók út leikbann um helg-
ina, Antwerpen sigraði þó 2-0. Pétur hafði
fengið þrjú gul spjöld, og þar með fékk hann
leikbann.
Tongeren tapaði 0-3 fyrir Ghent, Ghent
var sterkara allan tímann og var Tongeren
einfaldlega lakara liðið. Magnús Bergs lék
með, en mátti sín lítils, þar eð annað liðið
réð alfarið á vellinum.
Úrslit leikja urðu þessi í Belgíu:
FC Liege-CS Brugge .................2-1
Anderlecht-Lokeren..................1-0
Waterschei-Waregem..................1-0
Ghent-Tongeren......................0-3
Beveren-Lierse......................2-2
Antwerpen-Molenbeek.................2-0
Seraing-Standard Liege...............04
Courtrai-Winterslag.................5-0
Anderlecht er nú efst í Belgíu með 34 stig,
en Antwerpen og Standard eru tveimur
stigum á eftir.
1 EM/SÖE
■ Mikið var skorað af mörkum á Ítalíu um
helgina 25 aBs í átta leikjum, og því gaman á
itölskum áhorfendapöllum. Roma, semhefur
haldið forystunni í nokkurn tima á Italíu,
vann stórsigur á Napoli, 5-2, og náði fimm
stiga forystu. Verona er nú í öðru sæti á
Ítalíu. Juventus rak loks af sér slyðruorðið
með góðum 3-0 sigrí á Fiorentina, og hetjan
Paolo Rossi skoraði loksins, eitt mark, og er
það hans fjórða í vetur. Þessi sigur Juventus
bjargaði því að liðið hangir í fjórða sæti í
dcildinni, sex stigum á eftir Roma.
Roma sem ekki hafa unnið fyrstu deildar
Karl og Teitur léku ekki
■ Hvorki Karl Þórðarson né Teitur Þórðar-
son léku um helgina í Frakklandi, Karl lék
ekki vegna meiðsla, en Teitur hefur enn ekki
hafið keppni vegna uppskurðarins fyrir jólin.
Lið Karls gerði jafntefli um helgina, en lið
Teits tapaði
Úrslit jurðu þessi í deildinni:
Bordcaux-Bastia....................0-0
keppnina í fjörtíu ár, sýndu meistaratakta,
þegar þeir börðust frá því að vera undir strax
á 13. mínútu, og sökktu Napoli hreinlega.
Fyrirliðinn Agostino de Bartolomei skoraði
fyrstu tvö mörkin og leiddi þar sem sína
menn, Carlo Ancelotti bætti við því þriðja og
tengiliðurinn Sebastiano Mela, og framherj-
inn Roberto Pruzzo sáu um afganginn.
Verona sem voru í öðru sæti, og margir
vonuðu á Ítalíu að yrðu meistarar, töpuðu
óvænt fyrir Avelliono, sem er neðarlega í
deildinni 0-3. Inter Milan í þriðja sæti tapaði
3-1 fyrir nágrör.num sínum Torino, og þar
skoraði framherjinn Franco Selvacci eina
mark leiksins og sitt sjöunda í vetur,
Það var viðburðarík helgi hjá Alessandro
Altobelli, sem leikur með Inter Milan. Hann
klúðraði vítaspymu í tvígang, og var látinn
taka þá hina sömu vítaspymu í þriðja sinn,
þar sem Guilano Terrano markvörður Torino
hafði hreyft sig í bæði skiptin. En það var allt
þá þrennt var og Altobelli skaut beint á
markvörðinn, ekki sami stíll yfir honum, og
þegar hann skoraði þriðja mark Ítalíu á móti
Vestur-Þjóðverjum í sumar. En Altobelli
fékk uppreisn æm, nokkrum mínútum síðar
var dæmt aftur víti og nú lét Altobelli ekkert
stöðva sig, skoraði og er markahæsti maður
. deildarinnar með 10 mörk.
•
Úrslit á Ítalíu urðu annars þessi:
Avelliono-Verona.....................3-0
Catanzaro-Sampdoria..................1-1
Genoa-Cesena ........................2-1
Inter Milan-Torino ..................1-3
Juventus-Fiorentina...................3-0
Pisa-Cagliari........................0-0
Roma-Napoli .........................5-2
Udinege-Áscoli.......................2-1
Lenns-Brest . .......................2-3
Auserre-Metz.........................2-2
Tours-Lille..........................5-0
Rouen-Strasbourg.....................2-1
Monaco-Toulouse......................0-0
Nantes-Laval ........................0-0
Nantes cr efst í Frakklandi með 39 stig,
Bordcaux hefur 32 stig, og Lens og Laval
hafa 29 stig.
ÞÓRSARAR
LÆKKA FLUGIÐ
— töpuðu fyrir ÍS 70-77
■ Úrvalsdeildarvonir Þórs frá Akur-
eyri virðast nú úr sögunni eflir að liðið
tapaði fyrir sínum aðalkeppinautum,
Haukuin og IS, í fyrstu deildinni í
körfubolta, um helgin.
Þessi leikur var frekar leiðinlegur á að
horfa og sýndu liðin ekki þá getu sem
nauðsy.nleg er til veru í úrvalsdeild.
Þeir áhorfendur sem mættir voru é
leikinn til þcss að sjá Bandaríkjamann-
inn í liði Þórs, Robert McField sýna listir
sínar fóru nokkuð vonsviknir heim, því
þrátt fyrir allt í öllu hjá Þór, er varla
hægt að segja að hann sé besti kaninn
sem leiki nú á íslandi, alla vega sýndi
hann það ekki í þessum leik.
Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri
hálfleik og staðan í hálfleik var 28-25 ÍS
í vil.
í síðari hálfleik juku Stúdentar bilið
og sigur þeirra var aldrei í hættu.
Lokatölurnar voru 77-70
Stigin: ÍS. Gísli 22, Pat 21, Eiríkur 16,
Guðmundur 13 en aðrir niinna.
Þór. McField 46, Konráð 6, Eiríkur og
Valdimar 4 stig hvor, en aðrir minna.
Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson
og Gunnar Valgeirsson og dæmdu nokk-
uð þokkalega. BL.
Naumur
sigur ÍBK
gegn KR í úrvalsdeildinni
■ Keflvíkingar sigruðu KR-inga með 87
stigum gegn 86 i úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik í Hagaskólanum á sunnudaginn. Leikur-
inn var spennandi allan tímann og úrslitin
réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum.
Vesturbæjarliðið hóf leikinn af miklum
krafti og þegar 6 mínútur voru liðnar af
leiknum var staðan 19-12 þeim í hag. En þá
var eins og Keflvíkingar vöknuðu til lífsins,
þeir breyttu stöðunni í 20-19 á aðeins rúmri
mínútu og virtust til alls líklegir. En KR-ingar
voru ekki af baki dottnir og liðin skiptust á um
að hafa forystu í leiknum. í hálfleik var staðan
4443 KR-ingum í hag. Síðari hálfleikurþróað-
ist svipað og sá fyrri, og hvorugt liðið náði að
hrista hitt af sér. Mestur var munurinn 5 stig
Keflvíkingum í hag í upphafi hálfleiksins.
Þegar 1 mínúta var til leiksloka var staðan
87-84 ÍBk í vil. Jón Sigurðsson minnkaði
muninn í 87-86 með langskoti og ÍBK hóf
sókn. Þegar 17 sekúndur voru til leiksloka var
dæmd sóknarvilla á Axel Nikulásson og KR-
ingar geystust fram völlinn. Það var skotvélin
í KR-liðinu, Stewart Johnson, sem tók loka-
skotið, en knötturinn hafnaði upp á efri brún
spjaldsins í stað þess að fara ofaní, og
Keflvíkingar hrósuðu sigri.
ÍBK langt frá sínu besta
ÍBK liðið var nokkuð langt frá sínu besta í
þessum leik og virðist svo sem þeir eigi alltaf
nokkuð erfitt uppdráttar í Hagaskólanum, en
nái síðan stjörnuleikjum á heimavelli sínum í
Keflavík. Besti maður liðsins í þessum leik var
bakvörðurinn snjalli Jón Kr. Gíslason sem
hitti vel og barðist allan leikinn, Axel Nikulás-
son átti góða spretti, einkum í síðari hálfleik0
Úr leik Þróttar og UMFL í bikarkeppninni í blaki.
VIKINGAR FALLNIRI AÐRA DEILD
HAUKARA
LEIÐ UPP
Haukarnir úr Hafnarfirði Iéku á
sunnudagskvöldið við Grindvíkinga
í Hafnarfirði, og mátti þá sjá að
menn voru frekar slappir.
Haukarnir léku einn sinn lélegasta
leik í vetur, en sigruðu samt. Haukar
höfðu yfir 45-38 í hálfleik, en sóttu
sig síðan í síðari hálfleik, og sigruðu
með yfir 20 stiga mun .
DeCarsta Webster var besti maður.
Hauka í leiknum, skoraði 28 stig, og
tók 27 fráköst. Frákastafjöldi þessi
er með því mesta sem gerist hér.
Pálmar Sigurðsson var einnig drjúgur
í stigaskoruninni, þó að hann væri
ekki nema hálfdrættingur á við sjálf-
an sig í leiknum við Þór á föstudag,
hann skoraði 22 stig. Ólafur Rafns-
son skoraði einnig 22 stig, og Hálfdán
Markússon skoraði 21 stig.
Douglas Kintzenger skoraði að
venju mest Grindvíkinga, 43 stig, og
Ingvar Jóhannsson skoraði 12.
■ Víkingar fóru norður í land
að leika við norðurlandsliðin í
fyrstu deildinni í blaki um helg-
ina. Ekki varð ferðin cins og
Víkingar hefðu óskað, því liðið
náði enn ekki því að vinna leik,
og er Víkingur nú endanlega
fallinn í aðra deild . Það sem
gerði eiginlega útslagið fyrir Vík-
inga var að Eyfirðingar léku við
Bjarma á Laugum á miðvikudag
í síðustu viku, og söltuðu þar
heimamenn 3-1, 15-13. 10-15,
15-4, 15-4. Leikið var fyrir fullu
húsi á Laugum, og var-allt þar
hreinlega brjálað, þokulúðrar
gullu og svo framvegis.
Þetta tap Bjarma gerði það að
verkunt að Eyfirðingar voru
komnir með 6 stig eftir leikinn.
og enn jókst því brattinn fyrir
Víkinga að sækja á. Leikur
Bjarma og Víkinga á föstudag
var mikill baráttuleikur, tveggja
ti'ma barátta, og eftir að Víkingar
höfðu loks náð að vinna hrinu,
þá þriðju 16-14, virtust þeir ætla
að hafa þetta. En eftir að skipt
var um leikvöll í langri og erfiðri
lokahrinu, og staðan var 8-3 Vík-
ingum í hag, tóku norðanmenn
við sér, og mörðu sigur 15-13.
Besti maður Bjarma í leiknum
var vafalaust Þröstur S. en Arn-
grímur Þorgrímsson var bestur
Víkinga, þó að hann hafi oft
leikið betur.
UMSE sigraði
fyrirhafnarlítið.
Víkingar herjuðu á Akurevri'
daginn eftir. laugardag. og töp-
uðu þá fyrir Eyfirðingum. Eftir
að Eýfirðingar sigruðu í fyrstu
hrinunni 15-13 varallurvindurúr
Víkingum, og tvær síðustu hrin-
urnar fóru 15-4 og 15-6. Víkingar
voru sviplitlir, en maðurinn bak
við sigur Eyfirðinga var Karl
Valtýrsson uppspilari.
Víkingastúlkur fylgdu karlalið-
inu norður og léku við KA. KA
sigraði örugglega í báðum þeim
leikjum 3-1 á laugardag, og 3-0 á
sunnudag.
Stefnir í úrslitaleik
Allt stefnir nú í úrslitaleik í
annarri deild karla, Fram sigraði
um helgina Breiðablik 3-1, og á
nú aðeins tvo leiki eftir í deildinni
og hefur tapað tveimur leikjum.
Fram á eftir að leika við Þrótt frá
Neskaupstað, og HK. HK. er nú
efst í deildinni, hefur tapað
tveimur leikjum, og á aðeins eftir
leikinn við Fram. Verður sá
leikur i því úrslitaieikurinn um
fyrstu deildar sætið. Liðin taka
forskot á leikinn sem vcrður 6.
mars, þar sem þau leika í bikar-
keppni BLÍ í kvöld í íþróttahúsi
Hagaskóla.
Einn leikur var í Bikarkeppni
BLÍ um helgina, Þróttur Reykja
vík lagði UMFL, sem nú er utan
deilda, 3-0, 15-6, 15-5 og 15-2
Þá léku um helgina HK og
Efling í öðrum flokki karla, og
HK og Völsungur í sama flokki.
HK sigraði í báðum leikjunum
sem leiknir voru norðanlands,
Eflingu 2-1 á Laugum, og Völs-
ung 2-0 á Húsavík. HK er nú efst
. i öðrum flokki, eftir að keppni er
hálfnuð, með fuilt hús stiga.
STAÐAN
Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi:
Njarðvík-Fram ..................74-75
KR-Keflavík ....................86-87
ÍR-yalur........................81-77
Valur ..
ÍBK ....
UMFN .
ÍR.....
Fram ..
KR ....
4 1446-1369 24
5 1336-1320 22
9 1299-1321 14
9 1236-1269 14
10 1386-1406 12
11 1350-1449 10
Staðan i fyrstu deildinni er nú þessi
eftir leiki helgarinnar:
Haukar-Þór....................114-84
ÍS-Þór........................ 77-70
Haukar-UMFG ..................104-81
Haukar........ 13 11 2 1216-950 22
ÍS ........... 13 10 3 1160-935 20
Þór A......... 11 7 4 912-860 14
UMFG ......... 13 2 11 966-1181 4
UMFS.......... 10 0 10 695-1022 0
þegar hann kom inná eftir að hafa haft
skóskipti og skoraði 11 stig í röð. Þorsteinn
Bjarnason skoraði laglegar körfur, en gerði
þess á milli klaufalegar vitleysur, Brad Miley
var mjög sterkur í vörninni og hirti aragrúa
frákasta, en skoraði fremur lítið, enda er hann
fyrst og fremst varnarmaður og frákastamað-
ur. Björn Víkingur Skúlason er leikmaður sem
vert er að veita athygli, þá sjaldan hann tekur
skot þá hittir hann og hittni hans í þessum leik
var stórkostleg. Óskar Nikulásson, sem er eini
varamaðurinn í ÍBK liðinu sem hægt er að
nota í úrvalsdeildarleikjum, stóð sig mjög vel
allan þann tíma sem hann spilaði.
Mikil breyting á KR
Mikil breyting er á KR-liðinu frá því að Jón
Sigurðsson tók við þjálfun liðsins og einnig
styrkir endurkoma Garðars Jóhannssonar liðið
verulega. Bestir hjá KR í þessum leik voru
þeir Jón Sig. og Stewart Johnson en Stu beytti
sér lítið í vörninni eins og fyrri daginn. Þá
voru þeir Birgir Guðbjörnsson, Páll Kolbeins-
son og Garðar Jóhannsson einnig góðir hjá
KR-ingum. Ef KR-ingar spila jafn vel í þeim
leikjum sem eftir eru í mótinu og þeir gerðu í
þessum leik, gætu þeir halað inn dýrmæt stig í
fallbaráttunni. Það er skoðun undirritaðs að
KR-ingar séu mun sterkari um þessar mundir
en bæði Fram og Njarðvík, það sýndu þeir á
sunnudaginn. Stigin : ÍBK - Jón Kr. 26, Axel
18, Þorsteinn 17, Björn 12, Brad 10 og Óskar
4. KR: Stu 31, Jón 18, Garðar 11, Birgir og
Páll 10 hvor, Kristján Rafnsson 4 og Þorsteinn
Gunnarsson 2.
Dómarar í þessum leik voru þeir Þráinn
Skúlason og Gunnar Bragi Guðmundsson og
.dæmdu þeir eftir atvikum vel. - BL.
á i
m:
„4^
■ Þrír áberandi í leik ÍR og Vals, Pétur Guðmundsson, Tim Dwyer og Hreinn Þorkelsson.
ÍR STÖÐVAÐIVAL
Öruggir ÍR-ingar höfdu ailtaf frumkvæðid
Kurfuknuttlvikur úrvalsdeild:
íþróttahsu Hagaskólu:
ÍR-Valur 81-77 (44-35)
Stigin:
IR: kristinn Jörundssun 23, llrcinn
Þorkelsson 18, Pétur Guömundssun 16.
Gylli Þurkelssun III, Jón Jurundssun 8,
kolheinn kristinssun 6.
Valur: Tim Dnyer27, Ríkharöur Hrafn-
kelssun 18, kristján Ágústsson 16, Jón
Steingrímssun 6. Toríi Magnússun 6 og
Leifur Gústafsson 4,
Það varstrax klassi yl'ir ÍR ásunnudug-
inn gegn Val. ÍR-ingar virtust ákvcðnir
í tiö láta Valsmenn ekki fara mcð sig eins
og síðast. en þá knúðu Valsmenn fram
sigur í hnífjöfnum ogæsispennandi leik.
Leikurinn á sunnudaginn bauð upp á
spennu. eftir mikinn sprett Hreins Þor-
kelssonar í IR i byrjun leiks. þar sem
Hreinn fór á kostum. skoraði grimmt og
liirti niörg fráköst. og staðan var orðin
111-2 og 12-4. jafnaöist leikurinn nokkuð.
Hamfarir Hreins hjöðnuðu. enda hafði
piltur skorað þá 12 stig á fyrstu sjö
mínútunum. Valsmenn jöfnuðu 18-18
og náðu aö komast yfir 20-18. og var
síðan leikurinn í járnum þar til hálfleikur
sá hinn fyrri var langt kominn, að
IR-ingar sigu framúr á ný.
I síðari hálfleik héldu ÍR-ingar alltaf
frumkvæðinu. en unt miðbikiö munaði
þó mjóu. 62-61. Eftir það var ÍR ráðandi
á vellinum. og þrátt fyrir að ekki hafi
skiliö nema 4 stig í lökin. Þegar 50
sekúndur voru eftir höfðu ÍR-ingar 10
stig vfir. svo sigurinn var ekki í verulegri
hættu í lokin.
Pétur Guðmundsson \ar öðrum frem-
ur sá sem skapaði sigur ÍR-inga á
sunnudagskvöldið. Hann skoraði aðvísu
ekki nema 16 stig. en hirti 25 fráköst. og
átti fjölda sendinga á lélaga sína. Hreinn
Þorkelsson var stórgóður þegar liann vat |
inni á. en datt dálítiö niður í fyrri
hálfleik, eftir að hafa vcriö allt að því
hamrammur, þá tekinn út af. Hreinn lék
vel í síöari hálflcik. þar til hann fór út af
með 5 villur.
Kristinn Jörundsson var mjög góður,
skoraði grimmt. og hélt jöfnum hraða
allan leikinn. Gylfi Þorkelsson var
góður. átti góða spretti í baráttunni um
knöttinn.og lokakafli Jóns jörundssonar
er það besta sent sést hefur til hans í
vetur. Aörir ÍR-ingar voru og góðir.
Tim Dwyer var bcstur Valsmanna.
Að vísu fékk hann á sig tæknivíti fyrir
kjaftbrúk, en að öðru leyti var hann
góður. og hélt Pétri vcl niðri í sókninni.
Kristján Ágústsson var einnig mjög
góður í leiknum, og Ríkharður hitti vel
á köflum. Torl'i Magnússon náði ekki að
sýna sitt rétta andlit.
Dómarar voru Gunnar Valgcirsson og
Þráinn Skúlason. og skiluðu sínu hlut-
verki vel. sérstaklcga Þráinn. Gunnar
fór örlítiö „af stað", er hann dæmdi
villur á þá Hrein og Torfa, eiginlega í
strikklotu, og fóru báðir útaf um svipað
leyti. Einkum var fjórða villa Hrcins og
fimmta villa Torfa vafasamar. cn ekki
verður heldur dæmt svo öllunt líki.
Ævintýraheimurinn
'★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★
Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta
VIDEOSPORT
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460.
Opiðalladaga
kl. 13.00-2300