Tíminn - 06.04.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1983, Blaðsíða 1
Umsjón: Samúel örn Erlingsson Hamborg 26 14 10 2 59-25 38 Bremen 26 16 5 5 49-30 37 BayernM. 26 14 8 4 59-21 36 Stuttgart 25 15 5 5 61-33 35 Dortmund 25 13 7 5 54-30 33 Kaisersl. 26 11 10 5 44-33 32 Niirnberg er næst í röðinni með 24 stig. ■ Asgeiri Sigurvinssyni og félögum tókst ekki að komast í úrslit þýsku bikarkeppn- innar. Asgeir fékk frábæra dóma engu að síður fyrir leik sinn, eins og venjulega. ■ Tómas Guðjónsson fjórfaldur íslandsmeistari í borðtennis. Þeir spönsku sigruðu alla ■ Spánverjar sigruðu í öllum leikjum sínum í riðlinum í Evrópukeppni drengja í körfuknattleik sem leikinn var á Suðurnesjum og í Reykjavík um páskana. Þeir voru með langsterkasta liðið, og átti ekkert liðanna sem léku með þeim í riðlinum, íslands, Belgíu og Svíþjóðar möguleika gegn Spánverjum. Enda voru þeir spönsku hamarammir á að líta, rétt um helmingur þeirra yfir 2 metrar á hæð. Úrslit' leikjanna urðu þessi: Ísland-Belgía 49-71 Spánn-Svíþjóð 74-64 Svíþjóð-Belgía 76-56 Ísland-Spánn 65-118 Ísland-Svíþjóð 68-87 Spánn-Belgía 84-71 Tvö lið komust áfram í úrslitakeppn- ina sem haldin verður í sumar. Spánn og Svíþjóð. íslendingar léku fyrsta leik sinn gegn Belgum, og var það þeirra lélegasti leikur. Bestan leik áttu íslendingar gegn Svíum, en héldu ekki út nema fram í síðari hálfleik. Fóp/SÖE TOMAS FJÓRUM ■ Tómas Guðjónsson KR varð fjór- faldur íslandsmeistari í borðtennis í ár, einn titilinn öðlaðist hann nokkru fyrir páska með sveit KR sem sigraði í flokkakeppni karla í borðtennis, og Tómas bætti við þremur titlum um páskana, er síðari hluti íslandsmótsins fór fram. Þar sigraði Tómas í einliðaleik karla, í tvfliðaleik ásamt Hjáimtý Haf- steinssyni, og í tvenndarleik ásamt Astu Urbancic. Tómas er eini íslenski karl- maðurinn sem hefur unnið þetta afrek, en hann varð líka fjórfaldur Islands- meistari árið 1981. Úrslit urðu annars þessi og gangur mála: Tvfliðaleikur karla: 1. Tómas Guðjónsson og Hjálmtýr Hafsteinsson KR 2. Bjarni Kristjánsson og Tómas Sölvason Örninn/KR 3. Gunnar Finnbjörnsson og Vignir Kristmundsson Örninn Hjálmtýr og Tómas sigruðu í úrslita- leiknum 21-11, 23-21 og 21-19. Þeir sigruðu í þessari grein árin 1978-1981, en '’urðu í öðru sæti í fyrra, töpuðu þá fyrir Stefáni og Hilmari Konráðssyni (þeir eru ekki bræður) úr Víkingi. Stefán tók ekki þátt í mótinu í þetta sinn, en Hilmar varð í fjórða sæti ásamt Kristjáni Jónas- syni úr Víkingi. Tvfliðaleikur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir / Kristín Njálsdóttir UMSB 2. Ásta M, Urbancic / Elísabet Ólafsdóttir Erninum 3. Ema Sigurðardóttir / — tapaði 2:3 fyrir FC Köln — Fortuna Köln einnig í úrslit Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ F.C. Köln sigraði VFB Stuttgart 3-2 eftir framlengingu í einum skemmtileg- asta topp leik sem hér hefur lengi sést. Leikurinn hafði alit sem góður undan- úrslitaleikur í bikarkeppni á að hafa; sóknarknattspyrnu, tugi tækifæra, gull- falleg mörk, hraða, hörð einstaklingsein- vígi og baráttu. Stuttgart komst yfir á 10. mínútu með marki Allgöweras, en landsliðsmaðurinn Engels jafnaði úr víti 10 mínútum síðar! Á 62. mínútu skoraði franski landsliðs- maðurinn Six fyrir Stuttgart, en Hart- mann jafnaði 6 mínútum fyrir leikslok, og það á sömu mínútu og hann kom inn ■ á. Sigurmarkið skoraði svo :Steine:r á 94. mínútu. Lengi verður deilt um hvort sigur Kölnarliðsins hafi verið sanngjarn. Stutt- gart var betra liðið á vellinum þar til 15 mínútur voru til leiksloka. Þá tóku leikmenn Kölnar loks við sér og í framlengingunni voru yfirburðir þeirra algjörir. Stuttgart gerði tvenn mistök í leiknum. Þeir reyndu of stíft að komast í 3-1, í stað þess að hægja á hraðanum, og svo sofnuðu þeir á verðinum þegar Hartmann kom inn á og skoraði sam- stundis. Þrátt fyrir að Ásgeir Sigurvinsson hafi verið dekkaður mjög stíft allan leikinn, átti hann mjög góðan dag að vanda, og hlaut samsvarandi umsagnir hjá þýsku pressunni. Og þulurinn í sjónvarpinu lét enn einu sinni fara frá sér hina marg- tuggnu setningu: „Mikið hlýtur Bayern Munchen að sjá eftir...“. Það var ljóst í þessum leik að Köln óttaðist mjög Ásgeir og gætti þess mjög vel að hann fengi ekki boltann. Ef Ásgeir fékk hann var hann miskunnarlaust sparkaður niður. í hálfleik haltraði Ásgeir útaf, og bjuggust landar hans á áhorfendabek- Cryuff skoraði ■ Johan Cryuff skoraði fyrir Ajax í Hollandi, þegar liðið sigraði PSV Eind- hoven í fyrri leik liðanna í undanúrslitum hollenska bikarsins. Haariem og Nec Nijmegen gerðu jafntefli hinum megin 2.-2. kjunum ekki við að sjá hann aftur eftir leikhlé. En Ásgeir kom samt inn á, allur vafinn um vinstri fót og spilaði til leiksloka. Fortuna Köln í úrslit í hinum undanúrslitaleiknum sigraði óvænt annarrar deildar liðið Fortuna Köln, sem Janus Guðlaugsson lék eitt sinn með, fyrstu deildarliðið Borussia Dortmund með firnm mörkum gegn engu! Það verða því tvö Kölnarlið sem keppa um bikarinn í Köln 11. júní næstkomandi. Úrslit í deildinni: Úrslit frestaðra leikja í Búndesligunni urðu eftirfarandi: Munchengladbach-Karlsruher 5-0 Hertha Berlin-Bremen 0-1 Kaiserslautern-Schalke 2-0 Bochuni-Leverkusen 3-2 Bremen, sem á mjög auðvelda leiki eftir, sigraði mjög óverðskuldaði í Berlín og verða nú að teljast mjög líklegir til þess að sigra Búndesliguna, þrátt fyrir að sjálfsögðu allt geti gerst. Staða efstu liða í Bundesligunni er nú þessi: STUTTOART FOL ÚT l)R BIKARKEPFNINNI MEISTARlA VfGSTÖDVUM Rannveig Harðardóttir UMSB Borgfirsku stúlkurnar sigruðu í úr- slitaleiknum 19-21, 21-14, 21-10 og 21- 15. Þær sigruðu í tvíleiðaleiknum árin 1978-1981, en urðu í öðru sæti í fyrra, þær töpuðu þá fyrir Ástu og Hafdísi Ásgeirsdóttur úr KR, en hún gat ekki tekið þátt í mótinu í þetta sinn. Tvenndarkeppni: 1. Ásta M. Urbancic / Tómas Guðjónsson Erninum/KR 2. Ragnhildur Sigurðardóttir / Hilmar Konráðsson UMSB/Vík. 3. Kristín Njálsdóttir / Bjarni Kristjánsson UMSB/Erninum Úrslitaleikurinn var jafn og spenn- andi, honum lauk 21-13, 21-11, 16-21, 18-21 og 21-15. Þessi tvö pör voru áberandi sterkust í tvenndarleiknum. Þetta er í þriðja skiptið í röð og fjórða sinn í allt sem Ásta og Tómas sigra í tvenndarkeppninni. Meistaraflokkur karla: 1. Tómas Guðjónsson KR 2. Tómas Sölvason KR 3. Hjálmtýr Hafsteinsson KR Tómas Guðjónsson sigraði í úrslita- leiknum 21-13, 16-21, 21-16 og 21-4 og endurheimti titil sinn, en hann sigraði í þessarigrein 1978-1981. Stefán Konráðs- son, sigurvegarinn frá því í fyrra, tók ekki þátt í mótinu, eins og áður hefur verið ságt. Gunnar Finnbjörnsson tryggði sér sæti í undanúrslitum á fimmtudag, en gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni á laugardag vegna veik- inda. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 2. Ásta M. Urbancic Erninum 3. Kristín Njálsdóttir UMSB Ragnhildur sigraði Ástu í spennandi úrslitaleik 21-16, 21-16, 14-21, 17-21 og 21-16. Hún sigraði einnig í einliða- leiknum árin 1978-1981. Kristín Njáls- dóttir komst nálægt því að vinna Ragn- hildi, hún vann tvær fyrstu loturnar í leik þeirra, Ragnhildur vann síðan tvær næstu. Kristín leiddi í oddalotunni 18- 13, en gaf eftir á endasprettinum og Ragnhildi tókst að sigra 21-19. 1. flokkur karla: 1. Emil Pálsson KR 2. Jónas Kristjánsson Erninum 3. Alexander Árnason Erninum Emil, íslandsmeistari öldunga, sigraði einnig í 1. flokki karla, og skaut yngri mönnunum ref fyrir rass. Hann sigraði Jónas í úrslitunum 16-21,26-24 og 21-16. Alexander vann Sigurbjörn Bragason úr KRíleikum3. sætid 21-16,11-21,21-16. 1. flokkur kvenna: 1. Sigrún Bjarnadóttir UMSB 2. Elín Eva Grímsdóttir Erninum 3. María Jóhanna Hrafnsdóttir Víkingi Sigrún var öruggur sigurvegari í þess- um flokki, hún sigraði í úrslitaleiknum 21-17 og 21-14. 2. flokkur karla: 1. Lárus Halldórsson Aftureldingu 2. Snorri Briem KR 3. Lárus Jónasson Erninum Úrslitaleikurinn fór 21-15 og 21-18. Lárus Jónasson vann Valdimar Hannes- son, KR, í leik um 3. sætið. Þrainn kast- adi 55 metra ■ Þráinn Hafsteinsson íslandsmethafi í tugþraut kastaði 55,40 metra í kringlu- kasti um helgina á móti í Bandaríkjun- um. Þráinn hefur aldrei kastað kringlu svo langt fyrr, og má geta þess til samanburðar, að hann kastaði „aðeins“ 50,46 metra er hann setti íslandsmetið í tugþraut um daginn. Þessi stórbætti árangur ætti því að létta Þráni að bæta enn tugþrautarmetið. Félagar Þráins í Alabamaháskólanum voru sigursælir á mótum helgarinnar, Þórdís Gísladóttir sigraði í hástökki með 1,83 metra og íris Grönfeldt sigraði í spjótkasti með 47,30 metra. Vésteinn Hafsteinsson bróðir Þráins varpaði kringlunni 59,82 metra og kúlunni 17,17 metra, bætir sig sífellt í kúlunni og kastar stöðuga 60 metra í kringlu. Pétur Guðmundsson kastaði kúlunni 16,53 metra og Sigurður Einarsson kastaði spjóti 70,08 metra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.