Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 Með lOmanna vöm héttKS jöfnu gegn FH-ingum, Frá Leifi Garðarssjni, Hafnarfiriii: ■ FH-ingum tókst ekki að knýja fram sigur yftr Knattspyrnufélagi Siglu- fjarðar er liðin léku í gærkvöldi á Kaplakrikavelli. Lokatölur urðu þær að hvort lið skoraði eitt mark. FH-ingar sóttu na-r látlaust allan seinni hálfleik en vörn Siglfirðinga var sterk fyrir og oft afar fjölmcnn, ekki óalgengt aö 10 menn væru í vörn. En Siglfiröingar áttu skyndisóknir og upp úr einni slfkri skoraði Hörður Júlíusson mark eftir varnarmistök í FH-vörninni. Var þetta snemma í síðari háltleik. FH-ingar héldu áfram að sækja, cn þrátt fyrir sóknarþungann náðu þeir aldrei að skapa sér almennileg mark- tækifæri. Siglfirðingar fengu hinsvegar tvö dauðafæri scm þeir klúöruðu þo. FH-ingar jöfnuöu svo 2 mínútum fyrir leikslok er Guðmundur „swecper'* Hilmarsson skoraði. Úrslit- in því 1-1. STAÐAN í 2. deild: Völsungur .... 9 5 2 2 11-6 12 KA.............. 8 4 3 1 15-8 11 Fram............' 7 3 1 1 10-4 11 Víðir............. 8 4 2 2 8-6 10 KS............... 10 2 6 2 10-10 10 FH................ 9 3 3 3 15-12 9 Njarðvík........ 9 4 14 10-7 9 Einhcrji........ 6 1 3 2 2-5 5 Keynir S........ 9 1 2 6 6-10 4 Fylkir............ 9 117 10-17 3 ■ Þorgrímur Þráinsson og Magnús Garðarsson eru hér í harðri baráttu um knöttinn sívinsæla. Einar Ásbjörn fylgist vel með og á bak við glittir í Val Valsson í Val. -Tímamynd: ARI. Keflvíkingar hirtu baeði stigin — sigrudu Val í gærkveldi ■ „Þetta var kærkominn sigur og ég er ánægðastur með að liðið skuli ekki hafa fengið á sig mark í leiknum, það er batamerki. Þetta er aUt á réttri leið“, sagði Guðni Kjartansson, þjálfari ÍBK eftir að lið hans hafði sigrað Valsmenn á Fögruvöllum í Laugardal í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu, í skemmtilegum leik, sem gat endað hvernig sem var. Það má segja að leikurinn hafi skipst í tvennt. Keflvíkingar áttu fyrri hálfleik- inn að mestu leyti, en Valsarar þann seinni. Pressuðu reyndar svo stíft að oft voru aðeins einn eða tveir varnarmenn til að reyna að stöðva beitt skyndiupp- hlaup Suðurnesjamanna. Fyrsta mark leiksins kom á 34. mín- útu. Einar Ásbjörn tók þá hornspyrnu og Brynjar hljóp út úr markinu, en missti knöttinn út í þvöguna og þar tókst Sigurði Björgvinssyni að koma honum í markið, þótt múgur og margmenni hafi haldið fund á marklínunni. Aðeins 3 mínútum síðar átti Einar Ásbjörn lúmskt skot frá hliðarlínu yftr Brynjar markvörð, sem hafði hætt sér of framar- lega, en knötturinn hafnaði ofan á þverslánni. Valsmenn áttu nokkur góð færi í síðari hálfleik, sem þeim tókst þó ekki að nýta. Hilmar átti skot eftir varnarmis- tök en bjargað var á marklínu. Valur átti einnig skot sem bjargað var á marklínu. Nú, Guðni Bergsson átti þrumuskot rétt eftir að hann kom inn á, að ég held í sinn fyrsta skráða meistaraflokksleik. En Keflvíkingar áttu hættuleg skyndiupp- hlaup og eftir eitt slíkt kom þeirra seinna mark og hvílíkt mark! Óli Þór lék á eina 2-3 varnarmenn Vals og renndi knettin- um til hægri á Einar Ásbjörn, sem tók hann með utanfótarspyrnu og knöttur- inn skrúfaðist upp í markhornið, án þess að Brynjar sæi glóru. Toppmark. Eftir þetta áttu bæði liðin sín tækifæri, en þar við sat. Einar Ásbjörn var bestur Kefl- víkinga, en Þorgrímur bestur Vals- manna. Kominn tími til að hann fái að spreyta sig í landsleik. KBi í 1. deild ÍBV.............. 10 4 4 2 10:11 12 Breiðablik .... 10 4 4 2 10:5 12 ÍA ..............10 5 1 4 17:7 11 KR............... 9 2 6 1 10:11 10 ÍBK..............9 4 14 12:14 9 Þór.............. 10 2 5 3 10:12 9 ÍBÍ.............. 10 2 5 3 11:14 9 Valur ........... 10 3 3 4 14:18 9 Víkingur........ 9 1 6 2 6:8 8 Þróttur......... 9 2 3 4 9:18 7 Kalott-keppnin BlfNDINGAR SKRUÐU — Tvö glæsileg íslandsmet sett ■ íslendingar sigruðu í Kalott- keppninni í frjálsum íþróttum í Alto, Noregi um helgina. Er þetta í annað sinn sem íslendingar vinna keppnina. Síðast unnum við líka í Noregi, í Tromsö. Tvö íslandsmet voru sett í keppninni. Kristján Hreinsson, 18 ára piltur úr Eyjaftrðinum, bætti 18 ára gamalt hástökksmet Jóns Þ. Olafssonar, með því að stökkva 2,11 metra, stórglæsilegt afrek hjá þessum efnilega stökkvara. Bryndis Hólm stökk þá 6,20 metra í iangstökki, sem er einnig glæsilegt ísiandsmet. Þau munu bæði taka þátt í Evrópumeist- aramóti unglinga í frjálsum íþróttum sem fram fer í Vín í Austurríki, 25.-28. ágúst. íslensku stúlkurnar unnu kvennakeppnina örugglega, þær fengu 171 stig, þær finnsku fengu 134,5 stig, þær sænsku 121 stig og norsku píurnar fengu 85 stig, og ráku lestina. Finnar unnu karlakeppnina, fengu 207 stig, íslensku strákarnir fengu 202.5 stig, Svíar 163 stig og Norð- menn 161,5 stig. Vantaði þó þá Einar Vilhjálmsson, Óskar Jakobsson og Odd Sigurðsson. Samanlagt unnu því íslendingar keppnina, fengu 373.5 stig. Hefði sigurinn orðið enn glæsilegri hefðu þessir piltar verið með. Þess er greinilega ekki langt að bíða að Kristján Harðarson, lang- stökkvarinn stórefnilegi, bæti met Friðriks Þórs Óskarssonar í lang- stökki, sem er 7,48 metrar. Kristján stökk f keppninni 7,55 metra en meðvindur var því miður of mikill. 'iásténsku stúlkurnar unnu tvöfalt í hástökki og í 800 metra hlaupinu. íslensku strákarnir unnu tvöfaldan sigur í 400metra grindahlaupi. Stúlk- urnar og strákarnir urðu svo sigur- vegarar í 4xl00metra boðhlaupun- um. Alls fengu íslendingar 18 gullpen- inga, 12 silfurpeninga og 7 bronspen- inga. Til hamingju! Kristján Hreinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.