Tíminn - 26.08.1983, Page 9

Tíminn - 26.08.1983, Page 9
FÖSTUDAGUR -26. ÁGÚST 1983 ®nuhm menningarmál ■ Snarstefjun er snar þáttur í allri músík-iðkun. í raun er hún sem ..impro- visatio" frumstig allrar músík-sköpunar. Og stór hluti músík-forða heims er þannig til orðinn (þjóðlag). Af hljóðfærum til snarstefjunar hefir orgel löngum verið eftirsótt. Sérhver fullfær organisti á því að búa yfir tiltækri leikni í snarstefjun. Mörgum hér verður minnistæð heimsókn Antons Heiller, austurríska organistans, sem stöplaði upp volduga tónbyggingu við gamla grallara-lagið „Skaparinn stjarna, herra hreinn", með snilldarlegri snarstefjun sinni. Nú er hann látinn, en margir aðrir halda upppi merki hans. Alþjóðamót snarstefjunar Af einskærri tilviljun var ég svo hepp- inn að vera viðstaddur alþjóðlega keppni í orgel-snarstefjun í St. Sebalduskirkj- unni í Núrnberg í júlí sl. Var keppt um hinn alkunna meistaratitil í snarstefjun, sem kenndur er við tónskáldið Johann Pachelbel. Keppnin fer fram sem opin- ber konsert og eru veitt tvennskonar verðlaun: verðlaun dómnefndar 50 þús. Hratt Organistinn Naji Hakim handhafi Pachelbel-verðlaunanna búinn mótaði sína sónötu sem passacagl- íu, kóral með tilbrigðum og rondó-tokk- ötu. Einkum var sannfærandi skýr upp- bygging kóral-tilbrigða hans og leiftr- andi litskipti í lokakafla, allt borið uppi af mikilli handverkslegri kunnáttu, yfir- burða leiktækni og listrænu ímyndunar- afli. Hann hlaut þá líka flest stig dómnefndar,. þó að knappt væri forskot hans. Svíinn leysti upp stef sín í fjörlegri upphafs-tokkötu með skemmtilega dint- óttu, punktuðu hljöðfalli. Miðkafli var aría um kóral-stefið, fallega sveigð á háhvelfdum línum, en úthald brást á lokaspretti: stefja-gegnfærsla var óskýr í annars vel innsettri hermiröddun , svo að útkoman var krambóleruð fúga. Þýzkur keppinautur hans sýndi á snertlaborðum meiri mælsku og sérstak- lega meiri rökvísi í tökum sínum á fúgunni, þessu statt og stöðugt vanda- samasta formi. Hér voru innsetningar hnitmiðaðar og gagnraddir eðlilcga lif- andi. Samfelldni heildar var þó ekki sent ákjósanlegust, og skar sig þar miðkafli (meditatio) nokkuð úr, með ofur-lýrískri viðkvæmni sinni. geð, svo að unga organista-stúlkan frá Krakau hreppti áheyrenda-verðlaun. Skapandi ákvörðun augnabliks Þessi snarstefjunjar-konsert var ein- staklega skemmtilegur áheyrnar. Mis- munandi skapgerð fjögurra þjóða kom hér fram í skapandi athöfn augnabliks, þeirri kunnáttusamlegu þrekraun að semja tónverk svo til fyrirvaralaust, að hrista fullmótaða tónsmíð fram úr ermi utanhafnar, ef svo mætti segja, enda þótt glæsibragur leiktækni verði þyngri á metum en tónsmíðaleg staðfesta. Við- bragðshörð hugsun er hér meginskilyrði í slíkri hraðskák á snertlaborði. Þrátt fyrir hofmannlega litauðgi Lí- banon, innilega dreymni Svíþjóðar, rök- vísa festu Þýzkalands og blómstrandi hljómsæld Póllands, þá var eitt einkenni sameiginlegt öllum keppendum: Viss tign hófsemdar bjó með leik þeirra, niótuð af klassískri arfleifð, stundum blandin stríðri hljómferð og djörfum innskotum, þó þannig, að aldrei raskað- ist hæfilegt hlutfall milli notkunar mis- flýgur skapandi stund — eftir dr. HaMgrfm Helgason krónur og verðlaun áheyrenda (skrifleg atkvæðagreiðsla) 10 þús. krónur. Voru þetta svo lifandi-skapandi hljómleikar og nýstárlegir, að minnisstæðir verða. Því skal stuttlega frá þeim sagt. Dómnefndarmenn voru frá fjórum þjóðum og keppendur líka, nefnilega: Naji Hakim, Englendingur, búsettur í París, fæddur í Líbanon; Lars Aaberg frá Svíþjóð; Gerd Wachowski frá Þýzkalandi; Anna Buczek frá Póllandi. Dómnefnd úthlutaði öllum sömu verkefni 45 mínútum áður en keppni hófst: Lúther-kórallinn „Heimili vort og húsin með“ og eigið, uppfundið stef nefndar. Þessi tvennskonar efniviður skyldi notaður í kóral-sónötu í þrem köflum. Dómsúrskurður miðaðist við eftirtalin atriði: 1) Lausn formbyggingar. 2) Kontrapunktísk úrvinnsla. 3) Með- ferð hljómtaks. 4) Framsetning við hæfi og með réttri nýtingu orgels. 5) Hug- kvæmni og tónsmíðaleg nýtni. 6) List- ræn heildarverkun. Spennandi keppni á fímm snertlaborðum Orgel kirkjunnar, með 120 röddum, fjórum handborðum og einu fótborði, reyndist vera forkunnar-gott, bæði hár- fínt og stór-voldugt að hljómi. Líbanon- Pólverjinn svalg í stórum teygum safaríka hljóma. Með keim af barns- legum innileik og glaðlyndi þræddi hún saman litríkt perluband: prelúdía - me- ditatio - introductio og passacaglía. Kórallinn hvarf aftur til uppruna síns og varð að þjóðlagi, þar sem næm tónvísi uppgötvaði fínlega millitóna, og hug- leiðingin hvíslaði blíðum bjarkaþyt. En út frá þessari skapstillingu stefndi hún til hátignarlegra hljómsins hæða. Þessi frammistaða féll kappmótsgestum bezt í hljóms og samhljóms. - Að öllu saman- lögðu var þetta eftirminnileg stund, þar sem heyra mátti, hvcrnig augnablik verður að skapandi tíma. Dr. Hallgrímur Helgason P.S: Þótt langt sé unt liðið vildi ég leiðrétta fyrirsögn mína í grein þ. 7. júní sl. Rétt er hún: „Friður teður tún og engi“ (íslenskur málsháttur), en ekki „Friðurinn treður tún og engi.“ H.H. ■ Háskólinn í Köln bauð greinarhöf- undi að halda um ofangreint efni fyrirlest- ur við Músíkvísindastofnun háskólans 28. júní sl. Forstöðumaður hennar er próf. dr. Heinrich Húschen, sem nú lætur af störfum á hausti komanda eftir árangursríkan starfsferil. Auk fjöl- margra vísindarita, m.a. um merkar rannsóknir á sviði miðalda-tónmennta, hefir hann brautskráð fimmtíu kandí- datatil doktors-gráðu í músíkvísindum. Þessi tala ein sýnir, hve mikil rækt er lögð við þessa hugvísinda-grein; en auk háskólans í Köln eru reknar músíkvís- indastofnanir við sextán aðra háskóla í vestur-þýska sambandslýðveldinu. Mikil músík-arfleifð er skuldbindandi fyrir upplýsingu um fortíð, stöðu nútíðar og þróun framtíðar. Mikilvægi þessarar menntagreinar verður æ ljósari, enda hafa háskólar allra Norðurlanda nema íslands sett upp kennslustól í músíkvísindum, og jafnvel vanþróaðar þjóðir Afríku feta sömu slóð (Zambia). Hvað er músík? Grundvallarspurningin er: Hvað er músík? Er hún náttúrufyrirbæri, ■ Jón Leifs. eitt að bera Ijós að myrkum skúnia- skotum margra alda fáfræði og fásinnis er þrekvirki, sem seint vcrður þakkað. Vöntun á samgönguvegum, húsakosti, þéttbýliskjörnum, hljóðfærum, marg- breyttu menningarlífi og frjóvgandi snertingu við umheiminn, allt þetta snertir þroska einstáklings letjandi og hlýtur því að verða mælistika, þegar ævi-úttekt er gerð. Þjóðlegur skóli Til þess að verða alþjóðleg, verður músík fyrst að vera þjóðleg. Þetta sann- ast á þjóðlegum skólum Evrópu á 19. öld. Grieg bar hróður Noregs um víða veröld, af því að hann kvað við séreigin- legan tón í norskri alþýðumúsík. Jón Leifs eygði sömu nauðsyn fyrir hönd sinnar eigin þjóðar. Munurinn var bara sá, að Norðmenn voru farnir að semja symfóníur, er Mozart fæddist í Salzburg árið 1756, en íslendingar kunnu aðeins að kveða rímur og fara í tvísöng. Því bar að taka af fullu raunsæi og hefja þá bæði rímur og tvísöng á hærra svið í tónmenntalegum búningi. En sá búningur mátti hvorki „forgylla né for- plástra" sannferðugt eðli. Náttúran varð frelsisþrá, þá var einnig Jón gagntekinn af ásetningi endurreisnar. Fornaldar frægð skyldi endurvakin, ckki sem orð- skálda afbragð, heldur sem nýr hetju- tónn aldagamallar sönghefðar. Þessi arfur átti að virkja þjóð til dáða, bera hróður hennar um heimsins álfur og vekja mcð henni sjálfri sigurvissu og trú á cigin framtíð. Svo stór fyrirheit verða sjaldnast tekin í einu stökki, allra síst ef heimahagar eru mestan part rumba-flákar og brok-móar í stað gamal- gróins vall-lendis og ræktaðra túna. Arfur alþýðunnar Hétju-kvæði eru ævaforn ljóðgrein Evrópu, allt frá dögum Hómers, og tvísöngur (organum) er upphaf fjölrödd- unar. Þcssi upprunalegu form mannlegr- ar hugsunar hafa löngum verið og eru enn rannsóknarefni vísindamanna. Aðal-verðleikar Jóns Leifs eru í því fólgnir, að hann tekur þennan arf ís- lenskrar alþýðu sem uppistöðu í nær öllum sínum tónsmíðum. Hetjan er honum ævarandi fyrirmynd, hvort sem hún birtist í Eddu-kvæðum, íslendinga- sögum eða rímum. Þannig hrærist hann allur í rammíslenskum hugarheimi og Jón Leifs og staða hans í íslenskri músíksögu — eftir dr. Hallgrím Heígason handverk, afþreyja, þjónandi fylginaut- ur, óafvitandi hugsun sálar, huglýsandi list, róandi eða hvetjandi afl, tilrauna- starfsemi, tilviljunarleikur, töfravald, guðsdýrkun, undirleikandi starfstjáning, frumstæð ástríðu-útlausn eða göfug sál- speglun? Svarið verður: Hún getur verið allt þetta. Með efnivið sínum, tóninum, getur hún birt skynjun, tilfinningu, hugsun, skilvit, ástríðu. Boðskapur hennar getur verið ýmist siðbætandi eða siðspillandi, allt eftir ríkjandi siðgæðis- ástandi hvers tímaskeiðs. En uppruna- legur tilgangur var þó sá, að sköpuður tóna skyldi vera samfélagsaðstoð sem einskonar siðareglumeistari (Platon), uppfræðari, spámaður, vinur guða og manna. Af þessu leiddi nú, að hagleg samsetn- ing tóna sem list skyldi á velfarnaðartím- um vera ímynd gleði og uppbyggingar, boðandi bjartsýni, sem einnig á neyðar- tímum gæti aukið manninum huggun og þrek. Hlutverk listar var að hjálpa manninum, styrkja hann í stríði; og sagan hefir sýnt, að eingöngu sú list, sem gædd er þessum eiginleikum, heldur áfram að lifa. Að erja ókunnan akur Próf. Húschen bauð fyrirlesara vel- kominn og minntist með þökkum sumars 1971, er hann hefði talað við sömu stofnun um íslenskar miðalda-tón- menntir. Hann kvað nafn Jóns Leifs vera kunnugt mörgum þar um slóðir, en því miður þekktu menn lítið af verkum hans, og ættu þau kynni vonandi eftir að aukast. Hver þjóð yrði fyrst og fremst að hygla sínum eigin höfundum, og þar væri framboð mikið. Hins vegar yrðu samanburðar-músíkvísindi að kapp- kosta að erja ókunna akra, kynnast tóntekt (intonatio) annarra þjóða, allt frá einföldustu tjáningu þjóðlags upp til stærri verka, er bergmáluðu sömu tóntekt. Þessi fyrirlestur væri vel þeginn upphafsáfangi á þeirri leið. Fullur salur áheyrenda fagnaði ummælum próf. Húschens um leið og hann gaf fyrirlesara orðið. Hér verður nú ekki rakið efni máls, aðeins drepið á örfá atriði varðandi fyrirsögn. - Staða Jóns Leifs í íslenskri músíksögu er margra hluta vegna ein- stæð: 1) Hann stefnir að stofnun þjóðlegs skóla. 2) Hann semur stórbrotnari verk en fyrirrennarar hans. 3) Hann stjórnar fyrstur íslendinga mörgum hljómsveit- um. 4) Hann ryður braut hugmynd um andlegan eignarrétt og raunfærir þá mannréttindastefnú. Svo mörg nýmæli frumherja hljóta að tryggja háan sess. En sjaldan fær sá lof, sem á Ijósinu heldur, enda var Jón alla sína ævi umdeildurpersónuleiki. En það að vera söm við sig. Með framkvæmd þessarar hugmyndar lagði Jón hornstein að íslenskum skóla. Hvort sá skóli er fullreistur, má fyrst sannprófa, er öll verk hans hafa verið gerð landslýð kunn; en fjöldi verka hans hvílir enn í þagnargildi. Meðan svo er verða einberir sleggjudómar allar full- yrðingar í þá átt að honum hafi mistekist stofnun þjóðlegs skóla. Vormaður íslands f reynd var Jón ákafur hugsjónamað- ur, stór í sniðum og mikilvirkur. Hug- sjón hans var mikilleiki íslands. Að því leyti var hann líkur Einari Benedikts- syni. Jafnvel Hvítbláinn var þeim sam- eiginlegt þjóðartákn: Rís þú, unga ís- lands merki. Svo sem vormenn íslands, sprottnir úr röðum ungmennafélags- hreyfingarinnar upp úr síðustu alda- mótum, innblásnir umbótalöngun og sumpart samnorrænum. Saga hetjunnar er saga verka hans, og það cr líka saga ævi hans sjálfs. Stöðugur mótbyr lét hann aldrei hvika frá þeirri leið, er hann sjálfur hafði markað sér. Dýpstur sannleikur fólst í skauti náttúr- unnar, þaðan sem hans eigin náttúru- þjóð hafði sótt söngva sína um aldaraðir; og þessi hljómandi frumlind var lífsins leiðsögustef, bæði þjóðar og hans sjálfs. Að öllu þessu athuguðu, sprettur fram sú spurning, hvort ný umræða um þenn- an frumherja sé ekki brýn nauðsyn. Um sína ævidaga hlaut hann aldrei neins konar viðurkenningu, engin heiðurs- merki, engan sess í háum listlaunaflokki. Um réttmæti þess eða rangmæti má ræða. Þögnin skýrir ekkert nema sjálft sinnuleysið'og tómlætið. Fyrirlesturinn í Köln var tilraun til þess að vekja athygli á miklum braut- ryðjanda, stórkostlegri hugmynd hans, starfsviðhorfi og forgöngu-baráttu. Hon- um var tekið með einskærri þökk og áhugaríkum undirtektum, er leiddu fram fjölmargar fyrirspurnir úr hópi áheyr- enda. Dr. Hallgrímur Helgason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.