Tíminn - 12.10.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.10.1983, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 „ÞVÍ MKNIR ÞAERUEKKI T1L EINFALDAR1AUSNIR V segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsrádherra, vegna slæmra afkomumöguleika útgerðarinnar í kjölfar minnkandi þorskveiði ■ „Það kcmur alltaf betur og betur í Ijós að við vorum komin fram á hengi- flug, og þau skiiyrði sem við höfum núna í sjávarútvegi eru mjög erfið,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra er Tíminn spurði hann álits á ■ „Þetta eru uggvænleg tiðindi. Nú þegar er farið að bera mjög á því að sjómenn horfi til lands með störf því að þessi miklu vinnustundafjöldi sem liggur að baki tekna sjómanna er með þeim hatti áð tekjurnar cru orðnar mjög lélegar miðað við þaö sem gerist almennt í landi“ sagði Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafé- lags Reykjarí'kuf í samtali við Tímann en eins og kunnugt er af fréttum hefur þorskafli landsmanna dregist mjög saman í ár og útlit er fyrir frekari samdrátt í næsta ári. Hvað yarði það að afli annarra tegunda hefur aukist sagði Guðmund- bráðabirgðartölum Fiskifélags íslands um heildarafla landsmanna, en sam- kvæmt þeim gæti stefnt í það að þorsk- aflinn yrði 100 þúsund lestum minni í ár en í fyrra. „Ég hef auðvitað miklar áhyggjur af ur að það segðí sig sjálft að þegar t.d. karfinn hátt í að vera helmingi lægri í verði en þorskurinn og aðrar fiskteg- undir í samræmi við það, væri umfang þeirrar vinnu og erfiðis væri miklu meira fyrir minni tekjur. „Ég óttast það að uggvænlegir tímar kom aftur á þessum togurum" sagði Guðmundur. í máli hans kom fram að sjómenn á ■vertíðarbátum fengju kannski ein- hverja búbót á loðnu í vetur en allt væri qljóst um þær veiðar enn. „Það má búast við að nokkur ásókn verði í þau pláss sem fást á þeim veiðum" sagði hann. - -FRI því hvernig flotinn kemst af, miðað við þann afla sem nú er,“ sagði Halldór „en því miður, þá eru ekki til neinar einfald- ar iausnir á því.“ Aðspurður um það hvort til greina kæmi að hætta jafnvel við veiðstöðvun um jólin vegna þessara fregna sagði sjávarútvegsráðherra: „Fiskveiðistefnan var mörkuð í upphafi síðastliðins árs, og ég hef ekki hugsað mér að hreyfa neitt við henni." y j IzáruiTi I stóral- varlegri stöðu” — segir Stein- grímur Her- mannsson, forsætis- ráðherra ■ „Þetta eru mjög alvarlegar fréttir,. og ef svo heldur áfram eins og nú er, þá er ljóst að grundyöllur áætlunar fyrir næsta ár kann að raskast og það mjög alvarlega," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, er Tíminn spurði hann í gær álits á fréttum frá Fiskifélagi Islands um minnkandi þorskafla. „Þetta sýnir okkur náttúrlega fyrst of fremst hvað við erum í stóralvarlegri stöðu,“ sagði forsætisráðherra, „og að við verðum að fara með mikilli gát. Við erum í ails engri stöðu til þess að spenna upp kostnað innanlands, hvort sem er um laun eða annað að ræða.“ Steingrímur sagði að í þjóðhagsáætl- un væri gert ráð fyrir 300 tii 320 þúsund tonnum af þorski á næsta ári og sagðist hann ekki vilja gera að því skóna að aflinn yrði lægri en það. „Ég hygg að ef þorskaflinn verður um 50 þúsund tonnum minni én gert er ráð fyrir, þá jafngildi það um 2% þjóðarfram- leiðslu, sem myndi aftur samsvara um 6% samdrætti gjaldeyistekna.“ Sagðist forsætisráðherra þó engan veginn gera ráð fyrir því að þróunin yrði þetta slæm. s -AB ■ Vegna fréttar um vetrardagskrá Þórscafé í Tímanum hafði Edda Björg- vinsdóttir leikkona samband við blaðið og sagði það á misskilningi byggt að hún myndi sjá um leikþátt þar í vetur. Þessu er hér með komið á framfæri. -GSH - AB „Tökum mid af ástand- inu eins og það erM — segir Ásmundur Stefárisson, forseti ASÍ ■ „Það er alveg Ijóst að þegar við inn í kröfugerð þeirra í samningum í semjum tökuni við mið af ástandinu vetur. eins og það er. Grundvallarviðmiðunin Minnkandi þorskafli mun fyrirsjáan- sem við höfum í dag er að þjóðartekjur lega raska afkomuspá Þjóðhagsstofn- hafa fallið um 10% og kaupmáttur, unnar en Ásmundur sagði í því sam- samkvæmt áformum ríkisstjórnarinn- bandi að Þjóðhagsstofnun treysti sér ar, sest niður um 28-30% þannig að ekki að meta það strax hver áhrifin af eins og málin standa í dag er þama um þessu verða og telur hann því rétt að greinilegt og alvarlegt misræmi að bíða eftir því að þeir kæmu fram með ræða“ sagði Ásmundur Stefánsson einhvcrjar tölur þar um. formaður ASÍ í samtali við Tímann er „Ég held að allar ástæður séu til að við spurðum hann hvort minnkandi taka málinu með ró og bíða eftir þorskafli á þessu ár og fyrirsjánlega á skýrari línum í þessu.“ sagði Ásmund- fyrrí part næsta árs mundi ekki spila ur. . -FM Minnkandi þorskafli: leg tldindi” — segir Gudmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. „Sjómenn þegar farnir að leita til lands „Eftir konsertinn” eftir Odd Björnsson frumsýnt í Þjódleikhúsinu íkvöld: Byltingaretýdan og borgara- leg f jölskylda á krossgötum ■ í kvöld verður önnur frumsýning Þjóðleikhússins á nokkrum dögum á nýju íslensku leikriti. Það er leikrit Odds Björnssonar, Eftir konsertinn, sem verð- ur frumsýnt á stóra sviðinu, í uppfærslu höfundaríns sjálfs. Eftir konsertinn hefur verið lýst sem gamansömum sorgarleik, eða sársaukaf- ullum gamanleik. Leikritið gerist í hús- um betri borgara í Reykjavík. Hjónin Ingunn og Pétur hafa verið á tónleikum þar sem heimsfrægur póskur píanisti hefur farið á kostum og m.a. leikið Byltingaretýðu Chopins þvílíkum yfir- burðum að a.m.k. Pétur og Ingunn þykjast ekki hafa heyrt annað eins. Þau bjóða píanistanum til samkvæmis eftir konsertinn ásamt nokkrum vildarvinum sínum og Ingunn býður sérstaklega heimilislækni sínum, gömlum félaga og fóstbróður Péturs. Leikritið gerist með-. an beðið er eftir gestunum, meðan á samkvæminu stendur og eftir að gestirnir eru farnir, allir nema boðflennan. im- ilislæknirinn. Og það kemur í Ijós að þessi fjölskylda á ýmislegt óuppgert. Hjónin Pétur og Ingunn, burðarásar leikritsins, eru leikin af þeim Helga Skúlasyni og Helgu Bachmann. Erlingur Gíslason leikur heimilislækninn Jóhann- es, og Guðbjörg Þorbjarnardóttir öm- muna. Með helstu hlutverk önnur fara Árni Tryggvason, Steinunn Jóhannes- dóttir, Randver Þorláksson, Sigrún Björnsdóttir og Jón S. Gunnarsson. Leikmynd og búninga gerir Steinþór Sigurðsson, Páll Ragnarsson sér um lýsingu, og aðstoðarleikstjóri er Inga Bjarnason. Oddur Björnsson er löngu þekktur sem einn af fremstu leikritahöfundum Islendinga, en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir eigin verki og raunar í fyrsta sinn sem hann kemur fram sem leikstjóri við leikhús höfuðborgarinnar. Frumraun hans á því sviði var þegar hann setti hið margfæga verk Samuels Becketts, Beðið eftir Godot á svið hjá Leikfélagi Akureyrar vorið 1980, en þar var hann leikhússtjóri um tveggja ára skeið. Ekki þótti neinn byrjendabragur á uppfærslu Odds á því verki, því að hún hlaut mikið lof gagnrýnenda hér heima og raunar erlendis því að Leikfélagi Akureyrar var boðið með þá sýningu á Beckett hátíð í Dyflinni, sem haldin var í tilefni af áttræðisafmæli þessa írska skáldjöfurs, nóbelsverðlaunahafa og meistara absúrdleikhússins. Undirritað- ur getur ekki fullyrt að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur höfundur stjórnar frumuppfærslu verks síns í Þjóðleikhús- inu, en fátítt er það og ekki að efa að leikhúsunnendur bíða sýningarinnar með eftirvæntingu. Þjóðleikhúsið hefur áður frumflutt 6 leikrit eftir Odd, Jóðlíf (1965), Hornakóral (1967), Tíu tilbrigði (1968), Dansleik (1974), Meistarann (1977) og barnaleikritið Krukkuborg (1978). Sönglag og texti sem hljómar í upphafi og í lok leikritsins eru eftir Hilmar Oddsson, og auk þess heyrist í verkinu sígild tónlist eftir Chopin og Gustav Mahler. -JGK ■ Heimilisfaðirínn Pétur, pólski konsúllinn og póski píanistinn. Helgi Skúlason, Ámi Tryggvason og Jón S. Gunnarsson í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.