Tíminn - 05.11.1983, Page 8

Tíminn - 05.11.1983, Page 8
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hailgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttlr, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Hvað tekur við eftir l.febrúar? ■ Ef bráðabirgðalög þau um efnahagsmál, sem ríkis- stjórnin gaf út á síðastliðnu vori, verða samþykkt óbreytt, fellur kaupbinding sú, sem í þeim felst, niður 1. febrúar næstkomandi og eftir það munu gilda kjarasamningar þeir, sem atvinnurekendur og launþegar koma sér saman um. Launþegar og atvinnurekendur hafa samkvæmt bráða- birgðalögunum fullan samningsrétt um öll launakjör eftir 1. febrúar. þessir aðilar hafa fullan rétt til að semja um þau nú þegar og ganga frá endanlegum samningum með þeirri einu takmörkun að þeir taki ekki gildi fyrr en 1. febrúar. Það væri hörmulegt, ef þessir aðilar notuðu ekki strax þennan samningsrétt sinn og reyndu að ganga frá samningum fyrir 1. febrúar. Ef engir samningar milli þeirra væru þá fyrir hendi, myndu samkvæmt venju haldast áfram þær kaupgreiðslur, sem voru í gildi, þegar kaupbinding féll niður. Hætta er á, að slíkt gæti leitt til öngþveitis og mikilla átaka, líkt og átti sér stað 1968 og 1969. Það væri ekki sízt varhugavert fyrir launþega, ef slíkt ástand skapaðist. Þess vegna er furðulegt, ef þeir vilja ekki þegar nota þann samningsrétt, sem þeir eiga til að fjalla nú þegar um kaup og kjör eftir 1. febrúar. Það má búast við því samkvæmt fyrri reynslu, að það geti tekið alllangan tíma fyrir atvinnurekendur og launa- fólk að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga, sem taka ættu gildi fyrir 1. febrúar. Það væri því ábyrgðarlaust af þessum aðilum að hefja ekki viðræður strax, þar sem bráðabirgðalögin leggja ekki neinn stein í götu þess, heldur mæla skýrt fyrir um það, að þessir aðilar eiga fullan samningsrétt um öll kaup og kjör eftir 1. febrúar. Þótt undirbúningur og aðdragandi slíkra samninga taki eðlilega drjúgan tíma, ætti að mega vona, að með góðri undirbúningsvinnu og nauðsynlegum samningsvilja, ættu samningar að geta náðst. Þetta ætti ekki sízt að vera von þeirra, sem telja sig hafa verið mótfallna hinni tímabundnu kaupbindingu, sem felst í bráðabirgðalögunum. Sú binding byggðist eingöngu á því, að nauðsynlegt væri að tryggja fullan vinnufrið meðan fyrstu áhrif efnahagsaðgerðanna væru að koma í ljós. Þá væri kominn grundvöllur fyrir óhefta samninga milli atvinnurekenda og launþega. Ótvírætt hefur þessi tímabundna kaupbinding náð tilætluðum árangri og vinnufriðurinn orðið grundvöllur þess, að verðbólgan hefur farið niður úr 130% í 30%. Þess vegna verður auðveldara fyrir aðila vinnumarkaðarins að taka nú við. í þeim viðræðum, sem þegar ættu að fara að hefjast milli aðila vinnumarkaðarins, ætti að hafa þrennt að leiðarljósi. Það er í fyrsta lagi að tryggja atvinnuöryggið, í öðru lagi að tryggja sem mestan almennan kaupmátt innan þess ramma, sem atvinnulífið leyfir, og í þriðja lagi að bæta sérstaklega hlut láglaunafólks með meiri kjarajöfnuði. Því verður að treysta, að aðilar vinnumarkaðarins finni til þeirrar miklu ábyrgðar, sem hér hvílir á þeim. Það ætti þeim að vera ljóst, að allt getur þetta farið forgörðum, ef _ófriður á vinnumarkaðinum bætist við aðra erfiðleika. Þ.Þ. skrifad og skrafað Á Billy að koma eða ekki? ■ Leifur Sveinsson, lög-, fræðingur, er einn hinna fáu i leikmanna sem lætur sér annt um sálarheill mörlandans, og | hugleiðingar hans um boðun kenningarinnar og líf eftir þetta líf sýna hve þau hin andlegu efni eru honum hug- fólgin. Leifur er nú lagður í krossferð og beinir spjótum sínum að Hinu íslenska biblíufélagi sem boðið hefur ameríska prédikaranum Billy Graham hingað til lands í tilefni af því að 400 ár eru liðin síðan Guðbrandsbiblía, var prentuð. Telur Leifur Billy hinn versta prédikara og boða villukenningar. Er hon- um jafnvel jafnað við norska klerkinn Hallesby, sem hing- að kom 1936 og boðaði eld og eimyrju og tryllti góðan hluta þjóðarinnar með því að sýna fram á að hennar biði ekkert annað en helvíti. Billy Graham hefur verið fastur dálkahöfundur í Mogga um áratuga skeið og er svo mikill bókstafstrúar - maður að jafnvel Hannesl Hólmsteinn og Kjartan Olafsson blikna við hliðina á honum. Það sýnir hið mikla frjálsræði sem ritstjórn Morgunblaðsins nýtur, að hún er jafn áköf í að birta kenningar Billys Graham og fordæmingar Leifs Sveins-. sonar á þeim, en hinn síðar-' nefndi á sæti í stjórn Árvak-1 urs, en verður að búá við það að blaðið er staðfast í birt- ingu á boðskap predikarans. Það stafar líklega af því, að Moggaritstjórar hafa enn ekki staðið Billy Graham að ósannsögli eða að boðskapur hans ætti ekki við rök að styðjast. Morgunblaðið er vant að virðingu sinni eins og dæmin sanna.Hér um árið var spá- kotían Dixon fastur liður á Mogga og-spáði jafnt og þétt um allt milli himins og jarðar, sagði fyrir um náttúruham- farir, hjónaskilnaði frægs fólks, framvindu heimsmála og hvernig aðsókn yrði að tilteknum bíómyndum. En að því kom, að Matthías stóð frú Dixon að röngum spá- dómi, og eftir það var henni útskúfað af síðum Morgun- iblaðsins. En Billy Graham ;blívur. Þegar Leifur, stjórnarmað- ,ur í Árvakri, komst að því að I búið væri að bjóða prédikar- anum hingað til lands, hóf hann skriftir í blaðið sitt og mótmælti og spurði hvað væri | eiginlega komið yfir þjóð- kirkjuna að fara að flytja þennan óþurftarmann guðs- i kristni til landsins. Hefur hver greinin rekið aðra og fer lögmaðurinn á kostum, rétt eins og prédik- arinn þegar hann tryllir tug- þúsundirnar á íþróttavöllum, og sýnir Leifur fram á að önnur eins sending hafi ekki komið til landsins síðan Hall- esby sýndi fram á að Helvíti væri ekki aðeins til, heldur bætti hann um betur og sann- aði að það væri næsti áfang- astaður okkar allra eftir að gjörgæslan dugir ekki lengur. Það er gleðilegur vottur um andlega reisn þegar um- ræðan í þjóðfélaginu hefst í hæðir yfir þessa venjulegu lágkúru, kvöldrósarolíu, efnahagsráðstafanir og skars- deilkúra, að menningarum- fjöllun ógleymdri. Misjafnlega hefur verið brugðist við vandlætingu Leifs Sveinssonar á Billy Graham. Kirkjunnar menn hafa verið hálf vandræðalegir í svörum sínum, en ekki hafa þeir afturkallað heimboðið. Trúgjörn kona ber blak af Hallesby í Morgunblaðinu og segist eingöngu eiga ljúfar endurminningar frá komu hans fyrir nær hálfri öld, svo að ekki hræðist hún vonda staðinn. Hún hlakkar líka til að sjá Billy Graham, sem „virðist þó hið mesta karl- menni eftir myndinni að dæma.“ En Leifur er ekki af baki MORCÍUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NOVI SVAAAB I SJMA »0100 KL 11—12 FRÁ mAMUO£OJ _ TK FÖSnjOAOS 1 Öll höfum við komist á sakaskrá hjá Guði SioriMri Kjjélftdéoir ikrifar. .Ný»krð birtiit i MorgunbUAinu írein eftir Leif Sveinuon Yfir- ikrift kennnr v»r .Hv»ð er nd U- |n»ku þjóAiurkjunni!" Við fyratu gvtnð kAldið. nð Þ«««*n grein Leift Sveinuontr vtr fyrat og fremit beint til •tjórntr Hint ulentkt bibliufé- og hefur bitkupinn ivtrtð benni tó einhverju mtrki be/ *«rió tó búttt við tö einhver fysdi in slundum tkilin tem ttmþykki Vió hvtd tkyidi Leifur Sveintton vert tvont tkjilftndi hraddui stmbtndi vió e.Lv. fyrirhugtót heimsókn Billy Grthtms til ti Itadt! Htan vir&itt þó hiö meti • ndn^lt svont ktrlmenni eftir myndinni t Billy Graham reyndist rússnesku kirkjunni hinn mesti ódrengur — er henni reið mest á stuðningi Leiftr HveúuMi tkriftr I Reykjtvik 3. nóvember. K*ri Velvtktndi. i Morgunbltóinu I dtg er grein I dilkum þínum eftir Sigurborgu Eyjólfidóttur, tem mig ltngtr til tó gert nokkrtr tthugtumdir vió: I. Nctr Billy Grthtm heim- tótti Sovétrlkin vtr htnn tvo rsrkilegm beiltþveginn, tó htnn stgóitt ekki htft oróió vtr vió þtó- buró A trútrllfi Norómtnnt og Is- lendingt .órtfktsu tónnunin fyrir þvl. tó þtó htfi verió tfttll nortku þjóótrinntr, tem fluttiit úr Itndi, er Itltnd vtr »ð byggjut, liggur I þvl. hve óllk v«ru og hefðu jtfnta verið vióhorf Itlendingt og Norómtnnt til trúirbrigótnni.* Honum vtr þtó unntrlegt Ijóet. tft liiendingum er djóp trúhneigó I blóó borin. c n-i- kWfci dottinn og svarar hinni trú- uðu fullum hálsi og sýnir fram á með gildum rökum að Billy er ekkert annað en ! handbendi rússneskra : kommúnista og óþurftar- maður hinn mesti. Á nýafstöðnu kirkjuþingi var málfræði eitt helsta deilu- efnið, og hefur enginn botn enn fengist í hvernig beygja á nafn frelsarans. Hafi verið rætt um trúarlíf landsmanna og sáluhjálp þeirra, hefur sú umræða fallið fullkomlega í skuggann fyrir málfræðistagl- inu. Þeim mun meiri ástæða er til að fagna að Leifur Sveins- son, lögfræðingur í Völundi, hefur lyft hugum vorum upp fyrir armæðu efnahagslífsins og heilsuræktarskrumið. Hvort koma Billy Grahams verður til blessunar eða ekkL hlýtur að vera matsatriði. | Lítill áhugi á ’ söguslódum Lúthers „Undir linditrjánum" er hljómþýtt nafn á fréttabréfi íslenskra Austur-Þýska- landsvina. Meðal þess hug- ljúfa efnis sem birt er í síðasta tölublaði er frásögn af 500 ára afmæli hins austur- þýska Lúthers og hinum miklu hátíðarhöldum sem kommamir standa fyrir vegna þess, og er sagt að allur ferðamannaiðn- aðurinn sé upptekinn við að skipuleggja móttöku er- lendra lútherana þetta ár og hið næsta. Vegna þessa var sent bréf til allra starfandi presta á landinu og guðfræði- nema og þeim boðið á bíó og að fá upplýsingar um ferðir á austur-þýsku hátíðahöldin. En undirtektir voru daufar. Nokkrir prestar og leikmenn mættu, en ljóst er að ekki verður um sérstaka ferð ís- lendinga að ræða. Hins vegar eru kynntar boðsferðir þar sem þátttak- endur eiga þess kost að kynn- ast sigrum austur-þýskrar al- þýðu, og sagt er frá alþjóð- legri barnaráðstefnu sem haldin var í Schwedt, og var árangursrík og þroskandi. Áskrifendur eru tregir að borga árgjöld sín, og kvartar ritnefnd yfir óskilvísinni og stynur þungan. „Þá ber hins vegar að líta á þær dapurlegu staðreyndir, að fátt eitt í heimi hér fæst ókeypis." Það er von að marxistarnir séu daufir yfir svo dapurlegri staðreynd enda ekki gert ráð fyrir henni í hagfræðikenn- , ingum þeirra. OÓ Tandri skrifar Loðið vandamál ■ Á að leyfa hundahald með skilyrðum í Reykjavík? Hunda- vinir svara þessu umsvifalaust játandi og koma frani með ýmis rök sem mæla með því að leyfa hundahald í höfuðborginni. Sum þessara raka eni loðin rétt eins og hundamir og önnur em fremur tilfinningalegs eðlls, en öll miða að einu - að leyfa hundahald i Reykjavík. Hinsvegar víkur svo við þegar skoðanakannanir em gerðar að þá er mikiU meirihluti andvigur hundahaldi í borginni. Hundavinir láta slíkt ekkert á sig fá og eiga það tU að saka þá sem leyfa sér að vera á þeirri skoðun að hundar séu best geymdir utan borgarmarkanna um að vera illmenni hin verstu. Eitt sinn var Tandri að ganga sér tU skemmtunar í eriendri stórborg. Hann hélt á stómm innkaupapoka eins og títt er um Islendinga á erlendri gmnd og hann var að skima í kringum sig eftir leigubíl. SkyndUega rann hann í einhverri leðju og hlunkaðist beint á óæðri endann. Auðvitað var það sárt, svo sárt að eitt lítið andartak hélt hann að hryggjarsúlan hefði gengið upp úr höfuðskelinni og stæði út í loftið eins og flaggstöng. Þegar að var gáð reyndist leðjan á stéttinni vera úrgangur úr hundi, sem hlýtur að hafa verið á stærð við kálf, ef miða má við það sem hann hafði skUið eftir sig. Það var þá sem Tandri sör þess dýran eið að berjast gegn hundahaldi heima á Fróni. Gera má ráð fyrir að vclflestir hundaeigendur séu þrifamenn og gangi gjaman með plastpoka upp á vasann þegar þeir fara út að arka með skepnur sínar. En hinir em Uka til sem láta sig það litlu skipta hvort heimilisdýrið gangi öraa sinna og skUji stykkin eftir hvar sem er og hvenær sem er - svo lengi sem það gerist utan heimUisins. Þá em ótaldir þeir hundaeigendur sem eiga það tU að gleyma að setja ól á skepnuna og sleppa henni jafnvel laustri - með þeim aUciðingum að hundurinn tekur á rás og hverfúr út í buskann. Og þá komum við að ööm atriði. Lausir hundar í borgum og bæjum eiga það tU að glefsa i þá sem verða á leið þeirra og þess em mýmörg dæmi að hundar valdi bömum slOiri skelfingu að þau em lengi að ná sér á eftir. Tandri gerir ráð fyrir að hundaeigendur segi sem svo að bömin séu þá og því aðeins bitin að þau áreiti skepnumar. Vel má vera að sú sé raunin stundum - en hinu mega menn ekki gleyma að skaplyndi hunda getur verið misjafnt - rétt eins og manna og það er mikO mUdi að ekki hafa orðiö alvariegri slys af völdum hunda en raun ber vitni. Stundum hefur hurð skoUið nærri hælum í þessum— efnum og er skemmst að minnast þess er hundur varð vitlaus í Vesturbænum fyrir nokkmm vikum. Það er annars ekki skrýtið þótt sumir hundar verði stirðir á geðsmunum. Sumir hundaeig- endur skOja dýrin eftir heima á daginn á meðan þeir em að vinna og slík fangelsisvist hlvtur að vera hverjum hundi ieiðinleg eða hundleiðinleg öllu hcldur. Stundum má heyra þessi grey geita aUan daginn nágrönnunum til skapraunar ekki síst í þeim tilfeUum þegar hundurinn er í QölbýUshúsi. Það er krafa meirihluta íbúa Reykjavikur að nú verði gerður skurkur í þessum málum. Ef tU vill er rétt að efna tO almennrar atkvæðagreiðslu til að friða hundaeigendur og ef marka má skoðanakannanir er ömggt hver niðurstaöan verður. I framhaldi af atkvæðagreiðslunni á að gera hunda burtræka úr Reykjavík og taka hart á brotum. Tandri er líka þeirrar skoðunar að hundar greiddu gegn hundahaldi ef þeirra áUts væri leitað enda getur ekki nokkur skepna haft á því áhuga að vera dæmd í — lífstíðarfangelsi fyrir þá sök eina að eigandann vantar leikfang.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.