Tíminn - 14.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1984, Blaðsíða 2
NGAR LAGÐIR AÐVELU — af KR-ingum, 23-22, í 1. deildinni í handknatfleik Ólympíuleik Matti Nykaenen hlaut silfrið ■ Það kom á óvart í stökki af 70 metra palli á Ólympíuleikunum í Sarajevo, að Finninn sigursæli, Matti Nykaenen náði aðeins öðru sæti í kcppninni. Sigúrvegari varð A-Þjóð- verjinn Jens Weissflog, hann tryggði sér sigur í síöara stökkinu er hann stökk 87 metra. Matti stökk aðeins 84 metra, en hann hafði forystu eftir fyrri umferðina, þá stökk hann 91 metra, en Weissflog stökk 90 metra. Samanlögð stig Weissflog voru 215,4 en Matti hlaut 214,(K). Þriðji í keppninni varð annar Finni, Jari Puikkonen, hann stökk 81,5 og91 metra og hlaut 211,10 stig. í fjórða sæti hafnaði Stefan Stannarius A-Þýskalandi með 84 og 89 metra og 211,10 stig og fimmti varð Norðmaðurínn Rolf Aaec Berg, hann stökk 86 og 86,5 metra og hlaut 208,50 stig. - BL Annar sigur Marja Liisa ' ■ Finnska stúlkan Marja Liisa Haemae- lainen vann sitt annað gull á OL í Sarajevo á sunnudag, þcgar hún sigraði í 5 km göngu. Hún hafði áður sigrað í 10 km göngunni. Marja hlaut tímann 17:04,0 mín. Önnurvarð norska stúlkan Berit Aunli á 17:14,1 ntín. og þriðja varð Kveta Jerivoa frá Tékkóslóvakíu á 17:18,32 mín. Sovéska sfúlkan Raisa Smetanina, sem varð önnur í 10 km göngunni varð að láta sér 11. sætið lynda. - BL Sandberg vann í norrænni tvíkeppni ■ Keppni í norrænni tvíkeppni er í því fólgin að stökkva af 70 meta palli og ganga 15 km. Sigurvegari í þessari keppni varð Svíinn Tomas Sandberg, hann náði bcstum árangri í báðum greinunum og hlaut 422,595 stig. Annar varð Jouko Karjalainen frá Finnlandi með 416,900 stig, þriðji Jukka Ylipulli einnig frá Finnlandi með 410,825 stig og fjóröi varð enn einn Finni, Raunp Miettinen mcð402,970 stig. - BL Sovéskur sigur í skautahlaupi ■ Sergei Fokichev frá Sovétríkjunum sigr- aði í 500 m skautahlaupi karla, hann skautaði vegalengdina á 38,19 sek. Annar varð Japan- inn Yoshihiro Kitazava, hann hlaut tímann 38,30 sek. og þriðji varð Kanadamaðurinn Gaetan Boucher á 38,39 sek. - BL Erfið skilyrði - í 500 m skautahlaupi karla, Svíinn Tomas Gustafsson sigraði ■ Mikil snjókoma var á mcðan á 500 metra skautahlaupinu stóð og voru skilyrði af þeim sökum erfið vegna bleytu á ísnunt. Svíinn Tomas Gustafsson fékk tíma sem dugði honum til sigurs, 7:12,28 mín. Eru þetta fyrstu gullverðlaun Svía á leikunum. - BL OL-met í 500 m skauta- hlaupi kvenna ■ Nýtt OL-mct leit dagsins Ijós í 500m skautahlaupi kvenna. Það setti Cristina Rot- henburger frá A-Þýskalandi, 41,02 sek. Önnur varð Karin Anke á 41,28 hún átti fyrra metið 41,76 sek. Þriðja t' hlaupinu varð Natalfa Chive frá Sovétríkjunum á 41,50 sek. -BL Peter Angerer skaut beint í níark - í 20 km skíðagöngu og skot- fimi í Sarajevo ■ Peter Angerer var manna hittnastur í 20 km skíðagöngu og skotfimi og missti aðeins tvö skot, liann hlaut því aðeins tvær refsimín- útur. Tími Angerers, sem er V-Þjóðverji var 1:11:52,7, en annar varð A-Þjóðverji, Frank- Peter Roetsch, hann hitti úr öllum skotum stnum nema þremur og hlaut tímann 1:13:21.4. Þriðji varð Norðmaður, Erik Kvalfoss, hann fékk tímann 1:14:02.4 oé mistókst í fimm skotum. - BL Tvöfaldur A-þýskur sigur - íkeppniá tveggja manna bobsleðum ■ Áhöfnin á sleða A-Þýskalands II, þeir Wolfgang Hoþpe og Dietmar Schauerhamm- • er, sigruðu í keppni á tveggja manna bobsleð- um á 3:25,56 mín. á OL í Sarajevo. í öðru sætj urðu þeir Bernhard Lehmann og Bogdan Musioc á A-Þvskalandi 1, þeir fengu tímann 3:26,04 mín. 1 þriðja sæti lentu kapparnir á, Rússland II. Þcir fengu tímann 3:26,16 og í fjórða sæti lcnti Rússland I, með tímann 3:26,42. - BL ■ Guðmundur Albertsson átti stór- leik með KR gegn Víkingi. Hér laumar hann knettinum gegnum vörnina og í mark Víkinga, þrátt fyrir stífa gæslu þeirra Harðar Harðarson- ar (til hægri) og Guðmundar Guð- mundssonar. ■ KR-ingar unnu mjög mikilvægan sigur á Víkingum, 23-22 er liðin mættust í 1. deildinni í handknattleik, í Seljaskóla á laguardag. Guðmundur Albertsson skoraði sigurmark KR úr vítakasti, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Með þessum sigri eru KR-ingar komnir ■ 5. sæti deildarinnar með 12 stig og mögu- leikar þeirra á að komast i fjögurra liða úrslitin hafa aukist verulega, þó of snemmt sé að spá nokkru. KR-ingar höfðu frumkvæðið framan af og náðu tveggja marka forystu um tíma, 3-1, 4-2, 5-3. Eftir það var jafnt á öllum tölum og svo var einnig í hálfleik, 12-12. í upphafi síðari hálfleiks náðu Víkingar tveggja marka forskoti 15-13, en KR-ingar jöfnuðu 15-15 og komust síðan tvö mörk yfir 17-15, 18-16, 19-17. Þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum náðu KR-ingar þriggja marka mun 21- Þrettándi sigur FH — á íslandsmótinu í hand- knattleik gegn Val 27-21 ■ FH-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram, þegar þeir lögðu Valsmenn að velli, í Laugardalshöll, á sunnudags- kvöld, 27-21, á íslandsmótinu í hand- knattleik. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik stóð 11-10 fyrir FH. Framan af síðari hálfleik hélst jafnræði með liðun- um allt þangað til staðan var 15-15. Þá sýndu FH-ingar sitt rétta andlit og tryggðu sér sigur, 27-21. Besti maður FH var línumaðurinn snjalli Þorgils Óttar Mathiesen, Atli Hilmarsson ogHaraldur Ragnarsson. Markvörður FH átti einnig ágætan leik. Hjá Valsmönnum var Einar Þorvarðarson bestur. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 8, Kristján Arason 7/2, Atli Hilmarsson 5, Jón Erling Ragnarsson 2, Pálmi Jónsson 2, Guðmundur Magnússon 1, Valgarð Valgarðsson 1 og Guðjón Árnason 1. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7/3, Valdemar 4, Jakob 3, Steindór 3, Björn 3, og Jón Pétur 1. -BL 18. Þeir Guðmundur Guðmundsson og Viggó Sigurðsson minnkuðu muninn í eitt mark 21-20, en Jakob Jónsson svar- aði með marki fyrir KR. Víkingar jöfn- uðu metin 22-22, með mörkum þeirra Sigurðar Gunnarssonar og Viggós. Þeg- ar ein og hálf mínúta var eftiraf leiknum var brotið á Birni Péturssyni í gegnum- broti og vítakast dæmt. Úr því skoraði Guðmundur Albertsson sigurmark leiks- ins. Víkingar reyndu ákaft að jafna, tókst þeim það ekki. Kom þar til snilldar markvarsla Jens Einarssonar í marki KR, sem varði skot frá þeim Sigurði Gunnarssyni og Hilmari Sigurgíslasyni. Voru Víkingar óheppnir að skora ekki úr þeim skotum, þar sem þeir voru í sannkölluðum dauðafærum. Með þess- um sigri eru KR-ingar komnir í fimmta sæti 1. deildar, og möguieikar þeirra um að leika í úrslitakeppninni í vor, eru mun meiri en áður. Hvort KR-ingum tekst að komast í úrslitin í vor skal ósagt látið. Það var ekki margt sem gladdi augu áhorfenda í Seljaskóla á laugardag enda handknattleikurinn sem leikinn var, ekki uppá marga fiska. Þó var ekki laust við að smá spenna myndaðist í lokin þegar leikmenn liðanna fóru að bera víurnar í stigin dýrmætu, sem úthlutað er eftir leiki. Guðmundur Albertsson, Jakob Jóns- son og markvörðurinn, Jens Einarsson voru bestu menn KR í leiknum, en hjá Víkingum voru Sigurður Gunnarsson, Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson bestu menn. Mörk KR skoruðu: Guðmundur Al- bertsson 10/2, Jakob Sigurðsson 7, Gunnar Gíslason 3, Jóhannes Stefáns- son 2 og Bjöm Pétursson 1. Mörk Víkinga skoruðu: Viggó Sig- urðsson 6/1, Steinar Birgisson 3, Sigurð- ur Gunnarsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Hörður Harðarson 2, og Guðmundur B. Guðmundsson 1. Dómarar leiksins voru þeir Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson og var dómgæsla þeirra nokkuð góð, þó ekki aðfinnslulaus. -BL GUNNAR SKORAÐI15! — í 30-21 sigri Stjörnunnar gegn KA ■ ÞaðvarGunnarEinarssonsemkom, sá og sigraði í leik Stjörnunnar í Digra- nesi á sunnudag. Gunnar var ekki í liðinu fyrir leikinn en kom inn á fyrir Hannes Leifsson sem slasaðist og skor- aði Gunnar fimm mörk í fyrri hálflcik og tíu í þeim siðari. Gunnar hefur ekki leikið neitt í vetur, var þjálfari Stjörn- unnar fyrr í vetur en hætti og tók þá Viðar Símonarson við liðinu. Leikurinn endaði með sigri Garðbæinga 30-21. Staðan í hálfleik var 13-10 Stjömunni í vil. Það var við það sama hjá KA í Hafnarfirði á laugardag. Þeir voru sigr- aðir með níu mörkum. Stjárnan var yfir allan leikinn og aldrei var spurning hvar sigurinn hafnaði. Mestur var munurinn tíu mörk, 28-18. Það eina sem þeir fáu áhorfendur sem mættu í Digranes á sunnudag fengu að sjá, var stórleikur Gunnars Einarssonar. Aðrir leikmenn voru mun daufari. Þáttur KA í leiknum var afar slakur. Leikmenn voru sískjót- andi og þar að auki misheppnuðust hraðaupphlaup þeirra. Ekki bætti úr þegar vítaköstin voru líka varin. Má segja að það hafi verið kæruleysi Stjörnumanna sem réði því að KA- mönnum tókst að skora 21 mark frekar en getuleysi. KA á langt í land með að ■ Gunnar Einarsson mörk gegn KA. skoraði eignast sæmilegt lið en að vísu er liðið að mestu ungir menn, sem eru hvattir af eldri leikmanni, Þorleifi Ananíassyni. Auðséð er að Viðar er á réttri leið með Stjörnuna og getur það unnið hvaða lið sem er þegar Gunnar Einars- son er innanborðs. Guðmundur Þórðar- son kom Gunnari næst að getu í þessum leik og jafnframt stóð Brynjar sig ágæt- lega, í þau skipti sem KA-menn hittu markið, en mörg skot fóru langt framhjá. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Gunnar Einarsson 15 (4v), Guðmundur Þórðar- son 5, Gunnlaugur Jónsson 4, Magnús Teitsson 3, Sigurjón Guðmundsson 1, Eyjólfur Bragason 1 og Hannes Leifsson L Mörk KA skoruðu: Jón Kristjánsson 4, Sigurður Sigurðsson 4, Logi Einarsson 3, Magnús Birgisson 3, Erlingur Krist- jánsson 3, Þorleifur Ananíasson 2, Haf- þór Heimisson 1 og Sæmundur Sigfússon 1. -BH AFTUR TAPADI DUSSELDORFI Frá Gísla Agúst Gunnlaugssyni. iþrótta- fréttarilara í Bonn: ■ Aðeins rúmlega 100 þúsund áhorf- endur lögðu ieið sina á knattspyrnuvelli hér í Þýskalandi til að fylgjast með Bundeslíguleikjum helgarinnar. Einn leikur féll að vísu niður, leikur Bayern Munchen og Kickers Offenbach, en talsvert hafði snjóað í Múnchen og því var ekki leikandi á vellinum. Annars staðar reyndist unnt að leika þótt sums staðar væru vellirnir erfiöir og kuldi eða úrkoma hamlaði vallarsókn. Úrslit helgarinnar voru þessi: FC Köln-Werder Bremen..........1-4 Núrnberg-Frotuna Dússeldorf ... 2-1 Borrus. Möncheng.b.-Braunwcig . 6-2 Frankfurt-Armenia Bielefeld .... 1-1 Hamburger-Leverkusen............3-0 Kaiserslautern-Bayern LJerdingen . 5-2 Stuttgart-Dortmund..............3-1 Bochuum-Mannheim................1-0 Tap Dusseldorf í Núrnberg og Kölnar á heimavelli liðsins gegn Bremcn voru óvæntustu úrslit helgarinnar. Aðrir leikir fóru nokkurn veginn á þann veg sem við var að búast. Núrnberg, sem í allan vetur hefur verið á botni deildarinnar ■ Kristján Ágústsson skorar gegn Haukum. Kristján og félagar hans fóru með sigur af hólmi. Það er félagi Kristjáns, Valdimar Guðlaugsson sem fylgist grannt með, ásamt Hálf- dáni Markússyni, Haukamanni nr. 8. Kristinn Kristinsson kemur ekki vörnum við. Tímamynd Árni Sæberg. HAUKAR HARSBREIDD FRA SIGRI gegn Val, sem unnu 80-79, í úrvalsdeildinni ■ Aðeins eitt stig skildi að, lið Vals og Hauka, þegar liðin mættust í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í Seljaskóla á sunnudagskvöld. Haukar fengu þrjú tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin, en þau fórust fyrir og Valsmenn siuppu með skrekkinn. Eins stigs sigur var staðrcynd 80-79. Staðan í hálfleik var 47-40, fyrir Val. Valsmenn höfðu frumkvæðið framan af, en um miðjan fyrri hálfleik jöfnuðu Haukar 23-23. Valsmenn höfðu svo 7 stiga forskot í hálfleik 47-40. í síðari hálfleik hélst svipaður munur, en á 10. mínútu var dæmd sóknarvilla á besta mann Hauka, Pálmar Sigurðsson, og var það hans 4. villa. Pálmar var ekki sammála dómaranum og mótmælti. Fyr- ir vikið fékk hann tæknivillu og varð hann þá að hverfa af leikvelli mcð 5 villur. Staðan var þá 67-57 fyrir Vál. Haukar voru ekki af baki dottnir þrátt fyrir missi Pálmars og leikmenn liðsins börðust eins og ljón það sem eftir var af leiknum. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir höfðu Haukar minnkað muninn í 6 stig 77-71. Haukar skoruðu 3 körfur gegn einni körfu Valsmanna og minnk- uðu muninn í tvö stig 79-77. Valsmenn skoruðu síðan úr einu víti, en Hálfdán Markússon svaraði fyrir Hauka, með glæsilegri körfu, af löngu færi og minnk- aði muninn í 1 stig 80-70, og hálf mínúta til leiksloka. Valsmenn brunuðu í sókn, sem endaði með körfuskoti Tómasar Holton, boltinn rataði ekki ofan í körfuna og Kristinn Kristinsson, mið- herjinn sterki í Haukum, náði frákast- inu. Haukar hófu sókn og þegar innan við 10 sekúndur voru eftir af leiknum skaut Hálfdán Markússon, hann hitti ekki en boltinn barst til Kára Eiríksson- ar, sem skaut og hitti heldur ekki, en Haukar náðu enn frákastinu og á síðustu sekúndu leiksins skaut ívar Ásgrímsson, ungur og efnilegur piltur í Haukaliðinu, en skot hans var hársbreidd frá því að fara ofan í körfuna. Sigurinn var því Valsmanna, 80-79, og fagnaðarlæti þeirra mikil að leik loknum. „Sýnir hvers við erum megnugir" „Það var harðfylgni og barátta í þessu í lokin og ég er ánægður með að okkur skyldi takast að minnka muninn þetta mikið í lokin, þrátt fyrir að okkar besti maður, PálmarSigurðsson, væri kominn útaf. Þetta sýnir hvers við erum megnug- ir“ sagði Einar BoIIason þjálfari Hauka eftir leikinn. I Haukaliðinu voru þeir Pálmar, með- an hans naut við, Kristinn og Hálfdán, HEARTS TOKST AD JAFNA — gegn Rangers 2-2 í skosku deildinni - Enn vinnur Aberdeen ■ Á tveim síðustu mínútunum í leik Hearts og Rangers tókst þeim Derek O'Connor og Joyn Robertson, jafna 2-2, en áður höfðu þeir Ally McCoist og Bobby Williamson skoraði fyrir Rangers. Celtic vann stórsigur á St. Johnstone 5-2 og skoruðu þeir Brian McClair og Murdo McLeod 2 mörk hvor og Frank McGarvey 1, fyrir Celtic. Dundee United vann Hibemian 2-0 og skoruðu þeir Paul Hegarty og Maur- ice Malpas mörkin. Mirren vann stórsigur yfir Dundee St. 4-0. Til óláta kom þegar Aberdeen lagði lið Jóhannesar Eðvaldssonar, Mother- well að velli 4-0. Gordon Strachan gerði 2 mörk, en þeir Eric Black og John Hewitt eitt hvor. Staðan í skosku úrvalsdeildinni er á bls. 14. manna bestir, en aðrir leikmenn eiga einnig heiður skilið fyrir að gefast ekki upp þegar á móti blés og berjast í staðinn af margföldum krafti. „Við voram heppnir“ „Við vorum heppnir þarna í lokin, enda kominn tími til að heiliadísir séu okkar megin" sagði Torfi Magnússon, þjálfari og leikmaður Vals, eftir leikinn. Torfi var mjög góður í Valsliðinu, ásamt þeim Kristjáni Ágústssyni og Tómasi Holton. Páll Arnar átti góða sprettfog Leifur Gústafsson var traustur að vanda. Dómarar leiksins voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Gunnar Valgeirs- son og dæmdu þeir mjög vel framan af, en Gunnar datt niður í sitt gamla form þegar á leið og dæmdi illa. Stig Vals: Kristján Ágústsson 24, Torfi Magnússon 18, Tómas Holton 16, Páll Arnar 8, Leifur Gústafsson 6, Valdemar Guðlaugsson 4 og Jóhannes Magnússon 4. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 19, Kristinn Kristinsson 17, Hálfdán Mark- lússon 16, Ólafur Rafnsson 8, Eyþór lÁrnason 7, Reynir Kristjánsson 6 og Sveinn Sigurbergsson 6. -BL þrátt fyrir fjárfestingu í nýjum leik- mönnum síðast liðið sumar, sýndi sinn besta leik á keppnistímabilinu þegar leikmenn Dtlsseldorf komu í heimsókn. Dusseldorí liðið hefur heldur lækkað flugið upp stigatöfluna síðast liðna viku, en liðið hefur tapað tveimur leikjum eftir sto'rgóða frammistöðu þar á undan. Liðið náði sér aldrei almennilega á strik á laugardaginn \,u. Leikmenn þess sýndu aðvísu ekki slakan leik.cn margir iéku langt undir getu. Leikmenn Núrn- berg mæltu nius vegai mjug as . „ðilii til leiks enda síðustu forvöð að forða liðinu frá falli í aðra deild. Brunner kom Núrnberg yfir á 13. mínútu eftir að leikmenn beggja liða liða höfðu skapað sér nokkuð góð marktækifæri. Á 21. mínútu tókst Atla Eðvaldssyni að jafna með skallamarki. Þetta var sjöunda mark Atia i vetur og þriðja mark hans í fjórum leikjum á þessu ári. Það sem eftir lifði hálfleiksins var jafn- ræði með liðunum. Dússeldorf sýndi tekniskari og yíirvegaðri leik en leik- menn Núrnberg börðust hins vegar vel og bættu teknisku hliðina upp með því. í síðari hálfleik gerðist fátt markvert í leiknum, liðin skiptust á um að sækja án þess að skapa sér opin færi. Á 81. mínútu tókst heimaliðinu að gera út um leikinn, en þá skoraði Brunner annað mark sitt í leiknum, í þetta sinn úr vítaspyrnu. Atli þótti bestur leikmanna Dússel- dorf liðsins og fékk þrjá í einkunn í Kicker. Pétur Ormslev kont inn á á 70. mínútu og átti hann ágætan leik. í Köln mættu lcikmenn liðsinsákveðn- ir til leiks gegn Werder Bremen. enda liðið fullskipað á ný. Schumacher, markvórður, lék að vísu lingurbrotinn eftir að hafa slasað sig á æfingu síðast liðinn fimmtudag. Hann var í sérstaklega hönnuðum hanska og tók ekki í mál að víkja úr markinu, en hringdi hins vegar í Derwall landsliðsþjálfara á sunnudag og afboðaði sig í landsleikinn gegn Búlgaríu á morgun. I leik Gladbach og Braunsweig varð mikið markaregn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1. Staðan var 6-2 er blásið var til leiksloka. Mörk Gla- dbach skoruðu þeir Mill 2, Hallcs 2, Rahn og Frontzeck. en Hollmann og Worm skoruðu fyrir Braunschweig. Hamburger náði að sigra Leverkusen 3-0 nokkuð fyrirhafnarlaust með mörkum Von Heesen, Schröder og Schatzschncider. Staðan í hálfleik var 2-0. Kaiserslautern náði scr vel a slrik gegn Baycr Uerdingcn, og vann góðan sigur 5-2, -GÁG/Sjó. KA AUDVELD BRAÐ FYRIR HAUKA sem sigruðu 24-15 íHafnarfirði minnka muninn niður í tvö mörk og var staðan þannig í hálfleik, 10-8. í síðari hálfleik náðu Hafnfirðingarnir ■ Haukar úr Hafnarfirði og KA léku í 1. deild í handknattleik á laugardag. Leikurinn sem háður var í Hafnarfirði, lauk með sigri Hauka sem skoruðu 24 mörk á móti 15 mörkum Akureyringa. Staðan í hálfleik var 10-8 Haukum í vil. Ekki voru margir áhorfendur mættir í íþróttahús Hafnfirðinga við Strandgötu á laugardag. Leikurinn sem átti að hefjast klukkan 13.00, hófst ekki fvrr en hálftíma síðar. Var um einstefnu að ræða frá upphafi og tókst KA-mönnum aðeins einu sinni að jafna og var það fyrsta mark þeirra. Forysta Hauka var mest fjögur mörk í fyrri hálfleik, 9-5. Var auðséð frá upphafi hvert stefndi. Samt sem áður náðu Akureyringarnir að að sigla fram úr og að lokum höfðu þeir náð 9 marka mun 24 mörk gegn 15. Leikurinn náði því aldrei að verða spennandi frekar en- að vera skemmti- legur. Þarna voru að berjast neðstu lið 1. deildar í handknattleik. Auðséð er því að lið KA er það slakasta í deildinni og mikið slakara en næstu lið fyrir ofan. Virðist þetta vera algjör erindisleysa hjá þeim upp í 1. deild, þó þeir slái ekki út frammistöðu ÍR-inga frá í fyrra þegar liðið lék allt mótið án stiga. Haukarnir hafa enn möguleika að bjarga sér frá falli og ættu að geta staðið sig ágætlega í úrslitakeppni neðstu liða í 1. deild og bjargað „Handboltabænum" frá skömm. Að vísu bæta FH-ingarnir það margfaldlega upp. Hörður Sigmars- son var atkvæðamestUr Hauka í leiknum en hann skoraði átta mörk. Gunnlaugur Gunnlaugsson varði mjög vel mark Hauka og átti ekki síst þátt í að sigur Haukanna yrði níu mörk. Enginn leik- maður bar af hjá KA nema vera skyldi Þorleifur Ananíasson sem var ávallt að hvetja félaga sína áfram en hann var jafnframt markahæstur KA-manna ásamt Erlingi Kristjánssyni en'þeir settu þrjú mörk hvor. Mörk Hauka skoruðu: Hörður Sig- marsson 8 (5v), Snorri Leifsson 5. Sigur- jón Sigurðsson 3 (lv), Sigurgeir Mar- teinsson 3, Pétur Guðnason 3, og Ingi- mar Haraldsson 2. Mörk KA skoruðu: Þorleifur Anan- íasson 3, Erlingur Kristjánsson 3, Sæ- mundur Sigfússon 2, Sigurður Sigurðs- son 2, Jón Kristjánsson 1, Jóhann Ein- arsson 1, Hafþór Heimisson 1, Jóhannes Bjarnason 1 og Magnús Birgisson 1. -BH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.