Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 2
iþróttlr Stúdínur unnu KR ■ Um helgina léku ÍS og KR í 1. deild kver.na í körfuknattleik. Leiknum lauk með sigri ÍS 37-25, eftir að KR var yfir í hálfleik, 17-16. Stig ÍS: Þórunn Rafnar 16, Kolbrún Leifsdóttir 10, Ragnhildur Steinback 9 og Hanna Birgisdóttir 2. Stig KR: Cora Barker 9, Gunnhildur Gunnarsback 9 og Hanna Birgisdóttir 2. Stig KR: Cora Barker 9, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Erna Jónsdóttir 6, Erla Pétursdóttir 2 og Margrét Árnadóttir 2. -BL 1. deild kvenna í handknattleik Fram vann Víking ■ Framdömurnar í 1. deildinni í hand- knattleik sigruðu Víking 26-21 í Selja- skóla á sunnudag. Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir Fram. Mörk Fram skoruðu: Guðríður Guðjónsdóttir 10, Margrét Blöndal 6, Hanna Leifsdóttir 5,Oddný Sigsteinsdóttir 3 og Sigrún Blomsterberg með 2. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 9, Sigurrós Björnsdóttir 4, ValdísBirgis- dóttir 4, Inga Þórisdóttir 3 og Svava Baldursdóttir 1. -BL Skagastúlkurnar lögðu KR ÍA vann KR, í 1. deild kvenna í handknattleik, í Seljaskóla á sunnudag með 15 mörkum gegn 14. í hálfleik var staðan 8-5 fyrir ÍA. Markahæstar hjá ÍA voru Laufey Sigurðardóttir 3 Ágústa Friðriksdóttir 3, Ragnhciður Jónasdóttir 3, Hjá KR skor- aði Karólína Jónsdóttir 7, og Sigurbjörg Sigþórsdóttir 2. -BL ÍRrétt marði Val ■ ÍR-stúlkurnar sigruðu stöllur sínar úr Val 16-15 er liðin mættust í 1. deild kvenna í handknattleik í Seljaskóla á sunnudag. ÍR var yfir í hálfleik 11-7. Mörk ÍR skoruðu Ingunn Bernódusdótt- ir 7, Erla Rafnsdóttir 2, Katrín Friðriks- dóttir 2, Ásta Sveinsdóttir 2 Ásta Ósk- arsdóttir 2 og Þorgerður Gunnarsdóttir 1. Mörk Vals: Erna Lúðviksdóttir 6, Karen Guðnadóttir4, Soffía Hreinsdótt- ir 2, Steinunn Einarsdóttir 2 og Harpa Sigurðardóttir 1. -BL FH vann Fylki ■ FH vann Fylki 25-17, í 1. deiid kvenna í handknattleik, á laugardag. í hálfleik var staðan 10-7 fyrir Fylki. Mörk FH skoruðu: Margrét Theodórsdóttir 5, Heiða Einarsdóttir 4, Sigurborg Eyjólfs- dóttir 4, Anna Ólafsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 3, Kristín Pétursdóttir 2, og þær María Sigurðardóttir, Inga Ein- arsdóttir, Arndís Aradóttir og Kristjana Aradóttir gerðu 1 mark hver. Mörk Fylkis: Margrét Hjartardóttir 5, Rut Baldursdóttir 4, Jóna Sigurðardóttir 4, Helga Sigvaldadóttir 2, Jónína Jóhanns- dóttir 1 og Elín Lára Jónsdóttir 1. -BL Staðan í kvennadeildinni í handbotta: Fram-Víkingur........... 26-21 KR-ÍA .................. 14-15 ÍR-Valur................ 16-15 FH-Fylkir .............. 25-17 Staðan: Fram . 11 ÍR FH . 11 Akranes . . . 11 Víkingur . . 11 KR , . 11 Valur . . . . . 10 Fylkir . . . . . 10 10 0 1 247-277 20 11 8 2 1 240-18 8 1 2 251-186 17 4 1 6 165-209 9 2 2 7 193-218 6 2 2 7 171-199 6 2 1 7 152-200 5 2 1 6 1164-214 5 -SÖE FH MEB FUU.T HUS f KILDARKEPPNINHI unnu Hauka 34-27 í síðasta leiknum ■ FH vann einn sigurinn enn ■ 1. deildinni í handknattleik á laugardag, þegar þeir lögðu nágranna sína úr Hauk- um af velli, 34-27. FH-ingar hafa því fullt hús stiga úr deildakeppninni, sem nú er STAÐAN Lokastaðan í 1. deild karla í handknatt- leik varð þessi: KA-KR.................... 16-18 Haukar-FH ...............27-34 Þróttur-Stjarnan Víkingur-Valur . ■ Þorgils Óttar Mathiesen og félag- ar hans í FH fengu fullt hús í fyrstu deildarkeppninni í handknattleik. Þorgils Ottar átti góðan leik með FH gegn Haukum, skoraði 8 mörk. ........21-25 ........26-23 0 417-285 28 4 314-286 19 6 328-308 16 6 290-314 15 6 290-251 14 6 303-325 13 11 261-314 5 12 248-322 2 Víkingar lögðu Val — í 1. deild karla í handknattleik 26-23 lokið og gaman verður að fylgjast með þeim í úrslitunum. Leikurinn var ekki mikill baráttu- leikur og varnarleikur var af skornum skammti. Hraði var mikill, og mikið um hraðaupphlaup á báða bóga. Haukar skoruðu fyrsta markið en FH-ingar svöruðu með þremur mörkum, öllum úr hraðaupphlaupum. Síðan komust FH- ingar í 9-5, en Haukar minnkuðu í eitt mark 9-8. Aftur dró sundur með liðunum og í hálfleik var staðan 16-12 fyrir FH. Áfram hélt markadellan í síðari hálf- leik og voru FH-ingar iðnari við marka- skorunina, minnsti munur með liðunum var 21-18. Lokatölurnar síðan 34-27 fyrir FH og enn einn sigurinn í höfn þrátt ■ fýrir að FH-ingar geti vart verið ánægðir með að fá á sig 27 mörk. Þrátt fyrir markaskorunina áttu mark- verðir liðanna ágætan leik þó sérstaklega Gunnlaugur Gunnlaugsson í marki Hauka. Haraldur Ragnarsson í FH markinu átti og ágætan leik, ásamt þeim Þorgils Óttari og Kristjáni Arasyni. Auk Gunnlaugs áttu þeir Hörður Sigmarsson og Ingimar Haraldsson ágætan leik. Mörk FH: Kristján Arason 9/3, Þorgils Óttar Mathiesen 8, Atli Hilmarsson 5, Hans Gumundsosn 5, Guðmundur Magnússon 3, Pálmi Jónsson 1, Guðjón Árnason 1, Guðmundur Óskarsson 1 og Valgarð Valgarðsson 1. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 8/5, Ingimar Haraldsson 7, Sigurgeir Mar- teinsson 4, Sigurjón Sigurðsson 3, Þórir Gíslason 3 og Lárus Karl Ingason 2. -BL. ‘V ',vA5' FINNINN VAR IANGBESIUR og sigraði í stökki á 90 metra palli f Sarajevo ■ Finninn ungi, Matti Nykaenen, hafði yfirburði í keppni af 90 m palli á OL í Sarajevo. Hann stökk lengst allra í báðum stökkum sínum 116 og 111 metra. I stigakeppninni hafði hann um 18 stiga forskot á næsta mann, A-Þjóðverjann Jens Weissflog, sem bar sigurorð af Matta í keppni af 70 m palli. En heimsmeistarinn ungi hefndi sín sem sé í keppnini af 90 m palli og krækti sér í gullpening. Úrslit: 1. Matti Nykaenen Finnlandi 231.2 stig 2. Jens Weissflog A-Þýskalandi 213.7 stig 3. Pavel Ploc Tékkóslóvakíu 202,9 stig. 4. Jeffrey Hastings USA 201,2 stig. 5. Jari Puikkonen Finnlandi 196,6 stig. -BL. ■ Thomas Wassberg, sænski skíðagöngumaðurinn sigraði í 50 km göngu á Ol í Sarajevo. Wassberg, sem sigraði í 15 km. gpngu í Lake Placid fyrir fjórum árum, stakk landa sinn Gunde Svan, af í göngunni. Svan varð annar, og Svíar unnu því. tvöfaldan sigur. WASSBERG HAFÐI GUNDE SVAN og Svfar unnu tvöfalt í 50 km göngu ■ Svíinn Thomas Wassberg, sem varð tvöfaldur sigur í 50 km. og verðlaun í ólympíumeistari í 15 kílómetra skíða- öllum öðrum göngum karla. göngu á ólympíuleikunum t Lake Placid Fimmtíu keppendur luku keppninni. Wassberg hlaut tímann 2:15.55,8, en Gunde Svan fékk tímann 2:16.00,7. Þriðji varð Finninn Aki Karvonen á 2:17,04,7, fjórði Finninn Kirvesiemi á 2:18.34,1 fimmti Norðmaðurinn Jan Lindvallá 2:19.27,1 fyrir fjórum árum, sigraði um helgina 50 kílómetra skíðagöngu á ólympíuleik- unum í Sarajevo. Wassberg sigraði naumlega landa sinn Gunde Svan, sem sigraði í 15 km. göngunni fyrir nokkrum dögum, og varð annar í 30 km göngu. Mikill sigur var þarna í höfn hjá Svíum, -SOE ■ Víkingar sigruðu Valsmenn í 1. deild karla í handknattleik á sunnudagskvöld 26-23 í Laugardalshöll. Víkingar tóku leikinn strax í sínar hendur, náðu 5 marka forskoti, og þótt Valsmönnum tækist að minnka muninn niður í 1 mark á kafla, voru þeir ekki nógu sterkir til að fylgja því eftir. Víkingar að komast á flug, og léku oft mjög vel, þó í lokin færi leikurinn mikið til út í vitleysu þar sem boltinn gekk jafnt milli mótherja og samherja. Víkingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-2. Valsmenn söxuðu á þetta forskot eftir því sem fyrri hálfleikur leið, og þar kom að staðan var 10-11 Víkingi í hag. Þá tóku Víkingar á sig rögg og höfðu yfir 13-10 í hálfleik. í síðari hálfleik héldu Víkingar upp- teknum hætti, náðu fimm marka forskoti strax, 15-10, og þann mun náðu Vals- menn aldrei að minnka nema í þrjú mörk minnst. Minnstur varð munurinn 15-18, og svo í lokin er Valur hafði skorað síðasta mark leiksins, 23-26. Viggó Sigurðsson átti mjög góðan leik með Víkingi, og Guðmundur Guð- mundsson átti sinn besta leik í vetur. Sama gilti um Kristján Sigmundsson, og Ellert Vigfússon félagi hans í markinu lék líka vel. Sigurður Gunnarsson átti góðan leik, og Ólafur Jónsson fyrrum landsliðsfyrirliði komst vel frá sínum fyrsta leik með Víkingi í vetur. Júlíus Jónasson var atkvæðamestur Valsmanna. Þorbjörn Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með Val í vetur,og lék hann vel. Sama gilti um nafna hans Jensson. Einar Þorvarðarson átti mjög góða kafla í markinu, en hefur líklega sjaldan hvílt eins mikið í einum leik með Val. Mörkin: Víkingur: Viggó %, Guð- mundur 6, Sigurður 4, Hörður Harðar- son 3, Steinar Birgisson 2, Karl Þráins- son 1 og Guðmundur B. Guðmundsson 1. Valur: Júlíus 6, Þorbjörn Jensson 4, Þorbjörn Guðmundsson 4, Brynjar Harðarson 4, Jakob Jónsson 2, Valde- mar Grtmsson 2 og Steindór Gunnarsson 1. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Karl Jóhannsson og komust vel frá. -SÖE IR-INGAR SOTTU STIG í Fjörðinn - unnu Hauka 89-86 í úrvalsdeildinni ■ ÍR-ingar sóttu sér dýrmæt stig í Hafnarijörð á sunnudag, er liðið fór þangað og lék við lið Hauka í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Með stórleik í síðari hálfleik tókst ÍR-ingunum að tryggja sér sigur í leiknum, 89-86, þrátt fyrir að missa Pétur Guðmundsson útaf með 5 villur nærri fjórum mínútum fyrir leikslok. Það var öðru fremur stórleikur þeirra bræðra, Hreins og Gylfa Þorkels- sona, sem færði ÍR þennan sigur, þeir skoruðu grimmt í síðari hálfleik, og sérstaklega var Hreinn atkvæðamikill í vörn og sókn, stal boltanum oft á örlagaríkum augnablikum fór í hraða- upphlaup og skoraði. Staðan í hálfleik var 47-50 Haukum í hag. Haukarnir fóru vel af stað í leiknum, og átti þar stærstan þátt Ólafur nokkur Rafnsson, sem skoraði 9 stig á fyrstu tveimur mínútunum. Haukar komust í 9-2 og 11-4, en ÍR minnkaði muninn í 16-17. Haukar höfðu yfir 29-22, 32-24, 36-27, en þá tóku ÍR-ingar við sér. Þeir komust fyrst yfir 45-44, en Haukar höfðu yfirhöndina í hálfleik, 50-47. í síðari hálfleik höfðu Haukar yfir 56-53, en síðan ekki söguna meir og þeir Hreinn og Gylfi Þorkelssynir skoruðu næstu 20 stig fyrir ÍR. ÍR náði forystu 73-64, og hafði yfir 5-8 stig þar til Pétur Guðmundsson fékk sína fimmtu villu þegar eftir voru tæpar 4 mínútur. Þá var staðan 85-76 ÍR í hag. Við þetta áfall kom hik á leikmenn ÍR, og Haukarnir með þá Pálmar Sigurðsson og Ólaf Rafnsson fremsta í flokki minnkuðu mun- inn í 84-85 á svipstundu. IR-íngar tóku þá tíma, og náðu meiri yfirvegun í leik sinn. Gylfi Þorkelsson skoraði mikilvæga körfu 87-84 einni mínútu fyrir leikslok, ÍR komst svo í 89-84, og Haukar áttu síðasta orðið, 89-86. STJARNAN SKAUST í ÚRSUT Þrótt 25-21 á sunnudagskvöld vann ■ Stjarnan gerði sér lítið fyrir á sunnu- dag og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Ijögurra efstu liða í 1. deild karla í handknattleik. Stjarnan sigraði Þrótt örugglega í leik liðanna á sunnudag, og með þessum sigri náði Stjarnan sæti í úrslitakeppninni. Sigur Stjörnunnar var nokkuð öruggur, 25-21. Staðan var 11-10 Þrótti í hag í hálfleik. Það var einkum betra úthald Stjömumanna, ekki síst andlega, í lokin sem tryggði sigurinn, þrjú gullfalleg mörk í röð, eftir að munurinn var aðeins eitt mark. Eyjólfur Bragason fór á kostum í liði Stjörnunnar, hamfarir hans og góð vöm liðsins sköpuðu sigurinn ásamt betra úthaldi. Leikurinn var í járnum lengst af. Liðin fóru jafnt af stað, jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik, nema að Þróttarar komust yfir 7-5 og 8-6, síðan varð jafnt aftur. Þróttur hafði yfir 11-10 í hálfleik. í síðari hálfleik var jafnt 11-11 og 12-12, en þá skildu leiðir. Stjörnumenn komust í 14-12. 18-15 og 22-19. Þá tóku Þróttarar góðan sprett og skoruðu tvö mörk, en þrjú mörk Stjörnunnar í lokin tryggðu góðan og verðskuldaðan 25-21 sigur. Maðurinn bak við sigur Stjörnunnar var Eyjólfur Bragason, sem fór í gang í síðari hálfleik svo um munaði, skoraði öll sín 7 mörk þá. Þá átti hinn ungi og bráðefnilegi Sigurjón Guðmundsson stórleik, og Magnús Teitsson og Gunnar Einarsson fyrrum þjálfari liðsins léku vel, mörg mörk Gunnars stórfengleg. Páll Björgvinsson og Konráð Jónsson .voru langbestu menn Þróttar. Páll Ólafs- son náði sér ekki á strik í leiknum, og kórónaði leikinn með því að láta vísa sér útaf í lokin þegar mest lá við. Mörkin:Stjarnan: Eyjólfur 7, Sigurjón 4, Magnús 4, Gunnar 4, Bjarni Bessa 1, Gunnlaugur Jóns 1 og Skúli Gunnsteins- son 1. Þróttur: Páll Björgvinsson 7, Konráð Jónsson 6, Páll Ólafsson 5/3, Birgir Sigurðsson 1, Gísli Óskarsson 1 og Lárus Lárusson 1. Leikinn, sem var spennandi og skemmtilegur lengst af, dæmdu Árni Sverrisson og Hákon Sigurjónsson og gerðu það þokkalega, þó ekki svo öllum líkaði. -SÖE ■ Eyjólfur Bragason leiddi félaga sína til sigurs gegn Þrótti, og þar með í úrslit Ijögurra efstu liða á Islands- mótinu í handknattleik. Besti maður ÍR var Hreinn Þorkels- son, og bar hann af öðrum í þessum leik sem gull af eiri. Gylfi bróðir hans lék mjög vel, og Pétur Guðmundsson spilaði þá bræður vel uppi í síðari hálfleik. Pétur var þó daufur í leiknum. Ólafur Rafnsson átti stórleik með Haukum, en fékk fjórðu villu sína strax í fyrri hálfleik. Hann var síðan ekkert notaður fyrr en of seint í síðari hálfleik. Hann hefði mátt koma inn fyrr. Pálmar Sigurðsson var og góður, en að öðrum ólöstuðum var Kristinn Kristinsson best- ur Haukanna, hann var maðurinn á bak við vörslu Péturs, og flestar villur Péturs fiskaði Kristinn. Ef Kristinn væri betri sóknarmaður en hann er væri hann einn besti miðherji sem hér er til. Stigin ÍR: Hreinn 25, Pétur 19, Gylfi 16, Ragnar Torfason 9, Benedikt Ingþórs- son 8, Hjörtur Oddsson 6 og Kolbeinn Kristinsson 6. Haukar: Pálmar 19, Ólafur 16, Reynir 14, Kristinn 14, Eyþór Árnason 4, Hálfdán Markússon 2 og Sveinn Sigur- bergsson 2. Dómarar voru Gunnar Bragi Guð- mundsson og Gunnar Valgeirsson. Komust þeir þokkalega frá leiknum, en voru fullfljótir að dæma villur á köflum. - SÖE Stadan ■ Staðan í úrvaldsdeildinni í körfuknattleik ásamt ursliturn helgarinnar. Njarðvik-Valur.............89-90 Haukar-ÍR....................86-89 KR-Keflavik................85-73 Staðan Njarðvík.... 17 13 4 1369-1265 26 Valur....... 17 9 8 1404-1230 18 KR ......... 17 9 8 1252-1236 18 Haukar...... 17 8 9 1257-1262 16 Keflavík.... 17 6 11 1053-1188 12 ÍR.......... 17 6 11 1229-1271 12 Næsti leikur er i kvöld en þá leika IR og Keflavík í Seljaskóla kl. 20. nmHn Tvíburasigur í sviginu Phil Mahre fyrstur - Steve annar ■ Bandarísku tvíburamir Phil og Steve Mahre, lentu í efstu sætum í svigakeppni Ólympíuleikanna. Phil hreppti gullverð- launin, en Steve hlaut silfrið. 104 kepp- endur hófu keppnina, en 57 þeirra féllu úr keppninni, þar á meðal íslendingamir Ámi Þór Ámason og Guðmundur Jó- hannsson. Meðal þekktra kappa sem féllu úr keppninni má nefna Andreas Wenzel, Max Julen, Pirmin Zurbriggen, IS vann Fram á möguleika á úrvalsdeildarsæti ■ Efstu lið 1. dcildar i körfuknattleik, ÍS og Fram léku í Hagaskóla á sunnudag. Framarar voru vfir allan tímann, en ÍS tókst þó að sigra 61-60, með vítaskotum Kristins Jörundssonar eftir að leiktíma lauk. Framarar höfðu forystu þar til um miðjan fyrri hálfleik að ÍS jafnaði 14-14. Framarar höfðu síðan þriggja stiga forystu í hálfleik 33-30. 1 síðari hálfleik bættu Framarar jafnt og þétt við forskot sitt og þegar um 6 mínútur voru til leiksloka höfðu þeir 10 stiga forskot 54-44. Þá skoruðu Stúdentar 7 stig í röð og breyttu stöðunni í 54-51. Þegar 2 mínútur voru eftir var stðan 59-53 Fram í vil, og allt útlit fyrir sigur Fram. En pressuvöm Stúaenta síðustu mínúturnar gerði það að verkum að ÍS minnkaði muninn í 1 stig 60-59 þegar 30 sekúndur vom eftir. Framarar hugðust halda boltanum þann tíma sem eftir var og það tókst þeim þar til á síðustu sekúndum leiksins, er Þorvaldur missti boltann. Þjálfari ÍS, Kristinn Jörundsson náði fyrstur til knatt- arins. Þorvaldur Geirsson var of seinn að ná til boltans, og braut á Kristni. Á sama augnabliki og dómarinn dæmdi villuna á Þorvald gall flauta tímavarðar og leiktíminn var liðinn. IS hafði skotrétt (bonus) og tvö vítaskot til góða. Mikil spenna ríkti meðan Kristinn Jörundsson tók skotin, en taugar Kristins voru í lagi og vítaskotin rötuðu rétta leið. Þar með voru Stúdentar komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 61-60, en það var nóg og sigurinn í höfn, sannkallaður heppnis- sigur. Stúdentar áttu ekki góðan leik að þessu sinni þrátt fyrir sigurinn, eini maðurinn sem lék af eðlilegri getu var Guðmundur Jóhanns- son, en Eiríkur Jóhannesson átti einnig góða spretti. Þá var þáttur Kristins Jörundssonar ákaflega stór í lokin t þeirri erfiðu aðstöðu að hafa úrslitin algjörlega í eigin höndum, með tveimur vítaskotum eftir leiktíma. Með þessum sigri, þá vænkast hagur Stú- denta mjög, þeir hafa nú lokið leikjum sínum A-þýsk vann í listhlaupi ■ 18. ára A-þýsk stúlka, Katarína Witt sigraði í Listhlaupi kvenna á 01. Hún sigraði eftir harða keppni við bandarísku stúlkuna Rosalyn Summers sem varð önnur. Witt hlaut 3,6 stig, en Summers 4,6 stig. Þriðja varð sovesk stúlka, Kira Ivonova með 9,2 stig. í fjórða sæti lenti Tiffany Chin frá Bandaríkjunum með 11,0 stig. -BL. við Fram og unnið tvo og tapað tveimur, en stigahlutfallið er ÍS 7 stigum í hag. Ef liðin tvö vinna þá leiki sem eftir eru þá fara Stúdentar upp í úrvalsdeildina, á hagstæðara stigaskori í innbyrðis viðureignum. ÍS á nú fjóra leiki eftir í deildinni, gegn Þór fyrir norðan, Skallagrím, og tvívegis gegn Laug- dælum. ÍS er nú með 24 stig. Framarar hafa nú 18 stig en eiga 7 leiki eftir, 2 gegn Grindavík, 2 gegn Laugdælum, 2 gegn Skallagrími og einn.gegn Þór fyrir norðan. Framarar áttu nokkuö góðan leik á sunnu- daginn og voru mjög óheppnir að tapa, áttu það alls ekki skilið. Bestu menn þeirra í leiknum voru þeir Ómar Þráinsson, Davíð Arnarog Þorvaldur Geirsson. Lárus Thorlac- ius átti einnig þokkalegan leik. Dómarar í leiknum voru þeir Davíð Sveinsson og Karsten Kristinsson. Þeirra frammistaða var ekki góð og dæmdu þeir mjög furðulega. Stig IS: Guðmundur Jóhannsson 20, Krist- inn Jörundsson 14, Eiríkur Jóhannesson 10, Árni Guðmundsson 8, Björn Leósson 7, og Gunnar Jóakinsson 2. Stig Fram: Ómar Þráinsson 19, Þorvaldur Geirsson 12, Lárus Thorlacius 11, Davíð Arnar 8, Guðbrandur Lárusson 5, Örn Þórisson 4 og Jóhann Bjarnason 1. -BL Paul Frommelt, Jury Franko, Hans Enn, Antón Steiner og Bengt Fjellberg. Röð 5 efstu manna og tímar þeirra: 1. Phil Mahre USA 1:39,41 mín. 2. Steve Mahre USA 1:39,62 mín. 3. Didier Bouvet Frakklandi 1:40,20 mín. 4. Jonas Nielsson Svíþjóð 1:40,25 min. 5. Oswaldo Tötsch Ítalíu 1:40,48 mín. -BL. ■ Phil og Steve Mahre sigruðu í svigi á Ol, Phil varð fyrstur, Steve annar. KR skellti Keflavík í úrvalsdeildinni 85-73 ■ KR vann Keflavík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik 85-73, er liðin mættust í Hagaskóla á sunnudagskvöld. í hálfleik var staðan 40-29 KR-ingum í vil. Það var aldrei nein spurning hvoru- megin sigurinn lengi. KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum og juku forskot sitt jafnt og þétt allan leikinn. Lokatölurnar 85-73 var mesti munur sem KR-ingar náðu. í hálfleik höfðu KR-ingar 11 stiga forskot 40-29. Þessi leikur skipti KR ekki miklu máli þar sem þeir voru þegar orðnir öruggir í fjögurra liða úrslitin. Það er erfitt fram- undan hjá Keflvíkingum og fallið blasir við, ef þeim tekst ekki að leggja iR að velli í kvöld, en sá leikur verður í íþróttahúsi Seljaskóla. Keflavík og ÍR n- "i-r*, ■' V-i, - •-' - . InPiiVrji * hafa nú 12 stig hvort og leikurinn í kvöld er nokkurs konar úrslitaleikur um fallið. Hjá KR átti Jón Sigurðsson mjög góðan leik og þeir Garðar Jóhannsson og Guðni Guðnason áttu einnig góðan leik. Hjá Keflvíkingum var Jón KR Gíslason besti maður, en Þorsteinn Bjarnason átti þokkalegan leik. Stig KR: Jón Sigurðsson 23, Garðar Jóhannsson 18, Guðni Guðnason 14, Ólafur Guðmundsson 10, Kristján Rafnsson 8, Páll Kolbeinsson 6 og Þor- steinn Gunnarsson 4. Stig ÍBK: Jón KR. Gíslason 29, Þor- steinn Bjarnason 21, Pétur Jónsson 7, Sigurður Ingimundarson 6 Guðjón Skúlason 4, Björn Víkingur Skúlason 2 og Matti Stefánsson 2. -BL ■ Wolfgang Hoppe og félagar hans, Roland Wetzig, Andreas Kirc- hner og Dietmar Schauenhammer unnu gullverðlaun á fjögurra manna bob-sleða. Hoppe sigraði einnig á tveggja manna sleða á Ol. Sigraði aftur í bob-sleða- keppninni ■ Wolfgang Hoppe og félagar hans í A-sveit A-Þýskalands, þeir Roland Vetzig, Dietmar Schauerhammer og Andreas Kirchner, sigruðu í keppni á fjögurra manna bob-sleðum. Þeir fengu tímann 3:20,22 mín. í öðru sæti varð B-sveit A-Þýskalands á 3:20,78 mín og í þriðja sæti varð sveit Sviss á 3:20,78 mín. -BL. Féllá lyfjaprófi ■ Einn keppenda Mogólíu i 4x10 km skíðagöngu, á OL á fimmtudag var útilokaður frá frekari keppni í leikunum eftir að jákvæð niðurstaða fékkst úr lyfjapróft sem hann gekkst undir. Mon- gólinn, Purevjal Batsukh mun hafa neytt örvandi lyfja fyrir keppnina. Mongólinn er sá eini sem fallið hefur á lyfjaprófi á leikunum. Alls hafa verið tekin 312 sýni úr keppendum. -BL Þriðja gull Marja Liisu ■ Finnska stúlkan Marja Liisa Hama- lainen vann sín þriðju gullverðlaun á leikunum, er hún bar sigur úr bítum í 30 km skíðagöngu á laugardag. -BL. Ungur Rússi vann í 10 km skautahlaupi ■ Igor Malkov, 19 ára gamall Sovét- maður sigraði í 10 km skautahlaupi á OL í Sarajevo. Hann sigraði Svíann Tommy Gustafsson á æsispennandi lokaspretti, fékk tímann 14:39,90 mín, en Svíinn hljópá 14:39,95 mín. þriðji varð A-Þjóð- verjinn Rene Schöefisch, hann fékk tímann 14:46,91 mín. -BL. Schiister átti stórleik Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni íþrótafrétta- manni Timans í V-Þýskalandi: ■ Bern Schúster „ljóshærði engillinn" frá V-Þýskalandi, átti stórleik með Bar- celona um síðustu helgi gegn Real Valladolid. Schúster, sem átti fremur slappan leik á miðvikudag í landsleik V-Þýskalands og Búlgaríu, sýndi nú allar sínar bestu hliðar, lagði upp 2 mörk ■ í 5-0 sigri og skoraði 1 mark sjálfur. Hin mörkin skoruðu Diego Maradona, sem greinilega er kominn á skotskóna aftur, 2, og Carrasco og Marcos. Juanito, landsliðsmaður Spánverja, þó ekki síðasta árið, skoraði sigurmark Real Madrid gegn Salamanca. Juanito er nú markahæstur á Spáni með 14 mörk. Real Madrid er nú efst á Spáni með 35 stig, Atletico de Bilbao er með 33 stig og Barcelona hefur 31 stig. -GÁG/SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.