Tíminn - 17.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1986, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. júlí 1986 Tíminn 11 MINNING Símon Þórir Júlíusson Fæddur 12/4 ’66 Dáinn 17/5 ’86 Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós var aIstaðar íhúsinu döpur rökkurmóda. Á miðju stofugólfi fi föl og fannhvít rós, sem fallið hafði afkistu drengsins góða. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Sorg og söknuður er tilfinning sem við berum í brjósti er við þurfum að sjá á bak ástkærum vini. En leiðin á milli þessa heims og hins dulda heims, sem við mennirnir á öllum öldum höfum sest niður og hugleitt um, er við höfum orðið að missa einhvern kærkominn. Já, það er eins og að stíga yfir þröskuld og halla hurðunum á eftir sér. Við lásum strax sem börn að Guð hafi sent son sinn Jesú í þennan heim til að boða okkur eilíft líf og segir: þér munuð lifa þótt þér deyið og við trúum því. Vinurinn kæri var tilvonandi tengdasonur okkar og mágur, dreng- ur góður og hugljúfi allra sem um gengust hann. Símon Þórir var hægur og prúður svo af bar, þó glettinn og hafði skemmtilega kímnigáfu, greindur var hann vel og minnið sveik hann aldrei. Nú í vor átti hann að hafa lokið sveinsprófi í húsasmíði, en hugurinn stefndi jafnvel til framhaldandi missa það dýrmætasta úr lífi sínu, sjálfu lífinu, en ástin og kærleikurinn berst yfir gröf og dauða og hjálpar þeim sem misst hafa og elskað ntikið. Við þökkum þér vinur fyrir liðnar samverustundir og stundirnar góðu í Hálskoti austur í Skaftártungu, þar sem var svo gott að vera. Þá var nú sóttur boltinn og glaðvær köll og hlátur barst til eyrna og boltanum sparkað á milli ungmenna. Já, við söknum þín og syrgjum, sem þú værir barnið okkar. Stutt frá eða í næsta hrepp, Álftavershrepp, var hans bernskuheimili í Norður- Hjáleigu, þar voru foreldrar hans og fjölskylda. Símon unni sveitinni sinni og fjöl- skyldu. Alltaf var haldið heim í Norður-Hjáleigu þegar tími gafst til að vera með fjölskyldunni. Nú eiga þau um sárt að binda vegna sonar missis og bróður. Einnig í Norður- Hjáleigu búa föðuramma hans, Þórunn, við háan aldur og föður- bróðir, sem sjá nú á eftir ungum frænda og góðum dreng. Við þökkum þér, elsku vinur, fyrir þann tíma sem við áttum með þér, allar stundir frá fyrstu kynnum. Við biðjum Guð að blessa þig og okkur sem stöndum hér eftir og söknum þín og syrgjum. Kæra Arn- dís og Júlíus og fjölskyldur ykkar, Guð styrki ykkur og huggið. Guð blessi þig elsku Margrét og styðji. Okkur langar til að enda þessa kveðju með ljóðlínum sem voru ortar um annan ungan mann, sem þá skildi eftir sig sorg og söknuð hjá foreldrum og systkinum. Guð blessi ykkur öll. skólagöngu, þá í Tækniskólann. Símon Þórir var heitbundinn Mar- gréti dóttur okkar, sem lauk stúdentsprófi um þetta leyti. Nú brosti framtíðin björt við þessum ungmennum, ákveðið var að vinna næsta ár og safna til framtíðarinnar. En við finnum það nú hve mennirnir ráða litlu. Fyrir tæpu V/i ári kom hann hér á Furugrundina til að búa með unn- ustu sinni og hamingjan réði ríkjum eins og títt er hjá ungu fólki. Það er sárt fyrir 19 ára stúlku að Og lífið virtist brosa svo Ijúft við þessum dreng, en skjótt brá sólin sumri, það söng í klukkustreng Við sjáum auða sætið og söknum, vinur, þín, við þökkum stutta starfið, starf, sem nýtur sín Herrann góður huggi, hjörtu mædd af sorg, gefi þeim Ifkn, er lifa og Ijós frá þinni borg. Pað er til æfaforn arfsögn, að elski guðirnir þá, sem ungir að árum og reynslu, aldurtila fá. (Valgeir Hclgason Ásum) Helga, Árni, Karl og Ulrica Furugrund 36 BÆKUR Sagnfræði í myndum Eskifjöröur í máli og myndum 1786-1986, Einar Bragi Sigurðsson tók saman, Eskja, sögurit Eskfirðinga V. bindi, Byggöarsögunefnd Eskifjarðar 1986. Eskifjörður á 200 ára afmæli sem verslunarstaður nú í ár. og í tilefni af því er þessi bók gefin út. Sannast sagna er að önnur byggðalög mega svo sannarlega öfunda þá Eskfirð- inga af því að eiga að mann á borð við Einar Braga. Hann hefur sökkt sér niður í sögu Eskifjarðar á undan- förnum árum af fádæma dugnaði og santið um hana mikið rit. Eskju. fjögur bindi.oger þctta hið fimmta. Þetta bindi hefst á ýtarlcgri ritgerð eftir Einar Braga um þróun byggðar þar á staðnum. Þetta cr aðgengileg og greinargóð saga byggöar á Eski- firði í 200 ár og vel samin. Aöcins má þó finna að einu atriði sem cr meðferö hans á dönskum kaup- manni. Kyhn að nafni, sem vcrslaði á Austurlandi um aldamótin 1800. Hann virðist hafa beitt einstaklega klaufalcgum aðfcrðum í verlsunar- samkeppni þeirra tíma, og þctta notar Einar til að velja honum vægast sagt heldur ófögur orð, og hlakkar nánast í honum yfir óförum þcim sent kaupmaðurinn varð að þola á endanum. Þetta er vanstilling sem sagnaritarar eiga ekki að leyfa sér. Meginhluti bókarinnar er þó gamlar Ijósmyndir frá Eskifirði. Þær eru 116. flestar frá fyrstu áratugum þessarar aldar, og í einu orði sagt þá er að þeint verulegur fengur. Jafnvel þótt menn séu ekk'i staðkunnugir þarna um slóðir þá lýsa þessar mynd- ir byggð og mannlífi á liðnum tímum með þeim hætti að fróðlegt cr að skoða. Bókinni lýkur svo með skrá yfir alla þá sem starfað hafa að sveitarstjórnarmálum þar eystra. er verslunarhús frá dögum Örum Wulff sem heíur nýlega veriö endur- bætt í hólf og gólf og Itýsir nú Sjóminjasafn Austurlands og sýn- ingargripi úr sögu bæjarins. I frétt Irá útgefanda er þess getið að fyrsta bindi Eskju sé nú uppsell og óðum suxist á upplag hinna. Þeir sem vilji eignast fáanleg bindi geti snúið sér til Frímerkjahússins í Lækjargötu 6A, bókaverslana Ey- mundssonar, Máls og menningar eða Sögufélagsins í Fischersundi, en á Eskifirði til bæjarskrifstofunnar. -esig Fangar júlí mánaðar ESKIFJORÐUR i máfi og myndurn 1786-1986 sem oddvitar, sveitarstjórar, bæjar- stjórar, hreppsnefndar- og bæjar- stjórnarmenn. Kápumynd bókarinnar er af svo nefndri Gömlubúð á Eskifiröi. Það Veist þú hverju það getur forðað u/r yuj^noAR Lestunar- áætlun Skipadeild Sambands- ins mun ferma til ís- lands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell......... 12/8 Gloucester: Jökulfell............8/8 Jökulfell............6/9 New York: Jökulfell............9/8 Jökulfell............7/9 Portsmouth: Jökulfell...... Jökulfell...... St. John’s: Jökulfell...... 9/8 7/9 5/8 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshusinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Comoro-eyjar: Moustoifa Said Cheikh er rúmlega fertugur stjórn- málaleiðtogi, sem var dæmdur í Iífstíðarfangelsi árið 1985 vegna friðsamlegra afskipta af stjórnmál- um. Hann er aðalritari Lýðræðis- hreyfingar Comoro-eyja (Front démocratique des Comores), sem hefur fengið að þrífast án teljandj hindrana frá stofnun samtakanna 1982, þrátt fyrir að alræði ríki á eyjunum, og m.a. boðið fram í kosningum. Þann 8.3 1985 voru 30 hermenn úr lífverði forsetans hand- teknir, grunaðir um uppreisnará- form, en seinna í mánuðinum gáfu stjórnvöld þá skýringu að um hafi verið að ræða tilraun stjórnarand- stöðu til valdaráns og handtóku fjölda manns, þ.á m. Cheikh. Hann var sakaður um að hafa skipulagt valda- ránið, en hann sagði að hópur upp- reisnarmanna hefði komið til máls við sig en hann hefði neitað að eiga nokkurn þátt í ráðagerð þeirra og ráðið þeim frá ofbeldisaðgerðum. Engar sannanir komu fram um sekt hans. Einn þeirra sem handtekinn var um leið og Cheikh er talinn hafa verið barinn til dauða fyrir réttar- höldin, og margir, þ.á.m. Cheikh voru pyntaðir með raflosti. í janúar og maí 1986 voru allir látnir lausir nema Cheikh og þrír aðrir framá- menn í FDC. Þeir sem vilja leggja máium þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilis- föng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskrift- ir ef óskað er. SITREX FJÖLFÆTLUR 4 stjörnu - 6 arma Vinnslubreidd 5,20 m. Til afgreiðslu strax. Ótrúlega ódýrar. BOÐI KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.