Tíminn - 14.01.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. janúar 1987 Tíminn 3 Sturla Kristjánsson „fyrrverandi" fræðslustjóri Norðurlandi eystra: „Lít á þetta sem mótmæli við ákveðna skólastefnu11 - flogið með uppsagnarbréf norður í gær „Mín viðbrögð eru í sjálfu sér afskaplega einföld. Ég er vanur því að hlýða fyrirmælum yfirboðara minna og mun gera það í þessu eins og öðru og ganga út,“ sagði Sturla Kristjánsson fræðslustjóri í Norðurlandi eystra þegar Tíminn innti hann eftir viðbrögðum við skyndilegri uppsögn hans úr starfi. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu hafði samband við Sturlu í gærmorgun og tilkynnti honum að mennta- málaráðherra væri óánægður með störf hans og treysti sér ekki til að hafa fræðslustjórann lengur í sinni þjónustu. Sturlu væri þar með sagt upp störfum frá og með deginum í gær og að bréf væri á leiðinni, sem deildarstjóri grunnskóladeildar menntamálaráðuneytisins mun hafa flogið með norður í gær. Aðspurður um hvers vegna hann teldi að hann, einn fræðslustjóra væri látinn fara sagði Sturla: „Ég er þolandinn í þessu máli og get enga skýringu gefið á svona verkum. Ég lít á mig sem tákn fyrir ákveðin vinnubrögð, ákveðna skólastefnu og ákveðna byggða- stefnu. Byggðastefnan og skóla- stefnan í Norðurlandi eystra verð- ur ekki barin niður með því að víkja mér úr starfi," sagði Sturla ennfremur. „Ég er viss uni að skólamenn í umdæminu munu almennt taka þetta sem mótmæli við þá skóla- stefnu sem hér er og kannski ætti þá í raun og veru að reka alla skólastjórana líka,“ sagði Sturla. Sturla sagðist búast við að skóla- menn í umdæminu myndu verja þá skólastefnu sem ríkti í Norðurlandi eystra en sjálfur myndi hann fá lögfræðing til að gæta sinna hags- muna í þessu uppsagnarmáli. -BG Þetta er hús Stangaveiðifélagsins við EUiðaár sem kveikt var í. Stuttu síðar var einnig kveikt í bækistöð gatnamálastjóra við Sævarhöfða. Tímamynd:SverHr. Brennuvargar: Kveiktu í tveim húsum - með stuttu millibili Um miðnætti á mánudagskvöld var kveikt í húsi Stangaveiðifélagsins við Elliðaárnar og stuttu síðar var kveikt í bækistöð gatnamálastjóra við Sævarhöfða í Reykjavík. Ekki er vitað hvort sömu menn voru að verki í báðum tilvikum, en Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Ljóst er að brotnar voru rúður á báðum stöðun- um og kveikt í fyrir innan en ekki er fullrannsakað með hvaða hætti kveikt var í. Miklar skemmdir urðu á báðum stöðunum. ABS Sr. Eiríkur J. Eiríksson látinn - fyrrum þjóðgarðsvörður og sóknarprestur Séra Eiríkur J. Eiríksson fyrr- verandi þjóðgarðsvörður á Þing- völlunt og fyrrum prófastur í Ár- nesprófastsdæmi lést á sunnudag 75 ára að aldri. Eiríkur var einna þekktastur sem sóknarprestur og þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum. Hann var ráðinn þjóðgarðsvörður 1959 og sóknarprestur 1960. Þá hafði hann þjónað sem sóknarprestur á Núpi í Dýrafirði frá árinu 1938. Eiríkur var settur Árncsprófastur 1970 og skipaður 1972. Þessum embættum gegndi hann til ársins 1981. Eiríkur var einn af mestu bóka- söfnurum landsins, en á síðasta ári gaf hann bókasafni gagnfræðaskóla Selfoss bókasafn sitt, en þar starf- aði hann síðustu æviár sín. Eiríkur var sambandsstjóri UMFI í um 30 ár og kirkjuþings- Sr. Eiríkur J. Eiríksson. ntaður í 25 ár. Hann var sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar árið 1981. Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs á Norðurlandi eystra: “Gilda ein lög í landinu öllu?“ „Við skiljum ekki svona tungu- mál, það er fljótútsagt. Við vitum ekkert hvað maðurinn mcinar. Þctta er spark sem ég hefði ekki viljað trúa að hann ætti eftir að framkvæma og skil ckki á hvaða forsendum byggist," sagði Þráinn Þórisson for- maður fræðsluráðs á Norðurlandi eystra. Þráinn sagði ennfremur að sér sýndist sem deilumál ráðuncytisins annars vegar og fræðsluráðs og fræðslustjóra hins vegar snérist einna hclst um það hvort cin og sömu lög ættu að gilda í öllu landinu, án tillits til búsetu munnu. Það liti út fyrir að skilningur ráðuneytisins væri sá að ekki væri æskilegt að vcita sömu þjónustu alls staðar á landinu þó það væri hægt. Þráinn sagði að íræðsluráð hefði staðið saman scm einn maður að þeirri uppbyggingu skólamála á Norðurlandi sem ráðu- neytinu hefði þótt óæskilcga hröð. Þar af leiðandi hcfðu fjárlög, sem marka framkvæmdirög rekstur, ckki reiknað með þeirri uppbyggingu sem framkvæmd hefur verið og væri fullkomlega innan laga. -ABS Ertu að byggja upp Tímlnn SIÐUMULA 15 686300 líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Óskum eftir blað- berum í Hafnarfirði og Garðabæ. Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 641195. Hafðu samband.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.