Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. júní 1987
Tíminn 3
lilllllilllllllllllllllll SPEGILL llllllllllillillllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllilillllllllllllillllllllillllllllllllllllllllllllll
Formaður Alþýðuflokks hefur formlegar viðræður:
Jón Baldvin reynir við
Steingrím og Þorstein
„Ekki sjálfgefið að ég verði í forsæti,“ segir Jón Baldvin
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins, sem nú
hefur umboð forseta til sjórnar-
myndunar, tilkynnti á blaða-
mannafundi í gær að ákveðið hafi
verið að hefja formlegar viðræður
við forystumenn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks um
ntyndun ríkisstjórnar. Fyrsti fund-
urinn í þessum viðræðum verður í
dag í fundarsal Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar. Að sögn Jóns
Baldvins hefur hann Iagt til, í
samráði við forystumenn hinna
flokkanna að meginefni viðræðn-
anna verði fjórskipt: „I fyrsta lagi,
meginmarkmið fyrirhugaðs stjórn-
arsamstarfs. t öðru lagi, fyrstu
aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar. í
þriðja lagi verkefnaskrá fyrir kjör-
tímabilið. I fjórða lagi verkaskipt-
ing milli ráðuneyta og skipting
starfa milli ráðherra." Formaður
Alþýðuflokksins sagði að nánari
útfærsla á því hvernig viðræðum
verði háttað yrði ákveðin á fundin-
um í dag, en á þann fund mæta
formennirnir einir. Hins vegar
munu þrír frá hverjum flokki taka
þátt í viðræðunum en það eru
þessir: Frá Alþýðuflokki Jón
Baldvin, Jón Sigurðsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir. Frá Sjálf-
stæðisflokki, Þorsteinn Pálsson,
Friðrik Sophusson og Ólafur G.
Einarsson. Frá Framsóknarflokki
Steingrímur Hermannson, Halldór
Ásgrímsson og Guðmundur
Bjarnason.
Á blaðamannafundinum í gær
sagðist Jón, aðspurður um þá af-
stöðu Steingríms Hermannssonar
að framsóknarmenn vildu ekki
taka þátt í stjórn undir hans for-
sæti, hafa skilið afstöðu hinna
formannanna þannig að allir þessir
flokkar gengju til þessara viðræðna
án skilyrða. Hann sagði jafnframt
að jafnaðarmenn vildu í þessum
viðræðum ræða um málefni, verka-
Á fundi þingflokks Framsóknar-.
flokksins í gær var samþykkt með
semingi að ganga til viðræðna við
Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk
um möguleika á ríkisstjórn. Það
var hins vegar alger einhugur innan
þingflokksins að Framsóknar-
flokkurinn settist alls ekki í ríkis-
stjórn undir forystu Alþýðuflokks-
ins og þá sérstaklega Jóns Baldvins
Hannibalssonar. J>ó töldu þing-
menn ekki réttlætanlegt að hafna
skiptingu og forystu á þeim grund-
velli að semja mætti um öll þessi
atriði. Jón Baldvin sagði það ekki
sjálfgefið að hann yrði forsætisráð-
herra þó hann hefði umboðið í
höndunum.
Aðspurður um landbúnaðarmál
og stjórnun fiskveiða og hvort
hann byggist við að sameiginlegur
flötur fyndist á þessum málunt hjá
Alþýðuflokki og Framsóknar-
flokki sagði Jón það Ijóst að ekki
væri þingmeirihluti til að breyta
samningi ríkisvaldsins við bændur.
Hins vegar sagði hann að unnt væri
að hafa áhrif á framkvæmd búvöru-
verðs samningsins. Hann kvað
kvótakerfið í sjávarútvegi ekki
þurfa að vera Þránd í Götu, og
minnti á að þeir vestfjarðaþing-
menn Alþýðuflokks hefðu einungis
sagt að þeir styddu ekki ríkisstjórn
sem héldi kvótakerfinu
„óbrcyttu". Af orðum alþýðu-
flokksformannsins mátti skilja að
mikilla breytinga væri ekki þörf til
að fá stuðning þeirra Karvels
Pálmasonar og Sighvats Björgvins-
sonar. -BG
þó sá áhugi virðist fara minnkandi.
Ennfremur virðist áhugi á fjög-
urra flokka stjórn vera þverrandi,
en sá möguleiki hefur reyndar
aldrei verið talinn vænlegur kostur
innan Framsóknarflokksins. Það
kom einnig fram hjá Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra að
hann telur myndun stjórnar fara
verða aðkallandi, þó svo að allt
aðrar aðstæður og betri væru nú í
þjóðfélaginu en 1983. ÞÆÓ
Þingflokkur Framsóknar:
Stjórnarforysta krata
kemur ekki til greina
- en lýsir sig reiöubúinn til viðræöna
viðræðum við Alþýðuflokk án þess
að kanna betur málefnalegar for-
sendur.
Treysta þingmenn Framsóknar-
flokksins sér ekki til að styðja
stjórn með Jón Baldvin sem for-
sætisráðherra eftir að hafa þurft að
sitja undir stanslausum árásum
hans á Framsóknarflokkinn allt
síðasta kjörtímabil og fram á síð-
ustu daga.
Þá er nokkur vilji í þingflokkn-
um til að mynda minni hluta stjórn
með Sjálfstæðisflokki og þá jafnvel
með stuðningi Stefáns Valgeirsson-
ar. Hins vegar var það afdráttar-
laust viðhorf að Stefán Valgeirsson
yrði aldrei keyptur til að ljá stuðn-
ing sinn, og það allra síst með
ráðherraembætti.
Nokkur vilji er einnig til að
fhuga þann möguleika að fá Borg-
araflokkinn inn í þriggja flokka
stjórn með Sjálfstæðisflokknum,
I kartöflugarðinum
Flestir þeir sem eiga kartöflugarða eru nú farnir að huga að görðum sínum. Fjölmenni hefur
verið í görðum Reykvíkinga á Korpúifsstöðum síðustu daga. Eru margir þegar búnir að setja
niður. Víðast drífa heilu fjölskyldurnar sig og setja kartöflur niður á einni heigi. Viðbúið er
margir muni nýta sér hvítasunnuheigina til þessara hiuta. Timamynd pjctur
Aö tveimur umferðum tefldum:
Enn ómögulegt að
spá um sigurvegara
Áfram er teflt á Egilsstaðamótinu
og eftir tvær umferðir var talsverður
fjöldi skákmanna með tvo vinninga.
Litlu er því hægt að spá um hver taki
forystuna á þessu móti enn þá.
Hannes Hlífar Stefánsson, heims-
meistari unglinga, hefur enn ekki
sýnt tennurnar, en hann tapaði í
annarri umferð fyrir Elvari Guð-
mundssyni og hefur engan vinning
fengið.
Teflt er í tveimur riðlum, A og B
riðli. Með fullt hús vinninga í A riðli
eru Finninn Antti Pyhálá, sem vann
Ólaf Kristjánsson nú síðast, Anna
Gulko, sem bar sigurorð af Gerhard
Wunde frá Þýskalandi. Tveir íslend-
ingar eru í þessum hópi sigurvegara,
þeir Róbert Harðarson og Pálmi
Pétursson eru einnig með tvo vinn-
inga í þessum riðli eftir tvær umferð-
ir.
f B riðli eru Þráinn Vigfússon,
Haraldur Baldursson, Páll Á.
Jónsson, Sigurður Ægisson, Friðgeir
Hólm, Brade Lovric og Dragojnovic
með tvo vinninga. Tveir síðast-
nefndu eru Júgóslavar.
Fastlega er búist við, að þessi röð
riðlist verulega í þriðju umferð.
Einn umsjónarmanna mótsins, Ottó
Jónsson, sagði að allt gengi ágæt-
lega. Hinsvegar þætti honum sem
fjölmiðlar skeyttu þessu skákmóti
minna en það ætti skilið. Á Egils-
stöðum væri stórmerkur viðburður
að eiga sér stað. þj
Jónsmessan í Reykjavík:
Synt fram á
miðnættið?
Jónsmessan hefur um langan
aldur skipað veglegan sess í lífi
íslendinga enda sólargangur þá
hvað lengstur. Á Jónsmessunótt
hefur verið til siðs að velta sér
upp úr morgundögginni og fá
þannig bót allra meina sinna.
En munu Reykvíkingar verða
stórtækari í þessum málum um
næstu Jónsmessu og svamla um í
sundlaugum borgarinnar í stað
þess að velta sér upp úr dögginni?
Svo gæti vel orðið því Katrín
Fjeldsted hefur lagt til í borgar-
ráði að helgina 19.-21. júní verði
sundstaðir borgarinnar opnir
fram til miðnættis í tilefni af
Jónsmessu og lengstum sólar-
gangi. íþrótta- og tómstundaráð
hefur nú hugmyndina til um-
fjöllunar og ef að líkum lætur
mun fólk þar leggja blessun sína
yfir þetta sérstaka og skemmti-
lega tillegg í Jónsmessustemm-
ninguna. -HM