Tíminn - 12.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1987, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. júlí 1987 Tíminn 7 Eftir þetta var sagt að Jón hefði ávallt glennt út greiparnar þegar hann blessaði yfir söfnuðinn prestarnir taka eftir að hann var harla hugsi og eftirtökusamur um hvaðeina sem fram fór á staðnum. Þá var það að feðgarnir voru eitthvað að bauka úti í kirkju- garði, en stráksi sat inni í bað- stofu. Sér hann þá stelpu, þriggja eða fjögurra ára gamla, koma inn til sín. Hann spyrhvað hún vilji og þá heyrist hún stama út úr sér: „Að drepa þig, að drepa þig.“ En þá fauk í stráksa og skipaði hann henni með harðri hendi að fara í fjósið og drepa bestu kúna fyrir prestin- um, ásamt nautinu - og þetta gerði hún. Stráksi fór í humátt- ina á eftir henni og magnaði hana eins og hann gat og skipaði henni síðan að drepa báða prest- ana. Hljóp hún þá fyrst á Jón prest og ætlaði að ganga frá honum, en þá er sagt að Jón hafi glennt út greiparnar og orðið svo ófrýnilegur að stelpan varð að gefast upp við hann. Eftir þetta var sagt að Jón hefði ávallt glennt út greiparnar þegar hann blessaði yfir söfnuðinn og því hlotið viðurnefnið(l). En sagt var að galdrameistarinn sjálfur, séra Einar, þættist aldrei hafa komist í slíka raun sem að yfirstíga stelpu þessa-sem hann þó sjálfur hafði vakið upp - og koma henni niður. MEIRA AF VIÐ- SKIPTUM BJÖRNS OG PRESTS Eftir þetta hrökklaðist Björn Arnfirðingur frá Skinnastöðum og fór nú að Klifhaga til bóndans þar. Strákur kom sér vel við hann, enda var hann lítill vinur guðsmannanna á Skinnastöðum og hafði átt í brösum við þá. Klifhagabóndinn kvartaði um það fyrir Birni að sér yrði ekki haldsamt á kúm sínum og dræp- ust þær hver af annarri, svo hann væri í búsveltu. Björn réði honum til að kaupa kvígu af Skinnastaðaprestum og borga hana tvöföldu verði. Þetta gjörði bóndi og tók þá fyrir kúadauð- ann hjá honum.. Löngu síðar dró til tíðinda við altarisgöngu á Skinnastööum. Þar krupu þeir sent til altaris gengu að venju framan við grát- urnar. Þá er sagt að Björn Arnfirðingur tæki eftir því að prestur laumaði einhverju í ka- leikinn. Smeygði Björn sér þá fram fyrir þann sem næst honum kraup, en af því að prestur mátti ekki hlaupa yfir mann lét hann þann næsta bergja á kaleiknum. Sá hné þegar dauður niður en Björn sakaði ekki. Það var álit manna að Einar prestur hefði laumað galdraflugu ofan í ka- leikinn en hún flogið ofan í þann sem fyrr saup á. En þegar Björn bóndi kom heim úr kirkjunni í þetta skipti var köld aðkoma á heimilinu. Eitt barna hans hafði tekið sótt og lá með hljóðum og dó um nóttina. Barnið var síðan jarð- sungið af galdrameistaranum á Skinnastöðum, en Björn var mjög hnugginn og áhyggjufullur dagana næstu eftir jarðarförina. Að kvöldi þriðja dagsins spurði vinnumaður hans hann að því hvers vegna hann væri svo sorg- bitinn, en þá var Björn með stunum og vanlíðan hina mestu. Björn svaraði: „Það er fátt verra, því nú er Einar prestur að vekja upp lífsafkvæmi mitt.“ En lítilli stundu síðar hljóp mikil kraftur í Björn og magnan. Hann tók nú tálknasprota sem hann átti og gekk með hann að kistu nokkurri og barði í hana af öllu afli. Þótti mönnum þetta undarlegt og héldu að hann væri orðinn ær, en hann hélt barsmíð- inni áfram til miðnættis. Það fréttist svo frá Skinnastöðum að Einar prestur tók svo mikla sótt þetta sama kvöld að hann dó urn nóttina. Var það almæli að þetta hefði verið af völdum Björns. Þannig vildi þjóðsagan hafa það. En raunin mun vera sú að „hann dó hastarlega seinni hluta vetrar með harðri þjáningu.“ Einari var þannig lýst að hann var pasturslítið væskilmcnni, en andlega mun hann hafa verið fullkominn meðalmaður. Þess er sérstaklega getið að hann hafi verið listfengur og var mikið orð gert af útsaum lians. MIÐUR GÓÐAR ARTIR Afkvæmi séra Einars þóttu flest verða hamingjulítil, þó sumum tækist að verða efnuð á veraldarvísu og margt af því þótti sækja „miður góðar artir“ til galdrameistarans. Aður er minnst á son hans Þórð. Hann þótti kræfur í galdrakúnstinni sem faðir hans og hlaut viðurnefnið „galdra Þórarinn." Um hann var sagt að hann hefði sagnaranda, eða með öðrum orðum að hann þurfti ekki að vera á snöpum eftir fréttum til þess að geta vitað hvað gcrðist í kring um hann. Ein sögn skal hér sögð af galdra Þórarni: Einu sinni lá hann uppi á háfjalli í 3 dægur og lá allan tímann aftur á bak, gapandi með líknarbelg í munninum. En þetta gerði hann í því skyni að loftandi flygi upp í hann. Var í tilefni 40 ára afmælis Glóbus hf. hafa v-þýsku Strautmann verksmiðj- urnar ákveðið að veita okkur sérstakan af- mælisafslátt á tak- mörkuðum fjölda af fjölhnífavögnum. VITESSE I DO Tveggja öxla 38 rúmmetra 33 hnífar, kr. 922.000.- nú kr. 882.000.- Lækkun 40.000.- LBF 262 L Tveggja öxla 31 rúmmetra 23 hnífar kr. 750.000.- nú kr. 699.000.- Lækkun 51.000.- STRAUTMANN fjölhnífavagnarnir eru vestur-þýsk hágæða vara. Tvær stærðir 31 rúmm. og 38 rúmm., með möturum, völsum og þverbandi, sem losar í báðar áttir. Útsláttur á hverjum hníf. Allur vökva- og rafknúinn og stjórnað úr ökumannshúsi UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakilshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Globuse - okkar heimur snýst um gædi Vólsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bilav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vik S. 99-7134 Agúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. Og Lofts Iðu S. 99-6840 Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.