Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 1

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 1
Kvíaeldið gæti reynstóhagkvæmt fyrir íslendinga • Blaðsíða 3 ÁtíiDam kom í gær til íslands í boði forseta • Blaðsíða 7 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1988 -135. TBL. 72. ÁRG. Undirréttardómur í kaffibaunamálinu að mestu stað- festur af þremur hæstaréttardómurum í gær. Guðmundur Jónsson og MagnúsThoroddsen skiluðu sératkvæði: f r. Hæstiréttur kveður upp úrskurð sinn í gær. Tímamynd: Gunnar. í gær féll dómur í svonefndu kaffibauna- máli í Hæstarétti, þar sem Erlendur Einars- son og Arnór Valgeirsson voru sýknaðir, en Hjalti Pálsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Gísli Theodórsson fengu skilorðsbundna dóma. Fimm sátu í dómi í málinu. Meirihlut- ann skipuðu Þór Vilhjálmsson, Benedikt Blöndal og Hrafn Bragason. Þeirtveir síðast- nefndu hafa nýverið tekið sæti í Hæstarétti. Sératkvæði, þar sem ákærðu eru sýknaðir, skiluðu Magnús Thoroddsen, forseti Hæsta- réttar, og Guðmundur Jónsson, sem hefur setið lengi í Hæstarétti. Forseti Hæstaréttar og Guðmundur Jónsson lýsa sig ósammála meirihlutanum í því að sakfella ákærðu. Telja þeir ekkert sjálfgefið í því að eftir breytingar sem urðu á viðskiptum SÍS og Kaffibrennslu Akureyrar hafi umboðsviðskipti haldið áfram og ríki verulegur vafi á því að um umboðsvið- skipti hafi verið að ræða. Hins vegar byggist kæra ríkisskattstjóra á því að um umboðs- viðskipti hafi verið að ræða. SÍS á nær helm- ing kaffibrennslunnar og viðskiptin snertu engan utan þessara samvinnufyrirtækja. Endurgreiðslur á kaffiverði stóðu SÍS aðeins til boða en ekki kaffibrennslunni. Annar aðili flutti inn kaffi með sama hætti án þess að nokkuð hafi fundist athugavert við þann inn- flutning. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.