Tíminn - 16.06.1988, Side 3

Tíminn - 16.06.1988, Side 3
"■Fimmtudagur 16..júnM988 Tíminrlr 3 „Svört“ skýrsla um fyrirsjáanlegt offramboð og verðlækkun á eldislaxi: ÍSLENSKUR LÚXUSLAX KEPPIVID ALMÚGALAX Ef íslenskir laxeldismenn sameinast ekki um að snúa sér að framleiðslu á „lúxus“ hafbeitarlaxi í stað þess að fylgja sundraðir og smáir í kjölfar erlenda stórframleiðenda á „almúgalaxi“ gætu gróðavonir þeirra endað í álika martröð og íslenskir refabændur hrærast í um þessar mundir - þ.e. að verðið hrapi niður fyrir framleiðslukostnað vegna offramboðs og mjög harðnandi samkeppni þar sem „stóriðjuframleiðendur“ yrðu ofaná. Þetta má í stuttu máli lesa út úr nýrri ítarlegri skýrslu: íslenskt laxeldi - stefnumótun og áætlanagerð“, sem Markaðsnefnd landbúnaðarins og Útflutningsráð tóku sig saman um að láta gera. Verðþróun og útflutningur á norskum laxi til Bandaríkjanna Kr/kg a-t aoi ss »■ <5 ■ 40- 35 Til að komast hjá vandræðum telur skýrsluhöfundur nauðsyn bera til að framleiðendur myndi með sér sölusamtök, sem jafnvel semji við hina stóru - Sambandið, SH og eða SÍF - um markaðsstarf- ið. Frumforsendan sé þó öflugt gæðaeftirlit og að skapa íslenskum laxi ímynd hins ómengaða, holla og góða. íslenskir eldismenn þurfi að vinna fiski sínum nafn sem hágæðavöru og bjóða upp á þá þjónustu og áreiðanleika sem slík viðskipti krefjast. Stóra spurningin... í skýrslunni kemur fram að helstu laxeldisþjóðir áætla að tvö- falda framleiðslu á eldislaxi á árun- um 1988 til 1990 (u.þ.b. fjórföldun frá árinu 1986) sem mundi ásamt villtum laxi þýða nær 1.100.000 tonna heimsframboð á laxi eftir tvö ár. „Stóra spurningin er þá; á hvaða verði selst laxinn?“, segir skýrslu- höfundur, Hermann Ottósson cand. mag. sem telur ljóst að hefðbundinn eldisfiskur lax og sil- ungur sé ekki lengur sú vara sem selur sig sjálf. Samkeppnisstaða íslendinga slæm Þvert á móti eru taldar líkur á að erfið staða geti komið upp á út- flutningsmörkuðum í nánustu famtíð í kjölfar mjög harðnandi samkeppni. Að óbreyttri stefnu, þ.e. að útflytjendur séu margir og smáir (22 um 500 tonn 1987) og vinni án samvinnu um stefnumótun og áætlunargerð um markaðsað- gerðir, gæðaeftirlit, lækkun fram- leiðslukostnaðar og tryggingu fyrir jöfnu framboði segir skýrsluhöf- undur að samkeppnisstaða þeirra verði að teljast slæm. Því sé heilla- drýgst að grípa til aðgerða á næstu misserum ef ekki á illa að fara fyrir þessari atvinnugrein. Samt halda menn áfram að byggja... „Þrátt fyrir að allar líkur bendi til að verð á fiskmörkuðum erlend- is fari lækkandi við aukið framboð, heldur uppbyggingin áfram hér á landi,“ segirskýrsluhöfundur. Með það í huga ásamt dökku útliti í efnahagsmálum telur hann ríka ástæðu fyrir hagsmunaaðila að hefja samvinnu og marka ákveðna stefnu fyrir greinina. Fyrir ferskan lax fengust að með- altali 274,60 kr. pr/kg. fob. á síðasta ári og 235,90 kr. fyrir frystan. Framleiðslukostnaður í strandeldi var hins vegar talinn 225 kr. og í kvíaeldi 203 kr., eða um 79% af fob verði, borið saman við 53-63% hjá öðrum helstu laxeldis- þjóðum. Skýrsluhöfundur telur framleiðslukostnað hér á landi al- mennt of háan, sem veiki mjög samkeppnisstöðu framleiðenda og geri þá mjög viðkvæma gagnvart verðsveiflum og verðlækkunum. Of hár fram- leiðslukostnaður Skýrsluhöfundur telur mikilvægt fyrir fiskeldismenn að svara nokkr- um grundvallarspumingum: Hver er sérstaða þeirra? - Hvaða vöru em þeir að framleiða og á hvaða markað ætla þeir að selja? - Hver er stefnan og markmiðin og hvern- ig á að ná þeim? Það sem hann telur helst standa samkeppnishæfni íslensku stöðv- anna fyrir þrifum er: Of hár fram- leiðslukostnaður og skortur á rekstrarfé, vöntun á markaðsstarfi og markaðssetningu og vöntun á gæðamati og heildarstefnumótun. Raunar telur hann öflugt gæðaeft- irlit og vakningu meðal eldismanna um vömvöndun forsendu fyrir að hægt verði að snúa sér að markað- smálunum. Ekki þó allt svart... Höfundur telur styrkleika felast í landkostum þar sem ísland hafi m.a sérstöðu í mengunarumræð- unni. Sömuleiðis felist styrkur í því að íslenskum sjávarafurðum hafi verið unninn gæðastimpill á Bandaríkjamarkaði og að mögu- leikar séu á 3 mismunandi aðferð- um í fiskeldi. Hver á að borga tapið? Skýrsluhöfundur segir að bæta þurfi úr veikleikunum og nýta sér styrkleikana til fullnustu. Og ljóst að hafa verði hraðan á. í framhaldi af þessu segir hann að íslenskir eldismenn verði að spyrja sjálfa sig: a) Hvað þola þeir lágt verð fyrir framleiðsluna að öllu óbreyttu? b) Hverjir eiga að greiða mismun- inn ef fob. verð fer niður fyrir heildarframleiðslukostnað? c) Er hægt að bregðast við og þá hvernig? „Líklegt er að styttra sé í þessar spurningar en svo að hagsmunaað- ilar geti leitt þær hjá sér. Þörfin á samkeppnisstefnumót- un fyrir íslenskan matfiskeldisiðn- að og útflutning er sögð Ijós. í grófum dráttum telur höfundur um tvo kosti að velja til að standast samkeppnina, annars vegar stór- framleiðslu með lágmarks fram- leiðslukostnaði, sem hann telur óraunhæft fyrir íslendinga hvað snertir eldisfisk. Hins vegar að- greiningu, þ.e. að skapa sér vöruí- mynd um gæði og þjónustu og þar með sérstöðu á markaðnum. Hafbeitin gæti haft afgerandi áhrif „Hafbeitin er tvímælalaust sú grein eldis sem hægt væri að fara í samkeppni með hvað varðar kostn- að og gæti haft afgerandi áhrif fyrir íslenskt eldi í framtíðinni þar sem sýnt er að almennt markaðsverð mun fara lækkandi á næstu árum. Þeir samkeppniskostir sem liggja í hafbeitinni þurfa hins vegar að greinast langtum nákvæmar. Eitt þeirra atriða sem miklu máli skiptir er hvort ætlunin er að sjá sam- keppnisaðilunum fyrir seiðum, eða koma þeim í matfisk hér heima. Ef hægt verður að framleiða seiði í svo miklu magni og það ódýrt að raunhæft verði að hefja mikla haf- beit, stendur hún mjög sterkt í allri samkeppni, því hafbeitarlaxinn flokkast sem villtur lax og gæti orðið eftirsótt vara þegar markað- urinn er mettaður fyrir eldislax," seeir í skvrslunni. - HEI Þjónustumiðstöð Vita- og hafnamálatekin í notkun: Sérhannaður tilraunasalur fyrir hafnir Ný þjónustumiðstöð fyrir Vita- stofnun íslands og Hafnamálastofn- un ríkisins var tekin í notkun í gær. Þar verður til húsa ýmis sérhæfð þjónusta tengd þessum stofnunum, svo sem sérhæfð verkstæði ■ fyrir rekstur vitanna og tilraunasalur- þar sem unnt er að gera tilraunir með einstakar hafnir og hafnarmannvirki í líkani. Tilraunir með hafnir í lfkani er liður í því að bæta tæknilegan undir- búning hafnargerðar, enda eru hafn- ir yfirleitt flókin og vandasöm mann- virki og þrátt fyrir öra þróun á tölvusviðinu hefur mönnum ekki tekist að leysa öll vandamál, sem þar koma upp við hönnun, með tölvu. Tilraunir með líkönum af íslensk- um höfnum hófust erlendis fyrir tæpum 30 árum, þá í Þýskalandi og Danmörku. Hér á landi hófust þær á vegum Hafnamálastofnunarinnar árið 1973, en síðan þá hefur húsnæð- ið sem stofnunin hafði yfir að ráða verið allt of lítið og óhentugt til þessara tilrauna. í nýju þjónustu- miðstöðinni er hins vegar sérhann- aður tilraunasalur með allri aðstöðu eins og best verður á kosið. Fyrsta verkefnið sem tekið verður fyrir er líkan af Grímseyjarhöfn, en Grímseyingar hafa lengi búið við erfið hafnarskilyrði, þannig að bátar þeirra hafa fram til þessa verið geymdir við bólfæri og flutningaskip hafa ekki getað lagst að bryggju nema í mjög góðu veðri. Á þessu ári er einnig áætlað að Ólafsfjarðarhöfn verði tekin fyrir í líkaninu og á næsta ári hafnirnar á Sauðárkróki og Borg- arfirði eystri. -ABÓ Líkan af Grímseyjarhöfn er fyrsta verkefnið sem unnið verður með í nýju þjónustumiðstöðinni. Þegar Tímann bar að garði voru starfsmenn að athuga hvaða áhrif 4,5 metra öldur hefðu á hafnarmannvirkin í Grímsey, en slíkur öldugangur er ekki sjaldgæfur á þeim slóðum og gekk sjórinn fyrir höfnina. Á myndinni eru f.v. Gísli Viggósson forstöðum. rannsóknardeildar, Hermann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri og Sigurður Sigurðarson deildarverkf- ræðingur. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.