Tíminn - 16.06.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júní 1988 Tíminn 5' Hæstiréttur klofnar í kaffibaunamálinu Dómur féll í kaffibaunamálinu í Hæstarétti í gær. Þar var dómur héraðsdóms að mestu staðfestur en Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Tveir af fimm dómurum, þeir Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, og Guðmundur Jónsson, sem setið hefur lengi í Hæstarétti, vildu sýkna ákærðu af öllum ákærum. Meirihlutann, sem sakfelldu hina ákærðu, skipuðu Þór Vilhjálmsson, Benedikt Blöndal og Hrafn Bragason. Þeir tveir síðastnefndu hafa nýverið tekið sæti í Hæstarétti. Erlendur Einarsson og Arnór Valgeirsson voru sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins en Hjalti Pálsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Gísli Theodórsson fengu skilorðsbundna dóma. Dómarnir Verjendur urðu fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar. F.v. Öm Clausen, verjandi Gísla Theodórssonar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, verjandi Hjalta Pálssonar og Jón Finnsson, verjandi Erlendar Einarssonar. Tímamynd Gunnar Niðurstaða héraðsdóms um sýknu Erlendar Einarssonar, sem var á þessum tíma forstjóri SÍS frá því 1955, er staðfestur af Hæsta- rétti. f dómsyfirlýsingu segir að ekkert liggi fyrir um að hann hafi haft vitneskju í þessu efni fyrr en í maí 1981 en þá er talið að allri launung hafi verið aflétt af við- skiptum SÍS og Kaffibrennslu Ak- ureyrar hf. sem ákæran fjallar um, og að kaffibrennslan hafi þá vitað allt sem máli skipti um þau. Arnór Valgeirsson tók við starfi deildarstjóra fóðurvörudeildar innflutningsdeildar SÍS í ársbyrjun 1981. í dómsyfirlýsingu segir að kaffikaupunum hafi verið stjórnað næstu mánuði þar á eftir af yfir- mönnum hans. Launung vegna hrákaffikaupa árið 1981 var auk þess aflétt skömmu eftir að hann tók við starfinu og því er hann sýknaður af sakargiftum. Dómur héraðsdóms yfir Hjalta Pálssyni, sem var forstöðumaður innflutningsdeildar SÍS frá 1967 til 1987, er mildaður dálítið af Hæsta- rétti. Hann hlýtur 12 mánaða fang- elsisdóm en skilorðsbundinn. í hér- aðsdómi voru 3 mánuðir óskilorðs- bundnir. Sigurður Ámi Sigurðs- son, deildarstjóri fóðurvörudeildar innflutningsdeildarfrá 1977 til 1980 fær 7 mánaða skilorðsbundinn dóm og Gísli Theodórsson, sem veitti skrifstofunni í London forstöðu frá 1977 til 1980, fær 3 mánaða skil- orðsbundinn dóm. Dómar þessir falla niður að tveimur árum liðnum frá uppsögu dóms, haldi þeir hver um sig almennt skilorð. Hjalta, Sigurði Áma og Gísla er gert að greiða skipuðum verjend- um sínum, hæstaréttarlögmönnun- um Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Eiríki Tómassyni og Emi Clausen, málsvarnarlaun, í héraði eins og þau em ákveðin í héraðsdómi, og fyrir Hæstarétti 175.000 krónur til hvers. Annan sakarkostnað greiða þeir óskipt að 3/5 hlutum, auk saksóknarlauna til ríkissjóðs í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals 250.000 krónur. Annar sakarkostnaður fellur á ríkissjóð, þar með talin málsvam- arlaun skipaðra verjenda Erlendar og Amórs, hæstaréttarlögmann- anna Jóns Finnssonar og Ragnars Aðalsteinssonar. Breytt viðskiptasamband í dómsyfirlýsingu er forsaga málsins rakin og rök færð að niður- stöðum dómara. Hefst sú saga árið 1979 á breyttu viðskiptasambandi SÍS og Kaffibrennslu Akureyrar hf. um kaup á hrákaffi frá Brasilíu og Kólumbíu. Hinir ákærðu halda því fram að það ár hafi eðli við- skiptasambandsins breyst þannig að eftir það hafi verið um verslun- arkaup að ræða en SÍS látið af innkaupaumsýslu, eða umboðsvið- skiptum, fyrir kaffibrennsluna og farið að selja henni kaffið sjálft. Þetta er skýrt þannig að SÍS hafi þá keypt hrákaffið og eignast það og borið alla fjárhagsábyrgð á kaup- unnum gagnvart útflytjendum þess. í dómsyfirlýsingu segir hins veg- ar að óumdeilt sé... „að SÍS hafði annast innkaup á hrákaffi í umsýslu fyrir Kaffibrennslu Akureyrar hf. gegn umboðslaunum, auk þess að reikna sér umboðslaun ofan á vöm- verðið erlendis. Þjónusta SÍS við kaffibrennsluna breyttist síðan er umsvif jukust og SÍS tók lán til greiðslu hrákaffisins. Kaupin voru gerð í nafni SÍS og á ábyrgð þess samkvæmt pöntun kaffibrennsl- unnar, er gerð var áður en kaup SÍS fóru fram. Þannig skuldbatt SÍS sig ekki erlendis fyrr en ákvörðun kaffibrennslunnar um það, hvaða tilboði skyldi tekið, lá fyrir. Breyting á viðskiptaháttum var því fyrst og fremst fólgin í lánsfyrirgreiðslu, auk þess að ábyrgjast í reynd kaupin fyrir félag, sem SÍS átti nær hálft og stærsta sambandskaupfélagið nær hálft. „ Ljóst er að engin tilkynning fór frá SlS til kaffibrennslunnar um breytt réttarsamband í þessu efni og kaffibrennslunni var ekki fyrr en 1981 tilkynnt um þær endur- greiðslur er til höfðu fallið síðan 1979.“ Endurgreiðslumar Þær endurgreiðslur sem hér um ræðir komu til árið 1979 en þá varð verulegt offramboð á hrákaffi og fór þá verulega að gæta endur- greiðslna frá útflytjendum vömnn- ar. Stjórnvöld í Brasilíu og Kól- umbíu gerðu útflytjendum hrákaff- is að halda útflutningsverði háu en jafnframt var brugðið á það ráð að endurgreiða hrákaffikaupendum hluta kaupverðsins síðar. Þessar endurgreiðslur em í ákæmnni tald- ar „afsláttur". Ávísun endur- greiðslu mátti eingöngu nota við síðari kaup á hrákaffi. Þannig tryggðu útflytjendur áframhald- andi viðskipti þrátt 'fyrir offram- boðið. Seint á árinu 1979 urðu þær breytingar á viðskiptunum milli SfS og Kaffibrennslu Akureyrar sem áður hefur verið lýst. SÍS tók að sér að greiða reikningana með erlendum bankalánum. Þessar greiðslur fóm fram samkvæmt reikningum útflytjenda, þar sem tilgreint var samningsverð hrákaff- is samkvæmt tilboði og jafnframt hvaða endurgreiðslur vegna fyrri kaupa kæmu nú til frádráttar samn- ingsverði. Mismunurinn var greiddur með millibankafærslu. En það vom tveir reikningar sendirhverjusinni. Áhinumreikn- ingnum var einungis tilgreint samn- ingsverð hrákaffis og niðurstöðu- tala hans var þeim mun hærri hinum fyrmefnda sem fjárhæð endurgreiðslu nam. Lundúnaskrif- stofa SÍS framvísaði einungis þess- um hærri reikningi til kaffibrennsl- unnar og krafðist greiðslu sam- kvæmt honum. SÍS hélt þannig endurgreiðslum fyrir árin 1979 og 1980 en ákvað einhliða að kaffi- brennslan skyldi njóta þeirra að hluta fyrir árið 1981 og síðar. Rannsókn var gerð á skattskilum SÍS í febrúar 1982. Skattrannsókn- arstjóri taldi endurgreiðslurnar til- heyra kaffibrennslunni og eiga að koma til skattskila hjá henni. f framhaldi af þessu kærði hann síðan málið til ríkissaksóknara 14. febrúar 1985. I dómsyfirlýsingu segir að í sam- ræmi við eignarhluta SÍS í kaffi- brennslunni hafi á SÍS hvílt trúnað- arskyldur gagnvart henni og því bar SÍS jafnharðan að gera henni grein fyrir þeim endurgreiðslum, er til féllu vegna kaupa á hrákaffi. 1 stað þess var kaffibrennslan leynd endurgreiðslunum og krafin greiðslu samkvæmt þeirri útgáfu vörureiknings, þar sem þær komu ekki fram. Þetta tvöfalda reiknis- kerfi var notað til að leyna kaffi- brennslunni endanlegu verði hrá- kaffis til kaupanda. í ákæru eru þessir viðskiptahættir taldir varða við 248. gr. almennra hegningar- laga sem hljóðar svona: „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmæt- an hátt að vekja, styrkja eða hag- nýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum. “ Sératkvæðið I sératkvæði Magnúsar Thor- oddsen og Guðmundar Jónssonar segjast þeir ósammála meirihlutan- um í því að sakfella þá Hjalta, Sigurð Áma og Gísla. Um breyt- ingar á viðskiptum kaffibrennsl- unnar við SÍS hafa þeir þetta að segja: „Eigi var gerður skriflegur samn- ingur milli kaffibrennslunnar og SÍS varðandi brevtingu þessa á viðskiptaháttum. Áður fyrr virðist svo, að viðskipti þessi hafi verið umboðsviðskipti, enda þótt skrif- legan samning skorti um það. Aft- ur á móti er það ekki sjálfgefið að viðskiptin hafi haldið áfram að vera umboðsviðskipti eftir breyt- inguna... Eins og fyrr getur tók SÍS að fjármagna hrákaffikaupin seint á árinu 1979 fyrir milligöngu Lundúnaskrifstofu sinnar. f farm- skírteinum var SÍS sagður kaup- andi vörunnar og bar því fjárhags- lega ábyrgð á kaupunum gagnvart seljanda. Kaffibrennslan er hins vegar nefnd „consignee“ í farm- skírteinum, er merkir: viðtakandi vöru samkvæmt farmskírteini. Endurgreiðslur... stóðu kaffi- brennslunni sjálfri ekki til boða, heldur vom þær háðar því að SÍS var þátttakandi í Norræna sam- vinnusambandinu. Endurgreiðslur þessar og hið tvöfalda reiknings- kerfi var uppfundið af stjórnvöld- um í Brasilíu og Kólumbíu til þess að örva og viðhalda sölu á hrákaffi eftir að verðhrun hafði orðið á því á heimsmarkaði. Þetta voru flóknir og óvenjulegir viðskiptahættir, sem ósannað er að hinir ákærðu forráðamenn SÍS hafi átt þátt í að koma á. Þegar virt er það, sem nú hefur verið rakið er ýmislegt sem bendir til þess, að hér hafi fremur verið um verslunarkaup milli SÍS og kaffibrennslunnar að ræða heldur en umboðsviðskipti það tfmabil sem ákæran nær yfir. Að minnsta kosti ríkir vemlegur vafi á, að kaup þessi hafi verið umboðsvið- skipti. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 74/1974 ber að túlka allan vafa um sönnunaratriði sakborningi í hag, enda hefir ákæruvald sönnunar- byrðina um sekt sökunauts. Eigi verður talið, að ákæruvaldi hafi tekist að sanna, að hér hafi verið um umboðsviðskipti að ræða. Ber því að sýkna ákærða Hjalta Pálsson af ákæru fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Samkvæmt þessari niðurstöðu um sýknu ákærðu, Erlendar Ein- arssonar og Hjalta Pálssonar, ber að sýkna aðra ákærðu, sem einung- is eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotum hinna fyrrnefndu." Samkvæmt þessu telja þeir að leggja beri allan kostnað sakarinn- ar á ríkissjóð, þar með talin máls- varnarlaun til verjenda ákærðu í héraði, svo og fyrir Hæstarétti. Hverjir hafa rétt fyrir sér? Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, sem var verjandi Hjalta Pálssonar, sagði eftir að dómsúrskurður lá fyrir í gær, að enginn væri kominn til með að segja til um það að niðurstaða meirihlutans væri réttari en niður- staða minnihlutans. Örn Clausen, verjandi Gísla Theodórssonar tók í sama streng og var óhress með dómsúrskurðinn. Þá sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Arnórs Valgeirssonar, að hann hefði dæmt á sömu nótum og minnihlutinn í Hæstarétti gerði. IGÞ/JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.