Tíminn - 16.06.1988, Síða 6

Tíminn - 16.06.1988, Síða 6
6 Tíminn Greinargerð VSÍ um álverssamninginn: Samningur stenst gagnvart lögum Vinnuveitendasamband íslands skilaði í fyrradag af sér greinargerð um lögmæti samningsins í álverinu, sem ríkisstjórnin hafði óskað eftir þegar álit ríkislögmanns lá fyrir. Hann taldi samninginn brjóta í bága við bráðabirgðalögin frá 20. maí sl. en afstaða VSÍ er enn óbreytt. Sambandið telur samninginn stand- ast gagnvart lögunum þar sem í honum hafi falist samþykki á samn- ingstillögu, sem fyrir lá við setningu laganna. í greinargerðinni er m.a. fjallað almennt um gerð kjarasamninga. Þar segir að lögformlegur aðili við gerð kjarasamninga séu stéttarfélög- in sjálf. Samninganefndir verða því að sækja umboð sitt til samnings- gerðar til stéttarfélags. Lögin kveða ekki á um á hvern veg slíku samn- ingsumboði skuli háttað né hvernig fara skuli með atkvæðagreiðslu um samninga. Kjarasamningar eru yfir- leitt undirritaðir með fyrirvara um eftirfarandi samþykkt viðkomandi stéttarfélaga. Við undirritun samn- ings liggur því að jafnaði ekki fyrir gildur kjarasamningur, heldur ein- ungis tillaga að kjarasamningi, sem síðan er borin undir atkvæði. Það fer því fjarri að samningur sé kominn á þótt tillaga sé undirrituð af samn- inganefnd. Þrátt fyrir þessa aðstöðu hefur sú venja skapast að segja samninga hafa tekist milli aðila þegar undirrit- un hefur farið fram. í greinargerð- inni er nefnt dæmi frá liðnum vetri. Þar háttaði svo til að samninga- nefndir þriggja verkalýðsfélaga töldu sig skorta umboð til að undir- rita þá tillögu að kjarasamningi sem vinnuveitendur töldu sig besta geta boðið. Engu að síður var tillagan lögð formlega fram, undirrituð af vinnuveitendum og beint til hlutað- eigandi stéttarfélaga þar sem til- lögurnar voru bornar upp og sam- þykktar. Þessi dæmi telja vinnuveitendur sýna að undirskrift samninganefndar sé ekki nauðsynleg til að marka stofndagsamnings. Igreinargerðinni segir um kjarasamninginn vegna ís- lenska Álfélagsins, að á miðnætti þegar bráðabirgðalögin gengu í gildi hafi legið fyrir, bókuð hjá sáttasemj- ara, tillaga að kjarasamningi. Þessi tillaga var að því leytinu frábrugðin öðrum sem gengið var frá við aðra hópa að hún var ekki undirrituð af báðum samningsaðilum heldur ein- ungis af VSÍ. Hana mátti hins vegar leggja fyrir hlutaðeigandi stéttarfé- lög á sama hátt og aðrar tillögur að kjarasamningi, enda hafi henni verið beint til stéttarfélaganna og félags- manna þeirra í Straumsvík. Það var fyrst er gengið hafði verið frá undirskrift af hálfu samnninga- nefndar stéttarfélaganna þann 2. júní að efasemdir um lögmæti samn- ingsins komu fram, segir í greinar- gerðinni. Um bráðabirgðalögin segir m.a. að lögunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir, að samið yrði um meiri launahækkanir en lögin ákveða, við þá hópa sem ósamið var við fyrir gildistöku laganna. Þau hrófla hins vegar ekki við þeim launahækkunum sem þegar höfðu verið ákveðnar í samningum. í greinargerðinni segir að ekkert hafi komið fram, sem bendi til að ætlunin hafi verið að stöðva eða koma í veg fyrir, að þær samningstillögur sem fyrir lágu við gildistöku laganna yrðu að gildum kjarasamningum, við endanlegt samþykki hlutaðeig- andi félaga. Ennfremur segir að við setningu laganna hafi verið ljóst að fjöldi samninga hafi verið undirritaður sól- arhringinn áður og að flestir þeirra kváðu á um annað mynstur launa- hækkana en lögin miðuðu við. Þessir samningar höfðu ekki verið staðfest- ir og öllum var ljóst að svo myndi ekki verða fyrir gildistöku laganna. Hefði því verið nauðsynlegt, að það kæmi sérstaklega fram ef ætlun lög- gjafans hefði verið að hrófla við þessum samningatillögum. Þegar litið er til tilgangs laganna og almennra lögskýringarreglna, segir í greinargerðinni að telja verði nægilegt að samkomulag hafi náðst um tillögu að kjarasamningi eða að bindandi loforð liggi fyrir. Undir- skriftir eins og tíðkast við gerð kjarasamninga hafi takmarkað gildi. Það er því enginn lagalegur munur á undirritaðri tillögu vinnuveitenda, eins og ÍSAL samningnum, sem bera mátti undir atkvæði félags- manna, og tillögu að samningi sem samninganefnd stéttarfélags hefur mælt með með undirskrift sinni, segir í greinargerðinni. Meðferðin hafi á endanum verið sú sama. Samningur telst ekki vera kominn á, samkvæmt lögum, fyrr en hann hefur verið samþykktur af viðkomandi stéttarfélögum. Greinargerð fulltrúa verkalýðs- félaganna var mun styttri en sú frá vinnuveitendum. Þar segir að við samningsgerðina hafi lagatúlkun ekki verið til umræðu. Með hliðsjón af því telja starfsmenn ekki forsend- ur til þess að leggja mat á greinar- gerð ríkislögmanns. Umræddur kjarasamningur hafði verið sam- þykktur í viðkomandi félögum og einnig af VSÍ. Bindandi kjarasamn- ingur hafi því komist á. Ríkisstjórnin mun væntanlega fjalla um greinargerðirnar á ríkis- stjórnarfundi í dag. JIH Fimmtudagur 16. júní 1988 Tölvur í stað stimpil- klukkna Stimpilklukkan gamla hcfur verið langlíf og er enn í fullu fjöri. Þó virðist vera farið að halla á ævikvöld hennar því tölvuvæðingin er farin að ryðja sér til rúms á þessu sviði sem öðrum. Fyrirtækið HUGAR hf. hef- ur nýverið hafið framleiðslu og sölu á kerfi sem samanstendur af Út- verði, lítilli tölvu sem kemur í stað gömlu stimpilklukkunnar, og Bak- verði, öflugum hugbúnaði fyrir ein- menningstölvu (PC). Starfsmenn „stimpla" sig inn með því að skrá númer sitt á lykilborð Útvarðar og birtist þá nafn viðkom- andi. Einnig má tengja kortalesara við hann. Bakvörður reiknar saman vinnutíma og síðan má flytja þá sjálfvirkt yfir í launabókháld margra hugbúnaðarfyrirtækja. Með þessu móti sparast vinna sem ella hefði farið í útreikning á stimpilkortum og innsláttur gagna í launabókhald fell- ur niður. Kalla má fram fjölbreyttar upplýsingar frá Útverði á tölvusícjám í gegnum Bakvörð. Um 70 fyrirtæki í ýmiss konar rekstri nota nú þennan búnað og er verð á einum Utverði ásamt Bak- verði nú kr. 129.940-. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, og Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, takast í hendur við undirritun kaupsamningsins. NÝJAR TÖLVUR TÖLVUHÁSKÓLANN Tölvuháskóli Verslunarskólans keypti nýlega 21 nettengda einka- tölvu, PS/2 gerð 80 frá IBM. Þetta er öflugasta tölvan í PS/2 fjölskyld- unni. Með tilkomu þessara tölva samtengdra í net getur skólinn boðið upp á kennslu á þrjú stýrikerfi (DOS, OS/2 og Unix), námskeiða- hald fyrir atvinnulífið, umsjón tölvu- neta og hönnun öflugs hugbúnaðar með grafík og músarstýringu að leiðarljósi. Tölvuháskólinn er um það bil að ljúka sínu fyrsta starfsári. Við tölvuvæðingu skólans hefur frá upphafi verið haft að leiðarljósi að búnaður sá sem valinn væri, gerði kleift að líkja sem nákvæmast eftir tölvubúnaði í dæmigerðu íslensku fyrirtæki og jafnframt hefur verið höfð í huga þróun næstu missera og ára. -sh Sambandið: Tölvumálin til endurskoðunar Eftir að ljóst var orðið að endur- skoða þyrfti tölvumál Sambandsins var gerð ítarleg úttekt á þeim í mars 1987 með ráðgjöfum frá bandarísku fyrirtæki, Lavanthol & Horwath. í framhaldi af þeirri úttekt var tekin ákvörðun um að hætta að nota eina tölvu fyrir allar vinnslur hinna ýmsu deilda Sambandsins og í stað þess yrðu teknar í notkun fleiri tölvur fyrir hverja deild. Þessi ákvörðun tengdist þeirri hugmynd að nota staðlaðan hugbúnað. Eftir skoðun á stöðluðum hugbún- aði var ákveðið að gera þarfagrein- ingu í öllum deildum Sambandsins og síðan yrðu send útboð til hugbún- aðarfyrirtækja. Útboðsgögn voru send 46 hugbúnaðarfyrirtækjum og svör bárust frá flestum. Samtals voru skoðaðir 17 hugbúnaðarpakkar fyrir deildir Sambandsins. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við eftirtalin fyrirtæki: In- formatikk frá Noregi fyrir Verslun- ardeild á IBM S/38 tölvu. SSA frá Bandaríkjunum fyrir Sjávarafurðadeild ög Búvörudeild á IBM S/38 tölvu. Knudsen & Johnsen frá Dan- mörku fyrir Skipadeild á IBM S/38 tölvu. Þá var ákveðið að ganga til samn- inga við IBM á íslandi um kaup á nýrri gerð af tölvum sem koma í stað S/38 tölvunnar. Áður var búið að ganga til samn- inga við: DBSI frá Bandaríkjunum fyrir Skinnaiðnað Sambandsins um kaup á hugbúnaði og Kristján Skag- fjörð um kaup á DEC VAX 3600 tölvu. Ákvörðun verður tekin síðar fyrir Búnaðardeild. Skinnaiðnaður notar hugbúnað og tölvu með Ála- fossi hf. Nú standa fyrir dyrum samninga- viðræður við hugbúnaðarfyrirtækin og seljendur vélbúnaðar. Sett verður upp áætlun fyrir uppsetningu á hug- búnaði og vélbúnaði og ákveðnar dagsetningar fyrir gangsetningu. Þá verður samhliða þessu gerð áætlun um menntun og þjálfun starfsfólks Sambandsins. IDS LA TTU Ttmann EKKI FLJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.