Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 7
Fimmtudagur 16. júní 1988 Tíminn 7 Suðvestan stinningskaldi og skúrir settu svip á heiðursvörð lögreglunnar sem átti erfítt með að hemja fána og húfur við komu færeysku gestanna Atli Dam í heimsókn Atli Dam, lögmaður Færeyja og frú Sólvá Dam kona hans komu í opinbera heimsókn til íslands í gærmorgun í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Á meðan á heimsókninni stendur munu gestirnir heimsækja Stofnun Árna Magnússonar, Norræna húsið, Listasafn íslands, Árbæjarsafn, Þingvelli og Viðey þar sem fram- kvæmdir og uppgröftur verður skoð- að á eyjunni. Auk þess mun Atli Dam renna fyrir lax í Laxá í Kjós í boði utanríkisráðherra Steingríms Hermannssonar. Þá verður einnig flogið með gestina til Egilsstaða og Seyðisfjörður og Neskaupstaður heimsóttir. í fylgd með lögmannshjónunum verða Jalgrim Hilduberg, skrifstofu- stjóri iandstjórnarinnar og frú Berg- hild Hilduberg og Maiken Poulsen fulltrúi. Heimsókninni lýkur á mán- udagsmorgun 20. júní. -ABÓ Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir tók á móti Atla Dam lögmanni Færeyja og frú Sólvá Dam við komuna til Islands í gærmorgun. (Tímamynd Pjetur) Lánasjóöur Vestur-Norðurlanda: KOMPASS FÉKK FYRSTA LÁNIÐ Fyrsta lánveiting úr Lánasjóði Vestur-Norðurlanda hefur verið samþykkt og afgreidd. Það var fyrir- tækið Kompass sem nýlega gaf út markaðsvísi fyrir ísland, Færeyjar og Grænland sem fékk lánið, en Kompass fyrirtæki eru rekin í 19 löndum Evrópu og 12 löndum utan Evrópu, en hvert Kompass fyrirtæki er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda var stofnaður árið 1986, en að sjóðn- um standa Norðurlöndin fimm, ásamtFæreyjumog Grænlandi. Með stofnun sjóðsins er ætlað að efla sérstök landsvæði innan marka Norðurlandanna. í þessu tilviki er um að ræða þá hugmynd að efla atvinnulífið í heild á svæði sem nýlega er farið að nefna Vestur- Norðurlönd, þ.e. ísland, Færeyjar og Grænland. -ABÓ Þensla í borginni bjargar ekki atvinnulausum saumakonum á landsbyggðinni: Um 300 landsbyggða* konur vantar vinnu Þótt atvinnurekendur telji sig vanta um þrjú þúsund manns til starfa voru um 12 þúsund atvinnul- eysisdagar skráðir í landinu í síð- asta mánuði. Það svarar til um 540 manns sem ekkert starf hafði allan mánuðinn hvar af rúmlega 350 voru atvinnulausar konur, lang flestar á Suðurlandi (76 á Hvols- velli, Hellu og Selfossi), Akranesi (51), Blönduósi, Akureyri og Egilsstöðum. Stærstur hluti þess- ara kvenna munu fyrrverandi starfsmenn prjóna- og saumastofa sem hætt hafa starfsemi sinni. Prátt fyrir þetta var atvinnuleysi nú í maí nær þriðjungi minna en það hefur verið að meðaltali í maímánuði síðustu 5 árin. Vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins telur það gefa til kynna að mun minna hafi dregið úr þcnslu á vinnumarkaði en vænta mátti. - HEI Markaðsvísir Kompass, fyrirtæki á íslandi, Færeyjum og Grænlandi: Upplýsingar um 25.000 vöru- og þjónustuheiti Markaðsvísir Kompass, fyrir ísland, Færeyjar og Grænland er nú að koma út í fyrsta skipti á íslandi. Að sögn útgefanda er þar að finna umboðaskrá og skrá yfir stjórnendur allra helstu fyrirtækja í þessum þrem löndum. Kerfinu er ætlað að auð- velda fyrirtækjum að finna önnur fyrirtæki, heildsölum að finna fram- leiðendur, framleiðendum að finna sölu- og dreifingaraðila. Markmið Kompass er að vera fyrirtækjum á Islandi, Færeyjum og Grænlandi innan handar með upplýsingar er lúta að verslun og viðskiptum. Bókin, sem er um 740 blaðsíður, á framvegis að koma út í febrúar ár hvert. Fyrsta Kompass bókin kom út í Sviss árið 1947 og lagði aðallega áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki þar í landi. Nú, fjórum áratugum síðar, eru Kompass fyrirtæki rekin í 31 landi, þar af 19 Evrópulöndum. I fyrsta hluta bókarinnar eru orða- lyklar á 5 tungumálum; íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku, yfir 25.000 vöru- og þjónustuheiti. I öðrum hlutanum eru þessi hciti flokkuð í u.þ.b. 1.000 vöruflokka, og seljendurnir merktir í svokallað Kompass punktakerfi markaðsvísis- ins. Þriðji hlutinn inniheldur upplýs- ingar um einstök fyrirtæki á íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Auk upp- lýsinga um; heimilisföng, síma, telex, telefax o.fl. er þar að finna upplýsingar um; stjórnendur, stofnár, starfsmannafjölda, hlutafé, veltu, bréfaskriftatungumál og lýs- ingu á starfsemi fyrirtækjanna á allt að 7 tungumálum. Sömuleiðis eru taldir upp þeir vöruflokkar sem fyrirtækið er skráð í. Kompass er einkaumboðsaðili fyr- ir Affarsdata-gagnabankann í Stokkhólmi, sem gerir fyrirtækjum kleift að tengjast méð eigin tölvum gagnabönkum Kompass á öllum Norðurlöndunum og V-Þýskalandi. í frétt frá Kompass á fslandi segir að það muni á þessu ári vista í gagnabanka sínum yfir 20.000 fyrir- tæki á sviði fiskiðnaðar og fiskveiða úr gagnabanka North Atlantic Fish- eries Data Bank, „NAF“, á Norður- löndunum, Þýskalandi, Bretlands- eyjum og Nýfundnalandi. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.