Tíminn - 16.06.1988, Síða 8

Tíminn - 16.06.1988, Síða 8
Fimmtudagur 16. júní 1988 .8 Tíminn Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Með hreina glugga Hér í Tímanum hefur verið gerð úttekt á vaxtarbroddum í atvinnulífinu og kemur þá í ljós, sem flestum mun þykja með ólíkindum, að það eru ekki undirstöðuatvinnuvegir landsmanna, sem aukið hafa ársverkin heldur þjónustugreinar við atvinnuvegina. Er þessi aukning með ólíkindum. Á þremur árum jukust ársverk innan peningastofn- ana um 32%. Má með sanni segja að miðað við fjárhagsstöðu atvinnuveganna sé þörf á miklu starfsliði innan peningastofnana, enda linnir ekki peningaslætti, skuldasöfnun og versnandi mark- aðsstöðu. Stétt innheimtumanna hefur sexfaldast á árunum 1983-86 og er það í samræmi við atvinnusprenginguna í peningastofnunum. Einna mest hefur aukningin á ársvérkum orðið við gluggaþvott. Sýnir það vilja til að sjá út þótt atvinnuvegirnir standi í svælu og reyk. Virðist eins og því meira sem rjúki úr lótorfum sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar því ákafar séu gluggar þvegnir. Þessi mikli þrifnaður er góðra gjalda verður, en skýringin kann að liggja í því, að gluggapláss hefur stóraukist á allra síðustu árum með tilkomu stórra verslunarhalla og skrifstofu- bygginga yfir peningastofnanir, en samtals hefur ársverkaaukning í verslun orðið 35% á fyrrgreindu þriggja ára tímabili. Gluggaþvotturinn jókst hins vegar um 120% og hafa gluggar ekki verið þvegnir eins ákaflega í annan tíma. Þegar litið er á yfirlit um ársverk innan þjónustu- geirans í landinu kemur í ljós að þau eru tæplega helmingur allra ársverka í landinu árið 1986. Hlýtur þetta hlutfall þjónustunnar að hafa aukist nokkuð síðan þótt tölur um það hafi ekki komið fram. Á móti sést að aukning í fiskvinnslu og veiðum er engin. Þótt þessi þróun kunni að verða nokkurt aðhlát- ursefni, ber þess að gæta að alvöru málsins verður ekki vikið frá dyrum okkar með slíkum viðbrögð- um. Við getum eflaust státað af því á næstunni að horfa út um hreina glugga og það ber ekki að lasta. Hitt hefði mátt álíta að íslenskt samfélag þyrfti annars og meira við en stöðugt aukin ársverk í þjónustugeiranum. Það er fyrst og fremst á at- vinnuvegum eins og sjávarútvegi, iðnaði og land- búnaði sem við lifum. Svo hefur verið lengi og verður lengi enn, þótt talsmenn þjónustu, péninga- stofnana og verslunarhúsnæðis telji alla vegsemd samfélagsins felast í ávöxtun, verðbréfaviðskiptum og gluggaþvotti. Um sinn hafa ákveðnir aðilar unnið að því með oddi og egg að breyta samfélag- inu í átt til svonefndrar frjálshyggju. Þeim hefur orðið vel ágengt, enda má varla minnast á afskipti réttkjörinna fulltrúa samfélagsins af málum at vinnugreina. Og nú virðist hafa náðst sá árangur að hægt verði í framtíðinni að una við gluggaþvott- inn einan. GARRI Rúturnar Það mun hafa veríð sérstakur rútudagur á laugardaginn var. Að vísu hafði Garri ekki aðstæður til að fylgjast með honum sér á parti, en hitt er annað mál að þetta má sem best verða tilefni til þess að menn velti svolítið upp þeim ferða- mátum sem þjóðin notar mest nú á dögum þegar hún kýs að hreyfa sig til um land sitt. Sannleikurínn er nefnilega sá að það hefur orðið hreinasta bylting í öllu sem snertir rútumálin hér á Iandi á síðustu áratugum. Á sama tíma hafa fslendingar veríð svo önnum kafnir við að tileinka sér einkabílismann að það er veruleg ástæða til að ætla að þessi fram- þróun öll saman hafi í stórum dráttum faríð framhjá meginþorra þjóðarínnar. Nú ætlar Garrí síður en svo að fara að koma sér út úr húsi hjá bíleigendum eða bflumboðum með því að skrífa á móti sem almenn- astri bílaeign landsmanna. Það er liður í almennri framsókn þjóðar- innar til enn aukinnar velmegunar, og því af hinu góða. En máski er þó ástæða til þess að gleyma ekki rútunum í öllu bðakapphiaupinu. Ókostir einkabílsins Menn mega nefnilega ekki gleyma því að það eru talsvert margvísleg óþægindi sem fylgja því að ferðast um landið á einkabfl. Oft eru það foreldrar með ung börn sín sem kjósa þennan ferða- máta. Þá er það annað foreldrið sem ekur og er þá allan tímann í stífrí vinnu við það verkefni að halda bflnum á veginum og forðast slys af völdum annarrar umferðar. Hitt foreldrið situr þá hjá og er víst oftar en ekki líka önnum kafið við að halda börnunum rólegum og finna þeim verkefni við hæfi. Að ferð lokinni er það víst algengast að allir stígi fullþreyttir út úr bless- uðum bflnum. Garrí hefur á hinn bóginn nokkr- um sinnum á síðustu árum ferðast hér innanlands nieð rútu, og hann spáir því að það sé ferðamáti sem fólk eigi í framtíðinni almennt eftir að uppgötva upp á nýtt. Meðal annars er honum minnisstæð ferð sem hann fór fyrir nokkrum árum með rútu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Að vísu verður að viðurkennast að ferðin tók talsvert lengrí tíma heldur en með því móti að hoppa upp ■ flugvél, og jafnvel lengrí tima heldur en hann hefði veríð að aka sjálfur þarna á milli. En svo stóð á að tími var nægur í þessu tilviki, og því verður ekki jafnað saman við annað hvað það reyndist þægilegt að sitja þarna í vel búnum og rúmgóðum rútubfl, láta fara vel um sig og nota tímann til þess að skoða land og mannvirki. Slíkt ferðalag, að ekki sé talað um í góðu veðrí, er í rauninni hin besta hvfld og tilbreyting frá daglegum önnum. Útlendingarnir Líka leynist það engum að út- iendingar, sem hingað koma sem ferðamenn, hafa stórhópum saman uppgötvað þægindin að rútunum. Það er nánast sama hvar komið er á viðkomustaði þeirra að sumar- lagi, alls staðar hoppar stærri eða smærri hópur útlendinga út úr þeim. Þetta fólk vill skoða landið okkar, og það velur til þess skyn- samlegasta ferðamátann. Og sú er trú Garra að þetta eigi landinn lika eftir að uppgötva. Líka er meira en hugsanlegt að vanræksla þjóðarínnar á rútunum eigi eitthvað skylt við þá staðreynd að einkabðlinn er hvað sem öðru líður talsvert stöðutákn hér hjá okkur. Mönnum finnst þeir í cin- hvern handa máta eiga meira undir sér ef þeir eru á myndarlegum bfl heldur en ef þeir eiga engan. Og þegar bfllinn er kominn finnst mönnum að þeir þurfi að nota hann. Þess vegna má meir en vera að það sé töluvert landlægt að heldur sé litið niður á rútufarþega; þar farí fólkið sem hafi ekki efni á að ferðast um í einkabfl. En sé svo þá er þarna mikill misskilningur á ferðinni. Erlendis notar fólk hiklaust þann ferðamát- ann sem hagkvæmastur er, og jafnvel menn í æðstu stöðum hika ekki við að stiga upp í rútu, strætó eða lest ef það er besta aðferðin til að fiytja þá til áfangastaðar. Þar setja menn það ekki á oddinn að þeir verði endilega að sýna veldi sitt og stórmennsku með því að hreyfa sig ekki úr stað nema á einkabfl. Við íslendingar erum hörkudug- legir, seigir og vinnusamir í eðli okkar. Því fylgir líka að það getur hent okkur að sjást ekki fyrír. Rútur dagsins í dag eru rúmgóð og þægileg farartæki. Sú er trú þess er hér ritar að fólk hér eigi almennt eftir að uppgötva þær sem notaleg- an og skynsamlegan ferðamáta. Kannski ekki síst til þess að ferðast um hér innanlands og skoða landið. Og þegar fólk þarf að skjótast á milli staða einhverra erínda þá eru þær oft býsna þægi- legar. Garrí. VÍTT OG BREITT Þjónusta og fagrar listir Ef ekki lægju fyrir vísindalegar rannsóknir og tölur frá Hagstofu íslands, sem er einkar trúverðug stofnun, um hvar vaxtarbroddur atvinnulífsins er gróskumestur, mundi maður seint trúa að glugga- þvottur, innheimta og störf að fögrum listum þær greinar sem eru í mestum vexti. En Tíminn birti greinargóða frétt um hvert stefnir í atvinnulífinu í gær. Næst á eftir þessum atvinnu- greinum er vöxturinn hvað mestur í fjármálastofnunum, bönkum og verðbréfafyrirtækjum, og kemur engum á óvart þótt svo sé. Á þrem árum sexfölduðust ár- sverk við innheimtu og kemur það sennilega ekki mörgum á óvart. Það hlýtur að vera eðlilegt að rukkurum fjölgi í takt við síaukna lánastarfsemi og afborgunarkjör margs konar. Lögfræðistörf eru samt ekki talin með innheimtu- störfum því lögmenn titla sig ekki sem rukkara eða innheimtumenn, þótt drjúgur hluti starfa margra þeirra sé nátengdur þeim atvinnu- vegi. Listskópun í örum vexti Geysileg aukning hefur einnig orðið á ársverkum skapandi lista- manna og er listaverkasköpun orð- in umtalsverður atvinnuvegur og er vonandi enn í örum vexti. Árs- verkum í listtúlkun virðist ekki hafa fjölgað að sama skapi, en það þarf engan veginn að þýða að sá atvinnuvegur sé ekki blómlegur. Því er ávallt haldið hátt á lofti hve eftirtekjan af listsköpun sé rýr. Skapandi listamenn lepja dauðann úr skel og allir græða á verkum þeirra nema þeir sjálfir. Þetta er búið að segja svo oft að það er alveg hreina satt. Svo er líka hitt, að listaverk eru ómetanleg og veit því enginn hvort það á að borga mikið eða lítið fyrir þau og þykir því mörgum skynsamlegra að borga bara lítið. Með það í huga hve listsköpun er lítils metin í kaupgreiðslum, verður að telja undarlegt hve gífur- leg aukningin er í atvinnugreininni, en telja verður víst að það sé vegna þess að þeir sem listrænum hæfi- leikum eru búnir vilja láta aðra njóta þeirra og búa til fögur lista- verk þótt það gefi lítið í aðra hönd. En hvað sem því líður er það staðreynd að framleiðsla Iistaverka í hvers kyns mynd er nærri því eins gróskumikill atvinnuvegur í prós- entum talið og gluggaþvottur og rukkun. Kroppaþjónusta Sífellt fækkar fólki sem vinnur við framleiðslu en fjölgar í þjón- ustustörfum, sem eru að verða svo fjölbreytt að undrun sætir. Einna mestur uppgangur er í svokallaðri persónulegri þjónustu og saman- stendur hún af því að fólk hefur atvinnu af því að dedúa við kropp- inn á öðru fólki, svo sem að snyrta hann margvíslega, nudda, fita, megra, klippa, skera, stæla og jafnvel láta hann dansa. Þótt starfsfólki við framleiðslu- greinar fækki er talað um mikla þenslu á vinnumarkaði og það eru einmitt þjónustugreinamar vin- sælu sem taka við starfskraftinum, sem aldrei virðist ætla að vera nóg af. En gluggum sem þarf að þvo fjölgar og þar með gluggaþvotta- mönnum. Peningamarkaðurinn belgist út og þar þarf mikla atorku til að sinna nauðsynlegum störfum og rukkarafjölgunin fylgir eðlilega í kjölfarið. Verslun og skemmtanahald bæt- ir nær endalaust við sig af vinnuafli og persónulega þjónustan getur áreiðanlega fundið upp margar nýjar greinar við kroppaiðnaðinn sem enginn getur án verið þegar búið er að finna upp. Framleiðsluatvinnuvegimir em flestir eða allir að fara á hausinn en það er huggun harmi gegn að þjónustugreinar við þær blómgast. Þar má nefna lögfræðiaðstoð, aug- lýsingafyrirtæki, endurskoðun og margt fleira nytsamlegt. Þótt fiskvinnsla, landbúnaður og iðnaður verði gjaldþrota verður áfram nóg að starfa við að gera fyrirtækin upp og engin hætta á að þensla minnki á vinnumarkaði, því alltaf má finna upp ný og ný þjónustufyrirtæki til að þjónusta þau sem fýrir eru. Og ef um allt þrýtur má lengi bæta við ársverkum við að fremja fagrar listir. OÓ þ .4 H«fur trlételyndl og fraiMarír l a)MUi ar líniiiiii Vaxtarbroddurinn i atvinnulifi Islcndinga: Innheimta, glugga- þvottur og listijr

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.