Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 9
Fimmtudagur 16. júní 1988 Tíminn 9 AÐ UTAN BÓKMENNTIR 40 ár f rá fæðingu þýska marksins og engin þreytumerki sjást Nú, 20. júní, eru liðin 40 ár síðan grundvöllurinn var lagður að efnahagsundrinu í Vestur-Þýskalandi. Þá fóru fram gjaldmiðilsskipti á hinum þrem hernámssvæðum bandamanna, Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, þar sem í stað hins gamla ríkismarks, sem stríð og verðbólga hafði gert verðlaust, var tekið upp þýska markið eins og við þekkjum enn þann dag í dag. Samtímis voru gerðar efnahagslegar umbætur, sem Ludwig Erhard tryggði frá upphafi að veittu almenningi aukinn kaupmátt með hinum nýja gjaldmiðli. Gjaldmiðilsskiptin fóru fram á sunnudegi. Þau voru að miklu leyti verk bandamanna, einkum og sér í lagi yfirmanns bandaríska herafl- ans, Lucius C. Clay hershöfðingja, og ráðgjafa hans Edward A. Ten- enbaum, sem nú nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem hagfræðingur. Sérhver þýskur borgari átti rétt á að fá í hendur 40 þýsk mörk, og síðar 20 þýsk mörk til viðbótar. Lánum og skuldum var breytt í nýja gjaldmiðilinn í hlutfallinu 10:1 (rm 10: þm 1), og fólk varð að gera grein fyrir á hvern hátt það hefði komist yfir upphæð sem fór fram úr 5.000 ríkismörkum. Þessar breytingar hefðu verið dæmdar til að mistakast ef nýi gjaldmiðillinn hefði, eins og forveri hans, orðið að kljást við auðar búðarhillur og tóm birgðahús. Svarti markaðurinn hefði haldið áfram að blómstra í stríðsrústunum í Þýskalandi. En Ludwig Erhard, sem stjórnaði fjármálunum í efna- hagsmálanefnd hernámsyfirvald- anna þriggja, hafði gert varúðar- ráðstafanir. 21. júní má heita að hann hafi fellt niður skömmtun á vörum, allt frá saumavélum og reiðhjólum til húsgagna og hjól- barða. Hálfu ári síðar afnam hann líka skömmtun á matvörum. Með því tók hann mikla áhættu og yfirmenn bandamanna voru alls ekki á einu máli um ágæti þessara aðgerða. En Erhard prófessor, sem á þessum tíma var svo til óþekktur hagfræðingur í Múnchen, veðjaði á heilsumátt efnahagslífsins strax og markaðslögmálin hefðu tekið við og framboð og eftirspurn réðu ferðinni. Ludwig Erhard reyndist hafa rétt fyrir sér. Gjaldmiðillinn og efnahagslegar umbætur mörkuðu upphaf kraftmikils uppgangs. Inn- an tveggja ára hafði iðnaðarfram- leiðsla þrefaldast. Út frá reynslu sinni á þessu tímabili þróaði Er- hard fjármálaráðherra og síðar kanslari kenningu sína um sósíal markaðsefnahagsstefnu, þar sem völd stórra fyrirtækja voru afmörk- uð með löggjöf gegn auðhringa- myndunum og Seðlabankinn, sem hafði umráð yfir gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar, naut sjálfstæðis í skiptum sínum við ríkisstjórnina. Þýska markið var endurmetið og hækkað hvað eftir annað á þeim tíma sem kerfið um fast gengi, sem kennt er við Bretton Woods, hélst í gildi og oft síðan, án þess að gera útflutningsvörur Þjóðverja ósam- keppnisfærar. Þessi ágæti árangur hefur haldist sfðustu 10 árin, en á því tímabili hefur þýska markið hækkað í viðskiptum um 28% sé borið saman við gjaldmiðla 14 helstu viðskiptalanda Vestur- Þýskalands. Einu undantekning- arnar frá þessari hækkun marksins hafa verið örlitlar lækkanir gagn- vart yeninu og svissneska frankan- um. Þýska markið hefur hækkað mest á undanförnum áratug samanborið við ítölsku líruna (+90%) og franska frankann (+58%). Sem traustasti gjaldmið- illinn í „European Monetary System" (EMS) hefur þýska mark- ið hjálpað til að bægja frá almennri verðbólgu í löndunum sem eiga aðild að EMS. Gjaldmiðilsumbætumar sem gerð- ar vora í júní 1948 ýttu af stað efnahagslegum bata Vestur-Þýska- lands eftir stríðið. Þá fékk al- menningur ■ henduraar þýsk mörk í stað gömlu ríkismarkanna, en þýska markið er nú einhver traust- asti gjaldmiðill heims. Sérkennilegt skáldverk Friedrich Dúrrenmatt: Bllun, Baldur Ingólfsson íslenskafti, Almenna bókafétagift, 1988. Þetta er lítil bók en eigi að síður forvitnileg. Hún skiptist í tvo hluta, annan örstuttan eins konar inngang en hinn sem tekur yfir meginhluta hennar. f fyrri hluta ræðir höfundur tilvistarvanda skálda sem kjósa held- ur að kafa niður í hin dýpri rök mannlífsins en að hlaupa einungis eftir dægurmálum. Síðari hlutinn er svo saga um ósköp venjulegan vefn- aðarvörusala sem fær gistingu hjá gömlum manni í litlu þorpi eftir að bíll hans hefur bilað á heimleið úr söluferð. Um kvöldið lendir hann í samkvæmisleik fjögurra gamalla manna á eftirlaunum. Þeir leika þar fyrri störf sín og setja á svið réttar- höld. Einn er dómari, annar sak- sóknari, sá þriðji verjandi og sá fjórði böðull. í sögubyrjun er ekki annað að sjá en að vefnaðarvörusalinn sé venju- legur smáborgari og alsaklaus af öllum glæpum. Smátt og smátt er hins vegar flett ofan af honum í sögunni, og í ljós kemur að hann hefur sitthvað á samviskunni, svo sem að hafa valdið dauða yfirmanns síns og helsta keppinautar með út- hugsuðum klækjabrögðum. Áhuga- vert er líka að fylgjast með hand- brögðum höfundar í því er hann lætur það smám saman koma í ljós hvernig vefnaðarvörusalinn fyllist hrifningu og raunar stolti yfir glæp sínum. Og það sama gildir um hitt hvernig höfundur vinnur það smátt og smátt inn í verk sitt að sérhverjum glæp fylgi óhjákvæmilega refsing, og sú refsing kemur svo fram í sögulok- in. Þrátt fyrir smæð sína er ljóst að þessi bók flytur töluvert djúphugsað og margslungið listaverk. Spurning- in, sem höfundur tekur hér til um- Friedrich Dúrrenmatt. ræðu, er hvorki meira né minna en um sekt og sakleysi meginþorra mannkyns, ekki síst þeirra sem allt hafa hreinast á yfirborðinu. Ljóst er að bókin hefur miklu víðari skírskot- un heldur en til þessa eina vefnaðar- vörusala. Hann er greinilega tákn í sögunni fyrir allan hinn siðmenntaða vestræna heim, fyrir það sem sá heimur hefur á samviskunni og það sem máski bíður hans. Þýðing Baldurs Ingólfssonar er lipur, og verður ekki annað ráðið af henni en að hann hafi lagt sig fram við að koma verkinu sem best til skila í íslenskum búningi. Þá er frágangur af hendi útgefanda sömu- leiðis góður, utan hvað máski hefði mátt gefa bókinni kápu sem væri ögn meira áhugavekjandi en sú sem hún er í. Hér er hvað sem öðru líður á ferðinni bók sem á það skilið að vera lesin. -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.