Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 15
Fimmtudagur 16. júní 1988 Tíminn 15 llllllllllllllllllllllilll BÓKMENNTIR 78. PRENTUN Hallgrimur Pétursson: Passíusálmar, 78. prentun, AB og Hörpuútgáfan, 1988. Það þætti trúlega vera að bera í bakkafullan lækinn ef hér yrði farið að gera einhvers konar tilraun til þess að skrifa gagnrýninn ritdóm um Passíusálmana. Þeir hafa um þriggja alda skeið verið sívinsælir og stöðugt endurprentaðir. Að því er segir hér er þetta 78. prentun þeirra. Raunar er þetta endurprentun á útgáfu sálmanna sem Hörpuútgáfan á Akranesi hefur tvívegis sent frá sér, og er ekki lengra síðan en í fyrra að sú seinni kom út. Um texta þeirrar útgáfu sá Helgi Skúli Kjart- ansson. Sá er helstur munur á þeirri útgáfu og þessari að hin nýja er í stærra broti og með heldur burðar- meira letri en hin. Hún ætti þannig að þykja ívið eigulegri og þægilegri aflestrar. Aftur er hér sleppt inn- gangi útgefanda um séra Hallgrím og sálma hans sem var með fyrri útgáfunum. Að því er á vissan hátt sjónarsviptir, því að þar er að finna ýmsan fróðleik sem gagnlegur er við lestur sálmanna. Þá er nýja útgáfan með nokkuð hefðbundnu sniði guðsorðarita, í svörtu bandi, ríkuleg að gyllingu og snyrtilega skreytt. Að því leyti eru sálmarnir hér í viðeigandi búningi til þess til dæmis að gefa unglingum við fermingu ásamt bókum á borð við Sálmabók eða Nýja testamentið. Út frá því sjónarmiði er það þó e.t.v. umdeilanlegt að í þessari útgáfu er enn notuð gamla stafsetningin með setu, sem hætt er við að unglingar nú á dögum hafi almennt ekki lært. En hvað sem því líður er þó hins að gæta að hér er jafnframt á ferðinni eitt af höfuðverkum ís- lenskra bókmennta. Það vill stund- um gleymast að Passíusálmarnir eru ekki einungis gamalt guðsorðarit sem viðeigandi þykir að lesnir séu í Hallgrímur Pétursson útvarp á föstunni. Þeir eru líka bókmenntalegt snilldarverk, þar sem mikið skáld tekst á við sjálfa píslarsögu Krists, lifir sig inn í hana og túlkar hana víða með mjög áhrifa- miklu myndmáli. Sá er hér ritar hefur stöku sinnum orðið vitni að því að fólk hafi uppgötvað Passíusálmana, þ.e.a.s. áttað sig á að þeir væru í rauninni merkilegur skáldskapur og þess virði að lesa hann enn þann dag í dag. Sú reynsla hefur án undantekninga orð- ið viðkomandi mjög ánægjuleg. Vonandi er að þessi nýja útgáfa Passíusálmanna verði til þess að enn fleiri eigi eftir að uppgötva þá í náinni framtíð. -esig FJÖLHNÍFAVAGNAR STRAUTMANN fjölhnífavagnarnir eru vestur-þýsk hágæöavara á frábæru verði, 38 rúmm, með möturum, völsum og þverbandi, sem losar í báðar áttir. Útsláttur á hverjum hníf. Allur vökva- og rafknúinn og stjórnað úr ökumannshúsi dráttarvélar. VITESSE I DO Tveggja öxla 38 rúmmetra 33 hnífar, vökvaútsláttur Hjólbarðar 13x16" Kr. 1.180.000.- VITESSE I DO Tveggja öxla 38 rúmmetra 23 hnífar Hjólbarðar 13X16" Kr. 1.075.000- UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252 ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93- 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 Reykjavík Sími 681555 þurrkan í bflinn í bátinn á vinnustaöinn | á heimiiið iF. « sumarbústaðffr «ferðalagíð og fi. tt þu herur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnsiu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i PRENTSMIDJANi 'ct Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími45000. GRÁNIFÉKK RAFLOST Af og til kemur það fyrir, að hestar, nautgripir og fleira búfé fái raflost innan dyra og drepist. Þegar slíkt gerist hefur rafmagn leitt út, oft úr biluðu raftæki, og komist í leiðandi hluta hússins, sem skepnurnar snerta. Þær lenda þá inni í straumrásinni með því að snerta samtímis t.d. brynningartæki með hausnum og blautan flór úr steinsteypu eða járni með afturfótunum. Með því brúar skepnan bil milli leiðandi hluta, og straumur sem um hana fer getur drepið á örskömmum tíma. Óhöpp af þessu tagi er hægt að fyrirbyggja, með því að hafa alla leiðandi hluta gripahúsa jarðtengda og spennujafn- aða með næman Iekastraumsrofa fyrir raflögninni. Hafa ber í huga, að dýr þola mun minni strauma en mannfólkið gerir að jafnaði. Því þarf rofinn að vera næmari en í íbúðarhúsum. Fáðu eftirlitsmann frá rafveiíunni til að mæla rafkerfi það sem þú hefur látiö búa gæðingum þínum eða öðru búfé, áður en tjón hlýst af. RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS VERTU í TAKT VIÐ Tínnuin ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.