Tíminn - 16.06.1988, Page 19

Tíminn - 16.06.1988, Page 19
Éimmt'uciagur íé. júní 1988 ......Tíminn 19 Það fyrsta með það þúsundasta í fanginu Nú fyrir skömmu fæddist í Bret- landi þúsundasta glasabarnið í ver- I öldinni. Barnið sem er drengur fæddist á sama sjúkrahúsinu og Louise Brown sem var fyrsta glasa- barnið eins og öllum ætti að vera í fersku minni. Það var því við hæfi við þau merku tímamót að bjóða Louise í heimsókn og fór vel á með henni og þeim stutta sem ber nafnið Matthew. Michael Landon sem við þekkjum öll úr Húsinu á sléttunni og nú síðast úr þáttunum Miklubraut, lítur út eins og þegar hann var að hefja leikferil sinn 1950 í mynd sem bar nafnið „I was a teenage Werewolf En svo er nú ekki. Ástæðan fyrir þessum úlfasvip á honum er sú að þegar myndin var tekin var hann að svara þeirri spumingu Ijósmyndarans, hvort hann hygðist eignast fleiri böm, en Landon á aðeins níu stykki! Ekki nema von á að hann yggli sig. Louise Brown fyrsta glasabarnið brátt 10 ára. Kristinn Snæland:| UM STRÆTI OG TORG Nýlega fengu ökukennarar hing- aðtillands tækjabúnaðtiltenging- ar á bíl. Tækjabúnaður þessi gerir það kleift að líkja eftir hálkuakstri á bíl þeim sem búinn er tæki þessu. Sumir umferðarskrifarar hafa vart haldið vatni af hrifningu yfir tæki þessu og þeim myndarskap öku- kennara að fá tæki þetta hingað til lands, til kynningar. Eftir kynningu mun tækið víst verða sent aftur utan, meiri var myndarskapurinn ekki. Þessir menn gætu skattlagt 4 til 5 þúsund manns um árið til kaupa á tæki þessu, sem mér skilst að kosti um 500 þúsund krónur. Lítt er ég reikningsglöggur en mér virðist sem ökukennarar hefðu ekki þurft að innheimta nema um 100 krónur á nema til þess að kaupa tækið, sem allir hæla svo mjög. Það er svo annað mál - svona einu sinni, að vitanlega ættu öku- kennarar, tryggingarfélögin og rík- ið að sameinast um gerð myndar- legs æfinga- og keppnissvæðis við Reykjavík auk minni svæða í öðr- um landsfjórðungum. Á slíku svæði væri hálkuakstur æfður á olíuborinni stálbraut. Það væri virðingarverður myndarskapur að láta teikna upp slíkt svæði, fá alþingismenn til þess að semja lagafrumvarp til stuðnings fram- kvæmdinni og byggja upp tekjuá- ætlun til þess að standa undir framkvæmdinni og reksturskostn- aði. Einn hálkubíll, einungis flutt- ur inn til skoðunar er aðeins skrípa- leikur og engum til virðingar en greinilega einhverjum blaðamönn- um til skemmtunar. vogs, síðan ekki meir. Vestan með brautinni er engin gangstétt þegar komið er rétt niður fyrir Bústaða- veg. Um þetta svæði er þó allnokk- ur umferð gangandi fólks svo sem sjá má af troðningum í grasinu beggja vegna götunnar. Gang- brautartenging þarna í milli er léleg af hálfu Reykjavíkur en Kópavogi til vansa. Blessaðir bætið úr þessu. Tvær þjóðir Á ferð um borgina og þrátt fyrir að vegfarendur séu grannt skoðað- ir, þá get ég enganveginn séð að þetta land byggi tvær þjóðir. Við lestur undirskriftalista undir „Tjörnin lifi“ varð ég var við þá undarlegu staðreynd að svo virðist sem í landinu (a.m.k. borginni) séu tvær þjóðir. Á undirskriftalist- anum var semsé titlatog í hávegum haft og að mig minnir aðeins þrír einstaklingar (konur) sem ekkert voru. Það sem ég sá athyglisvert við titlatogið var að stóran hluta borgarbúa vantaði. Ég sá engan iðnaðarmann, sóknarkonu, verkamann, bílstjóra, sjómann, iðnverkamann, sorphreinsunar- mann né ærlegan róna. Af titlatog- inu í „Tjörnin lifi“ má ráða að þarna sé örlítill minnihluti á ferð- inni. Það blessaða fólk sem lifir hér í borginni undir þeim titlum sem ég nefndi hér að framan er hinsvegar öruggur meirihluti borgarbúa. Davíð, blessaður athugaðu þetta og haltu ótrauður áfram að byggja okkur fallegt ráðhús við Reykja- víkurtjörn. HÁLKUBÍLLINN Grasaspillar Ekki amast ég við heilbrigðri útivist almennings á grasflötum borgarinnar og víst mun hópurinn sem æfir eða leikur boltaleiki á flötinni inni við Suðurlandsbraut hjá hrossi Sigurjóns hafa gott af hreyfingunni og útiverunni. Ég er hinsvegar afar ósáttur við að þessir útivistarmenn skuli leggja bílum sínum langt inn á grasflötina þegar nóg pláss er á malarkanti Suður- landsbrautarinnar. Það ætti heldur ekki að vefjast fyrir þessum frísk- lega hópi að ganga þessa 30 metra frá götunni inn á grasflötina. Svona leti sæmir ekki hressu útivistar- fólki. Við Tjörnina Það er svona meðal annarra orða furðulegt að svo gamalgróin gata sem Hringbrautin er, skuli svo skammarlega vanrækt frá Gamla Garði áleiðis upp að Miklatorgi Sunnan megin götunnar er óhrjá- legt um að litast og flest ófrágeng- ið. Þarna hefði fyrir löngu átt að helluleggja eða steypa gangstétt og ganga frá viðeigandi ræktun. Það er vitanlega ekki nóg að gata sé aðeins snyrtilega á aðra hönd. Sóðum finnst trúlega gaman að ganga austur með Hringbrautinni sunnanverðri og horfa út yfir mýr- ina til Norræna hússins með drull- una í hné. Mér finnst það ekki. Kóp.-Rvk. Mér finnst næsta ótrúlegt að ég skuli þurfa að vekja athygli á því að engin gangbrautartenging er milli Kópavogs og Reykjavíkur í grennd Kringlumýrarbrautar. Austan með brautinni hefur Rvk. lagt gangstétt að mörkum Kópa-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.