Tíminn - 25.06.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1988, Blaðsíða 4
Láugardágur‘25. juríí 1ðÓ8' 4 f HÉLGIN ÞRJÁR KÆRUSTUR SVIKU HANN hrcppa gerði meira en að vega upp á móti því sem á skorti í fríðleika. Samt fór það svo að menn máttu lengi bíða eftir brúðkaupi Bjarna Thorarensen, þvíhann kvæntistekki fyrr en hann var orðinn 33 ára gamall. Ekki var þó um að kenna ólyst hans sjálfs, því allan þennan tíma var hann stöðugt með hugann hjá einhverri af hefðarmeyjum landsins. En undarleg tilvik spilltu vonum hans lengi vel. Aftur á móti gátu sögusmettur um land allt vel við unað. Menn grétu það þurrum tárum er fréttist af nýju hryggbroti hins stæriláta dómara og spunnust af margar skemmtnar sögur. Sú fyrsta er Bjarni fékk augastað á mun hafa verið ungfrú Járngerður Júlía, sem var dóttir Bjarna riddara Sívertsen í Hafnar- firði. Ekki er vitað hvort Bjarni hefur leitt mál þetta lengra eða skemmra, en stúlkan giftist einn daginn Kofoed nokkrum sýslumanni og var þar með úti um þær vonir. i Vitað er að hann bað sér konu árið 1914, en ekki er kunnugt hver hún var. Þetta mál mun hafa farið mjög hljótt, en öðru máli gegnir um annan atburð er varð skömmu seinna: Árið 1814 hafði hann leigt í húsi Jens Klog, landlæknis, og síðan hjá Guð- rúnu, ekkju hans. Gerði hann hana að ráðskonu sinni er hann flutti í annað hús. En þá vildi ekki betur til en svo að kerling vildi að hann kvæntist sér og varð af mesta leið- indamál. Varð Bjarni að reka ráðs- konuna af höndum sér og var reyk- vískum kjaftatívum heldur en ekki skemmt. Hafa óðara borist út sögur um svallsemi og léttúðugt líferni assessors Bjarna. Kvonbænir En sumarið 1816 tekur Bjarni á sig rögg. Hann ríður norður að Möðruvöllum til föðurbróður síns, Stefáns amtmanns Þórarinssonar og biður um hönd Guðrúnar, dóttur hans, sem var ekki nema 17 ára. Oddur Hjaltalín. „Lasíaðu ei laxinn,/ sem leitar móti/ straumi sterklega/ og stiklar fossa,“ orti Bjarni um þennan lánlitla lækni Snæfellinga. Kóngurinn sem Bjarni þreyttist ekki á að játa hollustu sína: Friðrik 6. með Vilhelminu dóttur sinni. Vilhelmina trúlofaðist Friðrik erfðaprins (síðar Friðrik 7.) en hann var henni ótrúr. í refsingarskyni var prinsinn sendur til íslands, þar sem hann gisti að Bjarna fáeina daga. Friðrik erfðaprins. Hann var léttúðugur og skemmtanafíkinn og Bjarni óttaðist að kóngi bærist til evrna að of kumpánlegt hefði verið með þeim tveimur á íslandi. Virðist amtmaður hafa tekið þessu vel og heim snýr Bjarni sem trúlofað- ur maður. En eitthvað kom hér upp á. Senn fóru að berast út sögur um að maðkur væri í mysunni og skrifar vinur hans, Bjarni Þorsteinsson, til Rasmusar Rasks að á Bjarna sannist nú að sitthvað sé gæfa og gjörvileiki: „Ég hugsaði að engin Lucilia mundi hann af sér standa, en nú draga þær hann á milli sín eins og landshorna- mann.“ Jón Espólín segir í árbókum ekki annað en þetta: „og vildi hún ei ganga með honum.“ En eftir Guð- rúnu sjálfri var haft, er hún varorðin háöldruð í ekkjudómi í Kaupmanna- höfn, að hún hefði ekki þorað að eiga Bjarna. Hefur hún sjálf viljað ráða gjaforði sínu. Hún giftist síðar dr. Gísla Brynjúlfssyni, sem verið hafði ritari föður hennar, þegar hún var á fermingaraldri og má vera að hann hafi verið æskuást hennar. En Bjami gafst ekki upp. Hann bað nú Elínar, dóttur Stefáns amt- ntanns Stephensen á Hvítárvöllum og hjó hann þar all nærri fjandmanni sínum, Magnúsi Stephensen. Var það auðsótt mál af hálfu amtmanns, þótt ekki hefði verið ýkja kært með þeim að undanförnu. En skjótt skipuðust veður í lofti. Amtmaður setti Bjarna skyndilega það skilyrði að hann yrði að fá sýslu, ef eitthvað ætti að verða af ráðahagnum. Þarna hafði hlaupið snurða á þráðinn og enginn vafi er á að það hefur verið Magnús Stephensen sem lagði á ráðin. Um miðjan ágúst var öllu lokið og ráðahagnum brugðið. Sögusmettum allra landsfjórð- unga var nú mikið skcmmt og fóru ótal sögur á gang. Ein var sú að Bjarni ætlaði næst að leita tengda við MagnúsStephensen. Umþennan söguburð segir hann í bréfi: „Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.