Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn i Föstudagur 22. júlí 1988 FRÉTTAYFIRLIT ' NIKOSÍA - Útvarpið í Te- I ■, heran sagði að í niðurstöðu Öryggisráðs Sameinuöu þjóð- ! anna í máli írönsku farþega- þotunnar sem Bandaríkja-1 menn skutu niður sé ekki vikið || að raunverulegum ástæðum þess að þotan var skotin niður. . WASHINGTON - Banda-j I ríkjamenn fögnuðu mjög boði Víetnama um nánari samvinnu rikjanna tveggja í að finna út úr örlögum bandarískra her- manna sem týndust í Víetnam- stríðinu og sögðust mundu senda flokk manna til Víetn- ams í þessu skyni. BEIRÚT - Byltingarráð Fatha, sem eru öfgasamtök Palestínumannsins Abu Nidal, neitaði ásökunum um að sam- tökin tengdust á nokkurn hátt árásinni á grísku farþegaferj- una í síðustu viku, en þar létust níu manns og áttatíu særðust. Samtökin sögðu einnig að Khadar Samir Mo- hamad sem grísk stórnvöld saka um að standa á bak við árásina, hafi verið dauður í þrjú ár. MOSKVA - Sovétríkin sök-| uðu Pakistana um að hafa sent hermenn inn fyrir landa- mæri Afganistans til að að- stoða afganska skæruliða í( átökunum gegn stjórnarher Afganistans. MOSKVA - Að minnstal kosti sex manns hafa verið teknir fastir í Sovétlýðveldinu Armeníu, sakaðir um að hafa kynt undir kröfunni um aðskiln- að Nagorno Karabakh frá Az- erbaijan. ATLANTA - Demókratar eru þess fullvissir að Michael' Dukakis sem útnefdur var for- setaframbjóðandi flokksins vinni öruggan sigur í forseta- kosningunum í Bandaríkjun- um í nóvember. JERÚSALEM — ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínu- menn til bana og særðu að minnsta kosti sautján aðra í Gaza. Þá lenti lögregla í átök- um við mótmælendur í aust- urhluta Jerúsalem. utlönd iiiiiiiiiiiiiiiiininiiniiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Norður-Kóreumenn senda stjórnvöldum sunnanmanna merkilegt bréf: Bjóða griðasáttmála fyrir Ólympíuleikana Norður-Kóreumenn hafa boðið Suður-Kóreumönnum upp á griðar- sáttmála til að slaka á spennu á Kóreuskaganum, sérstaklega með tilliti til Óly mpíuleikanna sem haldn- ir verða í Seoul í liaust og Heimsþing æskunnar sem haldið verður í Py- ongyang á næsta ári. Slíkur samning- ur yrði merkur áfangi í samskiptum ríkjanna tveggja, en í raun eiga þau enn í stríöi, þó vopnahlé hafi verið komið á fyrir rúmum þrjátíu árum. í bréfi Norður-Kóreumanna sem sem afhent var í þorpinu Panmunj- om sem er griðarstaður á landamær- um ríkjanna tveggja er stungið upp á að þingnefndir frá ríkjunum tveim- ur hittist og gangi frá griðarsáttmála sem tryggi að hvorugt ríkið standi fyrir vopnaskaki eða öðru athæfi er spillt getur fyrir alþjóðlegum stórat- burðum sem framundan eru, bæði sunnanlands og norðan. Sérstaka athygli vekur að bréfið var stílað á „Þjóðarþing lýðveldisins í Kóreu" en það nafn nota Norður-Kóreu- menn nær aldrei um ríkið í Suður- Kóreu. Stjórnvöld í Seoul vildu ekki tjá . sig um efni bréfsins að svo stöddu” máli, ljóst er að þetta tilboð Norður- Kóreumanna gæti orðið fyrsta skref- ið í áttina að bættum samskiptum ríkjanna. Reyndar hafði Roh forseti Suður-Kóreu tekið skref í þá átt í síðasta mánuði, þegar hann lýsti yfir vilja um aukin samskipti ríkjanna tveggja og von um að hægt væri að opna landamæri ríkjanna fyrir umferð, en þau hafa verið lokuð frá því í Kóreustríðin. Norður-Kóreumenn renna augunum yfir landamærin til Suður-Kóreu. Beggja vegna landamæranna eru hersveitir gráar fyrir járnum allan ársins hring og fylgast með athöfnum andstæðingsins. Nú hafa Norður-Kóreumenn boðiö Suður-Kóreumönnum griðarsáttmála svo slaka megi á spennunni yfir Ólympíuleika og Heimþing æskunnar. Zia-ul-Haq samur við sig: Kosningabarátta heft í Pakistan Víetnamskir hermenn á leið heim frá Kampútseu. Heng Samrin forseti Víetnam lofar að síðasti hermaðurinn verði farinn frá Kampútseu í árslok 1990. Kampútsea: Víetnamar komi heim árið 1990 Síðasti víetnamski hermaðurinn mun yfirgefa Kampútseu fyrir lok ársins 1990 jafnvel þó ekki verði búið að ganga frá samningum við skæruliða. Þessu lofaði Heng Samrin forseti Víetnam í blaðaviðtali sem birtist í blaði á Kúbu í gær, en Heng er nú að heimsækja Kastró og aðra Kúbubúa í opinberri heimsókn. Heng sagði að stjórnmálalegt, efnahagslegt og hernaðarlegt ástand í Kampútseu væri nú í jafnvægi svo ekkert væri því til fyrirstöðu að víetnamski herinn yfirgæfi landið. Reyndar fóru fyrstu hersveitirnar frá Kampútseu í síðasta mánuði, en fyrstu víetnömsku hersveitirnar réð- ust inn í Kampútseu árið 1978 og hröktu ógnarstjórn Rauðra Khmera frá völdum. Atferli Víetnama f Kampútseu undanfarnar vikur hefur verið mjög í anda Sovétmanna í Afganistan, enda ekki skrítið þar sem Sovét- menn eru aðalstuðningsmenn Víet- nama. En Víetnamar eru ekki aðeins að yfirgefa Kampútseu. Þeir hafa nú boðið Bandaríkjamönnum að koma til Víetnam og grennslast fyrir um örlög hinna 2.400 bandarísku her- manna sem týndust í Víetnamstríð- inu. Zia-ul-Haq forseti Pakistans er samur við sig þegar kosningar eru í nánd, en eins og greint var frá í Tímanum í gær hefur hann ákveðið að þingkosningar verði haldnar í landinu þann 16. nóvember. Reynd- i ar áttu kosningar með réttu að vera ■ 27. ágúst, níutíu dögum eftir að Zia leysti upp ríkisstjórnina og þingið í lok maímánaðar. í gær tilkynnti Zia að stjórnmála- flokkar mættu ekki reka kosninga- baráttu sem heild, hins vegar geti einstakir frambjóðendur gert það sjálfir. Með þessu segist Zia vilja koma í veg fyrir að stjórnmálaflokk- ar leiði fáfróðan almúgann á villigöt- ur og ýti undir kynþáttaóeirðir, en undanfarna daga hafa hindúar og múslímar í suðurhluta Pakistans átt í átökum á götum úti. Einn helsti leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Benazir Bhutto, dóttir Ali Bhuttos forsætisráðherra sem hengdur var um árið, lét lítið frá sér fara um þessa ákvörðun Zia, en hún gagnrýndi hann hins vegar harðlega í fyrradag og sagði hann hinn mesta þrjót fyrir að halda ekki kosningar á réttum tíma. Ákvörðun Zia um að leysa upp ríkisstjórnina var ekki til þess að efla vináttu hans og Mohammad Khan Junejo, forsætisráðherrans sem fékk að hirða pokann sinn. Hótaði Junejo Zia málsókn vegna stjórnarskrár- Zia-ul-Haq forseti Pakistans að kjósa. Hann hefur nú ákveðið að stjórnmálaflokkar fái ekki að reka kosningabaráttu fyrir þingkosning- arnar 16. nóvember. Reyndar átti að kjósa 27. ágúst ef farið hefði verið eftir stjórnarskránni, en Zia taldi það ekki heppilega dagsetningu. brots er hann frestaði kosningum. Zia hefur í gegnum tíðina verið iðinn við að fresta kosningum og brjóta níutíu daga regluna sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að gildi. Það gerði hann árið 1977 og aftur 1979. í óvissu við Persaflóa Það er allt í óvissu við Persaflóann þó íranar hafi ákveðið að ganga að vopnahlésskilmálum Sameinuðu þjóðanna, írakar hafi lagt fram friðartillögur í fimm liðum og Sam- einuðu þjóðirnar hyggist senda full- trúa sína til íraks og írans til að ná endanlegu vopnahléssamkomulagi. íranar hafa neitað að ræða nokk- urn hlut við Iraka og segja það nægja að ræða við Peres de Cuellar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og að þeir muni hlíta úrskurði hans um fyrirkomulag vopnahlés. írakar aftur á móti vilja gjarnan fá eitthvað fyrir sinn snúð enda hefuf þeim vegnað vel í stríðinu að undan- förnu. írakar segja þá afstöðu írana að vilja ekki ræða við sig um vopna- hlésskilmála sýna ljóslega að lítill hugur fylgi máli og íranar vilji ekki frið. Gera sendinefndarmenn Sam- einuðu þjóðanna ráð fyrir því að kröfur íraka muni verða harðar og að erfiðar samningaviðræður séu framundann. Bardagar héldi áfram á nokkrum stöðum í gær þó ekki hafi þeir verið eins harðir og fyrst eftir að íranar sögðust ganga að vopnahlésskilmál- unum. íranar segjast hafa hrundið sóknaraðgerðum íraka, en líkur eru á að írakar vilji enn styrkja stöðu sína í stríðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.