Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. júlí 1988
Tjminn 23,
FRETTAYFIRUT
ÚTLÖND
Víötæk verkföll í Líbanon:
Múslímar vilja pólitísk völd
Biratnagar - stjómvöid í
Nepal hyggjast senda lið hjúkr-
unarfólks til svæða sem eru illa
leikin eftir snarpan jarðskjálfta
sem skók Nepal nú í vikunni.
Hátt í þúsund manns fórust í
jarðskjálftanum í Nepal.
Líbanskir múslímar hófu í gær
víðtæk verkföll í baráttu sinni fyrir
auknum pólitískum völdum en hóp-
ar kristinna manna kyntu verulega
undir kröfum þeirra er þeir komu í
veg fyrir kosningu Suleiman Franji-
eh sem forseta landsins, en hann er
bandamaður Sýrlendinga.
Leiðtogar líbanskra múslíma sem
einnig eru bandamenn Sýrlendinga,
boðuðu verkföllin og var fjölmörg-
um verslunum, skrifstofum, skólum
og öðrum fyrirtækjum múslíma víðs
vegar um landið lokað í kjölfarið.
Áhrifa frá aðgerðum múslíma
gætir jafnframt í þeim landshlutum
kristinna manna í Líbanon sem Sýr-
lendingar ráða yfir en mótmælaað.-
gerðir hafa verið undanfarna daga
eða allt frá því í síðustu viku er
kristnir þingmenn mættu ekki þegar
kjósa átti eftirmann núverandi for-
seta landsins Amin Gemayel. Af
þeim sökum varð að fresta forseta-
kosningununt þar sem sá tilskildi
lágmarksfjöldi sem verður að vera
viðstaddur til þess að kosning geti
farið fram var ekki til staðar.
Leiðtogar þeirra fylkinga sem
studdar eru af Sýrlendingum ákærðu
í kjölfarið öfgasinnaða hægrimenn,
herinn, Bandaríkjamenn og ísraels-
menn um að hafa hindrað kosning-
arnar til að Suleiman Franjieh kæm-
ist ekki til valda.
Náist ekki samstaða í landinu
áður en kjörtímabil Gemayels, nú-
verandi forseta rennur út þann 23.
september hefur hann rétt til að
setja frá völdum núverandi ríkis-
stjórn landsins, þar sem sunni-músl-
ímar eru nú í meirihluta og mynda
nýja undir stjórn kristinna maroníta
og ganga með því þvert á landslög.
Lögin kveða á um að forseti landsins
verði að vera kristinn maroníti,
forsætisráðherrann sunni-múslími
og forseti þingsins shita-múslími.
IDS
Kaupmannahöfn - Einn
af fulltrúum Dana í friðar-
gæslusveit Sameinuðu þjóð-
anna lést á sjúkrahúsi í Bag-
dad í gær eftir að hafa fengið
sólsting. Nils Stig Preben-
Andersen var einn af fimmtán
fulltrúum Dana sem fylgjast
með að vopnahléi við Persa-
flóann sé framfylgt.
Manila — Corazon Aquino
forseti Filippseyja hefur fallist
á að Ferdinand Marcos, mað-
urinn sem hún hrakti frá völd-
um fyrir tveimur árum, verði
leiddur fyrir rétt í Manila sakað-
ur um ymsa glæpastarfsemi.
Aquino hefur fram að þessu
verið á móti því að Marcos,
sem nú er í útlegð á Hawai,
kæmi aftur til Filippseyja þar
sem hún hefur óttast óeirðir í
kjölfarið.
Santiago — Stjórnarand-
stöðuflokkar í Chile tilkynntu
fjöldamótmæli gegn forseta
landsins Augusto Pinochet um
svipað leyti og forsetinn aflétti
neyðarlögum sem verið hafa
landinu frá því skömmu eftir að
hann komst til valda árið 1973.
Fyrsta mótmælagangan mun
verða farin í byrjun næsta
mánaðar og verður sú fyrsta
sem farin er í Santiago í fimm-
tán ár.
Islamabad — Fyrrum for-
sætisráðherra Pakistan Mo-
hammad Khan Junejo fagnar
loforði hins nýskipaða yfir-
manns hersins um að skipta
sér ekki af stjórnmálum í land-
inu og stuðningsyfirlýsingu
hans við kosningarnar sem
fram eiga að fara í Pakistan
þann 16. september.
Nairobi — Farið hefur verið
fram á við stjórnvöld í Kenýa
að aðstoða 100.000 flótta-
menn frá Búrúndi sem þarfnast
matar, fatnaðar oa skjóls auk
lyfja eftir fjöldamorö þar í landi
að undanförnu. Fjörutíu og
fimm þúsund flóttamenn frá
Burundi eru nú í nágrannarík-
inu Rwanda.
Genf — Embættismenn frá
Marokkó munu ræða við aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna
Perez de Cuellar í dag um
áætlun Sameinuðu þjóðanna
til að binda enda á Vestur-Sa-
hara stríðið.
Khartoum - Leiðtogar
stjórnarandstöðunnar í Súdan
segja að ' ‘ órnvöld mismuni
íbúum lan <s varðandi dreif-
ingu þeirra iðsynja sem bor-
ist hafa dis frá í kjölfar
flóðanna.
Stjórnvöld í Burma eiga æ færri tækifæri:
Stjórnleysi
næsta
Milljón manns söfnuðust saman á
götum Rangoon höfuðborgar
Burma í gær til að mótmæla stjórn
landsins, en hún virðist nú hafa misst
öll tök á að lægja þær óeirðaöldur,
sem risið hafa í landinu að undan-
förnu, að sögn stjórnarerindreka og
íbúa í Rangoon.
Óttast er að stjórnleysi kunni að
fylgja í kjölfar mótmæla, óeirða og
tilrauna almennings að undanförnu
til að binda enda á 26 ára stjórn
sósíalista í landinu.
„Það ríkir gífurleg ringulreið í
landinu núna,“ sagði íbúi í Burma.
Hinir gömlu hermenn sem stjórn-
að hafa landinu síðan 1962 er her-
stjórnarbylting var gerð þar standa
nú ráðalausir, eftir að hafa neytt
síðasta tækifærisins til að mæta kröf-
um fólksins með því að boða neyð-
skref?
arfund þann 12. september næst-
komandi, þar sem ræða átti mögu-
leika á að taka upp lýðræðislega
stjórnskipun í landinu og leysa pólit-
íska fanga úr haldi.
Að sögn stjórnarerindreka er þess
helst vænst nú að einn af leiðtogum
mótmælenda Aung San Suu Kyi
muni mynda bráðabirgðaríkisstjórn,
sem stjórna muni ásamt núverandi
leiðtogum landsins þar til almennar
kosningar fari fram í landinu.
Annar leiðtogi mótmælenda,
Aung Guyi ávarpaði á fimmtudag
200.000 manns skömmu eftir að
hann var leistur úr fangelsi þar sem
hann hafði setið í mánuð sakaður
um að ógna öryggi ríkisins. Hann
sagðist telja að bráðabirgðastjórn
yrði mynduð innan skamms en fór
jafnframt fram á að fólk stillti sig og
Milljón manns söfnuðust saman á götum Rangoon í gær. Stjórnvöld virðast
nú eiga fárra kosta völ.
gæfi hinum nýskipaða forseta lands-
ins Maung Maung tækifæri til að
gera breytingar á stjórnskipan
landsins.
Búið er að loka opinberum bygg-
ingum í Rangoon. Flestar verslanir
eru jafnframt lokaðar auk banka og
ýmissa fyrirtæja.
Stjórn landsins segist hafa leyst úr
haldi þá 2.750 mótmælendur sem
handteknir hafa verið á undanförn-
um ntánuði auk þess hafa borgar-
stjórnir sósíalistaflokksins í minnst
þremur borgum sagt af sér, að sögn
stjórnarerindreka.
íkveikjur og rán hafa verið tíð í
úthverfum Rangoon eftir að herlög-
um var aflétt á miðvikudag.
Jafnframt voru fregnir af því að
mótmælendur hefðu brotist inn á
heimili embættismanna stjórnar-
ílokksins og hrakið þá á brott.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa varað við því að
mótmælendur gætu verið tilbúnir til
að taka leiðtoga stjórnarflokks af lífi
ef ekki takist að losa um þá spennu
sem í landinu ríkir. IDS
Fulltrúar Suður-Kóreumanna í viðræðum ríkjanna brosandi og bjartsýnir
áður en viðræðurnar hófust.
aðeins vika til stefnu þar sem skrán-
ingu lýkur næstu helgi.
Niðurstaða þeirra funda sem
haldnir hafa verið að undanförnu
með fulltrúum ríkjanna tveggja,
þykir ekki góð byrjun á fyrirhuguð-
um viðræðum um sameiningu þeirra
í eitt. IDS
hléið gekk í gildi, en Perez de
Cuellar aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna sagði að ekki væru neinar
raunverulegar forsendur fyfir
ákærum aðilanna. Hann tekur nú
þátt í friðarviðræðum hinna stríð-
andi aðila í Genf og hafa viðræð-
urnar, sem hófust á fimmtudag,
verið árangursríkar, að hans sögn.
Hann ítrekaði þó í gær þá viðvörun
að friðarviðræðurnar gætu tekið
mjög langan tíma, áður en lausn
fengist.
„Vandamál sem verið hefur við
lýði um hundruð ára verður ekki
leyst á einuni eftirmiðdegi," sagði
aðalritarinn.
IDS
Norður-og Suður-Kóreumenn hættir að ræða um
ólympíuleika:
Samstaðan
næst ekki
Vonir um að Norður-Kóreumenn
taki þátt í ólympíuleikunum í Seoul
sem hefjast í næsta mánuði virðast
nú endanlega brostnar eftir áráng-
urslausar viðræður fulltrúa Norður-
og Suður-Kóreu í gær.
Að sögn talsmanns Suður-Kór-
eumanna náðu sendinefndirnar, sem
skipaðar voru fimm aðilum frá hvoru
ríki, einungis samkomulagi um að
hittast aftur til viðræðna þann 13.
október næstkomandi en þá til að
ræða önnur málefni en ólympíuleika
þar sem þeim lýkur 2, október.
í janúar síðastliðnum settu Norð-/
ur-Kóreumenn fram kröfu um að^fá
að halda hluta leikanna í höfuðþórg
sinni, Pyongyang og gáfu jafnframt
yfirlýsingu um að þeir myndu ekki
mæta á leikana ef ekki yröi orðið við
kröfu þeirra. Að sögn talsmanns
Suður-Kóreumanna lagði yfirmaður
norður-kóresku sendinefndarinnar
Chun Kum-chol til við suður-kór-
esku sendinefndina fyrir skömmu að
þjóðþing beggja ríkja hittust í Py-
ongyang sem fyrst, til viðræðna um
kröfuna.
Suður-Kóreumenn ásamt Alþjóð-
legu ólýmpíunefndinni höfnuðu hins
vegar kröfunni með það að leiðarl-
jósi að hún væri byggð á misskilningi
Norður-Kóreumanna þar sem réttin-
um til að halda leikana væri úthlutað
til borgar, ekki lands:
í gær ftrekaði Park Jun-kyu yfir-
maður suður-kóresku sendinefndar-
innar beiðni um að Norður-Kóreu-
menn tækju þátt í leikunum, þrátt
fyrir að þeir fengju ekki leyfi til að
halda þá. Norður-Kóreumenn halda
hins vegar fast við sínar kröfur og
skrá ^síg ekki til leikanna, en nú er
Ró og spekt á Persaf lóanum
Allt er með kyrrum kjörum á
Persaflóa nú þegar vika er liðin frá
því að vopnahlé milli írana og
íraka tók gildi eftir að strfð hafði
geisað í átta ár.
„Ástandið á víglínunum hefur
fram að þessu verið mjög gott og
allt er undir öryggri stjórn," sagði
fjölmiðlafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna Saleem Fahmawi.
Friðargæslusveit Sameinu þjóð-
anna hefur fengist við ákærur
beggja aðila um að friði við Persa-
flóann væri ógnað frá því vopna-