Tíminn

Dato
  • forrige månedoktober 1988næste måned
    mationtofr
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 01.10.1988, Side 2

Tíminn - 01.10.1988, Side 2
2 HELGIN Laugardagur 1. október 1988 GRÆDDI BÓG ... Skraparotspredikunarinnar frægu úr Skálholti - eða enn afkáralegri. Ýmsir töldu að hann hefði þýtt þetta og að „ævisagan" væri verk erlends manns, en nú er víst talið að hann hafi samið hana sjálfur. Hefur hún þótt það forvitnileg að ýmsir landar hans urðu til að skrifa hana upp aftur og aftur og er hún því til í þó nokkiStm handritum. Honum er raunar líka eignuð önnur kynjasaga, „Sagan af Membranaceo hertoga," en hvort hún er og skrifuð í Krist- ianssand skal ósagt látið. Læknastúdentinn En vorið 1715 kveður Jón vini í Noregi og heldur suður til Kaup- mannahafnar, þar sem hann var skráður í stúdentatölu hinn 23. maí. Hann tók nú til við að læra læknislistina og fékk einkakennara, Georg Frederik Franck de Franckenau að nafni. Hann var Þjóðverji og mjög hliðhollur Jóni að sögn. En þótt Jón muni hafa stundað námið af kappi í fyrstu og verið gleði kennara síns, þá fór það svo að aldrei tók hann nokkurt próf í grein- inni né varö liann baccalaurus í heimspeki - þótt sums staðar sé svo talið. Hann ntun hafa borist talsvcrt á og að heldri manna sið tók hann sér nú ættarnafn, Bergmann - eftir Setbergi, þar sem hann hafði alist upp. Lenti hann í miklu svalli og óreglu ytra og sást lítt fyrir um útgjöldin. Þótt hinir virðulegu for- eldrar hans sendu honum bæði pen- inga og alls konar matvöru, þá hrökk það lítt til þess að mæta kostnaðinum af veisluhöldunum og er sagt að hann hafi skuldaö 1600 ríkisdali er mælirinn þótti fullur og ekki um annað að ræða en að hann sneri heim til fósturjaröarinnar. Það var vorið 1718 að hann kom út á Akureyri og hélt þegar heim til sín að Hólum. Kvonbænir Það var breyttur maður sem reið í hlað á Hólum eftir fjögurra ára útivist. Hann hafði, eins og skap- lyndi hans löngum var, lifað lífinu hratt og það hafði sett sitt mark á hans ytri og innri mann. Hann hafði áður en hann sigldi fest ást á ungri stúlku, Guðrúnu Aradóttur frá Sökku í Svarfaðardal. Stúlkan hafði alist upp hjá föðursyst- ur sinni, Ragnheiði Jónsdóttur, bisk- upsekkju í Gröf á Höfðaströnd. Var Guðrún allra kvenna fríðust sýnum, svo hún var af ýmsum kölluð Guörún „só!“ og minnir það ekki lítið á samtímakonu hennar, Þórdísi hina fögru í Bræðratungu, sem í skáld- verki Laxness hét einmitt „sól“ - meira að segja „íslandssól". Guðrún var ákaflega vandfýsin og hafði hryggbrotið niarga biðla - og þar á meðal Jón Steinsson. Hún hafði vistast á Hólum og lært þar hannyrðir og aðrar dyggðir og var því meðal þeirra fyrstu er á vegi Jóns urðu þegar hann kom heim, og vaknaði hin gamla ást nú enn til lífsins. Ætla hefði mátt að henni hafi ekki þótt Jón girnilegra mannsefni er hann kom úr utanförinni, meira og niinna útbrunnið skar, að telja má. En viti menn - þegar Jón fór að gera sínar hosur grænar fyrir henni reyndist ekkert til fyrirstöðu að þessu sinni. En það kom ekki til af góðu. Guðrún hin fagra var nefnilega þunguð orðin og fæddist þetta barn á sama árinu og Jón kom út. En Jón vildi endilega gangast við barninu og fá hennar. En þá komu hans gömlu foreldrar á ný til skjalanna og þá ekki síst hin stórlynda móðir hans. Leit hún soninn enn ekki smærri augum en svo að hún taldi að það mundi vera hið mesta hneyksli, ef kunnugt yrði að hann gengi að eiga stúlku er var með barn á armi, sem ekki gat verið hans. Hinn rétti faðir reyndist líka vera Brynjólfur nokkur Gíslason frá Höskuldsstöðum í Breiðdal. Hafði hann verið við nám á Hólum í nokkur ár. Mun honum hafa orðið hverft við er hann frétti hvernig komið var hjá Guðrúnu og kom ekki í skólann haustið 1718. Gekkst hann þó við faðerni barnsins. Þau urðu því örlög Guðrúnar „sólar“ að hún giftist lítilsháttar manni, sem Vigfús hét Ólafsson, kallaður „Svarti Fúsi.“ Svipleg endalok Vottfest er að maddama Valgerð- ur og faðir hennar, þ.e. afi Jóns Bergmanns, hafi bæði verið veil á geði og trúlega hefur Jón Steinsson erft þennan veikleika að meira og minna leyti. Að minnsta kosti varð hann gripinn miklu og erfiðu þung- lyndi þegar hann ekki fékk Guðrún- ar og er ekki erfitt að geta sér þess til að hann hefur horfið að því ráði margra er við slíkt eiga að stríða - að halla sér að flöskunni. Mun sá siður enda hafa verið orðinn honum tamur í Höfn. Ekki er þó um að ræða nema eina sögu sem styður þetta: Var það eitt sinn að þeir fundust frændurnir Jón og Benedikt sýslumaður Bech og voru að hressa sig á brennivíni. Mun eitthvað hafa kastast í kekki á milli þeirra og Jón á að hafa sagt við Benedikt: „Ekki verður þú jafn stæltur, þegar selur- inn rífur þig.“ En Benedikt svaraði að bragði: „Ei mun ég þó drepa mig sjálfur." Því hafa munnmælin geymt ein- mitt þessa sögu, að nú átti Jón Bergmann skammt eftir ólifað. Það mun hafa verið að kveldi hins 4. febrúar 1718 að honum var svo þungt í skapi að hann varö sér úti um eitur - „skeiðvatn" - og hvolfdi í sig. Þess má geta að „skeiðvatn" var þeirra tíma nafn á saltsýru. Þetta gerðist í svonefndri kjallarabaðstofu á Hólum. Eru sagnir um aðckki hafi liann fyrr verið búinn að sporðrenna þessari ólyfjan en hann sá sig um hönd og bað um að fá mjólk að drekka - úr þrílitri kú. Og munnmælin bæta um betur: Herma þau að móðir Jóns, frú Valgerður, hafi tafið fyrir að mjólkin yrði sótt, því heldur hafi hún viljað hann dauðan en vita hann fá Guðrúnar. Þar að auki hafi stúlkan er mjólkina sótti víxlað könnunum, svo það var mjólk úr einlitri kú sem hann fékk. Þar með var vitanlega allur lækn- beggja, er þeir hnipptust á yfir brennivíninu. Læknirinn mikli Nei, Jón Bergmann varð ekki gamall og sannar saga hans að ekki gat mönnum sfður orðið hált á refilstigum heimsins á 18. öldinni en nú í dag. Þá skipta gáfurnar heldur ekki alltaf máli og áður er vitnað til orða Árna Magnússonar um Jón sem eins af þrem gáfuðustu mönnum landsins. Páll Vídalín á líka að hafa skrifað Árna árið sem Jón sigldi og sagt hann „bráðskarpan og til alls færan,“ en kvaðst ekki vita hvort hann væri að saman skapi fastráður. Það átti vissulega eftir að koma á daginn. En menn létu sér mjög títt um sögu hans og urðu ýmsir til að skrá hana og hefur mönnum að vonum þótt mest til um harmræn ástamál höfðingjasonarins og svo skáldskap hans - og lækningar. Miklar sögur fóru af þeim krafta- verkum sem Jón gerði sem læknir, og raunar hefur varðveist lækninga- kver hans, þar sem getið er fjölda læknisdóma. Er ekki að efa að sumt af þessu hefur komið að haldi, en annað er þess lags að fáa mun fýsa að reyna það á sjúklingi og það þótt líf lægi við. Svo var raunar um mikið af læknisráðum hans aldar. En til marks um það álit sem hann naut sem læknir má nefna að al- mannarómur hafði það fyrir satt að hann og Þorgeir Jónsson, bróðir Steins biskups, hefðu tekið bóg af svörtum sauði og grætt við hvítan og hinsvegar af hvítum á svartan! Þá á hann að hafa gert holskurð á kind með lambi, náð úr henni lambinu og tekist svo vel að skepnan var alheil á eftir. Vera má að eitthvað sé hæft í síðari sögunni og hefur þá verið skammt í ólíkindahistoríur á borð við hinar listilegu ágræðslur. Hver veit nema Jón hafi sjálfur komið þeim sögum af stað - ólíkt honum hefði það ekki verið. Um langlífi Hins vegar hefur honum verið rammasta alvara er hann reit lækn- ingakver sitt, þótt þar sé ekki allt ingamáttturinn úr mjólkinni. Eða var ástæðan sú, eins og ein sagan greinir, að mjólkin hafi verið látin í tinílát, sem dró úr hennni kraftinn? En hvað svo sem menn vilja hafa fyrir satt, þá dó Jón Steinsson Bergmann þar í baðstofunni þennan dag og láuk þannig sinni 23 ára æfi. Benedikt Bech orti eftir hann huggunarljóð handa foreldrunum, en var þá sjálfur bráðfeigur. Hann drukknaði aðeins þrem mánuðum seinna og þegar lík hans fannst í árósum, var það nokkur rifið eftir sel og þótti heldur en ekki hafa sannast langskyggni þeirra Jóns Kristianssand á vorum dögum. Hér dvaldi Jón Bergmann við glaum og gleði veturinn 1714-1715 og ritaði ævisögu Pólíkarpi. sannfærandi eins og fyrr segir og má sem dæmi taka það sem hér segir um líkindi á langlífi manna: „Að fæðast um sólaruppkomu, eða þar um bil, item þá pláneturnar ganga undir jörðina. Þeir sem fæðast um jafndægur á vori, sem cru mar- gtcnntir og þétttenntir. Þeir sem hafa þrjár línur aflangar í lófa, jafnar og skýrar og rjóðan yfírlit. Þeir sem hafa hæga þvaglausn, held- ur freka en lata og hverra þvag spillist ekki fljótt. Þeir sem sofa samfellt eða jafnt 6 eða 7 stundir eða nokkru minna, þeir sem hafa vel- stilltan líkama, liðuga hugsan, skarpa sjón, sem hafa góðan andar- drátt, þeir sem hafa hvítranda neglur. Þeir sem hvorki eta né drekka án lystar, þeir sem ei eru þorstlátir, þeir sem óttast guð og heiðra föður.“... og Jón Bergmann á líka ráð við þyngslum af drykkju- skap: “Tak uppsprettuvatn áður sól kemur upp eða fugl flýgur yfir það Hólar í Hjaltadal, eins og þeir litu út árið eftir miðja átjándu öld. Hér er að vísu búið að reisa steinkirkjuna, en til hægri rís hin forna Auðunar- stofa, byggð snemma á 14 öld. Hún var elsta hús landsins og því miður rifín 1826. og lát ei koma undir beran himinn og drekk. Ef þú ert sem fullur af ölinu, þá drekk vatn og edik saman. Þá svengist þú mátulega. Sjóð arfa í vatni og drekk fastandi.“... og þá var ekki ónýtt að geta gripið til lækningakversins ef sóttir gengu og fletta upp á læknisráði „Gegn drep- sótt og pest“: “Sjálfs manns þvag eða hreinlegs sveinbarns drukkið. Hann (sá sjúki - innsk.) skal og láta sína fætur ofan í mjólk volga, hún mun lilaupa og þykkna af forgiftinni, sem hún útdregur. Item haf ætíð í þínu húsi þá sóttir ganga uppi í rjáfrinu nokkurskonar ílát af mess- ing eða eiri, uppfullt af vatni. Það dregur að sér þann skaðlega sudda af loftinu og rennur saman í vatninu og verður að skán og því þykkri sem hún verður, því heilsusamlegra verð- ur loftið í húsinu." Ó, illskan mín góð Skáldskapur Jóns Bergmanns var líka hinn ærilegasti samsetningur, og er minnst á Polykarpsögu hans hér að framan. En sem sýnishorn af ljóðagerð hans má taka ljóðabréf til unnustu hans, sem varð all frægt. Tvær sögur eru til um tilurð þess: Önnur er sú að Valgerður, móðir Jóns, hafi verið búin að sjá honum út það kvonfang, er hún taldi hann sæmdan af - eftir að hún hafði fyrirboðið honum að fá Guðrúnar. Átti Jóni að hafa geðjast stúlka þessi lítt og því sent henni ljóðabréfið, svo hún mundi ekki hugsa til hjú- skapar þeirra meir.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar: Helgin (01.10.1988)
https://timarit.is/issue/280356

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Helgin (01.10.1988)

Handlinger: