Tíminn - 07.01.1989, Blaðsíða 2
12
HELGIN
Laugardagur 7. janúar 1989
Til steikar
djöflinum
og vitnisburði hefur Páll haft alla í
betra lagi, þegar hann sigldi til
Kaupmannahafnar 1643.
„Þegi þú bam, meðan
lærðir menn tala“
Það var í Selárdal sem þessi há-
lærði, ungi maður settist að og hóf
sinn langa prestskap. Hann var vígð-
ur í Skálholti af Brynjólfi biskupi
hinn 25. mars 1645 og hélt þegar
vestur. í byrjun var hann aðstoðar-
prestur séra Halldórs Bjarnasonar,
sem var bróðursonur Gissurar bisk-
ups Einarssonar, en tók við kallinu
að fullu 1647, þegar Halldór sleppti
því, orðinn lasinn og aldraður. En
fleira sótti Páll í Skálhoit en vígsl-
una: Meðan hann dvaldi þar kynntist
hann Helgu Halldórsdóttur, systur
biskupsfrúarinnar og fékk bróður
sinn til að biðja hennar nokkru
seinna. Eftir nokkurt þóf og bréfa-
skriftir náði þetta fram að ganga.
Brynjólfur biskup hélt brúðkaup
þeirra í Skálholti þann 2. ágúst og
varð það upphaf að alúðarvináttu
þeirra meðan báðir lifðu.
Voru engir menn jafn lærðir hér á
landi í þann tíma og þeir Brynjólfur
og Páll og skrifuðust þeir oft á og
hittust af og til. Páll hitti tam.
Brynjólf á Alþingi sumarið 1649, er
Friðrik konungi þriðja var svarinn
hylhngareiðurinn og hefur varðveist
skemmtileg saga frá þeim fundi
þeirra: Þeir sátu sem þeirra var von
og vísa við lærðar samræður, þegar
tólf vetra sveinn nokkur kom að og
truflaði þá. Sagði þá Brynjólfur
biskup að bragði: „Þegi þú barn,
meðan lærðir menn tala.“ Hinn ungi
sveinn var Þórður Þorláksson, síðar
biskup. Festist sagan við Þórð og var
þá sögð þannig að Þórður hefði
verið orðinn biskup er hann fékk
þessa ádrepu. Var sagan þannig öllu
mergjaðari, en sannleikurinn mun
sá að hann var aðeins barn að aldri
er þetta gerðist.
Þessi reið Páls á alþing 1649 var
síðasta skiptið sem hann kom á
Suðurland á langri ævi og er það eins
og áherslumerki yfir þá miklu ein-
angrun sem þessi gáfaði maður kaus
sér. Fundir þeirra Brynjólfs urðu því
helst þegar biskup kom í Selárdal á
yfirreiðum sínum.
Austræn fræði
í Arnarf jarðardölum
Páll byrjaði bú í Seiárdal með góð
efni, sem hann hafði fengið að
erfðum og þau jók hann skjótt með
dugnaði og framsýni. Hann keypti
jarðagóss hingað og þangað og hefur
efalaust verið einn auðugasti klerkur
sinna tíma. Hann stundaði útgerð og
smíðaði litla fiskiskútu með sama
lagi og Hollendingar notuðu hér við
land og var löngum formaður á
henni sjálfur á yngri árum. Einnig
fann hann upp nýtt lag á róðrarbát-
um, hentugra en aður hafði tíðkast.
Hann var vel að sér í sjómannafræði
og stærðfræði og reiknaði út hnatt-
stöðu Bjargtanga. Þá stundaði hann
allmikil viðskipti við Englendinga,
þótt harðbannað væri, og naut þess
þar að bróðir hans var annar sýslu-
maðurinn í Barðastrandarsýslu, en
hinn, Magnús Jónsson í Miðhlíð,
ágætur vinur hans. Þó mun fógeta
hafa borist þetta til eyrna og hlaut
Páll aðvörun vegna þessa frá Þórði
biskupi. En aldrei kom nein opinber
kæra fram.
Páll þótti afburða mælskumaður í
predikunarstóli og ræddi Magnús
sýslumaður um guðsorðaflutning
hans, sem „umfram alla hluti helst
yfirgengur og sérhvert mannshjarta
má meðkenna, sem forherðingarla-
ust er og ekki steininum harðara."
Ritverk hans eru feiknamikil að
vöxtum, þótt fæst af þeim hafi verið
prentað. Þeir er til þekkja telja þau
stórmerk, bæði sem heimild um
guðfræði 17. aldar og þá ekki síður
fyrir sögu íslenskrar tungu á þessum
tímum. Um þessi rit mælti Páll
Vídalín að þau væru ofvaxin sínum
skilningi og mun þá hafa átt við að
hann skorti lærdóm til þess að leggja
dóm á þau. Enginn vafi er á að Jón
biskup Vídalín á honum einnig að
þakka málsnilld sína og orðkynngi,
en hjá Páli í Selárdal var hann í einn
eða tvo vetur. Hann sneri bókum
nýja testamentisins úr grísku og stóð
til að sú þýðing yrði prentuð um
hans daga, en úr því varð þó ekki.
Þá var hann frábærlega vel að sér í
hebresku og lagði stund á arabisku,
kaldeisku og sýrlensku. Af þessum
lestri kynntist hann við allra handa
austræn dulfræði og hefur getum
verið leitt að því að það hafi kynt
undir trú hans á makt myrkranna, en
að þeim þætti ævi hans verður nú
vikið.
Galdraöld
Þegar Páll Björnsson fyrst leit
dagsins ljós hafði tími galdraofsókna
þegar staðið yfir í Evrópu um langt
skeið og ríki Danakonungs var þar
ekki undantekning, svo sem þá er
sigla skyldi með Önnu prinsessu,
systur Kristjáns 4., til Skotlands á vit
brúðguma hennar Jakobs hins VI.
1589. Skipið hreppti talsverða
hrakninga og var göldrum kennt um
og fjórar nornir brenndar í Kaup-
mannahöfn.
Og sama árið og Páll Björnsson
kemur til Hafnar í háskólann, 1641,
stendur þar yfir frægasta nornafár í
danskri sögu. Kona frá Ribe, Maren
Splids, talin æðstiprestur allra
danskra norna, er brennd á báli,
eftir að hafa nefnt til fjölda annarra
norna, sem fylgja henni á köstinn að
viðstöddum konunginum og krón-
prinsinum.
Það er mjög líklegt að Páll hafi
verið viðstaddur þennan óhugnan-
lega atburð og má þá leiða getum að
því hve gagnrýnin hugsun hefur átt
erfitt uppdráttar, þegar æðstu og
lærðustu menn landstjórnar og
dómsvalds gengu á undan í að út-
breiða slíka djöflatrú.
Árið 1617 hafði Kristján 4. gefið
út sérstakan lagabálk um meðferð
galdramála. Þetta plagg hafði verið
kynnt sérstaklega á Alþingi íslend-
inga 1630 og brýnt fyrir mönnum að
vera á verði gagnvart fjölkynngi. Þá
voru raunar fimm ár liðin frá því er
fyrsta galdrabrennan fór fram hér-
lendis.
Páll Björnsson hafði gegnt kalli í
nær tíu ár, þegar mikill kippur
kemur í gatdrafárið á íslandi. Er
lítill vafi á að þessi kippur kom með
nýjum sýslumanni Strandamanna,
Þorleifi Kortssyni, sem mjög lét sér
annt að fylgjast með galdraönnum.
Eftir að hann tók við embætti um
1650 var eins og djöfullinn og hyski
hans færðist allt í aukana. Til dæmis
féllu konur í öngvit með froðufalli í
kirkjunni í Árnesi árið 1654, hvað
leiddi til þess að Þorleifur handtók
og píndi til játninga þrjá menn, sem
brenndir voru íTrékyllisvík. Aðeins
ári síðar taka djöflar til við að
ásækja þann mektarklerk, Jón
Magnússon þumlung á Eyri við Skut-
ulsfjörð. Þeim ódæmum öllum, sem
leiddu til brennu feðganna á Kirkju-
bóli, hefur Jón best lýst sjálfur í
Píslarsögu sinni, og það er á sfðum
hennar að fyrst heyrist um afskipti
Páls Björnssonar í Selárdal af
galdramálum.
Veikindi maddömu Helgu
Það vareftir brennu þeirra Kirkju-
bólsfeðga að séra Jón á Eyri ritaði
Páli í Selárdal og bað hann að biðja
fyrir sér, hvað Páll þegar gerði.
Sýnir málaleitan séra Jóns hvílíkur
guðsmaður Páll hefur verið talinn og
andheitur í bænuni sínum. Gerði
hann ekki endasleppt við Jón, heidur
ferðaðist vestur á fund hans til þess
að veita honum enn frekari huggun.
Undrin á Eyri viö Skutulsfjörð
hafa legið eins og skuggi á hugum
manna á Vestfjörðum um þessar
mundir og það hefur ékki mátt
mikið út af bera frá því alvanalega,
svo mönnum dytti ekki í hug að
djöfullinn stæði að baki og jarðnesk-
ir hjálparkokkar hans. Það sannaðist
brátt á heimili Páls Björnssonar.
Var það árið 1660 að kona Páls,
Helga, veiktist „mjög undarlega" að
því er segir í líkræðu hennar, og er
þar beinlínis sagt að hún hafi þá
komist í hina „háskafullustu orrustu
móti Satans eldflugum til hverra hún
oft og ósjaldan fann, sent allra fyrst
móti hennar öndu báluðust Anno
1660." Þó batnaði henni von bráðar
aftur. án þess að nokkur galdrasnáp-
ur væri brenndur. Samt hefur þessi
undarleei veikleiki konunnar svipt
Ole Worm, spekingurinn sem
rannsakaði rúnir og gaf fyrstur út
Snorra Sturluson í Danmörku.
Hann hafði miklar mætur á þeim
gáfaða æskumanni, Páli Björns-
syni.
séra Pál allri rólegri íhugun og
valdið þeim einkennilega ofsa í
framkomu hans, sem gekk óviti
næst, svo þessi ógurlega galdra-
hræðsla varð honum að þeirri
óheillaþúfu sem hann hnaut svo
hrapallega um að hann varð ráðbani
nokkurra fávísra vesalinga, lærdómi
sínum og gáfum til minnkunnar.
Páll flýrhússín
Nú líða fimm ár. Þá gerist það
1665 að séra Sigurður Jónsson í
Ögurþingum, ungur maður og vel
lærður, andaðist af ókennilegum
sjúkdómi. Var dauði hans eignaður
göldrum bónda þar í sókninni, Þór-
arni Halldórssyni. Þórarinn strauk,
en náðist, og var hann brenndur á
alþingi 1667. Það sama ár andaðist á
Bæjum á Snæfjallaströnd, Þórður
Sveinsson, mikill gáfumaður sagður.
Hann hafði verið hjá Páli í Selárdal
á vist og einnig í Skálholti og varð
þar á einu augabragði „sjónlaus,
heyrnarlaus, mállaus og vitlaus.“
Var hann fluttur á kviktrjám vestur
að Bæjum, þar sem hann andaðist.
Þótti sýnt að illur andi væri valdur
að veikindum hans. Höfðu nú
galdrasnáparnir fært sig það upp á
skaftið að þeir létu sér ekki lengur
nægja að kvelja kennendur guðs
orðs, eins og séra Jón þumlung,
heldur gerðu alveg út af við þá. Má
nærri geta hvílík skelfing hefur grip-
ið fólk, enda fór nú í hönd Selárdals-
farganið, sem stóð hvað hæst vetur-
inn 1668 - 1669. Páll var nú orðinn
prófastur og því meiri þyrnir í augum
Satans og ára hans.
Þennan vetur veiktist Helga kona
Páls enn aftur og enn afskaplegar en
áður. Eignaði hún og aðrir þetta
manni nokkrum í sókninni, Jóni
Leifssyni, vegna þess að hún hafði
lagt á móti honunt er hann leitaði
eiginorðs til þjónustustúlku hennar.
Kvað nú svo mikið að þessurn
galdrabýsnum í Selárdaj að séra
Páll, kona hans og börn þeirra og
hjú flýðu af staðnum og höfðust við
á bæ í grenndinni. Kom Eggert
sýsluntaður, bróðir Páls, vestur
þangað samkvæmt áskorun hans, lét
Selárdalur, þar sem Páll þjónaði í
rúmlega 61 ár.
handtaka Jón Leifsson, dæma hann
og brenna þegar vorið 1669, nokkru
fyrir alþing. Var mælt að Jón hefði
játað sig sannan að sök um veikindi
Helgu og ófagnaðinn í Selárdal, en
eignað þetta lærimeistara sínum í
listinni, Erlendi nokkrum Eyjólfs-
syni, sem síðar þverneitaði öllu -
nema að han hefði fengið Jóni eina
galdramynd, ausukross svonefndan.
Var Erlendur færður Þorleifi Korts-
syni, lögmanni á Þingeyrum, sem
ekki var lengi að fá Erlend til þess
að játa á sig ýmis óhæfuverk með
fjölkynngi framin. Var hann brennd-
ur vestantil í Nesskógi í Vesturhópi
haustið 1669.
En Eggert sýslumaður fékk
dauðadóm sinn yfir Jóni Leifssyni
staðfestan á alþingi sumarið 1669
með þakklæti frá lögréttunni og
lögmönnum til þeirra sýslumanna
„sem svo réttvíslega og guðrækilega
framfylgja réttinum f svoddan
málum.“
Tvær grímur renna
á Brynjólf biskup
Eggert sýslumaður, bróðir Páls,
varð senn víðkunnur fyrir ofstopa
sinn og harðýðgi við galdramenn og
hafa þeir bræður hvatt hvor annan
til dáða. Þá er Selárdalsundrin stóðu
hvað hæst var almenn bænagerð
haldin í öllum kirkjum vestanlands
og Guð beðinn að létta ógnum
þessunt af þeim góða guðsmanni,
Páli í Selárdal. Sefaðist þá þessi
Bjargtangar. Páll reiknaði fyrstur
manna út hnattstöðu þeirra.
djöflagangur loks, sérstaklega eftir
aftöku Jóns Leifssonar, svo séra Páll
flutti aftur á staðinn „en þó voru
afbrotin hús nokkur og brennd, áður
það stilltist til fulls,“ segir í einum
annál. Má sjá að eitthvað hefur
gengið á fyrst húsin voru talin ónot-
hæf vegna djöflagangsins í þeim.
Vorið 1669 ritaði Páll Brynjólfi
biskupi og óskaði eftir að hann
gengist fyrir allsherjarprestastefnu á
Þingvöllum og að send yrði bæna-
skrá til konungs unt refsingu galdra-
manna. Bar biskup þessa málaleitan
upp á alþingi, en prestastefnan vék
málefni þessu heldur af sér með
ýmsum undanfærslunt. Var sýnt að
biskup vildi leiða þetta hjá sér, en
gæta þess samt að móðga ekki hinn
hálærða kennimann, náfrænda sinn,
vin og venslamann.
En galdramálin héldu áfrant að
spretta upp og árið 1670 var Jón
nokkur Ulfsson ákærður fyrir
galdra. Jón hafði verið í þjónustu
séra Páls, en var farinn frá honum
um þessar mundir. Var honum gert
að vinna tylftareið sér til undan-
færslu, en fékkekki eiðamenn. Flutti
Eggert sýslumaður hann til alþingis
sumarið 1671 og þar slapp hann frá
lífláti með því að ekkert sannaðist á
hann. Var hann dæmdur til hýðingar
sem næst gengi lífi hans og hegningin
lögð á hann þar á þinginu. Eftir
þingið hefur Brynjólfur biskup ritað
séra Páli og beðið hann að tala um
fyrir hinum brotlega manni. Það
hefur Páll gert, því hann ritar Jón
langt og einkennilegt aðvörunar og
áminningarbréf þann 24. nóvember
1671. Þykir það lýsa vel stíl séra Páls
og hinum kraftmiklu og jafnframt
innilegu áminningum hans og þrótt-
miklu og andheitu trúarvandlætingu.
Hér eru tilfærð brot úr þessu bréfi:
Til steikar djöflinum
„Ég bið Guð almáttugan að bræða
þitt hjarta við heitan ljóma Jesú síns
sonar pínu og kvala, sem eru allra
djöfla drepsótt, en líf Guðs barna,
svo þú í sönnum sannleika upplýstur
seyðist og gagnkviknir af sjóðheitum
ástaryl, er leggur yfir köld Adams og
Evu hjörtu og alla þá, er kveinka
undan hrolli síns hjarta, því verði
vorum hjartans jökli eigi auðið að
leysast, þá þeim sjóðheita blóðsveita
Jesú er yfir hann ausið í heilögum
anda, þá mun verða seinna um;
vinni ei salve og mergur Jesú dauða,
er í evangelió flóir á sprungur sálar
vorrar, þá mun Gileadsplástur eigi
kröftugri né kjarnbetri... Við sjáum
að gengin eru þeim fríheitin hverja
Guð forherðir, hverja hann gefur í
fráleitt sinni, í hverra hjörtu hann
sendir lygianda, svefnanda, þverúð-
aranda af sínum réttlætisdómi, hver
bræðidómur gengur yfir þá, Guðs
sannleika reyra í lygi, eru lygnir
móti sannleikanum, forsmá Guðs
kall og bendingar, vilja ei brotin
viðurkenna; þessir alast til steikar
djöflinum, í hvers úlfakreppu þeir
liggja hér í lífi.“
Krankleiki barna
séra Páls
Margt fleira liggur eftir séra Pál
um galdramennina og vélabrögð
djöfulsins og er þar margt mergjað-
ara en kaflinn hér að ofan. Er á leið
sautjándu öldina tók nokkuð að
draga úr galdrafárinu og valdsmenn
gerðust tregari að elta ólar við þau
mál. Þannig gekkst vinur séra Páls,