Tíminn - 07.01.1989, Page 3

Tíminn - 07.01.1989, Page 3
Laugardagur 7. janúar 1989 HELGIN T 13 Magnús sýslumaður í Miðhlíð, fyrir því að galdramenn gætu greitt sektir fyrir brot sitt í stað þess að gjalda fyrir með lífinu. Geðjaðist séra Páli ekkert að slíkri linkind og ritaði Magnúsi mörg áminningarbréf um það efni. Virðist skelfingin við galdrana hafa loðað lengi við í Selárdal og var það varla síst af þeim sökum að sum barna Páls urðu hart útí í furðuleg- um sjúkdómum sem á þau lögðust. Þyngst lögðust þessi veikindi á tvo sona hans, Björn og Halldór eldra. Var þetta vitanlega eignað göldrum og sjötugur maður, Lassi Diðriks- son, frændi þess þekkta Skáeyjar Lassa, tekinn og brenndur á alþingi 1675. Hann játaði aldrei sekt sína og álitu margir hann hafa verið saklaus- an dæmdan, sem aftur varð til þess að ýmsir fóru að líta Pál og galdraæði hans hornauga. Sonum hans skánaði heldur ekkert við þetta og létust þeir, annar 10 árum og hinn 15 árum eftir brennu Lassa. Er mælt að Björn hafi þjáðst af uppdráttarsýki, svo að hann hafi ekki orðið stærri en sex vetra bam.(!) Má nærri geta hver hugraun þetta hefur verið Páli og hann hertist enn í fullvissunni um makt galdramann- - en hefur fallið í skuggann af þessu einæði hans. Eftir lát Jóns biskups Vigfússonar á Hólum 1690 tilnefndi Pórður bisk- up Pál til þess fyrstan að verða biskup, en hann afsakaði sig aldurs vegna. Sumarið 1702 var hann þó enn svo ern að hann hélt héraðsprestastefnu á Brjánslæk og lét þar dóm ganga, en 1705 sleppti hann loks prófasts- embættinu og hafði þá þjónað í Selárdal í meira en 61 ár, sem fyrr segir. Segir hann enda í bréfi frá 1703 að heyrnin sé að mestu farin og kraftarnir lúnir, en gengið hafi hann þó til sjávar í Selárdal tvisvar, hvíld- arlaust og staflaus. Vorið 1704 andaðist Helga kona hans loks, hálfníræð að aldri eftir 50 ára hjónaband. Höfðu þau átt 8 börn og voru 4 dáin á undan móður- inni. Séra Páll lifði aðeins rúm tvö ár eftir þetta. Hann andaðist í Selárdal 1706, laugardaginn fyrstan í vetri, sem bar upp á 26. október. Þá hefur hann verið hálfníræður á aldri. Ytra útliti hans hefur séra Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði (höfundur myndarinnar af Páli, sem líta má hér með) lýst svo: „Nálega með stærstu mönnum að hæð og með línum í Sdrorfcíiíiið Xrol&foW o( bc vté | £l)xifmn ^bcngtttbe/ i‘5iaabc/3)ánmartff$/ lííorfltó / ©cnbttf oi l©oítitfKonm'na/$cr> J Í»ð t>bí ©lcfut'ð/ fyU ftcn©íormavn/oc^>tímcrjlcn/©rcffn<^t)| Oífccn&orð oc$clmcn$orft/k. ©tórcoííe ^iíícrltóí/ cfftcrfom baðchðforfarcn^cö gijfitc v tilf t'cnbc/at noðlc btcmmdtðc Kom flcr/ font crc/©tðncn/ Sftancn/Sftoctíen'/ charaiíieret cllcr malcr/Sífc t'ótcuASifjí 3><*> ÓcvéC ‘Sðctt tbudclfc/ cfc. faft flaar i ftuiiið / oc boííno’ for indi.Tcrent oc ívfot'0uö> nc; 9tff bcn ^Carfagc / ní bc formcm^ af fommc 55?cnmffcu oc §ce tíf ðaffn oc §cl> &rcbCi ©aa oc cffícrbt bcr ítöí tmbcrftbm ntcttðtíf Lagabálkur sá sem Kristján 4. gaf út 1617 gegn galdramönnum - „Troldfolck og deres medvidere.“ Þetta plagg var rækilega kynnt á Alþingi íslendinga 1630. andlitinu heldur stórskornum, aug- un smá en skarpleg, en mikið ástúð- leg í áminningum og huggunum." Segir hann að Páll hafi misst hárið á Hafnarárum sínum og haft aðeins litla lokka hjá eyrunum og notað því ávallt djúpa húfu úr flaueli fyrir höfuðfat. Eftirmæli lærðra manna um hann, svo sem þeirra Páls lögmanns Vídal- íns, Jóns Halldórssonar hins lærða í Hítardal og fleiri eru öll á einn veg. Þeir lofa hann fyrir gestrisni, höfð- ingskap, ljúflyndi og kjark og þá einkum lærdóm og andagift. Enginn vafi er heldur á því að í öllu þessu hefur Páll Björnsson verið einstakur meðal manna á landi hér á sinni tíð. En því ver er eins og öll hin mikla menntun hafi heldur orðið til þess að kynda undir djöflatrú hans en bæla hana, eins og ljós upplýsingarinnar hefði átt að gera. Því hefur dómur sögunnar orðið svo allt annar um þetta andlega stórmenni en hefði átt að vera. Brenna nornarinnar Maren Splids fór fram í Kaupmannahöfn árið 1641. Vetur í Portúgal 4, 6, 8, og 10 vikur Lissabon Algarve Madeira FerðaskrifstofurnarEVRÓPUFERÐIR, RATVÍSOQ FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðirtil Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á MacMra,í Algarve eða á Ussa- bon-ströndinnl. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standaykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madelra. Ef þig vantar ferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Ferðafélagar Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir (mivÍS FERDA^VAL hf KLAPPARSTÍG 25-27 _ Traitol TRAVEL AGENCvXJStt/ KLAPPARSTÍG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI 628181. Travel HAMRAB0RG1-3,200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 HAFNARSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480. anna. 1675 leitaði hann einnig að- stoðar laganna vegna Magnúsar nokkurs Bjömssonar, sem hann áleit sekan um veikindi Helgu, konu sinnar, og er ekki að orðlengja það að Magnús var brenndur í héraði skömmu á eftir. Og áfram kærði Páll í Selárdal: 1678 grípur Þorleifur Kortsson mæðginin Þuríði Ólafsdóttur og son hennar, Jón Helgason, fyrir galdra- áreitni við heimili prófastsins. Bæði voru brennd í Barðastrandarsýslu samsumars. Höfðu nú sex manns verið brennd á níu árum að tilhlutan Páls Bjöms- sonar. Vorið 1681 andaðist Eggert sýslu- maður og missti Páll þá ástkæran bróður og jafnframt það yfirvald, sem jafnan var boðið og búið að beita valdi sínu við þá „illræðis- menn“ sem prófastur benti honum á að lagavöndurinn þyrfti að leggjast á. Þorleifur Kortsson hafði þá og verið sviptur lögmannsembætti sínu og einskis traust hjá honum að leita meir í brennumálunum. Og gerist nú hljótt um klerkinn í Selárdal. Samt má rekja það til hans er dóttir hans kærði og fékk brenndan Svein nokkurn Árnason í Arngerðareyrar- skógi 1683, sakaðan um að vera valdan að veikindum barna sinna. Þannig hefur hún haft óttann við galdrana með sér úr föðurhúsum. Síðustu ár séra Páls Það skal fúslega játað að í þessari samantekt um prófastinn í Selárdal hefur verið dvalið einkum við hlut hans að galdramálunum, þótt svo fjölmargt sé um hann að segja sem væri minningu hans til hróss og prýði NÝI DfMXkm Kennsla hefst 9. janúar HAFNARFJÖRÐUR Kennum í nýju húsnæöi að Reykjavíkurvegi 72. Sími 52996. REYKJAVÍK Kennum í Ármúla 17a. Sími38830. SELFOSS Kennsla hefst 11. janúar. Innritun nýrra nemenda sama dag kl. 15-17 í Inghóli. ÞORLÁKSHÖFN Kennsla hefst 13. jan. Innritun nýrra nemenda í síma 98-33551 kl. 18-20. EYRARBAKKI/STOKKSEYRI Innritun nýrra nemenda í síma 98-33551 á kvöldin. NJARÐVÍK/KEFLAVÍK Kennsla hefst 10. jan. Innritun og uppl. í síma 92-11708 kl. 18-20. Eygló. Greiðsluskilmálar: Raðgreiðslur/VISA/EURO Barnadansakennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdansakennsla Standard Latin Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma NYTT íslandsmeistarar kenna GRUNNSKÓLAR/FÉLAGASAMTÖK Tökum að okkur kennslu eftir nánara samkomulagi NYTT NYTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.