Tíminn - 07.01.1989, Side 9

Tíminn - 07.01.1989, Side 9
Laugardagur 7. janúar 1989 HELGIN 19 . SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMAL hennar brást ekki að Emma hefði ekkert á móti svolitlu slúðri. - Svo sannarlega, svaraði Emma þungbúin. - Petta var strax talið mjög dularfullt mál. Sante Boseggia var mjög auðugur maður og hafði enga ástæðu til að stinga af. Hann átti gullfallega konu þó.hún væri af lægri stigum og tvo myndarlega syni. Damiano var þá 17 ára, að mig minnir og Dario bróðir hans ári yngri. betta var fyrirmyndarfjöl- skylda. Að vísu var Sante talinn fremur nískur en svo margir auökýf- ingar eru taldir það og kannske eru þeir einmitt ríkir þess vegna. - Alveg rétt, sanrsinnti Elisa. - Hvað svo? Eiginmaðurinn hvarf - Hann bara hvarf, svaraði Emma. - Einn daginn var hann á ferli en daginn eftir var liann horfinn. Auð- vitað kallaði Lina á lögregluna en hún fann Sante ekki ogenginn hefur nokkurn tíma komist að hvað um hann varð. Blöðin höfðu eftir lög- reglunni að hann hefði getað dottið niður í neðanjarðarhelli eða eitthvað slíkt og ekki komist upp úr aftur. - Er mikið um slíka hella hér um slóðir? vildi Elisa vita. - Enginn svo vitað sé, svaraði Emma. - Auðvitað er það Lambro- áin en hún nær hvergi meðalmanni í hné. - Ef hann gekk mikið, er ekki ólíklegt að hann hafi villst og farið sér að voða, stakk Elisa upp á. Emma hló við. - Hann gekk aldrei lengra en að bílnum sínum, sagði hún. Elisa Vcronese fór aftur á hótelið og með strætisvagni í það sinnið til að spara sér útgjöld. Síðan fór hún í notalegt bað og lagðist á rúmið til að hugsa sinn gang. Allt sem hún hafði orðið vísari, staðfesti grun hennar. Emma hafði lýst Sante Boseggia fyrir henni og sú lýsing kom fyllilega heim við útlit mannsins í kristalskúlunni. Þá var hann 38 ára, laglegur maður með lítið, svart yfirskegg. Hins vegar hafði þetta allt gerst fyrir löngu. Emma taldi það hafa verið í ársbyrjun 1963. Elisa tók að efast um að nokkurn tilgang hefði að róta upp í svo gömlu máli. Yrði nokkuð hægt að sanna? Hvað kom henni málið við? Hún var spákona, ekki leynilögreglumaður. Þá datt henni annað í hug. Ef frú Boseggia vissi ekkert um hvarf manns síns 24 árum áður, því hafði hún þá aðcins spurt um sín eigin málefni? Því langaði hana ekkert að •vita hver örlög manns hennar urðu? Ekki hafði hún gleymt honum, því hún hafði þegar í stað vitað að Elisa var að tala um hann þegar hún missti út úr sér orðin um blóð og dauða. Ekkjan þurfti ekki að spyrja Ályktunin lá beint við: Frú Bos- Dario Boseggia (tv.) og bróðir hans Damiano undu illa nísku föðursíns. eggia þurfti ekki að spyrja spákonu, því hún vissi þegar allt. Hún haföi myrt mann sinn með öxi og falið líkið svo vel að lögreglan hafði aldrei fundið það. En hafði hún verið ein að verki? Lina Boseggia hafði ekki litið út fyrir að vera líkamlega fær um að kljúfa mann í herðar niður með öxi, hvað þá að draga lík hans í burtu og koma því svo vandlega fyrir að enginn fyndi það. Emma Venturini hafði lagt áherslu á að frú Boseggia hefði alla tíð verið einkar trú minningu bónda síns. - Það hcfur ekki komið karl- maður í húsið síðan synirnir fluttu að heiman, sagði hún. - Þeir cru komnir á fimmtugsaldur núna og líkast til báðir kvæntir. Hvorgur þeirra býr hér lengur. Lina Boseggia hefur búið ein í húsinu í nær 20 ár. Ef hún hefði átt elskhuga, hefðu allir í götunni vitað það. Það gilti um þjónustuliðið líka, hugsaði Elisa með sér. Auðvitað var ekki víst að Lina Boseggia hefði þjónustuliö en ólíklegt var af útliti hennar að dæma að hún eldaði sjálf matinn og þvægi þvottana. Hendur hennar virtust aldrei hafa komist í snertingu við uppþvottavatn. Eins og flestar spákonur var Elisa mannþekkjari og hún gerði ráð fyrir að ekki væri beinlínis dans á rósum að starfa hjá Linu Boseggia. Þar af gat leitt að þjónustufólkið nyti þess að slúðra um vinnuveitanda sinn. Það reyndist laukrétt ályktað. Þær fjórar manneskjur sem Lina hafði í þjónustu sinni voru fúsar til að tala um hana. Daginn eftir fór Elisa að húsinu nr. 8 og bankaði upp á hjá þjónustufólkinu, eldhúsmegin og spurðist fyrir um hina dularfullu vinkonu sína sem hún leitaði. Hún gæti hafa verið í þjónustuliði húsins á sínum tíma. Eldabuskan svaraði því til að ef svo hefði verið, hlyti vinkonan að hafa þurft mjög á vinnu að halda. Sjálf hefði hún verið hér í 3 vikur og hætti eftir helgina. Tónninn var svipaður hjá vinnu- konunni, þjóninum og garðyrkju- manninum. Ekkert þeirra hafði gott orð að segja um húsmóðurina en það kom Elisu að litlu gagni því ekkert þeirra hafði starfað þarna nema nokkra mánuði. Elisa fer til lögreglunnar Einu fréttirnar sem Elisa fékk, var að Sante Boseggia hefði verið lýstur opinberlega látinn í janúar 1981 og þar með eignaðist Lina allar eignir hans formlega. Þegar hér var komið. gat Elisa ekkert frekar að gert. Hún var koniin á enda slóðarsinnar, nema að kristalskúlan gæti vísað henni á lík Santes Boseggia en því bjóst hún tæpast við. Nú var um tvennt að ræða: Annað hvort færi hún hcim og gleymdi öllu um þctta eða til lögreglunnar og tæki þá áhættu að vera álitin geðbiluð og glata atvinnu sinni. Ákvörðunin var erfið. Hcnni var sama þó hún yrði álitin loddari en hafði þungar áhyggjur af að hún geröi ef til vill rangt með þessu. Þó svo að Lina Boseggia hefði myrt mann sinn, gæti hún hata hatt gilda ástæðu til þess'. Hann hafði ef til vill verið illemnni og kúgað fjöl- skyldu sína til undirgefni. Moröið gæti hafa verið sjálfsvörn. Að lokunt ákvað Elisa að skýra lögrcglunni frá málsatvikum. Hún var þess ekki umkomin að dæma um ástæður frú Boseggia, slíkt var vcrk yfirvalda. Sjálf var hún aðcins borg- Sante Boseggia hvarf sporlaust 24 árum fyrr. Hvað varð eiginlega um hann? ari sem hafði óvart komist yfir vissar upplýsingar og það var skylda henn- ar að afhenda lögreglunni þær. Morguninn eftir fór hún því til aðalstöðva lögreglunnar og þar sem hún var ekki búin að undirbúa mál sitt, átti hún í nokkrum erfiðleikum í fyrstu, mcð að gera sig skiljanlega við afgreiðslumanninn. Loks var henni vísað upp á loft, til yfirmanns að nafni Rocco Scorcese. Hann hlustaði alvarlegur og þögull á frá- sögn Elisu, sem hófst við kristals- kúluna í Verona. Elisa var ekki viss um að hafa getað komið máli sínu nógu vel til skila en þegar hún lauk því, sagði Scorcese að málið yrði rannsakað og að hcnni væri óhætt að fara aftur heim til Verona. Ef þörf væri á frekari upplýsingum frá henni, yrði henni gert viðvart. 24 ára morðmál tekið upp á ný Elisa fór hcim og þóttist ekki þurfa kristalskúluna til að sjá fyrir sér lögreglumanninn flcygja segul- bandsspólunni meðframburði henn- ar í rusalakörfuna. í þetta sinn var þó hugboö hennar rangt. Scorccse var alvörugcfinn og skyldurækinn maður scm afhcnti yfirmanni sínum spóluna, cn sá hét Lino Mantinclli. Lögregluforinginn var allt annars konar manngerö cn Scorsece. Hann var vcl upplýstur og vissi aö dulræntt af ýmsu tagi naut vissrar virðingarog var rannsóknaréfni vísindamanna víða um hcim. Þess vegna tók hann framburö Elisu Veronese alvarlega og bað Scorcese að sækja þegar öll skjöl um hvarf Santc Boscggia. Skjölin voru kontin í flokk „lokaðra málu" og í þeim var svo sem ekkert annað að finna en að maðurinn hcfði horfið á gamlársdag 1962 og ekki komið fram síðan. Vissulegti hafði htins veriö lcitaö. Boseggia var auöugur maður og hvarf hans var tckiö alvarlcga. Það hafði líka skapað vandamál. Hann var nógu auðugur til að láta sig einfaldlcga hvcrfa og hcfja nýtt líf hvar sem vera kynni í hciminum. Sitthvað þótti styðja þessa kenn- ingu. Frú Boscggia tilkynnti að tals- vert af fötum manns síns væri líka horfið pg allmikil fjárupphæð að auki. Ekki vissi hún nákvæmlcga hversu mikið, því cins og margir auðkýfingar kærði Sante sig ekki um að fólk vissi hvcru mikla pcninga hann ætti eða hvar hann geymdi þá. Vissulega var sá möguleiki athug- aður að glæpur hcfði vcrið framinn en rannsókn leíddi í Ijós að hvorugt hjónanna hafði átt vingott viö þriðja aðila og synirnir höfðu vcriö heima í skólalcyfi svo cnginn glæpur gat hafa vcriö framinn í húsinu án þcss að þeir vissu. Opinbcr kenning um hvarf Bos- eggia varð sú aö hann hefði dottið í jarðfall. Þetta var búið til vegna frú Boseggia, svo ckki spyrðist aö maö- ur hennar hefði yfirgefið hana. Slíkt var niðurlægjandi. - Varla líklegt að hann léti sig hverfa svona, sagði Mantinelli. - Hann var nógu auðugur til að kaupa sér skilnað ef hann var orðinn leiður á konunni. Hinn „horfni“ var nirfill - Ætlarðu að opna rannsóknina aftur? vildi Scorcese vita. - Ef ekki var hægt að leysa það fyrir 25 árum, því skyldi það þá vera hægt núna? - Núna hcf ég betra starfsfólk, svaraöi Mantinelli. - Farðu og vittu að hvcrju þú getur komist um þcnn- an Boseggia og samband hans við fjölskylduna. Scorcese sem var nákvæmlega santa að hverju hann vann, fór og ræddi við nágranna og fleiri sem þekktu Sante Boseggia. Hann kom aftur meö þær fréttir aö hvernig svo sem honum hefði komið saman við fjölskylduna, hefðu kona hans og synir nánast fyrirlitið hann. - Hann var víst fádæma nískur, sagði hann. - Ekki við sjálfan sig, heldur konuna og börnin. Faðirinn var ríkur en drengirnir fengu vasa- peninga eins og fátæklingasynir. - Athyglisvert, sagði Mantinelli. - Þetta gæti hafa verið rifrildi vegna pcninga sem endaði með slysi sem leíddi til dauða föðurins. Var Bos- “eggia smávaxinn? Þess er hvergi getiö hér. - Hann var stór, svaraði Scorcese af bragði. - Læknir hans sagði líka að hann hefðí verið hraustur og vel á sig kominn líkamlega, þó hann stundaði enga þjálfum. Læknirinn er á áttræðisaldri en man vel eflir Boseggia. - Gott, sagði Mantinelli. - Reyndu nú að komast að hversá um fjártnál hans. Einhver hlýturað hafa gert það. Þetta verkcfni var erfiðara. Þar sem flestum er illa viö að greiöa skatta, láta þcir lítiö uppskátt um fjármál sín og því ríkarr sem þeir eru, þeim mun rneiri ieynd hvílir yfir málunum. Stmtc Boseggia var vell- ríkur. - Hann hcfur greinilega ekki tekiö allan auðinn með sér, sagði Scorc- ese. - Fjárhagsráðgjafi lians vill ekki láta sín getið en hann fullyrðir að Boscggia hafi ekki tekiö með sér neina upphæð sem orö sé á gerandi. Hann hefði bara farið mcð citthvað reiðufé í vösunum. -Til hvers finnst þér þetta benda? spurði Mantinclli og hallaði sér fram á borðið. - Varla að hann hal’i dottiö í brunn. svaraði Scorccse sem ckki var gjörsneyddur kímnigáfu. Kristalskulan sagði rétt frá - Eg tel aö hann sé ekki í mjög djúpri holu. sagði Mantinelli fast- mæltur. - Áhugagrttfarar nenna sjaldan að grafa dýpra en cinn metra eða svo. - Synirnir hljóta aö hafa þurl't að hjálpa til, varö Scorccsc að orði. - Ég held hreinlega að þeir hafi gcrt það, fullyrti yfirmaður hans. - Fáðu hcimild og láttu rannsaka lóð- ina kring um húsið. Þú gctur sagt dómaranum að málið sé tekið upp aftur vcgna nýrra upplýsinga. - Það cr útilokað aö finna 25 ára gamla gröf, andmælti Scorccse. - Það er hægt með málmleitar- tæki, svaraði Mantinelli snöggt. - Við verðum bara að vona að hann hafi verið grafinn með hringana og kannski úrið. Leitin reyndist auðveldari cn nokkurn óraði fyrir, því Sante Bos- cggia var ékki aðeins mcð hringa og úr, hcldur varöxin, sjálft morðvopn- ið, grafin með honum og málmleitar- tækið gail við eins og brunabjalla þegar [rað kom að hcnni. Þó ekkert væri eftir af Sante Boscggia nema beinin, var hægt að hcra kcnnsl á hann af fötunum, skartinu og lækna- og tannlækna- skýrslum. Dánarorsökin fór ekkert rnilli rnála, því höfuðkúpan var í molum cftir að minnsta kosti þrjú högg með öxinni. Það stafaði af því að Lina, Dam- iano og Dario höfðu viljað eiga jafnan hlut að morðinu og því greitt Sante sitt höggið hvert. Morðið var framið á gamlárskvöld 1962 þegar Sante hafði fengið sér einum of mikið af áramótaveigun- um. Að öðru leyti vildu mæðginin fátt segja um málsatvik. Þau héldu því fram að morðið hefði ekki verið ráðgert fyrirfram, hlutirnir hefðu bara æxlast svona þegar Sante fór að sýna af sér ofstopa í ölæðinu. Þau neituðu að segja hvert þeirra hjó fyrst eða gefa upp nokkra ástæðu aðra en þá að Sante hefði verið svo fastheldinn á fé við fjölskylduna að jaðraði við nirfilshátt. Boseggia-mæðginin komu fyrir rétt vorið 1987 og og þann 15. mat voru þau íundin sek um morð af annarri gráðu og dæmd í 20 ára fangelsi livert um sig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.