Tíminn - 07.01.1989, Qupperneq 11
Laugardagur 7. janúar 1989
HELGIN
21
Stend og fell með
hlutverkum mínum
- segir Julie Andrews sem ekki er lengur barnfóstra í
hugum fólks. Hún lék barnfóstrur í „Tónaflóði“ og „Mary
Poppins“ en nú eru hlutverkin annars eðlis. í myndinni
„Dúett fyrir einn“ leikur hún konu sem bíður dauða síns
og þykir hún grátt leikin, og sættir sig ekki við þau örlög.
Fyrir 20 árum sveif snyrtileg og
siðavönd barnfóstra niður af heið-
um, enskum morgunhimni og lenti á
Cherry Tree Lane númer 17. Við
það tækifæri hélt hún ekki aðeins
innreið sína í líf Banks-fjölskyldunn-
ar sem þar bjó, heldur einnig í
hjörtu barnslegra sálna hvarvetna
um heim. Það átti einnig við um
nefndina sem úthlutaði Óskars-verð-
laununum það árið og veitti þau nú
byrjanda í fyrsta sinn í sögunni. Það
var Julie Andrews sem árið 1968
hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt
sem Mary Poppins.
Þá var mikið skrifað í blöð um
ungu, óþekktu leikkonuna sem hirti
þessi eftirsóttu verðlaun rétt við
nefið á sjálfri Sophiu Loren. Stór-
stjörnur jafnt sem framámenn í
kvikmyndaheiminum voru furðu
lostin yfir að stjarna ársins skyldi
konta úr barnamynd. í þá daga var
Julie Andrews ekki talin neitt nema
byrjandi í Hollywood, en aðeins í
kvikmyndum. Hún hafði nefnilega
staðið á leiksviðsfjölunum frá 12 ára
aldri og var gerð að barnastjörnu
eftir að hún heyrðist syngja sinni
háu, skæru röddu í loftvarnarbyrgi í
London.
Auðvitað vissu menn í Hollywood
ekkert um það, þrátt fyrir að Julie
hafði lagt New York að fótum sér
sem Eliza í „My Fair Lady.“ { þá
daga var svo langt milli austur- og
vesturstranda Bandaríkjanna að
Audrey Hepburn var gerð að Elizu
í kvikmyndinni í stað Julie Andrews.
Það urðu Julie mikil vonbrigði en þó
lán í óláni þegar allt kom til alls.
Nokkrum dögum síðar birtist sem sé
mikill maður frá sjálfu ævintýraland-
inu í búningsherbergi Julie, enginn
annar en faðir Andrésar andar,
Mikka músar og annarra dáðustu
teiknimyndapersóna heimsins. Þetta
var Walt Disney í leit að söngstjörnu
og þannig atvikaðist það að Julie
Andrews varð barnfóstra allra barna
á sjöunda áratugnum.
Áreiðanlega eru margir sem enn
líta á Julie sem Mary Poppins og hún
gerir sér sjálf grein fyrir því. Hlut-
verkið á enn stóran sess í huga
hennar því það réð úrslitum um
frama hennar.
Vafasöm hlutverk
- Losnarðu nokkurn tíma við
Mary Poppins?
- Vonandi ekki en ég vil gjarnan
geyma hana á góðum og öruggum
stað þar sem ekkert getur hent hana.
Þó allir muni Mary Poppins svo vel
af því myndin varð vinsæl, held ég
að heildin tali sínu máli, bæði Mary
og allt annað sem ég hef gert.
Margt var misjafnt í þeim fjölda
annars flokks mynda sem Julie lék í
eftir að „Tónaflóð" og „Hawaii“
festu hana í sessi sem úrvals leik-
konu. Á næstu árum lék hún í
allmörgum myndum sem sumar
hverjar voru létt afþreying en aðrar
blátt áfram skelfilegt rusl.
Meðal þeirra betri var „Stjarna"
sem hún lék í 1967 og var þá
næsthæstlaunaða stjarnan á eftir El-
izabeth Taylor. „Millie“ var ein
þeirra skárri, svo og Hitchcock-
spennumyndin „Að baki járntjalds-
ins“ þar sem mótleikarinn var Paul
Newman. Flestar aðrar myndir
hennar voru slæmar.
Inn á milli góðra og lélegra hlut-
verka dvínuðu vinsældir Julie tölu-
vert þegar eitt af stærri kvikmynd-
averunUm greiddi henni 5 milljónir
dollara fyrir að hætta við að leika
aðalhlutverkið í myndinni „She lov-
es me“ sem hún var annars samn-
ingsbundin til. Það var þó langt frá
að þetta bugaði Julie því vinnan var
svo sannarlega ekki allt líf hennar.
Hana langaði að sinna fjölskyldu
sinni jafnhliða leiknum og nú notaði
hún tækifærið til þess, þegar hún var
nánast beðin um það.
Það var þörf á að sameina fjöl-
skylduna eftir að hjónaband Julie og
æskuvinar hennar. Tonys Walton
fór út um þúfur. Hún tók Emmu
dóttur sína, sem nú er 25 ára og
leikkona, með sér inn í hjónabandið
með leikstjóranum Blake Edwards,
en hann átti tvö börn fyrir, Geoffrey
og Jennifer sem einnig eru uppkom-
in. Raunar leikur Jennifer með Julie
í „That’s life“ og Julie er nú amrna
dóttur Jennifer.
Tvö börn bættust við þegar í Ijós
kom að Julie og Blake gátu ekki
eignast börn saman. Þau ættleiddu
tvær víetnamskar telpur.
Fjölskyldulíf mikilvægt
-Auðvitað vonaði ég að við Blake
eignuðumst börn, segir Julie, - en
þegar það var ekki mögulegt ákváð-
um við í staðinn að ættleiða börn,
því við vildum ekki vera barnlaus.
Það var eiginlega ekki ákveðið fyrir-
fram að þau yrðu víetnömsk því
okkur var nákvæmlega sama hvaðan
úr heiminum við fengjum þau.
Nokkrir vina okkar höfðu ættleitt
börn fyrir tilstilli stofnunar einnar og
voru ánægð með þjónustuna svo við
ákváðum að gera það líka. Þannig
fengum við Amy og Joönnu sem nú
eru 12 og 13 ára. Við fengum þær
nokkurra mánaða gamlar.
Þegar Julie var ekki að .sinna
börnum og heimili. notaði hún tím-
ann til að gera sjónvarpsþætti og
skrifaði jafnframt fyrstu barnabók
sína.
- Þetta tímabil ævi minnar var
frábrugðið öðrum en þess ber að
gæta að frami stígur ekki jafnt og
þétt. Stundum eru lægðir og slíkt
hendir alla.
Nokkur tími leið þar til Holly-
wood-útvegurinn jafnaöi sig á Julie-
Andrews-áfallinu. Nú er Julie hins
vegar komin afur tvíefld. Fyrst var
það myndin „That's life“ og síðan
stórt hlutverk hennar í myndinni
„Dúett fyrir einn.“
Sú mynd fjallar um fiðluleikarann
Stephanie Anderson sem haldin er
taugalömun, bið hennar eftir dauð-
anum og baráttu hennar við að
sættast á að falla af stjörnuhimninum
niður í hjólastól. Með missi máttar-
ins missir hún einnig viljann til að
vera manneskja.
Ekki bætir úr skák að eiginmaður
hennar sem leikinn er af Alan Bates,
stingur af með einkaritaranum og að
eftirlætisnemandinn fer til New
York. Beiskjan í garð umheimsins,
sem verður að bera hluta ábyrgðar-
innar á ranglætinu, nær algerlega
tökum á Stephanie. Loks á hún svo
erfitt með að hafa eðlilegt samband
við nokkra manneskju að einungis
trygglynd þjónustustúlka lætur sig
hana einhverju varða.
Skelfilegur
sjúkdómur
I örvæntingarfullri tilraun til að
varðveita kvenleika sinn og þola
sjálfa sig, verður hún sér úti um
vafasaman elskhuga. Þrátt fyrir það
eiga þau sitthvað sameiginlegt og
náunginn sem heitir Harry, gerir
eins konar kraftaverk, auðvitað al-
veg óvart.
Hann endurreisir sjálfstraust
Stephanic og í hégómlegum huga
hans vaknar meira að segja svolítil
væntumþykja. Þannig veitir hann
henni óbeint hugrekki til að nýta sér
ráð og leiðbeiningar sálfræðingsins,
sem Max von Sydow leikur.
Þegar Julie var að undirbúa sig
undir hlutverkið, heimsótti hún sér-
deild fyrir taugalömunarsjúklinga til
að fræðast um sjúkdóminn. Hún
bjóst við að slíkt yrði illa tekið upp
en það fór á annan veg.
- Það kom mér þægilega á óvart
hvað þetta fólk var fúst til að fræða
mig. Flestir voru ánægðir með að
vakin væri athygli á sjúkdómnum í
kvikmynd. Sjúklingar voru einkar
hjálpsamir, komu mjög til móts við
mig og lögðu mikið á sig til að kynna
mér vandamálin. Við upptökur var
einnig sálfræðingur sem annaðist
taugalömunarsjúklinga og ég leitaði
iðulega til læknis míns til að fá sem
mest að vita.
Auðvitað fyllist maður skelfingu
við tilhugsunina um að eitthvað slíkt
kunni einhverntíma að henda mann
sjálfan, heldur Julie áfram. - Mynd-
in vakti mig til alvarlegrar umhugs-
unar um hvað ég myndi gera ef ég
fengi sjúkdóminn, hvernig ég brygð-
ist við. Yrði ég ekki gjörsamlega
eyðilögð manneskja ef ég missti
röddina, yrði háð hjólastól og gæti
ekki lengur lifað lífinu eins og nú?
Ég vcit ekki hver viðbrögð mín yrðu
og vona að ég þurfi ekki að komast
aö því. Ef það gcrist samt, reyni ég
að horfast í augu við staðreyndina
og njóta lífsins eins og mögulegt er
meðan hægt er, ef ég hef styrk til
þess.
Vill ekki festast
I myndinni er því miður aðeins
lögð áhcrsla á líkamlegar afleiðingar
sjúkdómsins, en ekkcrt er vikið að
þeim alvarlegustu sem eru þau áhrif
sem hann hefur á heilastarfsemina.
Ég held að það hefði verið afar
erfitt að kafa dýpra í eðli sjúkdóms-
ins, því hann lýsir sér á mjög mis-
ntunandi hátt eftir einstaklingum.
Sumir deyja nijög fljótt, aðrir lifa
kannski árið og enn aðrir stríða við
þetta árum saman, fá köst öðru
hvoru og geta lifað eðlilegu Iífi á
milli. Köstin versna þó með tíman-
um og endirinn er alltaf sá sami...
Þó „That's life" og „Dúett fyrir
einn“ séu hvorutveggja myndir um
mjög alvarleg efni, þýðir það ekki að
Julie Andrews hafi söðlað um. -Ég
vil gjarnan vinna að sem fjölbreytt-
usturh verkefnum. Ef mér yrði á
morgun boðið að taka þátt í nýjum
söngleik, þægi ég boöið fagnandi.
Það eina sem ég vil ekki, er að
festast í ákveðinni manngerð, af
hvaða tagi sent hún kann að vera.
Auðvitað verður maður að vera
sjálfum sér trúr og viðurkenna að
maður hæfi ekki í hlutverkið ef svo
ber undir.
í því sambandi er um tvær ákvarð-
anir að ræða sem ekki mega hafa of
mikil áhrif hvor á aðra: Getur maður
leikið hlutvcrkið og vill maður gera
það?
Ég hef hafnað boðunt um leik í
fjölmörgum myndum, sem mér
fannst ekki hæl'a mér. Það var vegna
myndanna, ekki mín vegna. Mér
fannst einfaldlega að ég gæti ekki
lagt að ntörkum það sem nauðsyn-
Iget var.
- Hvaða hlutverkum hefurðu
hafnað?
- Því miður get ég ekki sagt frá
því, það væri ekkj sanngjarnt gagn-
vart öðru fólki.
Margs konar hlutverk
Julie Andrews viðurkennir að
margar þeirra mynda sem hún lék í
eftir frægðina í „Tónaflóði" og
„Hawaii" hafi hvorki fallið gagnrýn-
ednum né áhorfendum í geð. Þrátt
fyrir það voru þær vinna hennar og
ekki er hægt að útiloka þær. - Maður
getur ekki sagt sem svo, að einmitt
þetta hlutverk hæfi manni sérlega
vel, en eftir á, þegar myndin kolfell-
ur, söðlað um og sagt að hlutverkið
hafi raunar aldrei átt við mann. Það
er ekki hægt að sigra í hvert skipti.
- Hvaða hlutverk var það versta?
- Þau voru mörg slæm en mér
þykir engu að síður vænt um mörg
þeirra, því með þeim öðlaðist ég
reynslu og kynntist frábæru fólki. Ég
eignaðist nýja vini og það er nokkuð
sem skiptir meira máli en allt annað.
Julie Andrews og Blake Edwards
eiga sitt annað heimili í Sviss. Þau
féllu fyrir bænum Gstaad er þau
voru þar eitt sinn í leyfi og ákváðu
upp frá því að deila búsetu sinni milli
Malibu-strandar í Kaliforníu og
svissneska fjallabæjarins. Þannig
hefur það gengið til í 14 ár og ekkert
borið út af. Sama gegnir um ástina
og Julie Andrews Ijómar öll þegar
hún talar um mann sinn:
- Hann er stórkostlegur leikstjóri
og ég dýrka hann sem slíkan líka,
segir hún eins og ástfangin skóla-
stúlka. En skyldi henni ekki finnast
neitt erfitt að vinna undir stjórn
hans?
- Stundum, en á hinn bóginn er
það líka auðvelt stundum því hann
gætir mín og sýnir mér tillitssemi.
Það sem veldur erfiðleikunum er að
ég geng stundum fram af mér við að
þóknast honunt. Einnig cr erfitt að
umgangast hann heima við eftir
misheppnaðan vinnudag.
Syngur, leikur og skrifar
Hjónin eru bæði önnum kafið fólk
og telja þaö mikinn viðburð ef svo
vill til að þau geta borðað morgun-
mat saman öðru hvoru. Julie hefur
nefnilega í mörg fleiri horn að líta en
kvikmyndahornið. Hún cr í stjórn
hjálparsamtaka í Kaliforníu, sem
vinna að málefnum bágstaddra
barna. Auk þess sendir hún stöðugt
frá sér plötur og sl. vor voru það
ástarsöngvarnir „Soundsketches."
Drjúgt af tíma hennar fer líka í gerð
sjónvarpsþátta og þar á ofan er hún
að skrifa enn eina barnabók.
- Hún fjallar unt kettling sem
heitir Babc og fcrðast umhverfis
jörðina. Hann lendir í mörgum
ævintýrum og upplifir furðulegustu
atburði. Hann er að mörgu leyti eins
og ég, segir Julie Andrews að end-
ingu.