Tíminn - 01.04.1989, Síða 12

Tíminn - 01.04.1989, Síða 12
24 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 AÐ UTAN Stórar og liðugar konur, ánægðar með sjálfar sig og tilveruna Besti vinur bandarískra húsmæðra: Stórum konum kennt að losa sig við minnimáttarkennd Nú er ekki lengur talað um „feitar“ konur í Bandaríkjun- um. Þær eru orðnar „stórar“ í staðinn og eru fjölmargar, taldar vera um 30 milljónir þar í landi. Með öðrum orðum, þær myuda stóran markað sem ástæðulaust er að líta fram hjá. Það er þess vegna skynsamlegt fyrir framleiðendur og seljendur að höfða til þessara kvenna. Hætta að ala á minnimáttarkenndinni og kenna þessum konum að vera ánægðar með sig eins og þær eru. Stórar og í góðu líkamlegu formi Sjónvarpsstöðin ABC hefur fengið til liðs við sig vinsælan sjónvarpsmann, Robb Weller, sem hefur tekist að koma sér í mjúkinn hjá húsmæðrum um gjörvöll Bandaríkin. Leyndardómurinn við vinsældir hans er einfaldur: „Þið getið verið bæði stórar og í góðu líkamlegu formi“. Robb Weller hefur ekki áttað sig enn á þeirri upphefð sem felst í þessum vinsældum hans meðal húsmæðra en segir þó, að þegar á það sé litið að húsmóðurstarfið sé eitthvert erfiðasta starf sem um getur og að mjög margar konur hafi nú tekið þeim sinnaskiptum að hætta að vinna utan heimilis og haldi sig í staðinn heima og eignist börn, þyki honum ekkert við það að athuga að þeim líki vel boðskap- ur hans í sjónvarpinu. „Ég vona að þær líti á mig eins og fræðandi vin,“ segir hann. Fræðslan sem hann er nú að útbreiða, í samvinnu við fleiri, er saman komin á leikfimimyndbandi sem ætlað er stórum konum. Á myndbandinu eru leikfimiæfingar fyrir of þungar konur og þar er aðaláherslan lögð á líkamshreysti. Ef konurnar léttast um nokkur pund í leiðinni er bara litið á það sem hvert annað happ. Óvænt innrás á megrunarmarkaðinn Það eru svo sem til fleiri mynd- bönd með leikfimiæfingum fyrir konur, en þetta er engu öðru líkt. t>ar er samankomið sannkallað safn af teygjum, snúningi, ópum, og öskrum, sem auka á líkamsfeg- urðina - og allt í yfirstærð. Allur þessi atgangur er til að sannfæra stórar konur um ágæti þeirra og gefa þeim aukið sjálfsálit. Mynd- bandið er eiginlega innrás á geysi- stóran markað sem undanfarin ár hefur verið yfirfylltur af bókum um megrun, myndbönd með megrun- arkúrum og þ.u.l., sem margar konur hafa sóst ákaft eftir í von um að ná hinu eftirsótta útliti kvik- T

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.