Tíminn - 26.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. september 1989 Tíminn 5 Undantekningar frá lélegu veiðisumri: Veiði með besta móti í Fljótum Veiðitímabilinu sem er að ljúka er eitt það besta í Fljótum um langt árabil. Eftir að laxveiði hafði farið mjög rólega af stað glæddist veiði þegar leið á júlímánuð og í ágúst og september má segja að hafi verið mjög góð veiði. Úr Fljótaá komu á land um 320 laxar sem er með því mesta sem áin hefur gefið frá því farið var að skrá veiðina skipulega. Mestur hluti laxins var að vísu smálax.en það gefur hinsvegar vonir um verulegar göngur af stórlaxi næsta sumar. Leigutaki Fljótaár er Stangveiði- félag Siglufjarðar. Flókadalsá hefur gefið liðlega 110 laxa í sumar sem einnig er með því besta sem vitað er um á einu sumri. Þar hefur stærra hlutfall af veiðinni verið stórlax enda áin löngum gefið allmikið af slíkum fiski. í báðum ánum hefur verið mjög góð bleikjuveiði þannig að veiðimenn hafa oftast yfirgefið árn- ar lukkulegir seinni hluta sumars- ins. Skýringar á þessari góðu veiði í Fljótum eru ekki augljósar á sama tíma og veiði í flestum öðrum laxveiðiám á Norðurlandi dregst verulega saman en helst hallast menn á að veiðiaukninguna megi rekja til verulegra seiðasleppinga í árnar síðustu tvö ár. ÖÞ. Níels Hermannsson einn af leigu- tökum Flókadalsár heldur hér á hluta af dagsveiðinni úr ánni fyrir skömmu. Timamynd ÖÞ Sjávarútvegsráðherra segir að gera verði ráð fyrir að vinnslan skili hagnaði: Hagnaður þyrfti að verða um 5% Á opnum fundi þingflokks Framsóknarflokksins með Vestfirðingum sem fram fór á ísafirði um helgina sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra m.a. að gera yrði ráð fyrir að fiskvinnslan skilaði hagnaði svo hún gæti farið að borga skuldir sínar. Síðustu misseri hafa aðgerðir stjórnvalda einkum miðast við að halda afkomu vinnslunnar í kringum núllið, eða það sem kallað hefur verið núllstefna. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva sagði í samtali við Tímann að miðað við þá stöðu sem fiskvinnslustöðvar væru í í dag, þá væri 5% hagnaður algjört lágmark. Þá er reiknað með að skuldir fiskvinnslunnar vegna húss og búnaðar, fyrir utan afurðalána- skuldir nemi rúmum 20 milljörðum. Samkvæmt útreikningum Samtaka fiskvinnslustöðva er hallinn í dag um 1,5% en framan af árinu var hallinn eitthvað meiri. „Umsnúningurinn þarf því að vera ansi mikill, eða úr 1,5 til 2% halla í að minnsta kosti 5% hagnað. Þetta er ansi mikill umsnúningur þegar prósentið í þessu er um 300 milljónir," sagði Arnar. Hagnaðurinn í fiskvinnslunni einni og sér þyrfti að vera um 1500 milljónir, að sögn Arnars. Aðspurður sagði hann að þessi stefnubreyting hefði þurft að koma miklu fyrr og væri sjálfsagt á elleftu stundu. Hann sagðist telja að menn væru farnir að gera sér grein fyrir því að þegar eignir í vinnslunni væru upp á 25 milljarða fyrir után afurða- birgðir og skuldir upp á kannski 22 milljarða á móti, þá væri óskaplega erfitt að komast út úr þessu. í annan stað sagði Arnar að þegar skuldirnar eru orðnar svona miklar þá verður fjármagnskostnaðurinn svo mikill, þannig að í raun væri staða greinar- innar engin. „Ég sagði á aðalfundi SF um helgina að við væru líklega búin að tapa 4 til 5 milljörðum á tveimur árum,“ sagði Arnar. - ABÓ Fólk er óánægt með landbúnaðarstefnuna vegna þess að því finnst verðið of hátt: Um 30% vill innflutning Almenningur er óánægður með stefnu stjórnvalda í landbúnaðar- málum. Þær ræður mestu megn óánægja með verð á landbúnaðar- vörum. Fólk er þó ánægt með gæði þeirra og um 70% vill ekki flytja inn landbúnaðarvörur jafnvel þó að það komi til með að lækka verðið. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun sem Neytendasamtök- in hafa gert á afstöðu fólks til landbúnaðar og landbúnaðarvara. Fólk var spurt um viðhorf sitt til stefnu stjórnvalda í landbúnaðar- málum. 77,8% kváðust hafa nei- kvæða afstöðu til stefnunnar en 22,2% sögðust hafa jákvæða af- stöðu til hennar. Spurt var einnig um afstöðu fólks til stefnu stjórn- valda í sjávarútvegs- og iðnaðar- málum. 46,9% höfðu jákvæða af- stöðu til iðnaðar en 53,1% nei- kvæða. 55,6% höfðu jákvæða af- stöðu til sjávarútvegsstefnunnar en 44,4% voru henni andsnúnir. Við spurningunni um hvort að viðkomandi finnist að það eigi að framleiða sem flestar tegundir landbúnaðarvara á íslandi, sögðust 88,7% vera því hlynntir en 11,3% voru því andvígir. Merkjanlegur munur var á afstöðu höfuðborgar- búa og landsbyggðarbúa því aðeins 6,1% landsbyggðarbúa svöruðu spurningunni neikvætt á meðan 14,9% höfuðborgarbúa svöruðu henni neikvætt. Þá var spurt: „Ef það yrði til að lækka verð á landbúnaðarvörum, eigum við þá að flytja inn landbún- aðarvörur?" Þessari spurningu svöruðu 30,1% jákvætt en 69,9% neikvætt. Það er því svo að sjá að það sé mikil andstaða við innflutn- ing á landbúnaðarvörum til lands- ins jafnvel þó að spurningin sé orðuð á þennan hátt. Það kann þó að breytast með árunum því að Eigum við að flytja inn landbúnabarvörur? % þeirra sem tóku afstöbu Greinilegt er að yngra fólk hefur meiri áhuga á að flytja inn landbúnaðar- vörur en það eldra. Stuðningur við hugmyndir um innflutning á landbúnaðarvörur kann því að vaxa með árunum. áberandi meiri stuðningur er við innflutning landbúnaðarvara með- al yngra fólks. Þannig svöruðu 18,47o tolks eldra en 50 ára spurn- ingunni jákvætt á meðan 38,1% í aldurshópnum 20-29 ára svöruðu henni jákvætt. Mikill munur var milli þéttbýlis og dreifbýlis í þessu efni. Þannig svöruðu 16,6% lands- byggðarbúa spurningunni jákvætt en 39,6% höfuðborgarbúa gerðu það. Það vantar því ekkert mjög mikið upp á að helmingur höf- uðborgarbúa vilji flytja inn land- búnaðarvörur. Karlar eru hlynnt- ari innflutningi á landbúnaðarvör- um en konur. Þeir sem voru hlynntir innflutn- ingi á landbúnaðarvörum voru spurðir um hvaða landbúnaðarvör- ur þeir vildu flytja inn. Flestir nefndu grænmeti en síðan komu kartöflur, kjúklingar, nautakjöt, svínakjöt, egg, kindakjöt og mjólk. Fæstir nefndu kindakjöt og mjólk. Þá var spurt út í gæði nokkurra landbúnaðarvara. Mjólkurvörur komu áberandi best út en þar á eftir komu egg, grænmeti, svín, kjúklingar, nautakjöt, kindakjöt og kartöflur. Nærri 40% aðspurðra voru óánægðir með gæði kinda- kjöts og kartafla. Að lokum var fólk spurt út í verð á landbúnaðarvörum. Greinilegt er að fólk taldi það alltof hátt. Yfir 80% fannst verð flestrar tegunda landbúnaðarvara vera óhagstætt. Óhagstæðast þótti fólki verð á kindakjöti en þar á eftir nefndi fólk kjúklinga, mjólk, nautakjöt, kart- öflur, grænmeti, egg og svínakjöt. Svínakjötið kom langbest út í þess- ari spurningu en 69,5% töldu verð- ið þó vera of hátt. Þetta sýnir hvers megn óánægja fólks er með verð á landbúnaðarvörum. - EÓ Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambandsins segir um könnun Neytendasamtakanna: „Er ekki óánægður með niðurstöðuna“ „Fólk er óánægt með verðið og það er ósköp eðlilegur hlutur. Því hefur aldrei verið haldið fram að þessar vörur væru ódýrar. Fyrir almenning er það auðvitað grundvallar atriði þegar kreppir. að í samfélaginu og kaupmáttur rýrnar að eiga kost á ódýrum mat. Bændur gera sér mætavel ljóst að matvörur eru dýrar og á nýafstöðnum aðalfundi Stéttar- sambandsins var samþykkt að leitað yrði allra leiða til að lækka matvælaverðið," sagði Gunn- laugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda þegar hann var spurður álits á skoðana- könnun Neytendasamtakanna um viðhorf fólks til landbúnaðar. „í þessu efni ráða bændur ekki öllu. Það hefur t.d. komið í ljós að hefðbundnar niðurgreiðslur á allar mjólkurafurðir sem voru um 900 milljónum árið 1987 eru komnar niður í um 350 milljónir í dag. Það hefur því dregið gífur- lega mikið úr niðurgreiðslum. Þetta er orðið lítið annað en endurgreiðslur á söluskatti. Við óttuðumst það alltaf þegar sölu- skattur á landbúnaðarvörur var lagður á að hann myndi koma meira inn í verðið og það hefur því miður orði niðurstaðan." Gunnlaugur sagðist vera ánægðastur með að könnunin sýndi að fólk vildi eindregið að þessar vörur yrðu framleiddar innanlands. Jafnframt sýndi hún að fólk er mjög ánægt með gæði varanna. „Landbúnaðarvörur eru góðar og það er þeirra sterka hlið.“ Gunnlaugur sagði að útkoman úr þessari könnun væri betri en könnun sem Hagvangur gerði í upphafi þessa árs. Það væri því ekki ástæða til að vera óánægður með hana, sérstaklega þegar tek- ið er tillit til allra þeirra umræðu sem farið hefur fram um innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Gunn- laugur kvað niðurstöðu úr könn- un Neytendasamtakanna vera góða ef tekið væri mið af niður- stöðum úr hliðstæðum könnun- um frá Norðurlöndunum. Gunnlaugur sagði að lokum að það mætti velta því fyrir sér hvað fólk þekkti mikið til landbúnað- arstefnunnar og hvort það væri færtumaðdæmaumhana. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.