Tíminn - 19.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. desember 1989 Tíminn 5 Að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, liggur nú fyrir í stórum dráttum, samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu, um framgang þingmála, þar til jólahlé hefst 22. desember. Enn á þó eftir að ganga frá samningum um tillögur fjármálaráðherra um frestun gildistöku ákvæða nýju sveitarstjórnarlaganna, hvað varðar heilsugæsluna í Reykjavík, ásamt greiðslum frá ríki vegna tannlæknaþjónustu. Gert er ráð fyrir að ná um 200 m.kr. sparnaði vegna kostnaðarhlutdeild ríkisins í rekstri Borgarspítalans og um 350 m.kr. sparnaði ef kostnaðarhlutdeild ríkisins við tannlækningar fellur niður. Samkvæmt heimildum Tímans hótuðu sjálf- stæðismenn málþófi ef þetta gengi eftir. Nú eru hins vegar að, sögn Guðrúnar, líkur á samkomulagi um þessi mál. Forsetar Alþingis funduðu stíft með formönnum allra þingflokka í gær og lauk seinasta fundi á tíunda tímanum í gærkvöld. Á þessum fundum kom fram skýr andstaða fulltrúa stjórnarandstöðunnar við þá hugmynd að fresta gildistöku ein- stökum á ákvæðum laga um verka- skiptingarinnar. Á tímabili leit út fyrir að ekki myndi ná saman og stjórnarandstaðan færi í hart og beitti sér fyrir að stöðva framgang fjárlagafrumvarpsins og tekjuöfl- unarfrumvarpa í þinginu. Úr þessu rættist og nú er samkomulag um að fjárlög og brýnustu tekjuöflunar- frumvörp ríkisstjómarinnar verði að lögum fyrir jól. Hins vegar hefur verið gert samkomulag um að frum- varp er heimilar stofnun umhverfis- ráðuneytis verði ekki tekið fyrir að nýju fyrr en í síðustu viku janúar- mánaðar á næsta ári. Það eru því ekki líkur á að Júlíus Sólnes, for- maður Borgaraflokks, verði um- hverfisráherra fyrr en í mars 1990. „Þetta gekk mjög vel,“ sagði Guðrún Helgadóttir, erTíminn innti hana eftir niðurstöðum síðasta fund- arins í gærkveldi. „Ég held að það séu allar líkur á að þetta náist saman og við ljúkum þessu á föstudaginn, eins og til stóð, og hefjum þá aftur störf 21. janúar. Hér er allt í góðu gengi og góðu samkomulagi.“ Tillögur um sparnað og niður- skurð í ríkisrekstrinum upp á um einn milljarð á næsta ári, voru lagðar fyrir þingflokka ríkisstjórnarinnar í gær. I þessum tillögum er m.a. gert ráð fyrir að sveitarfélögin taki á sig um 350 milljónir, vegna tannlækna- kostnaðar, umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Rök fyrir því eru að þessi upphæð hafi verið misreiknuð og ekki átt að lenda á ríkinu, þegar gengið var frá nýjum verkaskiptingarlögum um næsta ári. Sparnaðartillögurnar voru ræddar í ríkisstjórninni um helgina og mun vera samstaða um þær meðal á þeim vettvangi. Auk þeirra 350 milljóna, sem spara á með því að færa kostn- aðarliðinn vegna tannlækninganna yfir til sveitarfélaganna, er ráðgert að sparaðar verði 60 milljónir í launakostnað við Þjóðleikhúsið, en sem kunnugt er verður það lokað vegna endurbóta meiripart næsta árs. Þá er ráðgert að ríkissjóður taki 400 milljón króna lán til þess að unnt verði að standa við þau fyrirheit er gefin hafa verið varðandi vísitölu- hækkanir á lánum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, vildi í gær ekki tjá sig um hugmyndir ríkisstjórnarinnar varðandi niður- skurð útgjalda. Staða helstu mála á þingi er þannig, að stjórnarfrumvarp um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga varð að lögum í gær, frum- varp um tekjuskatt og eignaskatt fór úr þriðju umræðu í neðri deild þingsins upp til efri deildar, frum- varp um skattafrádrátt vegna fjár- festingar í atvinnurekstri fór til þriðju umræðu og sömuleiðis er einungis eftir þriðja umræða um nýtt frumvarp um Fiskveiðasjóð íslands. Til stóð að afgreiða frumvarp um virðisaukaskatt úr fyrstu umræðu til annarrar í neðri deild í gærkvöld og í nótt mun hafa verið tekin fyrir í sjötta skipti skýrsla utanríkisráð- herra um könnunarviðræður EFTA og EB. Til stóð að ljúka þeirri umræðu, en í dag verður formlega skrifað undir ákvörðun EFTA-ríkj- anna um að ganga til formlegra viðskiptasamninga við Evrópu- bandalagið. Fjárlög fóru sem kunnugt er til nefndar fyrir helgi, eftir að fyrstu umræðu um þau lauk í sameinuðu þingi. Áætlað er að þau verði tekin til þriðju og síðustu umræðu á morgun. - ÁG Ný stuttmynd nefndar um átak í áfengisvörnum: Vímuefnanotkun: Leikur að eldi Fyrir skömmu var frumsýnd leikin stuttmynd, Leikur að eldi, en mynd- in var gerð að tilhlutan nefndar um átak í áfengisvörnum og stofnuð var í tilefni af bjórtökunni fyrr á þessu ári. Nefndinni var ætlað að vinna að áfengis- og vímuefnavörnum meðal barna og unglinga. Hún efndi í þeim tilgangi til samkeppni í grunn- og framhaldsskólum s.l. vor um handrit að myndinni. Verðlaunahandritið sem myndin er gerð eftir er eftir Gerði Gestsdóttur nema í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Myndin er gerð af kvikmyndafé- laginu Nýja bíói undir leikstjórn Hilmars Oddsonar, Guðmundur Kristjánsson kvikmyndaði og Þor- steinn Úlfar Bjömsson tók upp hljóð og tónlist í myndinni er eftir Hilmar Oddsson og Pétur Hjaltested. Leikarar eru allir ungir nemendur grunn- og framhaldsskóla. Þeir eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Karl Olgeirsson, Heiðrún Anna Björns- dóttir, Elsa Nielsen, Guðmundur Elías Stefánsson, Halldóra Anna Hagalín, Gunnar Ómarsson, Bryn- hildur Guðmundsdóttir og Jökull Sigurðsson. Hilmar Oddsson leikstjóri sagði að við gerð myndarinnar hefði verið leitast við að feta gullinn meðalveg og höfða til venjulegra unglinga sem búa við eðlilegt heimilislíf. Mynd- inni væri ætlað að vekja ungt fólk til sjálfstæðrar og skynsamlegrar um- hugsunar um vímuefnamál en ekki að predika eða hafa uppi áróður sem haft gæti þveröfug áhrif við það sem ætlast var til. Leikur að eldi verður sýnd í skólum, sem aukamynd í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi.-sá Leikarar í stuttmyndinni Leikur að eldi. Frá vinstri; Karl Olgeirsson, Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Elías Stefánsson, Jökull Sigurðsson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Heiðrún Anna Björnsdóttir og Elsa Nielsen. Tímamynd: Pjetur. Jólabókasala tók kipp um helgina Bóksala tók verulegan kipp um síðustu helgi, en hún hefur verið frekar dræm fram að þessu. Margt bendir til þess að bókaútgefendur sjái fram á samdrátt um þessi jól. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir söluhæstu bókunum á þessu stigi. Svo virðist sem að engin bók ætli að stinga aðrar af um þessi jól, en nokkuð margar bækur virðast seljast vel. Bóksalar segja að of snemmt sé að fullyrða um að samdráttur verði í sölu fyrir þessi jól, en þó bendir flest til þess að svo verði. Undan- farin ár hefur sala á bókum síðustu vikuna fyrir jól verið mjög mikil, sumir hafa jafnvel talað um að þá seljist 70% af ölium jólabókunum sem seldar eru fyrir jólin. Menn eru því sammála um að þessi vika skipti gífurlega miklu máli. Framboð á markaðinum jókst nokkuð um þessi jól þannig að samdráttur í sölu kemur þyngra niður en ella hefði orðið ef að bókaútgefendur hefðu gefið út sama fjölda af bókum og um síð- ustu jól. Einn bóksali sagði að sér kæmi ekki á óvart að eitthvað myndi fækka í stétt bókaútgefenda á næstunni. Af einstökum bókum sem seljast vel má nefna Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur, Sagan sem ekki mátti segja, eftir Björn Sv. Björnsson, Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason, Ég og lífið eftir Ingu Huld Hákonardótt- ur, Sendiherrafrúin segir frá, eftir Hebu Jónsdóttur og Fransí biskví, eftirElínuPálmadóttur. Aferlend- um bókum selst Alexander Mac- Lean langbest. Bóksalar voru annars frekar tregir til að nefna söluhæstu bæk- urnar vegna þess hve salan er jöfn. Þó nokkrir titlar sem búist var við að myndu seljast vel, hreyfast lítið. Það virðist því vera nokkuð um að menn hafi veðjað á ranga hesta í jólabókakapphlaupinu. Sala á plötum virðist vera nokk- uð góð fyrir jólin. Bubbi, Geir- mundur Valtýsson og Ríó tríó seljast einna best. -EÓ Eurovision söngvakeppnin: Rúm 200 lög hafa borist Rúmlega 200 lög hafa borist í íslensku undankeppnina fyrir Euro- visionkeppnina, sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en frest- ur sá sem sönglagaskáld höfðu til þess að berja saman lag og skila til Sjónvarpsins rann út kl. 12 á mið- nætti s.l. laugardags. í gær var skipað í dómnefnd sem velja á tólf þessara laga í undanúr- slit, en þessi tólf lög verða flutt í sjónvarpinu upp úr áramótunum. Áð því afloknu verður haldin undan- keppni nokkru fyrir sjálfa aðal- keppnina sem fram fer í landi sigur- vegaranna frá í fyrra; Júgóslavíu í maí n.k. í undankeppninni verður eitt þess- ara tólf laga vegið og metið hæft til að verða flutt í Júgóslavíu af sérstök- um hæstarétti sem skipaður verður fulltrúum almenningsálitsins í Euro- visionefnum. Þeir sem voru valdir í gær í dómnefndina sem velja á tólf lög fyrir undankeppnina eru; Egill Eð- varðsson kvikmyndagerðarmaður, Vilhjálmur Guðjónsson hljómlistar- maður, Jón Óíafsson hljómlistar- maður, Eva Ásrún Albertsdóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og Edda Borg hljómlistarmaður og tón- menntakennari. Stefanía Guðmundsdóttir hjá Sjónvarpinu sagði að tvö hundruð lög hefðu þegar borist en von væri á fleiri sem vitað væri að hefðu verið póstlögð s.l. föstudag áður en frest- urinn rann út. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.