Tíminn - 28.03.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.03.1991, Blaðsíða 17
 Fimmtudagur 28. mars 1991 Tíminn 17 ---------------------------------------------\ ii* Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma Elísabet Krístjánsdóttir Lundi, Skagaströnd jést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 21. mars. Útförin ferfram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Gunnar Helgason Kristján Helgi Gunnarsson Ragnheiður Sigurjónsdóttir Eygló Kristín Gunnarsdóttir Guðmundur Ólafsson Unnur Ingibjörg Gunnarsdóttir Vilmar Þór Kristinsson og bamaböm Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Jónasson Bjarteyjarsandi, Hvalfirði verður jarðsettur miðvikudaginn 3. apríl kl. 14 frá Hallgrímskirkju, Saurbæ. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag ís- lands. Fyrir hönd annarra vandamanna Guðbjörg Guöjónsdóttir --------------------------------------------------------^ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Bjöm Magnússon Háaleitisbraut 42 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. april kl. 15. Guðrún H. Norðdahl Valgerður Bjömsdóttir Skarphéðinn Óskarsson Magnús Bjömsson Ásta Ásdís Sæmundsdóttir og bamaböm if Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Krístjánssonar Borgamesi Bjami G. Sigurðsson Ingibjörg Jónsdóttir Þóranna Sigurðardóttir Emil Ámundason Kristján Bjamason Gyða Magnúsdóttir Gísli Bjamason bamaböm og bamabamaböm Systir okkar Ásta Ámadóttir lést hinn 26. þ.m. að Elliheimilinu Grund Vikar Ámason Þráinn Ámason BirgirÁmason Barði Ámason LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. viðhald og viðgerðir á iönaðarvélum — járnsmíöi. Véísmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Síml 84110 Lafði Isobel Bamett gat ekki hugsað sér að iifa við þá skömm að vera brennimerktur búðarþjófur. Ákæra fyrir búðarþjófnað er viðkvæmt mál sem ekki er rætt um: Leiðir oft til sorg- legra viðbragða Búðarþjófnaður á sér stað, alltaf og alls staðar. Hann er þó lítið sem ekkert umræddur og þeir sem verða fyrir því óláni að vera kærðir fyrir slíkt athæfi bera lítt hönd fyrir höfuð sér. Sumir reyndar hreykja sér af snillinni sem þeir sýna við þjófnaðinn, sem oft er ekki til mikils fjár, en aðrir, og þeim er ekki alltaf sjálfrátt, bugast af skömminni. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á fyrirbærinu, en breska sjónvarpið BBC hefur látið gera heimildamyndaflokk um það og oft á tíðum sorgleg- ar afleiðingar þess. Sýningar hans eru nýhafnar í Bretlandi. Hvaða skömm er nú á dögum svo alvarleg að hún sé þess virði að glata lífínu vegna hennar? Væntanlegir fjárkúgarar geta ekki lengur hótað uppljóstrun- um um elskendur sem ætla að hlaupast burt, eða óskilgetin börn, þar sem frjálslynd þjóðfé- lög nú á dögum láta sér fátt um slíkar upplýsingar fínnast. Sá glæpur er þó til sem flestir líta á sem minni háttar yfirsjón en getur fyllt marga svo mikilli sektarkennd og skömm að þeir geta ekki lifað með sjálfum sér eftir að hafa orðið uppvísir að honum eða grunaðir um hann. Búðarþjófnaður, sem í sumum löndum er refsað fyrir með því að höggva af hendur, er sagður ekki aðeins hafa kostað smá- söluverslunina í Englandi tvo milljarða punda á síðasta ári, heldur hafi fjöldi sjálfsmorða fylgt í kjölfar þeirra. Lafði Isobel Barnett gat ekki lifað við þá skömm að hafa ver- ið tekin fyrir búðarhnupl og svipti sig lífi. En hún var ekki ein um það, álitið er að það séu yfir 50 tilfelli á ári hverju í Bret- landi þar sem einhver fargar sér eftir að hafa verið ásakaður um búðarþjófnað. Nú hefur BBC gert heimilda- mynd um þetta viðkvæma mál og þar er hulunni svipt af ýms- um harmleikjum í þessu sam- bandi. Þar rifjar t.d. John Pilc- her upp þegar lögreglan hringdi til að segja konu hans að það ætti ekki að halda til streitu ákærum á hana, mörg- um dögum eftir að hún hafði fargað sér. Og Simon Johnson hefur ekki enn sætt sig við dauða foreldra sinna, sem fundust í bílnum sínum, hönd í hönd, og lá slanga frá útblást- ursrörinu inn um bílgluggann. Tveim dögum áður höfðu þau verið sökuð um að taka vörur fyrir um 1760 ísl. kr. úr kjör- búð í nágrenninu. Eru þessar gerðir sérviskuleg og ofurviðkvæmnisleg, sorgleg viðbrögð við að vera staðin að ómerkilegu smáafbroti? En dauðsföllin sem vitað er um eru ófrávíkjanlega hjá þeim sem ekki eru álitnir „dæmi- gerðir" búðarþjófar. Búðarþjóf- urinn sem ætlar sér að fremja glæp er yfirleitt karlmaður, rétt upp úr tvítugu. Sjálfs- morðin sem vitað er um eru flest, þó ekki öll, framin af kon- um um miðjan fertugsaldur eða eldri sem hafa aldrei lent á sakaskrá. í mörgum tilfellum eru þær á einhverri lyfjagjöf eða líða af einhverri tegund streitu eða þunglyndis, sem kannski eða kannski ekki hefur verið skilgreind áður en meint- ur glæpur var framinn. Dr. David Weeks við Royal Edin- burgh Hospital segir: „Þær geta yfirleitt alls ekki fýrirgefið sjálfum sér.“ Það er ekki til neitt sem heit- ir „sérfræðingur" í búðarþjófn- uðum og sjálfsmorðum, og þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim málum eru engar leiðbeiningar til fyrir lögreglumenn, verslunarfólk eða lækna. Líkskoðunarmenn hylma yfir með þeim látna í flestum tilfellum til að hlífa fjölskyldunni. En þetta þýðir að jafnvægið á milli áhuga al- mennings annars vegar og virðingar fýrir einstaklingnum hins vegar hefur færst í átt frá því að viðurkenna læknanlegt ástand. Þegar John Pilcher hugsar til sársaukans og einmanakennd- arinnar sem kona hans frelsaði sig frá með að kveðja þennan heim, segir hann: „í þessu landi höfum við ekki einu sinni dauðarefsingu fyrir að fremja morð. Hvers vegna ættum við að hafa dauðarefsingu fýrir búðarþjófnað?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.