Tíminn - 27.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 27. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aöstoðan-itstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,- , verö í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stokkseyri og Þorlákshöfn Þegar endurreisn sjávarútvegsfyrirtækja átti sér stað fyrir tveimur árum eftir mikla rekstrarerfíð- leika árin á undan, tókst ekki að koma fótum undir Hraðfrystihús Stokkseyrar, enda var vandi fyrir- tækisins langvarandi og síður en svo tímabundinn. Glíma Stokkseyringa við þetta vandamál er því orðin löng. Síst mun ástæða til að halda því fram að forráðamenn fyrirtækisins og sveitarfélagsins hafí ekki notið þeirrar fyrirgreiðslu opinberra aðila og lánastofnana sem ætlast mátti til. Hins vegar hefur reynst djúpt á ráðum til bjargar. Hraðfrystihús Stokkseyrar var því á barmi gjaldþrots, sem þó var ekki látið reyna á, heldur leitað nauðasamninga um skuldir fyrirtækisins. Hér er þess út af fyrir sig ekki kostur að fullyrða neitt um það, hvort slíkir nauðasamningar með út- strikun stórra skuldafjárhæða hefði getað bjargað fyrirtækinu svo að viðunandi gæti talist. Hins vegar er skuldareigendum og öðrum aðilum slíkra nauðasamninga ekki láandi, þótt hugað sé að öðrum leiðum út úr slíkum vanda, ef þær bjóðast. Nauðasamningar eru ekki sú óskaleið sem fara skal hvað sem líður öðrum kostum. Hins vegar eiga Stokkseyringar í þessu tilfelli fullan rétt á því að sú lausn sem fundin verður taki tillit til hagsmuna þeirra um trygga atvinnu og afkomu sveitarfélags- ins. í nágrannasveitarfélagi Stokkseyrar, Þorlákshöfn, standa stærstu atvinnufyrirtækin þar, Meitillinn og Glettingur, frammi fyrir þeirri nauðsyn að endur- skipuleggja starfsemi sína og rekstur. 'falsvert hef- ur verið rætt um sameiningu þessara fyrirtækja og allt sem bendir til að hún sé hagkvæm og skynsam- leg, þjóni þeim tilgangi að styrkja rekstrarstöðu út- gerðar og fiskvinnslu á staðnum og tryggja hag vinnandi fólks og sveitarfélagsins. Nú hefur komið upp sú tillaga að útvíkka þessa sameiningarhugmynd fyrirtækja í Þorlákshöfn og láta hana ná til stærra svæðis, þ.e. að Hraðfrystihús Stokkseyrar falli undir hana. Er svo langt komið, að forráðamenn Meitilsins og Glettings í Þorláks- höfn, svo og hinir eiginlegu ráðamenn Hraðfrysti- húss Stokkseyrar, stjórnendur Byggðastofnunar, hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að fyrir- tækin þrjú sameinist. Þessi hugmynd er verð athygli fyrir flestra hluta sakir. Þótt þetta svæði sé ekki eitt sveitarfélag er hér um eitt atvinnusvæði að ræða með greiðum samgöngum eftir að Óseyrarbrúin kom til sögu, auk þess sem Þorlákshöfn er höfn Stokkseyringa. Ef Stokkseyringar óttast hagsmunaárekstra við Þorlákshafnarmenn, er það hlutverk stjórnenda Byggðastofnunar að búa svo um hnútana í samein- ingarsamningi að til þeirra þurfí ekki að koma. Fyr- irfram verður að tryggja verkaskiptingu milli stað- anna, þannig að ekki sé á annan hallað. Með góðum vilja ætti það að takast. ára ateift wrið áhodandi að öftru Listahaiío í arf fera »6 „doktotvnu «fna elsku- ustu vístada og verkkunnáttu, bregður {>eiro gjaraa i brúm Hvar- raáríld og kiíkuslsapur birtlst í ABs staftar (ncma í bókmenntavcrö- stóra fyrir hiö smáa umhveifi sitt sér áfram i kostnaö annarra. Ég sá menn brcgöast illa vtö vek roenn nokkru sinnf hafi dreymt stóra nógu mikmn sóma.Ég sá menn iáta inn. þakbasérinnviröukgafyrir jutósem Þet aörir höfbu afrekaö. Égsá abmönn- sem En eld& ná allír aö sættastvið hið láki nú hver tii sín $em á - en hk- ega finnst entínn sem hér befckii er hann nefnir „Dohdar á Ðobúey* hæfa menn feríár störf, sem ekid og scgir stnar íarir ekki sléttar af komu flokkspóhtík nokkimo skapaö- endurfundum viö Janásmenn síha anhhitvið.OgéglBerðiaöíh^tmj cftir dvöl í Svíþjóð. Njöröur segin margra er það ekki \erid0 sem skipt- VITT OG BREITT Bankar á útsölu Þegar tími gefst til frá önnum við að lýsa fyrirtæki gjaldþrota og byggðar- lög óbyggileg mun ríkisstjómin skipa þriggja ráðherra nefnd til að koma þeim ríkisbönkum, sem enn em starfandi, fyrir kattamef. Tillögur um framkvæmdina liggja þegar fyrir á borði stjómarherranna. Búnaðar- bankinn verður seldur með manni og mús og rekinn sem einkafyrir- tæki, en Landsbankinn mun gerður að hlutafélagi og á ríkið, það er að segja fólkið í landinu, að fé að eiga þar einhvem hlut fyrst um sinn. Samkvæmt löggiltum trúarbrögð- um frjálshyggjunnar á ríki ekki að reka viðskiptabanka og almannavald hvergi að koma nærri rekstri þeirra eða hafa áhrif á þau stefnumið, sem öflugir bankar setja sér og þar með fjármála- og atvinnulífi þjóða. Útvegsbankinn var seldur lítils megnandi smábönkum og aðilum, sem enn em ekki búnir að koma sér niður á hvað þeir hafi lagt af mörk- um í púkkið og hve mikið var vantal- ið í þá naglasúpu sem eignarhald á íslandsbanka er. En til að liðka fyrir að kaupendur Útvegsbankans gætu borgað eitthvað af söluverðinu keypti ríkið húseignina miklu við Lækjar- torg og Austurstræti og em þessi samskipti öll hinn merkasti við- skiptamáti. Hver er svona ríkur? Sá er munur á Útvegsbankanum sáluga og Búnaðarbankanum að hinn fyrmefndi stöð höllum fæti þegar hann var seldur fyrir slikk, en Búnaðarbankinn er öflugur og arð- gefandi og ætti því samkvæmt mark- aðslögmálinu að vera nokkurs virði. Þá vaknar spumingin um hver er svo loðinn um lófana að geta keypt blómberandi efnahagslegt stórveldi og hvert er söluverðið. Hvaða einkaaðilar skyldu það vera sem ráðgjafar ríkisstjómarinnar í þankasölumálum hafa í huga þegar þeir leggja til að ríkisbankamir verði seldir? Þótt allt sé að fara á hausinn og skuldasöfhun heima og erlendis sé meiri en nokkm efnahagskerfi er hollt, er látið svo sem nær ótakmark- að fjármagn sé fyrir hendi meðal ein- staklinga eða athafnamanna, svo það sé ekkert mál að koma öflugum rík- isbönkum í verð úti í bæ. Þegar málið er komið á það stig að fara á að selja þá ríkisbanka, sem eft- ir em, er það skýlaus krafa fólksins í landinu að fá vitneskju um hverjar séu hugmyndir ráðamanna um sölu- verð þessara eigna þess. Á hve margar þúsundir milljóna á að selja Búnaðarbankann og hvaða aðili er svo stöndugur að hann geti keypt Landsbankann af ríkinu? í leit að staðfestu Samtímis því að ráðherrar undir- búa sölu á ríkisbönkum er verið að liðka fyrir að erlendir bankar geti starfað hér á landi og að erlent fjár- magn flæði inn á íslenskan hluta- bréfamarkað. Með það í huga er ekki lengur spuming um hverjir eiga að kaupa ríkisbankana, heldur öllu fremur hvaða verð faest fyrir þá. Þótt einhverjir bláeygir heimaln- ingar haldi að útlendir fjármálajöfrar hafi ekki eftir neinu að slægjast hér á landi sökum smæðar landsins og veðurlags, er mikil hætta á að hið gagnstæða verði raunin. Það em nefnilga ekki sölumenn á ferðaskrif- stofum, sem sérhæfa sig í sólarferð- um frá norðurslóðum, sem ákvarða hvar fjármálabrallarar kjósa að ávaxta fé sitt. ísland er fyrir margra hluta sakir ágætur kostur fyrir fiárfestingar í stómm stíl. Óþarfi að fara nánar út í það að sinni, en óhætt hlýtur að vera að benda á að vellauðugir margmillj- arðamæringar frá Hong Kong leita sér staðfestu um þessar mundir og bjóða gífurlegar fiárfestingar fyrir landvist og efnahagsleg ítök í þeim heimshlutum sem hvað gimilegastir þykja til búsetu. Því fólki væri vel treystandi til að eiga og reka Búnað- arbankann og Landsbankann með krítarkorta- og fjármögnunarfyrir- tækjum og yfirleitt öllum undir- stofriunum og dótturfyrirtækjum þeirra peningastofriana okkar sem nú em öflugastar með þjóðinni. Þetta er aðeins ein hugdetta af mörgum mögulegum, sem til greina koma þegar hugsað er um hverjir geta keypt og rekið ríkustu stofrianir þjóðarinnar. Þá er að hyggja að minni háttar at- riðum eins og þeim, að það fé, sem fyrirtæki og almenningur treystir ríkisbönkunum fyrir, er ríkistryggt og því í ömggri vörslu, hvemig sem annað veltist í fjármálaheiminum. Einkafyrirtæki veitir enga slíka tryggingu. Sala ríkisbanka og opnun á pen- ingamarkaði okkar fyrir útlending- um og eignarhaldi á atvinnuvegum * ber upp á sama tíma. Það er varla til- viljun, enda hlýtur þetta allt að eiga að virka saman, því hvemig á þjóð á gjaldþrotsbarmi að geta keypt sér ekki aðeins einn heldur tvo geysilega stóra ríkisbanka? En fari svo að innlendir aðilar séu þess megnugir að kaupa Búnaðar- banka og Landsbanka, væri áreiðan- lega ástaða til að líta nánar á skattskil þeirra aðila síðustu árin. Nema þá að meiningin sé að faera vildarvinum bankana að gjöf, eins og þegar Útvegsbankinn var afhentur á silfurfati, OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.