Tíminn - 04.12.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.12.1991, Blaðsíða 14
14Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Sigurður Friðrik Haraldsson Fæddur 10. febrúar 1944 Dáinn 22. nóvember 1991 Skyndilega lýkur vegferð manns á meðal manna. Líf einstaklings er á enda runnið. Dauðinn hefur valið einn úr hópnum og fellt hann til jarðar, en um leið opnað fyrir honum landamæri, sem við öll ferðumst til þótt ekkert okkar viti með vissu, hvaða land er fyrir handan. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég þóttist sjá, að dauðinn hefði merkt sér mág minn, Sigurð Friðrik Har- aldsson, þótt ekki væri mér ljóst, að honum væri svo naumt skammtaður tíminn. Nú er hann látinn, þjáningin í tálguðu andlitinu hefúr vikið fyrir kyrrð og friði. Hann kvaddi lífið með reisn. Hann kvaddi það svo fallega. Megi það veita ástvinum hans hugg- un í sorginni sem fráfall hans veldur, sefa söknuðinn eftir þennan ljúfa mann. Sigurður var fæddur á Akureyri 10. febrúar 1944 og var því 47 ára þegar hann lést. Foreldrar hans eru hjónin Sigríður K. Matthíasdóttir verslunar- kona og Haraldur M. Sigurðsson íþróttakennari. Hann var elstur fjög- urra sona þeirra sem lifðu, en tvíbura misstu þau fljótlega eftir fæðingu. Haraldur átti auk þess einn eldri son, Sverri, bónda á Skriðu í Hörgárdal. Yngri bræður Sigurðar eru Einar Karl, Haraldur Ingi og Jakob Örn. Bræðurnir fjórir, sem ólust upp saman, áttu fallegt og gott heimili að Byggðavegi 91 á Akureyri og nutu mikils ástríkis í æsku. Foreldrar þeirra, sem bæði höfðu orðið fyrir þungum áföllum á unga aldri, lögðu sig fram um að vemda strákana sína fyrir öllu illu og veita þeim ýmislegt það, sem þau sjálf höfðu farið á mis við. Þau eru bæði framúrskarandi skyldurækið og raungott alþýðufólk og miklir veitendur. Seinna gerðist Sigurður veitingamaður. Þessi sex manna kjarnafjölskylda á Byggðaveginum var þó ekki alveg hefðbundin að okkar tíma hætti, því heimilinu tilheyrðu auk hennar móðuramma bræðranna, Kristín Kristjánsdóttir saumakona, og Karl Jónsson verkamaður, sem var leigj- andi og heimilismaður í um 20 ár. Kristín tók heim sauma fyrir fólk í bænum, auk þess sem fjölskyldan öll naut góðs af skraddarakunnáttu hennar og gekk einstaklega fallega til fara. Karl Jónsson, sem var fjölskyld- unni hvorki skyldur né venslaður, en bundinn Haraldi fornum vináttu- böndum, var sérstæður maður og ákafur bókasafnari. Hann veitti bræðrunum hlutdeild í ævintýrum og klassík heimsins jafnt og alþýð- legum fróðleik með lestri sínum. Þannig var búið í böggulinn þeirra, þegar þeir héldu af stað út í heim. Sigurður fór ungur að heiman. Hann hafði fengið í fermingargjöf hringferð með Esju í kringum landið og þar með var framtíðin ráðin. Hann vildi gerast þjónn og helst á strandferða- og millilandaskipum. Vinna fyrir sér og samtímis ferðast og skoða heiminn. Ekki er heldur ósennilegt, að þröngt hafi verið orðið um unglinginn, því ef eitthvað skorti á Byggðaveginum, þá var það helst rými fyrir einkalíf á svo fjölmennu heimili þriggja kynslóða. Sigurður útskrifaðist úr Matsveina- og veit- ingaþjónaskóla íslands 1964. Eg ló'nntist Sigurði fyrst um það bil sem hann giftist eftirlifandi konu sinni Hönnu B. Jónsdóttur 1967. Það var annað hjónaband beggja. Áður hafði Sigurður verið giftur öldu Benediktsdóttur og átt með henni dótturina Pálínu. En elsta dóttir Sig- urðar er Ásta Sigríður. Sjálfur gekk hann sonum Hönnu í föðurstað, þeim Jóni og Steingrími Ólafsson- um, þá tveggja og fjögurra ára. Hanna og Siggi voru flott par og það var fjör í kringum þau. Glaðlyndi hefur alltaf einkennt Hönnu og ljúf- lyndi Sigga. Kunningjar þeirra og vinir voru margir tengdir veitinga- og skemmtanabransanum og nú er Jón sonur þeirra kominn í fremstu röð íslenskra hljómlistarmanna. Það var alltaf gaman að vera með þessu fólki. En þjónsstarfið var erfitt starf, það fór illa með bakið og Sigurður neyddist til að leggja frá sér bakkann. Hann fékkst þó áfram við ýmis skyld störf, vann bæði í ferðamannaþjón- ustu og við kynningar á matvælum. En enn er ógetið um einn þátt, sem hann fékk í veganesti að heiman, og það var félags- og stjómmálaáhugi. Sigurður var alla tíð tryggur og virk- ur framsóknarmaður og starfaði um árabil fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Hann haggaðist ekki í sannfæringu sinni þótt fjölskylda hans stigi nokkur spor í aðra átt, en þó ekki langt frá grundvallarhug- sjóninni um samvinnu og samhjálp í mannlegu félagi. Síðustu störfin sem Sigurður stundaði, helsjúkur, voru í þágu Handknattleikssambands ís- Iands og Búseta. Hann og Hanna voru í þeirra hópi sem fyrstir nýttu sér hið nýja húsnæðisfyrirkomulag og eignuðust búseturétt í stórhýsi Búseta við Frostafold. í þeim sam- tökum eignaðist Sigurður líka nýjan vin, sem veitti honum þýðingarmik- inn stuðning á lokasprettinum í þessu lífi, Rúnar Matthíasson sál- fræðing. Sigurður Friðrik Haraldsson tók glæsilegan lokasprett. Frá því hon- um varð ljóst, að hann gekk með skæðan sjúkdóm fyrir um það bil einu ári, undirbjó hann brottför sína af kostgæfni. Hann lagði sig fram um að binda lausu endana í lífi sínu. Hann hélt hverja stórveisluna á fæt- ur annarri, sem allar gátu verið kveðjuveislur, skírnarveislu, jóla- veislu, brúðkaupsveislu og neyfti til þess ýtrustu krafta. Hann ferðaðist um bernskuslóðir sínar, kvaddi Akur- eyri og Norðurland og þegar honum bauðst far til Bandarfkjanna að heimsækja systur Hönnu, Höllu, sem þar býr, þá lagði hann í þá för. Þar veiktist hann og fékk að kynnast af eigin raun takmörkunum hins bandaríska heilbrigðiskerfis, sem spyr fyrst, hver borgar, áður en sjúk- um er líknað. Þar kostaði leigan á sjúkrarúminu, sem hann lagðist í, jafn mikið og mánaðar húsaleiga á íslandi. Hvert viðvik, hvert hjálpar- tæki, hver sprauta, hver pilla aðeins látin í té gegn gjaldi greiddu af sjúk- lingnum sjálfum eða einkasjúkra- tryggingu hans. Hann kom heim til að deyja. Við, sem sátum í kringum hann, létum kannski blekkjast af voninni um kraftaverk, af því hann var hress í tali og vel vakandi fyrir umhverfi sínu. En það var af honum dregið. Eftir tvær vikur var hann allur. Ég skrifa þessi orð til að votta látn- um mági mínum virðingu mína og væntumþykju. Hann var mér mjög kær, eins og þeir bræður allir, amma þeirra sáluga, foreldrar og fjölskylda. Það er ósínkt og veitandi fólk allt saman. Sigurður mágur minn var veitingamaður til hinstu stundar. Blessuð sé minning hans. Steinunn Jóhannesdóttir Sigurður Haraldsson framreiðslu- maður er látinn langt fyrir aldur fram. Sigurður var fæddur á Akur- eyri 10. febrúar árið 1944. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Matthías- dóttur og Haraldar M. Sigurðssonar. Kunningsskapur okkar Sigurðar hófst á áttunda áratugnum í félags- starfi hjá ungum framsóknarmönn- um í Reykjavík. Árið 1975 áttum við báðir sæti í utanríkismálanefnd Sambands ungra framsóknarmanna og var Sigurður formaður nefndar- innar. Fram til þess tíma höfðu sam- skipti ungra framsóknarmanna og Framsóknarflokksins við erlendar stjórnmálahreyfingar verið takmörk- uð. Helst var um að ræða samstarf við umbótasinnaða flokka frjáls- lyndra og miðflokka á vettvangi Norðurlandaráðs. Á árum Sigurðar sem formanns utanríkismálanefndar Sambands ungra framsóknarmanna varð á breyting. Tekin voru upp sam- skipti við Alþjóðasamband unghreyf- inga frjálslyndra og róttækra flokka. Með þeim opnuðust leiðir að áhrifa- mönnum í Frjálslynda flokknum í Bretlandi og flokki Frjálsra demó- krata í Þýskalandi. Þetta var mikil- vægt vegna þess að íslendingar stóðu í deilum við þessi ríki um útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur. Mér er sérstaklega minnisstætt að vorið 1976 var Sambandi ungra framsókn- armanna boðið að senda fulltrúa á mjög fjölmennt þing ungliða í Frjáls- lynda flokknum í Bretlandi til að kynna málstað íslands í landhelgis- málinu. Þetta var þegið og kom til all harðra deilna á milli íslendinganna og fúlltrúa Hull og Grimsby á þing- inu. Orðaskiptum lauk með sam- þykkt stuðningsyfirlýsingar við mál- stað íslendinga í þessu viðkvæma deilumáli þjóðanna. Segja má að á árum Sigurðar sem formanns utanríkismálanefndar SUF hafi verið lagður grundvöllur að samstarfi Framsóknarflokksins við erlendar stjómmálahreyfingar, eink- um við Heimssamband frjálslyndra flokka. Þessi samskipti hafa gefið for- ustumönnum Framsóknarflokksins tækifæri til milliliðalausra skoðana- skipta við ýmsa af áhrifamönnum á sviði alþjóðastjórnmála. Þau hafa opnað leiðir til að auka skilning á sérstöðu íslands, sérstaklega á meðal forustumanna í evrópskum stjórn- málum. Þetta er mikilvægt, ekki síst í ljósi fyrirætlana um nánari tengsl við önnur ríki í Evrópu. í ágætu samstarfi okkar Sigurðar heitins í utanríkismálanefnd SUF komu hæfileikar hans vel í ljós. Hann var hægur og þægilegur í sam- skiptum og kaus að gefa öðmm tæki- færi til að láta Ijós sitt skína. Fram- koma hans var með þeim hætti að hún hvatti aðra til virkrar þátttöku og skapaði góðan félagsanda þar sem allir nutu hæfileika sinna. Það er oft svo að af raunum og átök- um við mikil viðfangsefni herðast menn og þroskast. Ef um sameigin- leg baráttumál er að ræða, sem skila góðum árangri þegar dagur er að kvöldi kominn, styrkist vinátta og gagnkvæmt traust. Á árunum 1975 til 1979 áttu framsóknarmenn í vök að verjast. Áróðurinn gegn flokknum og forustumönnum hans var svo skefjalaus að niðurstaðan gat ekki orðið nema á einn veg. í kosningun- um árið 1978 beið Framsóknarílokk- urinn afhroð og tapaði um þriðjungi fyrra fylgis. Öllum réttsýnum mönn- um var ljóst að þessi úrslit voru óverðskulduð. Þau urðu hins vegar til að efla samstöðu um það markmið að bæta stöðu flokksins við fyrsta tækifæri. Það kom rúmlega ári síðar eða haustið 1979. Mál skipuðust með þeim hætti að við Sigurður vorum samstarfsmenn í kosningastarfi Framsóknarflokksins í Reykjavík við að afla fylgis við framboð Ólafs heit- ins Jóhannessonar, fyrrverandi for- sætisráðherra, sem hafði fært sig úr sínu gamla kjördæmi til höfuðborg- arinnar. Það voru margir, ungir og gamlir og úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins, sem lögðu gjörva hönd á plóginn. Sumir hverjir lögðu á sig vinnu nótt sem dag við framboðið. Einn af þeim, sem ekki drógu af sér, var Sigurður Haraldsson. Hann var þá eins og svo oft áður, bæði fyrr og síðar, einn af burðarásunum í kosn- ingavinnunni og hafði umsjón með utankjörfundakosningu. Það starf krafðist samviskusemi, árvekni en umfram allt lipurrar og góðrar fram- komu. Þetta voru kostir sem Sigurð- ur hafði í svo ríkum mæli að eftir því var tekið. Þetta gildir einnig um eft- irlifandi konu hans Hönnu B. Jóns- dóttur, sem ætíð lagði sitt lóð á vog- arskálina. Þau voru mörg atkvæðin sem voru greidd lista framsóknar- manna f þessum kosningum og góð umbun fyrir mikla vinnu. Þó var annað, sem er ómetanlegt, og það er kunningsskapur og vinátta sem tókst á milli manna í þessum samhenta hópi, þar á meðal á milli okkar Sig- urðar Haraldssonar. Þótt leiðir okkar Sigurðar hafi ekki legið jafnoft saman á síðari árum eins og á áttunda áratugnum, hitt- umst við alltaf öðru hvoru, síðast á skrifstofu Framsóknarflokksins í apríl sl. Þar var hann enn á ný glaður og vígreifur við stjómvölinn í kosn- ingabaráttu, þótt sjúkdómurinn, sem að lokum sigraði, hefði sett sitt mark. Það er ekki ætlunin að segja ævi- sögu Sigurðar Haraldssonar með þessum fáu kveðjuorðum. Til þess eru aðrir hæfari en sá sem þetta ritar. Tilgangurinn er fyrst og fremst að bregða upp svipmyndum úr sjóði minninganna af góðum félaga og samherja, sem ætíð var reiðubúinn að leggja mikið á sig fyrir stjórn- málastefnu sem hann taldi best þjóna íslensku þjóðfélagi. Ég færi eftirlifandi konu Sigurðar Haraldssonar, Hönnu B. Jónsdóttur, og ástvinum hans dýpstu samúðar- kveðjur vegna þessa ótímabæra frá- falls. Gylfi Kristinsson Hann Siggi Haralds er látinn. Fregnin kom okkur á óvart, sem þekktum hann, þrátt fyrir að hann hafi frá því-á síðasta ári verið haldinn alvarlegum sjúkdómi, sem læknavís- indunum hefur því miður fram að þessu gengið erfiðlega að finna svör við. Kynni mín af Sigga voru ekki löng, en þau eru góð. Það var fyrir 5 árum að við framsóknarmenn í Norður- landi eystra réðum Sigurð Haralds- son sem starfsmann á skrifstofú flokksins á Akureyri og síðan kosn- ingastjóra fyrir kosningamar 1987. Samstarf okkar frambjóðendanna og kosningastjórans var að sjálfsögðu mikið og náið og ég sem nýgræðing- ur í stjórnmálum lærði margt af Sigga, sem hafði mikla reynslu af störfum sem þessum. Það var því ekki að sökum að spyrja að útkoma kosninganna varð betri en nokkur þorði að gera ráð fyrir. Þó voru aðstæður erfiðar. Það átti vel við Sigga að fást við verkefni sem þetta. Hann var svo félagslyndur og hugmyndaríkur. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum í Norður-Þingeyjar- sýslu seinni part vetrar 1987, ásamt Guðmundi Bjamasyni. Við Siggi vor- um frekar ókunnug í sýslunni og var Guðmundur duglegur að fræða okk- ur bæði um fólk og kennileiti. Það var víða komið við og þegnar veiting- ar. Alls staðar ríkti þessi íslenska gestrisni, sem einkennir heimili til sveita. Fyrsti viðkomustaður var þá á Gunnarsstöðum hjá Óla heitnum Halldórssyni. Hann var þá við fulla heilsu eftir því sem séð varð og lék á als oddi. Það var aðeins örfáum mán- uðum síðar sem hann kvaddi þennan heim. Þannig er það, við vitum aldrei hver verður næst fyrir kallinu stóra, sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við. Eftir að Siggi veiktist sýndi hann mikinn dugnað og bjartsýni og var sannfærður um að hann mundi komast yfir veikindin. Þannig talaði hann a.m.k. En vel má vera að hann hafi ekki viljað neina vorkunnsemi og þess vegna leitt umræðuna í ann- an farveg. Þegar við töluðum saman fyrir nokkrum vikum var aðal umræðu- efnið Evrópskt efnahagssvæði, sem hann hafði miklar efasemdir um. Það var greinilegt að hann þekkti það mál vel og hafði fylgst með umræðunni og einnig því starfi sem fram hefur farið á vegum þeirra samtaka sem berjast gegn þátttöku okkar í EES. En þannig var Siggi, hann var með athyglina þar sem hlutirnir gerðust og naskur á að greina kjarnann frá hisminu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Sigurð Haraldsson og veit að ég mæli fyrir munn margra kunningja norðan heiða þegar ég þakka góðum dreng fyrir góð kynni. Elskulegri eftirlifandi eiginkonu, Hönnu B. Jónsdóttur, Jóni, Stein- grími og fjölskyldum þeirra svo og foreldrum sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Valgerður Sverrisdóttir Hinsta kveðja frá eiginkonu Hvíl nú í guösfriði, gullið míns hjarta. Gröfin þín biður. Ég vil ekki kvarta, þó titrandi fírmist mér taugamar slitna og tárin á brennandi himnunum hitna. Það er ekki’ um offyrir þig. Svo kveð ég þig síðast með kossi í anda og kærleika endurtek bandi í handa. Eg þakka þá blómstráðu braut, sem er gengin og blessaðan hópirm sem laun okkar fengin, þær stoðir, sem styrkja mig best. (Halla frá Laugabóli) Hanna Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan. (Cyprianus) Dauðinn kemur alltaf jafn óvænt, al- veg sama hversu langan tíma maður hefur fengið til að undirbúa sig und- ir komu hans. Þannig var það með pabba. Öll höfðum við fengið rúmt ár til að undirbúa okkur undir það óhjá- kvæmilega, en ekkert okkar vildi raunverulega trúa því, að að því kæmi að hann færi frá okkur. Þegar svo kom að þvf, kom það jafn flatt upp á alla, nema kannski hann sjálf- an. Hann ákvað í sumar að nú væri kominn tími til að ferðast um landið og skoða þá staði sem hann átti minningar um. Hann náði því áður en haustið skall á. Þá kom hann okk- ur enn á óvart. Hann vildi fara til út- landa og kveðja þá sem honum þótti vænt um þar. Hann notaði hverja þá stund, sem hann átti lausa, til að vera með þeim sem hann elskaði, eða að búa í haginn fyrir þá. Þegar litið er til baka, er ljóst að hann var sá eini sem horfðist í augu við staðreyndimar. Hann vissi að hverju stefndi og hann notaði tímann. Bara að fléiri hefðu notað tímann jafn vel. Öll höfum við kynnst dauðanum, notað alls kyns huggunarorð til handa þeim sem eiga um sárt að binda. „Allt hefúr sinn tilgang" og „Þeir sem guðimir elska, deyja ung- ir“. Svona hugganir virðast samt hálf tilgangslausar þegar einhver nákom- inn á í hlut Pabbi átti eftir að gera svo margt, og það átti eftir að gera svo margt með honum. Hvaða til- gang hefur það að taka afa frá litlum telpum sem höfðu tekið ástfóstri við hann? Hvaða tilgang hefur það að taka pabba frá sonum sínum og tengdapabba frá tengdadætrum? Hvaða tilgang hefur það að taka burt eiginmann og skilja eftir sig tóm? Sorgin tekur völdin, reiðin fylgir í kjölfarið, en svo kemur að því að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.