Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. apríl 1992 82. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Fangelsi á íslandi hafa veriö fullnýtt á seinustu árum: Föngum fjölgaði um100á12árum Föngum á íslandi hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Árið 1980 luku 149 fangar afplánun en í fyrra luku 249 fangar afplánun. Afleiðing þessa er sú að nýting fangelsa hefur aukist mikið. Nýt- ingin var um 75% árið 1985 en var 97% á síðasta ári. Kvenföng- um hefur fjölgað talsvert á seinni árum, en eftir sem áður eru um 95% fanga á íslandi karlmenn. Árið 1980 var þetta hlutfall 99,3%. Árið 1980 sátu að meðaltali 64 900 skip og bátar á sjó Það var í nógu að snúast hjá tilkynningar frá bátum og skip- Tilkynningaskyldunni í gær, þvf um hafi verið um 2500 talsins, um 900 skip og bátar voru á sjó þannig að glöggt má sjá að i hádegi í gær. Þetta er mestl starfsmenn skyldunnar hafi fjöldi skipa og báta frá áramót- haft nóg að gera í gær. Til við- um og með því mesta sem gerst miðunar má hafa að á mánudag, hefur, en mjög gott veður var sem einnig telst vera góður allt í kringum iandið f gær. Að dagur ef litið er til sjósóknar, sögn starfsmanns Tilkynninga- voru um 650 skip og bátar á skyidunnar má gera ráð fyrir að sjó. -PS fangar í fangelsum, en síðustu tvö ár hafa um 100 fangar setið inni. Dómum hefur einnig fjölgað. Árið 1985 bárust fangelsisyfirvöldum 348 dómar til fullnustu, en í fyrra voru þeir 417. Vel yfir 60% allra dóma eru 3 mánuðir eða styttri. Kostnaður við rekstur fangelsis- kerfisins hefur aukist um 50% frá árinu 1980 til þessa árs, úr rúm- lega 200 milljónum í tæplega 300 milljónir. Heildarkostnaður við hvern fanga er því um 3 milljónir á ári. Meðalaldur fanga er um 30 ár. Hann var um 29 ár árið 1980, en var 31,3 ár í fyrra. Konum hefur einnig fjölgað. Aðeins ein kona lauk afplánun árið 1980 og engin árið 1982. í fyrra luku 11 konur af- plánun og 15 árið 1990. Tegundir brota hafa breyst í gegn- um árin. Á þremur síðustu árum hefur föngum sem sitja inni vegna umferðarlagabrota og nytjastuldar fjölgað mikið. Árin 1980-82 sátu um 12% allra fanga inni vegna þessara brota, en árin 1989-91 var þetta hlutfall komið upp í 30%. Um 50% alira fanga sem sitja inni í dag eru þar vegna þjófnaðarbrota, skjalafals og annarra brota sem tengjast þjófnaði á fjármunum. Fór betur en á horfðist Það óhapp varð þegar veriö var aö dœla sjó íjafhvœgistanka á einu skipa Eimskipafélagsins, Bakkafossi, í Sundahöfn í fgrrakvöld, aÖ tankurinn yfirfylltist og upp úr yfirfallinu gusaöist olíublandaöur sjór. Þaö fór þó betur en á horföist því olían hafnaöi öll á bryggjunni og þaöan fór hún í niöurföllin, sem eru þannig úr garði gerö aö spilliefni fara ekki í sjóinn. Ekki fengust þó skýringar á því hvers vegna olía var í jafnvaegistönkum skipsins. Á meöfylgjandi mynd má sjá hafnarstjórann í Reykjavtk á vett- vangi í Sundahöfn á tali við tvö lögreglumenn. -PS/Tímamynd Sigursteinn Einn ellilífeyrisþegi taldi fram 55 milljóna skattfrjálsar fjármagnstekjur og 71 milljónar skattskyldan gróða: 13 ellilífeyrisþegar yfir milljón á mánuði Aðeins 13 íslenskir ellilífeyrisþegar höfðu yfir 12 milljóna kr. tekjur árið 1990, þ.e. meira en milljón á mánuði, hvar af allir ut- an einn teljast í hópi giftra karla. Af þessum hópi voru tólf með heildartekjur á bilinu 12- 26 milljónir. En einn hafði algera sér- stöðu; með 75,6 milljóna kr. skattskyldar tekjur og þar til viðbót- ar nær 56 milljónir í tekjur af innstæðum og verðbréfum. Tekjur þessa eina ellilífeyrisþega hafa því numið rúmlega 131 milljón króna á árinu, eða sem svarar 360 þús. kr. að meðaltali hvern einasta dag ársins. Skattskyldu tekjurnar fólust fyrst og fremst í hreinum hagnaði af atvinnurekstri, um 71 m.kr. Þess utan taldi hann fram rúmlega 2ja milljóna kr. reiknað endurgjald af eigin atvinnurekstri og rúmlega 1 millj. í launatekjur. Þar við bættist um 160 þús. ellilífeyrir frá Tryggingastofnun og litlu lægri. upphæð í lífeyri frá lífeyris- sjóði ásamt öðru smáræði. Ein- ustu tekjur eiginkonu þessa manns voru rúmar 200 þúsund kr. sem hún fékk frá Trygginga- stofnun. „Gróðapungarnir“ fremur fáir Þessar tölur koma fram f skýrslu heilbrigðisráðherra um hagi aldr- aðra og eru unnar úr skattframtöl- um landsmanna 67 ára og eldri, en alls voru um 24 þúsund manns á þeim aldri. Raunar leiða þessar tölur í ljós að tiltölulega fáir geta talist hafa háar tekjur. Af þessum hópi voru það að- eins 950 manns, eða um 4%, sem töldu fram meira en 2 milljónir í skattskyldar tekjur. Þar af voru rúmlega 700 úr hópi giftra karla, eða um 10% þess hóps. Og úr þeim sama hópi komu Iíka nær allir þeir rúmlega fjórir tugir manna sem höfðu skattskyldar tekjur yfir 6 milljónir. Með 290 kvenna líf- eyrisrétt í 6-11 milljóna hópnum vekur at- hygli ein tylft manna sem tekist hefur að afla sér einstaklega góðra réttinda í lífeyrissjóðum. Samtals fékk þessi 12 manna hópur 36,6 milljónir kr. í lífeyri frá lífeyrissjóð- um á árinu, eða rösklega 3 milljón- ir hver að meðaltali. Upphæðin er t.d. meira en tíundi hluti þeirra 323 milljóna sem meira en 2.500 giftar konur máttu sætta sig við í lífeyri úr sínum lífeyrissjóðum, eða 128 þús.kr. að meðaltali. Meðallífeyrir 12- menninganna hefur því jafngilt lífeyrisgreiðslum til 286 kvenna. Og ein tylft karla (auk 131 milljóna mannsins), náði því að hafa meira en einnar milljónar kr. mánaðar- tekjur sem áður segir. Aðeins helm- ingur þeirra hafði áunnið sér rétt- indi í lífeyrissjóðum, og þá fremur hófleg. Hins vegar skiptu 3 í þess- um hópi með sér 25 milijóna kr. launatekjum, 2 höfðu um 6 millj- ónir hvor í reiknuð laun af eigin rekstri, 4 þeirra töldu fram 60 millj- ónir samtals í hreinan hagnað af at- vinnurekstri og 5 þeirra töldu fram um 45 milljónir kr. í skattskyldar eignatekjur. Þar á ofan taldi þessi hópur fram 22 milljónir kr. (ennþá skattfrjálsar) fjármagnstekjur af innstæðum og verðbréfum. Gróðanum gróflega misskipt Nær tíundi hver (2.120) ellilífeyr- isþegi taldi fram reiknaðar tekjur af eigin atvinnurekstri. Og þar af taldi tæplega helmingurinn eða 920 manns (úr öllum tekjuhópum) fram hreinar tekjur af atvinnu- rekstri, samtals 448 milljónir kr. En athyglisvert er að rúmlega þriðj- ungur þessa gróða (155 milljónir) kom í hlut 8 af þeim körlum sem voru yfir 12 milljóna tekjumarkinu og þar af nær helmingur í hlut 131- milljóna mannsins, sem fyrr segir. Þessi eini maður taldi því fram nær 6. hluta alls þess hreina gróða af at- vinnurekstri sem komst á skatt- skýrslur allra ellilífeyrisþega lands- ins þetta ár. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.