Tíminn - 03.02.1993, Blaðsíða 11
Miövikudagur 3. febrúar 1993
Tíminn
LEIKHUS
iKVIKMYNDAHÚSl
ííillto
V.
ÞJÓDLEIKHUSID
Sími11200
St6ra sviðið kl. 20.00:
MY FAIR LADY
Söngleikur eftir Lemer og Loewe
I kvöld. UppselL
Föstud. 5. febr. UppsetL Laugard. 6. febr. UppsetL
Fimmtud. 11. fébr. Örfá sæti iaus.
Fóstud. 12. febr. UppsetL Föstud. 19. febr. Uppselt
Laugard. 20. febr. UppsetL
Föstud. 26. febr. UppsetL
Laugard. 27. febr. Uppselt
HAFIÐ
efbr Ólaf Hauk Simonarson
Fimmtud. 4. febr. Laugard. 13. febr.
Fimmtud. 18. febr. Sunnud. 21.febr.
Sýningum fer fækkandi.
2)ýiin/
eftir Thorbjöm Egner
I dag. Id. 17.
Sunnud. 7. febr. Id. 14.00. Örfá sæb laus.
Sumud7.febr.ld._17.00.
Laugard. 13. febr. id. 14. Örfá sæb laus.
Suimud. 14. febr. Id. 14.00. Öifá sæb laus.
Surmud. 14. febr. Id. 17.00. Örfá sæb laus.
Sinnud 21. febr. Id. 14.00. Sunnud. 28. febr. kL 14.00.
Smlðaverkstaeðið:
EGG4eikhúsið I samvinnu við Þjóðleikhúsið.
Sýningartími kl. 20.30.
Drög að svínasteik
Höfúndun Raymond Cousse
I kvöld. Uppsett
Fimmtud. 4. febr. Orfá sæti laus.
Miðvikud. 10. febr.
Ath. Slðustu sýningar.
STRÆTI
efbr Jim Cartwríght
Sýningartími kl. 20.
Föstud. 5. febr. Uppseit
Laugard. 6. febr. Uppselt
Sunnud. 7. Uppselt.
Fimmtud. 11. febr. 40. sýning. Uppselt
Föstud. 12. febr. Uppselt
Laugard. 13. febr. UppselL
Sunnud. 14. febr. Uppsell
Miðvikud. 17. febr. UppselL
Fimmtud. 18. febr. Uppselt
Föstud. 19. febr.UppselL
Laugard. 20. febr.UppselL
SlÐUSTU SÝNINGAR
Sýningin er ekki við hæfi bama.
Ekki er unnt að hleypa gestum I sal Smlöa-
verkstæðis efbr að sýning er hafin.
Sýningum lýkur i febrúar.
Utla svlðið kl. 20.30:
eftir Willy Russell
I kvöld. Uppselt.
Föstud. 5. febr. 50. sýning. Uppselt
Laugard. 6. febr. Uppselt
Sunnud. 7. febr. Örfá sætí laus.
Föstud. 12. febr. Laugard. 13. febr.
Örfá sætí laus.
Sunnud. 14. febr. Fimmtud. 18. febr.
Örfá sætí laus.
Föstud. 19. febr. Laugard. 20. febr.
Sýningum likur i febniar.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum inn I salinn
efb'r að sýning er hafin á Liba sviði.
Ósðttar pantanir seldar daglega.
Ath. Aðgöngumiðar á allar sýningar greiðist
viku fyrir sýningu, ella seldir öðtum.
Miðasala Þjöðleikhússins er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýn-
ingu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10.00
virka daga I sfma 11200.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - GÓÐA SKEMMTUN
Greiöslukortaþjönusta Græna linan 996160
EfSLENSKA ÓPERAN
__IIIII oamla •» wOumuTi
6ardasfurstynjan
Operetta eftir Leo Stom og Bela Jonbach með
tónlist efbr EMMERICH KALMAN
I íslenskri þýöirrgu Flosa Ólafssonar og Þor-
steins Gylfasonar
Hljómsveitarsfióri Páll Pampichler Pálsson
Leikstjóri Kjartan Ragnarsson
Leikmynd Sigurjón Jóhannsson
Búningahönnun Hulda Kristin Magnúsdóttir
Danshöfundur Auður Bjamadóttir
Stjómandi kórsiæfingastjón' Peter Locke
Ljósahönnun Jóhann B. Pálmason
Sýningarsfiórl Kristin S. Kristjánsdóttir
Kór fslensku óperunnar
Hljómsveit Islensku ópenmnar
Konsertmeistari Zbigniew Dubik
Hlutverkaskipan:
Sylva Signý Sæmundsdóttir
Edwin Þorgeir J. Andrésson
Boni Bergþór Pálsson
Stasi Jóhanna G. Unnet
Feri Sigurður Bjömsson
Juliana furstafrú Sieglinde Kahmann
Leopold fUrstí Kristinn Hallsson
Kjss/PorterfTscheppe greifi Bessi Bjamason
Fnrmsýning föstudaginn 19. febrúar kl. 20:00
Hátiðarsýning laugardaginn 20. febrúar ki. 20:00
3. sýning föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00
Miöasalan opnar mánudaginn 1. febnjar.
Styrktarfélagar eiga forkaupsrétt að miðum dag-
ana 1 .-4. febtúar.
ALMENN SALA MIÐA HEFST 5. FEBRÚAR
Uiðasalan er opin áá og meö 1. febrirar frá W. 15:00-19:00
dagiega, entl kf. 20:00 sýningartaga SlM111475.
LEIKHÚSLÍNAN SlMI 991015.
GREBSLUKORTAÞJÓNUSTA
ÍÍGNBOGINN,
Rithöfundur á ystu nöf
Sýnd ki. 5 og 9
Bönnuð innan 16 ára
Svlkráö
Spennandi bandarisk mynd.
Sýndki. 7 og 11
Stranglega bönnuö innan 16 áia
Tomml og Jennl
Með Islensku tali.
Sýnd kl. 5 og 7
Miðaverö kr. 500
Síöastl Móhlkanlnn
Sýndkl. 4.30, 6.45,9 og 11.15
Bönnuð innan 16 ára
Sódóma Reykjavfk
Sýnd kl.9og 11
Bönnuð innan 12 ára - Miðaverð kr. 700
Yfir 35.000 manns hafa séð myndina.
Fylgsnlð
Sýnd kl 5 og 9
Ekki við hæfi ungra
bama
Rlpoux gegn Rlpoux
Svndkl.7 og 11
íslenskur textí
HÁSKÚLABÍÚ
SÍMI 2 21 40
Laianuspll
Sýnd Id. 5,7, 9 og 11.15
BaAdagurinn mikll
Sýndkl. 5, og 9.15
Raddlr (myrfcrl
Meiriháttar spennumynd.
Sýndkl.7.30 og 11.10
Bönnuð innan 16 ára
Verðlaunamyndin
Forboðln spor
Sýndld.5, 9.10 og 11.10
Kariakórlnn Hekla
Sýndld.5,7,9.05 og 11.10
Howards End
Sýnd kl. 5 og 9.15
Svo á jöröu sem á hlmnl
Sýnd Id. 7
Fáar sýningar eftír
LEIKFÉLAG
REYKJAVIKLIR
Sími680680
Stórasvlð Id. 20.00:
Ronja ræningjadóttir
efHr Astrid Lindgren—TAnllst Sebastian
Miðvikud. 3. febr. kl. 17.00. Órfá sæb laus.
Laugard. 6. febr. Uppselt
Sunnud.7.fábr. Fáein sæb laus.
Fimmtud. 11. febr. kl. 17.00. Fáein sæb laus.
Laugard. 13. febr. Fáein sæb laus.
Sunnud. 14. fábr. Uppselt
Laugard. 20. febr. Fáein sæb laus.
Sunnud. 21. febr. Fáein sæb laus.
Sunnud. 28. febr. Fáein sæb laus.
Miðaverð kr. 1100,-.
Sama verð fyrir böm og fulloröna.
BLÓÐBRÆÐUR
Söngleikur eftír Willy Russell
6. sýn. Fimmlud 4. febr. Græn kort grlda.
7. sýa föstud 5. febr. Hvil kort glda Fáein sæb laus.
8. sýn. laugard. 6. febr. Brún kod gilda. Fáein sæb laus.
Föstud. 12 febr. Fáein sæb laus.
Laugard.13.febr. Fáein sæb laus.
Litía sviðið.
Sögur úr sveitinni:
Platanov og Vanja frændi
eftir Anton Tsjekov
PLATANOV
Aukasýningar
Föstud. 5. febr. ki. 20.00
Miövikud. 10. febr.kl. 20.00
laugard. 13. febr. Id. 20.00
Alira siöustu sýningar.
VANJA FRÆNDI
Aukasýningan
Laugard. 6.febr.
Föstud. 12. febr.
Sunnud. 14. febr.
Allra síöustu sýningar.
Kortagestir athugið, að panta þarf miða á lida
sviðiö. Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn
eftir að sýnirtg er hafin.
Verð á báðar sýningar saman kr. 2.400,-.
Miðapantanir i s. 680680 alla virka daga kl. 10-12
Borgarfeikhúa — Leikfélag Reykjavfkur
Fólksfækkun
í Svarfað-
ardal
I janúarblaði Noröurslóöar fyrír árí
siðan voru birtar fóiKsfjöldatölur fyrir
Daivík og Svarfaöardal frá 1. des.
1991. Kom þar i Ijös gífurieg flölgun
( sveitinni, svo talaö var i þvl sam-
bandi um „fólksf}öldasprengingu“ i
æsifréttastil. Haföi hreppsbúum
flöigað um 12 manns eöa 4.44%.
En Adam var ekki lengi I Paradfs.
Nú eru nýjar bráöabirgðatöiur komn-
ar frá Hagstofunni frá 1. desember
1992 og kemur þá f Ijós að Daivík-
ingum hefur fjölgaö litiilega, eða um
0.6% úr 1495 f 1504. Þaö eru sam-
tals 9 manns (fjölgaöi um 14 árið áð-
ur). £n ibúum Svarfaðardalshrepps
hefur hins vegar fækkaö úr 282 I
271 eða um 11 manns. Það er 3.9%
fækkun! Til samanburðar má geta
þess að þjóðinni allri fjölgaði um
1.01% árið 1992. Þetta ætti að
kenna manni að sjaldan er flas til
fagnaöar og ekki er sopiö kálið þótt i
ausuna sé komiö. O, sei.sei.
Úrkoman á
Tjöm einu
sinni mælst
meiri
Ársins 1992 minnast menn líklega
sem kreppuárs I þjóðarbúskapnum,
sem einkenndist af samdrætti i
framlelðslu til iands og sjávar, sam-
fara atvinnuleysi.
Veðurfariö sýndi þó ekki á sér nein
kreppumerki. Guðimir brugguðu fjöl-
breytilegt tiðarfar meö rikuiegri úr-
komu í bland. Hún reyndist 678 mm
að magni til, en það er næst mesta
úrkoma sem mælst hefur á Tjörn
siðan athuganir hófust þar 1969. Ár-
ið 1983 hefur vinninginn með 688
mm. Meöalársúrkoman hefur veriö
um 490 mm, svo hér er um að ræða
nær 200 mm umfram meðailag.
Það er sjaidgæft að mánaðarúr-
koman nái 100 mm, en það gerðist
þó í desember. Þá mældist ofan-
koman 117 mm. Þetta er þó langt
undir desembermetinu sem var sett
1975, en þá var úrkoman hvorki
meíra né minna en 170 mm. Þeir
dagar, sem mælanleg úrkoma fellur,
kailast úrkomudagar. Oft veröur vart
úrkomu, sem þó er svo Iftil að hún
mælist ekki. Slikir dagar kallast úr-
komudagar. Úrkomudagamir á Tjörn
1992 uröu 186, eða annan hvem
dag að meðaltali. Þaö er nálægt
meöallagi.
VESTFIRSKA
| FRÉTTABLADIÐ |
ISAFIRÐI
Hundrað þús-
und fyrir merki
Vestfíarða
Ferðamálasamtok Vestfjarða og
Fjóröungssamband Vestfirðinga
hafa efrít til verölaunasamkeppni um
hönnun merkls og slagorðs, sem lýsi
ímynd Vestfjarða og verði samnefn-
ari ferðaþjónustunnar I fjóröungnum.
Aðalverðlaun fyrir merki eru eitt
hundrað þúsund krónur og fimm
þúsund fyrír hvert slagorð.
Mikil ásókn í
vinnu á Vest-
fjörðum
Jóhannes G. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ishúsfélags Isfirðinga
hf., sagði I samtali við blaðið að mik-
ið hefði veríö spurt eftir vinnu hjá
þetm, sérstakiega I desember og
eftir áramótin, en nú hefði dregið úr
þeim fyrirspumum. Aðallega væri
þetta verkafólk af Suöumesjum og
Reykjavlkursvæðlnu. Jóhannes
sagði Ishúsfélagiö enda enga vinnu
hafa aflögu handa aðkomufólkl og
ekki sjáanlegt aö svo yrói í náinni
framtið.
Ingimar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Frosta hf. i Súðavlk, sagðl
geysiiega mikið hringt til þeirra af
fólkl, sem væri I atvinnuteit, og miklu
meira en nokkru sinni fyrr. Sagði
Ingimar að Frostl hefði ekkl ráðíð til
sín fólk, en atvinnumálin væru i
góðu lagi I Súöavfk og næg atvinna
fyrir alla heimamenn.
Að sögn Smára Haraldssonar,
bæjarstjóra á Isafiröi, hefur undan-
farna mánuði veriö mun minna um
það en sl. sumar og i haust að fóik
annars staðar af landinu spyrðl um
húsnæði á Isafirði. „Það hafa marg-
ar ibúðir verið teknar I notkun hér
undanfarið, t.d. 10 ibúðir ( blokk við
Poligötu, i Múlalandi etnhverjar
íbúöir og blokkin viö Múlaiand 12
var tekin I gagnið á árinu. Þetta lóttír
sennilega á eftirspuminni. Það leið
varla sá dagur ( sumar aö ekki væri
hringt og spurt um húsnæði," sagði
Smári.
Á mánudaginn voru 12 skráðir at-
vinnulaustr á bæjarskrifstofunum á
IsaFtrði, að sögn Ölmu Rósmunds-
dóttur, starfsmanns þar. Af þessum
12 eru þrjár konur og er þetta fólk á
öilum aldrl.
Naglinn lagar
Skíðheima
Miklar lagfærlngar á Sklðaskálan-
um á Seljalandsdal (Sklðheimum)
eru nú langt komnar, en Naglinn hf.
(Halldór Antonsson o.fl.) byrjuöu á
verkinu upp úr miðjum janúar. Þama
er um að ræða lagfærlngar á gólfl,
klæðningu á lofti og breytingu á her-
bergjaskipan I svefnálmunni uppi,
þar sem framvegis verða tvö stór
herbergl (sitt hvorum megin) l staó
fjögurra minni. Hluti verksins var
boðlnn út, en hlutl þess er unninn án
útboðs og er reiknaö meö að heild-
arkostnaður verði um 700 þúsund
krónur.
Skiðheimar á Seljalandsdal.
Bessi með 70
tonn af Vest-
Hja Stelni Inga KJartanssynl
Frosta hf. I Súðavfk fékk biaöið þær
fréttir að úthafsrækjuskipin Haffari
og Kofri hefðu bæði landað á miö-
vikudaginn i siðustu viku eftir tæprar
viku veiðiferð. Haffari var með 24
tonn af rækju og rúmt tonn af ftski
og Kofri með 22 tonn af rækju og tvö
tonn af fiski. Skipin voru bæði að
veiðum á sömu sióðum úti af Norð-
urlandi.
Bessl landaði í gær (miðvikudag)
70 tonnum af hefðbundinni Vest-
Togarinn Bessi á Vestfjaröa-
mlðum.
flaröablöndu eftir viku túr.
Þrir rækjubátar frá Súðavik stunda
veiðar í Djúpinu og hafa þeir fengið
góðan afla. Á þriöjudaginn landaði
Valur rúmum tveimur tonnum, Feng-
sæil tvelmur tonnum og Hafrún elnu
og háifu tonni.
Verkmennta-
húsið á Torfnesi
Þrjár milljónlr eru áætlaðar til bygg-
ingar verkmenntahúss á Torfnesi í
frumvarpi til fjárhagsáætlunar Isa-
fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1993.
Vonir sfanda til þess að unnt verði
að hefja framkvæmdir á þessu árl
og Ijúka verkinu á næsta ári. Reikn-
að er með að húsið kosti alls 30
miiljónir og þar af komt 18 milljónir
frá rlkinu á tvelmur árum og 12 millj-
ónir frá sveitarfélögunum.
Kindurí
Reykjanes-
„Það hafa verlö þrjár tvævetlur I
Reykjaneshyrnu i vetur og aldrei
hægt aö ná þeim,“ sagði Axei i
Gjögri i samtali við Vestfirska. „Þær
hafa verið I Landskeggi sem kaliað
er, austanvert i Hyrnunni og veit aö
hafi. Þar hefur mörg kindin svo sem
fariö. Sigursteinn Sveinbjörnsson
bóndi i Litlu-Ávík átti þessar kindur
og var búinn að reyna við þær
þarna i haust og aldrei getað náð
þteim.
Svo fóru þeir sex menn saman (
góðu veðri og fjórir þeirra sigu niöur
til kindanna. Þá voru þær orðnar
tvær en ekki þrjár, þvl ein hefur ein-
hvem veginn fariö þarna, orðið fyrir
slysi. Þær voru Ijónvitlausar og
styggar. Þær hlupu norður eftir
skriðu og þar i eínstigi og yftr gjá
sem þar er.
Hann hélt nú, hann Siggi, að þær
myndu kannske halda áfram og
koma i Hólana. Auðvitað var nú
annað gil eftir nær Litlu-Ávík. Dag-
inn eftir fór hann að athuga meö
kindurnar og þá voat þær á sama
stað og viöbúið aö þær séu komnar
þarna i sjálfheldu. Þær voru ekki f
sjálfheldu I Landskegginu og höföu
þaO gott þar. Þar er grösugt og góð
vetrarbeit. Björn á Melum sagði
mér að þær litu svo vel út að þær
stæðu ábyggliega ekki á horleggj-
unum, enda veit maður það. Einn
þeirra, sem var þarna með, sagði
mér að komið hefði fyrir að þyrfti aö
skjóta fé þarna I sjáifheldu. Þær eru
á svoleiðis stað þessar að það er
engin leiö að skjóta þær. Þær eru
svoleiðis í hvarfi.
Siggi hefði bara átt að fira niöur
hrút til kindanna og láta þær svo
bara eíga sig. Þarna hafa verið
kindur allan veturinn áður. Já, hann
hefði bara átt að fira niður hrút til
kindanna i stað þess að ftra niður
fjórum mönnum. Þeir höfðu ekkert
að gera niður svo margir. Það hefði
verið nær að fjórði maðurinn hefði
verið hrútur,“ sagði Axel á lokum,
hress að vanda.
A jeppum yfir
Trékyllis-
heiði
Að sögn Strandajarlsins Axels
Thorarensens i Gjögri geröist það
sunnudagtnn 17. janúar, sem aldrei
hefur gerst fyrr á þessum árstlma:
Tveir jeppar frá Hólmavik stóðu allt
I elnu á hlaðinu i Gjögri án þess að
Strandajarlinn vissi af.
„Þetta voru bilar á breiöum dekkj-
um og sérútbúnir til aksturs I snjó,“
sagöi Axel. „Þelr komu yfir Trókyll-
isheiði og fóru fyrir framan Reyðar-
fjörð og komu niður hjá Glifsu og
ofaná Eyrarháls, sem er á milli Ing-
ólfsfjarðar og Mela. Þelr komu þvi
að norðan og fóru út I Gjögur til aö
fá sér ollu. Þetta voru sjö menn, en
ég þekkti ekki nema tvo af þeim, þá
Sævar Benedíktsson, sem var alltaf
hjá okkur i rafmagninu, og hann
Kristján, son Gvendar í Stakkanesl.
Sævar sagði mér að það hefði verið
skotfæri alla letöina. Það voru þeir
sem komu inn til mín,“ sagði Axel f
samtali við blaðiö.
„Þeir voru á þremur bilum og
skildu einn eftir nálægt Glifsu, þvl
þar var svo brattur skafl að gott var
að hafa bflinn ofan hans, ef þyrftl
að draga hina upp. Þeir hafa örugg-
lega orðið að gera það. Hún sagðí
mér það hún Pálina I Munaðamesi,
hún sá svo vel tll Ijósanna hjá þelm
um kvöldið, að þeir hefðu verið
þarna svo lengi. Þelr fóru hóðan
um sjöieytiö og voru komnir aftur til
Hólmavlkur klukkan tiu, svo þetta
er fljótfariö," sagði Strandajarlinn að
lokum.