Tíminn - 16.02.1993, Side 1
Þriðjudagur 16. febrúar 1993
Tíminn 7
Sérkennifeg uppákoma á íslandsmótinu í badminton:
Haraldur Kornelíusson og
Sigfús Ægir í lyfjapróf
Á íslandsmótinu í badminton sem veríð um hvaöa úrslitaleik yröi Þaö má furðulegt teljast aö þess-
haldið var í Laugardalshöll um prófaö úr og kom þessl leikur upp ir menn skyldu hafa veríð teknir i
helgina var í fyrsta sinn tekið úr pottinum. Ekki var lyGaprófaö í lyíjapróf og er eflaust um mistök
lyfjapróf. Það er vart í frásögur meistaraflokki. Prófið var tekið að ræða. Venjan er að prófa þá
færandi ef ekki hefðu verið teknir fyrir hádegi á sunnudag og þurfti sem afrcksmcnn teljast og ætla
í lyfjapróflð þeir Haraldur Komel- að fresta úrsUtaleÍk í tvenndarleik má að hafi einhvem ávinning af
íusson og Sigfús Ægir Árnason í A-flokki þar sem Sigfús Ægir því að nota lyf. Þetta tíðkast á
annars vegar og hins vegar tveir Ámason átti að keppa vegna þess ólympíuleikum. Það ervonandi að
sautján ára strákar sem léku til hvc hann var lengi að klára prófið, Lyfjacftirlitsncfnd lagi þetta því
úrslita í tvdiðaleik karla í A- sem felst í því að pissa í glas. Auk þama má segja að 80 þúsund
flokki. Haraldur Komelíusson og þess má geta að Haraldur Korael- krónum hafi veríð hent út um
Sigfús Ægir em báðhr fyrrverandi iússon dæmdi úrsUtaleik f einliða- gluggann þar sem hvert próf kost-
meistaraflokksmenn í badminton leik karía á mÍlU þeirra Brodda ar um 20 þúsund krónur. Tals-
og mega eflaust með fullri virð- Kristjánssonar og Áma Þórs Hall- menn nefndarinnar hafa oft á tíð-
ingu muna sinn fífll fegurri í grímssonar sem undhr venjuleg- um kvartað undan fjárskorti og
íþróttinni, enda Haraldur á 43. um kringumstæöum og hefðum því er nauðsynlegt að svona slys
aldursári og Sigfús á því 38. eriendis hefði verið eðlilegra að hendi ekki.
Svo virðist vera sem dregiö hafi senda í próf.
Enska knattspyrnan:
Alan Shearer
ekki meira
með í vetur
Dýrasti leikmaður ensku knatt-
spymunnar, Alan Shearer framherji
Blackbum, leikur ekki meira með
liöi sínu það sem eftir er af keppn-
istímabilinu vegna aðgerðar sem
gera þarf á hné hans.
Aðgerðin er reyndar önnur í röðinni
á rúmum mánuði. Fyrri aðgerðin
tókst ekki betur en svo að nú þarf að
skera aftur. Þetta er slæmt fyrir
Blackburn en gengi liðsins hefur
farið hrakandi eftir að Shearer
meiddist. Aðgerðin er svipuð þeirri
sem Paul Gascoigne gekkst undir
eftir bikarúrslitaleikinn á Wembley
árið 1991.
Knattspyrna:
Kanar lágu
gegn Rússum
Rússar báru sigur úr býtum í vin-
áttulandsleik gegn Bandaríkjunum í
Flórída í Bandaríkjunum sem fram
fór um helgina. Rússar sigruðu 1-0
með marki Oleg Sergueev sem hann
gerði á tólftu mínútu leiksins. Um
14 þúsund manns sáu leikinn.
Enska knattspyrnan:
lan Wright
í meðferð
Læknar Arsenal og enska landsliðs-
ins beijast nú við að gera Ian
Wright leikhæfan, en hann haltraði
af leikvelli gegn Nottingham Forest
á laugardag eftir að hafa gert bæði
mörk liðs síns.
Enska landsliðið leikur við San
Marino í undankeppni HM en
Wright sem nýlega hefur verið val-
inn að nýju í enska landsliðið gat
ekki æft með liðinu í gær. Ef hann
getur ekki leikið á miðvikudag von-
ast framkvæmdarstjóri Arsenal til að
hann verði tilbúinn fyrir sunnudag
en þá leikur Arsenal í úrvalsdeild-
inni.
Knattspyrna:
Dennis Bergkamp
til Inter Milan
Hollenski landsliðsmaðurinn sem
lcikiö hefur með Ajax, Dennis
Bergkamp, leikur á næsta keppn-
istímabili með Inter Milan á ítal-
íu, en tilkynnt var um það í gær að
gengið hefði verið frá kaupum á
kappanum. Auk þess fylgir Wim
Jonk með í kaupunum. Frétt þessi
kemur talsvert á óvart þar sem tal-
ið hefur verið hingað til að valið
stæði á milli Juventus og Barcl-
ona en hins vegar er ljóst að Inter
veitir ekki af framherja í liö sitt.
Alls þarf Inter að greiða um 14
milljónir punda fyrir leikmennina
eða um 1,4 milljarða króna fyrir þá
báða, milljarð fyrir Bergkamp og
400 milljónir fyrir Wim Jonk. Er
samningurinn við leikmennina til
þriggja ára. „Inter uppfyllti allar
mínar kröfur. Það sem var mikil-
vægast fyrir mig var leikvangur-
inn, fólkið í kringum félagið og
leikstíll liðsins," sagði Dennis
Bergkamp í gær.
Wim Jonk, sem er miðvallarleik-
maður, hafði áður verið orðaður
við Inter Milan liðið og hefur leik-
ið sex leiki með hollenska landslið-
inu og er talið að Bergkamp hafi
lagt áherslu á að Jonk færi einnig
til Inter Milan. Þá hafði þjálfari Aj-
ax sagt frá því á dögunum að ef
Bergkamp færi þá færi Jonk einn-
ig. Dennis Bergkamp er talinn
leysa Marco Van Basten af hólmi
sem lykilframherji hollenska
landsliðsins í framtíðinni, en hann
hefur þegar gert 12 mörk í aðeins
19 leikjum.
Júdó:
Tapaði fyrstu
viðureigninm
Bjarai Friðriksson tók um helgina þátt í alþjóðlegu móti í París. Þetta er
fyrsta alþjóðlega mótið sem Bjami tekur þátt í eftir ólympíuleikana í
Barcelona síðastliðið sumar og keppti hann nú í -95 kg. flokki. Bjami
tapaði fyrstu viðureigninni og var þar með úr leik. Ekld fengust upplýs-
ingar um hver andstæðingurinn var. Alls sóttu keppendur frá 40 lönd-
um mótið sem er eitt af hinum sterkustu í heiminum. Ekki var keppt í
opnum flokld. Bjami Friðriksson kom til landsins f gær.
Broddi vann sinn 28.
íslandsmeistaratitil
Sjá blaðsíðu 8-9
Knattspyma:
Björn til Dalvíkur
Björa Rafnsson knattspymumaður hefur ákveðið að leika með knatt-
spymuliði Dalvíkur I 3. deildinni í sumar. Bjöm þjálfaði og lék með
Snæfellingum í 4. deild á síðasta keppnistímabili og þar áður lék hann
um árabil með KR-ingum f 1. deild. Dahnkingum sem hafa leikið í 3.
deild undanfarin ár verður mikill styrkur í Bimi.
! Skautahlaup:
Ahorfendur bræddu ísinn
Líkamshiti þeirra 14 þúsund áhorfenda sem fylgdust
með heimsbikarkeppni í skautahlaupi i nýrri skauta-
höll í Noregi um helgina varð til þess að að fresta
varð keppni um stundarsakir á meðan hitinn í höll-
inni var lækkaður.
fsinn byrjaði að bráðna og var hitinn lækkaður um
tvö stig á selsíus og gátu keppendur þá sætt sig við
ísinn. Höllin sem er ný og byggð í tilefni af vetrar-
ólympíuleikunum í Lillehammer er í laginu eins og
víkingaskip á hvolfi.