Tíminn - 23.02.1993, Síða 3
Tíminn 8
Þriðjudagur 23. febrúar 1993
Þriðjudagur 23. febrúar 1993
Tíminn 9
Molar
Danski iandsli&smaöurinn
Flemming Povlsen leikur ekki
meö danska landsliöinu gegn
Argentlnska landslíðinu, en liöin
mætast I vináttuleik á miðviku-
dag. Povlsen meiddist I leík með
liði slnu, Borussia Dortmund I
sýsku úrvalsdeildinni um helg-
ina, en liöið vann 1-0 sigur á
Bochum. Forráðamenn liðsins
segja aö hann veröi heldur ekki
meö liðinu um næstu heigi. Þeir
vonast hins vegar að hann veröi
búinn að ná Sér þegar Dortmund
mætir Roma f átta liða úrslitum i
Evrópukeppninni þann 2. mars
næstkomandi.
Sergei Bubka setti um
helgina sitt 34. heimsmet (
stangarstökki á „Bubka mótinu“
sem haldið var (Úkrainu um
helgina. Bubka fór yfir 6,15
metra og gerði það í þriðju og
sfðustu tilraun. Bubka virðist
vera aö ná sér á strik eftir iéleg-
an árangur á ólympiuleikunum I
Barcelona þar sem hann náði
ekki gildu stökki.
... Llverpool hefur nú aðeins
gert tvö mörk mörk f síðustu tólf
leikjum f ensku úrvalsdeiidinni í
knattspyrnu. Nú spyrja áhang-
endur Liverpool sig: „Hvenær
verður Souness rekinn?“
. Ekkert var leikiö i deildar-
keppninni f knattspyrnu (Atbanfu
um helgina vegna verkfalls
knattspyrnudómara þar I landi.
Talsmaður dómaranna sagði f
samtali viö fjölmíöla aö þeim
þætti leitt að þurfa að gera þetta
en þaö væri eina leiöin til að fá
aimenning og knattspyrnuyfir-
vðld til að skilja aöstööu þeirra.
Knattspyrnusambandið sem er
ríkisrekiö hefur að sögn dómara
engan skilning á máiefnum
þeirra og hefur komið illafram
viö þá. Dómararnir sem eru um
500 talsins vitja fá kjör sín bætt,
en ekki er ólfklegt að verkfall
leikmanna fylgi 1 kjölfariö.
... Alllr leikmen enska þriðju-
deildarliösins Barnet sem hefur
átt f míklum fjárhagsvandræðum
hafa verið settir á sölulista. Fyrir
skömmu varð liöið að greiða sekt
vegna óreiöu á bókhaldí og van-
skilum á greiðslum launa. Það er
forseti félagsins sem fyrirskipaði
þetta og fékk þjálfarinn ekkert aö
gert. Barnet, sem fyrst kom inn f
deildarkeppninna áriö 1990, á
góða möguleika á þvf aö komast
12. deild, en svo fer fram sem
horfir eiga líkurnar eftir að
minnka til muna.
... Martina Navratilova sigraöi
Monicu Seles I úrslitaleik opna
Parísarmótsins í tennis á sunnu-
dag. Seles hafið ekki tapað ieik
á árinu og ekki f sföustu 35 leikj-
um. Navratilova sigraöi 6-3, 4-6
og 7- 5.
... Elgandl og forseti Chelsea,
Ken Bates, hefur tilkynnt öllu
starfsliði félagsins, ieikmönnum
og skrifstofuliöl, aö meötöldum
hinum nýja framkvæmdarstjóra
Dave Webb, aö það sé hjá iiölnu
aðeins til reynslu fram á voriö.
Hann sagði að allir ættu það á
hættu að missa störf sfn. Chels-
ea hefur nú ekkl unnlö f 13 leikj-
um í röð og er óðfluga að nálg-
ast hættusvæði f úrvalsdeildinni,
Aðeins nfu stig skilja að Chelsea
og Notthlngham Forest sem er f
þriðja neðsta sæti. í desember-
mánuðl var Chelsea í öðru sætl í
deildinni en er nú f þvl tólfta.
Bates hefur ritaö ársmlðahöfum
bréf þar sem hann lýsir þessu.
íslenska landsliðið í handknattleik:
ísland neðst á
Frakklandsmótinu
íslendingar höfnuðu í neðsta sæti á
Frakklandsmótinu í handknattleik
en mótinu lauk á laugardag. Auk ís-
lendinga tóku þátt í mótinu lið
heimamanna, Sviss og Tékka. ís-
lenska landsliöið tapaði tveimur
leikjum en vann einn gegn Sviss á
föstudagskvöld.
Á laugardag áttust við lið fslands og
Frakklands fyrir fullu húsi og töp-
uðu stákarnir okkar með fjögurra
marka mun, 19-23, eftir að þeir
höfðu haft yfir í hálfleik 12-9. ís-
lenska liðið lék vel í fyrri hálfleik og
raunar 40 mínútur síðari hálfleiks-
ins einnig. Þegar svo var komið var
mótlætið farið að fara verulega í
taugar Frakka og leystust síðustu 20
mínútur leiksins upp í hálfgerð
slagsmál.
Þar voru í lykilhlutverki tveir leik-
manna Frakka sem reyndar varð að
taka útaf áður en slys hlytust af. Það
voru pólskir dómarar sem dæmdu
leikinn og var það samdóma álit for-
ráðamanna íslenska og franska
landsliðsins eftir leikinn að þeir
hefðu dregið taum franska liðsins f
leiknum. íslendingar fengu fjölda
brottvísana undir lok leiksins og
náðu Frakkar þá að síga fram úr.
Bjarki Sigurðsson var bestur í ís-
lenska liðinu og hljóta það að vera
góðar fréttir fyrir Þorberg Aðal-
steinsson. Þá voru þeir Gunnar
Beinteinsson og Geir Sveinsson
traustir.
Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 4,
Geir Sveinsson 4, Gunnar Gunnars-
son 3, Gunnar Beinteinsson 3, Héð-
inn Gilsson 2, Júlíus Jónasson 2 og
Sigurður Bjamason 1.
Frakkar sigmðu á mótinu en hin
löndin voru öll með tvö stig, en
ísland með lélegustu markatöluna.
Frjálsar íþróttir:
Þórdís Gísladóttir
vann í Svíþjóö
Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona
úr Héraðssambandinu Skarphéðni,
tók um helgina þátt í opna sænska
meistaramótinu í fijálsum íþrótt-
Knattspyrna:
Markalaust
um innanhúss, en mótið fór fram í
Malmö.
Þórdís gerði sér lítið fyrir og sigraði
í hástökkinu og stökk 1,87 metra og
var einum sentímetra frá eigin ís-
landsmeti sem er 1,88. Þórdísi tókst
ekki að ná lágmarkinu fyrir heims-
meistaramótið sem haldið er í Tor-
onto í Kanada í næsta mánuði en
það er 1,89.
Bandaríkjamenn og Rússar gerðu
markalaust jafntefli þegar liðin
mættust Kaliforníu í vináttuleik í
gær. Þetta er annar leikur liðanna á
skömmum tíma en einnig varð
jafntefli í fyrri leiknum. Alls sáu 26
þúsund manns leikinn.
ísknattleikur:
26 marka sigur
á Birninum
Skautafélag Akureyrar vann fá-
heyrðan stórsigur á ísknattleiks-
félaginu Birninum í leik liðanna
nyrðra á laugardag. Lokatöiur
urðu 27-1 SA í hag og skoraði
einn Finnanna í SA tíu mörk í
leiknum. Einhvern hluta skýr-
ingar á tapinu má rekja til þess
að ekki komust allir Bandaríkja-
mennirnir sem leika með Birnin-
um með í förina til Akureyrar og
var liðið því veikara en ella.
Stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfuknattleik:
Stórleikur Malone og Stock'
ton tryggðu Vestur-sigur
Úrvalsliö leikmanna úr liðum á
Vesturströnd Bandaríkjanna sigr-
aði úrvalslið frá Austurströndinni í
árlegum stjömuleik á sunnudag,
135- 132, eftir framlengdan leik.
Karl Malon gerði 28 stig í leiknum
og John Stockton lék frábærlega í
framlengingunni. Þeir voru að leik
loknum kosnir menn leiksins, en
þeir leika báðir með Utah Jazz og
hafa greinilega kunnað vel við sig
enda var leikið á heimavelli Utah.
Er þetta í fyrsta sinn síðan 1959
sem tveir leikmenn skipta með sér
nafnbótinni, en þá voru þeir Elgin
Baylor frá Minnesota og Bob Pettit
frá St.Louis kosnir menn leiksins.
Leikurinn var í heild sinni
skemmtilegur á að horfa. Framan af
leiknum og fram í síðari hálfleik
áttu leikmenn erfitt með að setja
knöttinn í körfuna en í fjórða leik-
hluta batnaði hittnin. Lið Vestur-
strandarinnar var tveimur stigum
yfir undir lok leiksins en Patrick
Ewing náði að knýja fram framleng-
ingu með tveimur stigum þegar
átta sekúndur voru eftir. Vestur-
ströndin var sterkari í framleng-
ingu og vann eins og áður sagði
leikinn.
Leikurinn var sá 43. í röðinni og
hefur Austurströndin sigrað 26
sinnum en Vesturströndin 17 sinn-
um. Þetta er í fimmta sinn sem leik-
urinn er framlengdur en í fyrsta
sinn síðan árið 1987.
Karl Malone var eins og áður sagði
stigahæstur Vesturstrandarinnar
með 28 stig en Michael Jordan, sem
átti köflóttan leik, gerði 30 stig fyrir
Austurstrandarliðið. Dan Majerle
lék vel fyrír liðið og gerði mörg stig
úr þriggja stiga skotum en Shaquill
O’Neil gerði nokkur afdrifarík mis-
tök.
Báröur Eyþórsson úr Snæfelli lék vel gegn Breiðabliki og geröi 15 stig. Hér gerír
hann sig líklegan við körfu Blikanna en hér haföi hann ekki erindi sem erfiði því Dav-
id Grissom lék vel meö Blikum og varöi skot hans. Tímamynd Pjetur
Japisdeildin í körfuknattleik:
Japisdeildin í körfuknattleik:
Ovæntur sigur Borgnes
inga á Keflvíkingum
Frá Margrétl Sanders, fréttaritara
Tlmans á Suðurnesjum
Skallagrímur blandar sér nú í
baráttuna í b-riðli um sæti í úr-
slitakeppninni í körfuknattleik,
eftir að þeir sigruðu Keflvíkinga
á heimavelli þeim síðamefndu
á sunnudag 80-83. Staðan f
hálfleik var jöfn 43-43.
Borgnesingar höfðu yfirhönd-
ina framan af fyrri hálfleik, en
mest munaði tíu stigum á liðun-
um. Keflvíkingar komust yfir um
miðjan háifleik og jafnt var í
hálfleik 43- 43. Jafnræði var með
liðunum fram í miðjan síðari
hálfleik, en Borgnesingar fóru þá
að síga fram úr og þegar sex mín-
útur voru til leiksloka höfðu
Borgnesingar ellefu stiga for-
ystu, 67-78. Keflvíkingar brugðu
þá á það ráð að pressa stíft á
Borgnesinga, söxuðu á forskotið
og komust yfir 80-79. Borgnes-
ingar fengu tvö bónusskot þegar
50 sekúndur voru til leiksloka og
skoraði Skúli Skúlason, fyrrum
leikmaður ÍBK, úr þeim báðum
og staðan þá orðin 80-81. Kefl-
víkingar höfðu möguleika á að
komast yfir, en þeir nýttu sér það
ekki og skoruðu Skallagríms-
menn síðustu körfuna 80- 83.
Skallagrímsmenn eru með mik-
ið baráttulið, en það háir liðinu
hversu litla breidd þeir hafa, þó
svo að það hafi ekki komið mikið
að sök f þessum leik. Byrjunar-
líðið, þeir Henning, Gunnar, EI-
var og Birgir, stóð sig vei, auk
þess átti Alexander Ermolinskij
ágætisleik, en hefur þó oft leikið
betur. Henning er ómissandi
hlekkur í liðinu sem rífúr menn
áfram á þýðingarmiklum augna-
blikum.
Keflvíkingar spiluðu þennan
leik undir getu og virkuðu dauf-
ir. VÖrnin var góð hjá þeim sfð-
ustu sex mínúturnar, en þá
gerðu Skallagrímsmenn einung-
is eitt stig á fimm mínútna kafla.
Keflvíkingar pressuðu á þessum
tíma, en það dugði þeim ekki, því
þeir voru mistækir í sókninni.
Jonathan Bow var bestur Keflvík-
inga og hélt þeim á floti þegar
illa gekk hjá liðinu. Sigurður
Ingimundarson lék góöa vörn
gegn Alexander og skoraði hann
varla stig í gæslu Sigurðar. Krist-
inn Friðriksson og Jón Kr. Gísla-
son áttu einnig ágæta spretti, en
liðið í heild spilaði eins og áður
sagði undir getu.
Dómarar: Leifur Garðarsson og
Helgi Bragason.
Tölur úr leiknum: 0-3, 5-7, 7-
15, 13-21, 21-21, 30-28, 38-38,
43-43 — 48-47, 48-54, 58-58,
62-69, 67-78, 71-79, 80-79, 80-
83.
Stig Keflvíkinga: Kristinn Frið-
riksson 22, Jonathan Bow 19,
Guðjón Skúlason 13, Sigurður;
Ingimundarson 10, Nökkvi M.
Jónsson 6, Jón Kr. Gíslason 6, Al-
bert Óskarsson 4. ■,
Stig Skallagrfms: Birgir Mika-
elsson 21, Alexander Ermolinskij
16, Henning Henningsson 15,
Gunnar Þorsteinsson 14, Elvar
Þórólfsson 10, Skúli Skúlason 5,
Eggert Jónsson 2.
Japisdeildin í körfuknattleik:
Sigur Njarðvíkinga
eftir framlengingu
Frá Margréti Sanders, fréttaritara
Timans á Suðumesjum
Njarðvíkingar sigruðu Grindvíkinga
85-80, eftir framlengdan leik í
Njarðvík á sunnudagskvöld. Staðan
eftir venjulegan Ieiktíma var 76-76.
Gríndvíkingar höfðu yfirhöndina
nær allan fyrri hálfleikinn, en í lok
hans náðu Njarðvíkingar að komast
yflr og höfðu yfir í hálfleik, 38- 36.
Jafnræði var með liðunum í síðari
hálfleik og þegar rúm mínúta var til
leiksloka var staðan jöfn 76-76.
Hvorugt liðið náði að skora og því
var framlengt. Grindvíkingar gerðu
þrjú fyrstu stigin í framlengingunni,
en Njarðvíkingar jöfnuðu 79-79. Á
síðustu mínútu framlengingar voru
Njarðvíkingar einu stigi yfir 81-80
og Grindvíkingar höfðu knöttinn og
alla möguleika til að sigra. Þeim
tókst þó ekki að nýta sér það og
brutu síðan á Jóhannesi Krist-
bjömssyni þegar 10 sekúndur vom
til leiksloka. Dómararnir dæmdu
ásetningsvillu, sem þýddi það að
Njarðvíkingar fengu tvö vítaskot og
héldu þar að auki knettinum. Jó-
hannes skoraði úr báðum skotun-
um, en aftur bmtu Grindvíkingar á
Njarðvíkingum og nú á Ástþóri sem
skoraði úr báðum skotunum. Sigur
Njarðvíkinga því staðreynd, 85-80.
Leikurinn í heild var mikill bar-
áttuleikur. Njarðvíkingar spiluðu
þennan leik ekki vel og spila ekki
nægilega vel sem liðsheild. í fram-
lengingunni var vörn þeirra feiki-
sterk og skóp öðm fremur sigurinn.
Ronday var bestur Njarðvíkinga,
Teitur var góður í vörn og spilaði vel
upp á aðra leikmenn. Ástþór var
góður framan af leiknum og Jó-
hannes átti ágæta spretti.
Táp í þessum leik kemur sér afskap-
Iega illa fyrir Grindvíkinga. Baráttan
í b-riðli er geysihörð og þar munar
um hvert stig. Grindvíkingar léku
vel framan af leiknum, en það var
eins og þeir næðu ekki að klára leik-
inn. Guðmundur Bragason var best-
ur þeirra, Jonathan Roberts var
sterkur og Pétur Guðmundsson var
góður í byrjun, en lék lítið eftir það.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Brynjar Þór Þorsteinsson. Hafa þeir
oft dæmt betur.
Tölur úr leiknum: 0-2, 3-8,14-14,
20-22,24-28,32-32, 38-36 — 44-49,
46-53, 54-53, 64-63, 71-71, 76-76.
Frl.: 76-79, 79-79, 85-80.
Stig UMFN: Ronday Robertson 29,
Jóhannes Kristbjörnsson 17, Teitur
Örlygsson 14, Ástþór Ingason 9,
Gunnar Örlygsson 7, RúnarÁrnason
7, Atli Árnason 2.
UMFG: Guðmundur Bragason 21,
Jonathan Roberts 17, Helgi Guð-
finnsson 11, Sveinbjörn Sigurðsson
10, Pétur Guðmundsson 9, Pálmar
Sigurðsson 6, Marel Guðlaugsson 4,
Hjálmar Hallgrímsson 2.
Jamison með flugeldasýningu
Snæfellingar sigruðu botnlið Japis-
deildarinnar, Breiðablik, 98-105 í
íþróttahúsi Digranesskóla í leik lið-
Japisdeildin í körfuknattleik:
Staðan
A-riðill
Keflavík...21 18 3 2130-1858 36
Haukar.....21 15 6 1880-1727 30
Njarðvík...21 11 10 1952-1933 22
Tindastóll.... 21 813 1770-1930 16
UBK.........21 2 19 1851-2063 4
B-riðill
Snæfell.....21 14 7 1844-1860 28
Valur.......21 10 21 1703-172120
Grindavík...21 10 21 1768-1716 20
Skallagr....21 10 11 1748-1740 20
KR..........21 7 141750-182614
Japisdeildin í körfuknattleik:
Valsmenn ekki meö
Haukar unnu sannfærandi sigur,
96- 76, á Vaismönnum í Hafnar-
firði á laugardag eftir frekar brös-
ótt gengi í síðustu leikjum. Vals-
menn virðast vera heillum horfnir
eftir frábæra byrjun á mótinu og
voru þeir nánast aldrei innf leikn-
um. John Rhodes var bestur
Hauka. Staðan i hálfleik var 52-
29.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og
Kristinn óskarsson.
Stig Hauka: John Rhodes 29, Jón
Arnar Ingvarsson 22, Sigfús Giz-
urarson 11, Tryggvi Jónsson 10,
Jón Örn Guðmundsson 9, Pétur
Ingvarsson 6, Sveinn Stefánsson
5, Bragi Magnússon 4.
Stig Vals: Magnús Matthíasson
20, John Taft 14, Lárus Pálsson
11, Ragnar Jónsson 11, Símon Ól-
afsson 10, Brynjar Harðarsson 6,
Guðni Hafsteinsson 2, Bjarki Guð-
mundsson 2.
anna á sunnudag. Staðan í hálfleik
var 49-54, Snæfelli í vii. Snæfelling-
ar voru betri aðilinn, en náðu samt
aldrei að hrista Biika af sér. Leikurinn
var ekki vel leikinn og oft á tíðum
tómt rugl, ef frá er skilinn stórleikur
Shawn Jamison hjá Snæfelli.
Breiðablik byrjaði vel og hafði yfir
fyrstu mínúturnar, en síðan tóku Snæ-
fellingar við stjórninni. Joe Wright
hitti illa, bæði út á vellinum og einnig
í vítaskotum, en hins vegar lék Davíð
Grissom þá mjög vel. Jamison var allt í
öllu hjá Snæfellingum og með góðum
lokakafla í fyrri hálfleik tókst þeim að
breyta stöðunni úr 41-41 í 49-54.
Það sama var upp á teningnum í síð-
ari hálfleik. í hvert sinn sem Snæfell
hafði náð einhverri forystu, tókst
Breiðablik að vinna það upp. Undir
lokin náðu þeir þó 15 stiga forskoti,
85-100, sem var of mikill munur fyrir
Breiðablik, þrátt fyrir að Snæfellingar
hefðu misst bæði Jamison og ívar As-
grímsson útaf með fimm villur.
Það, sem stóð upp úr í afleitlega
leiknum leik, var stórleikur Shawn
Jamison, sem tróð hvað eftir annað á
glæsilegan hátt. Þegar Jamison varð að
fara af leikvelli með fimm villur, en þá
voru tæplega þrjár mínútur eftir af
leiktímanum, hafði hann gert 50 stig.
Þá misnotaði Jamison ekki eitt einasta
vítaskot. Meiri breidd vantar í lið Snæ-
fells og sem dæmi um það skoruðu að-
eins leikmenn byrjunariiðsins stig í
leiknum. Það háði Breiðablik að Joe
Wright náði sér aldrei almennilega á
strik, sérstaklega í fyrri hálfleik. David
Grissom Iék vel í fyrri hálfleik, en hefði
að ósekju mátt skjóta meira í þeim síð-
ari. Bæði liðin léku nokkuð harða vörn
í fyrri hálfleik.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og
Bergur Steingrímsson.
Tölur úr leiknum: 8-5, 12-16, 36- 36,
41-41, 49-54 — 55,65, 63-67, 66-72,
76-74, 80-86, 83-92, 85-96, 85-100, 98-
105.
Stig UBK: Joe Wright 39, David Griss-
om 18, Brynjar Sigurðsson 15, Egill
Viðarsson 8, Hjörtur Árnason 6, Hjör-
leifur Sigurþórsson 5, Ingvi J. Logason
4, Björn Hjörleifson 3.
Stig Snæfells: Shawn Jamison 50,
Bárður Eyþórsson 15, Rúnar Guðjóns-
son 15, Kristinn Einarsson 13, ívarÁs-
grímsson 12.
Knattspyrna:
Maradona upp á
kant við Sevilla
Diego Maradona virðist vera
lentur upp á kant við forráða-
menn Sevilla, liðsins sem hann
leikur með á Spáni. Það er
kunnugleg staða fyrir Maradona
en eins menn eflaust muna var
allt í háalofti á milli hans og
hans fyrra félags Napolí og sak-
ar Napóli hann um að hafa ekki
greitt skatta á Ítalíu. Hefur liðið
tilkynnt yfirvöldum það.
Maradona yfirgaf Spán í gær, án
ieyfis Sevilla, til að taka þátt í
landsleik Argentínu og Dana sem
fram fer á miðvikudag. Mara-
dona var í Argentínu í síðustu
viku og lék þá með landsliði Arg-
entínu við Brasilíu en flaug til
Spánar á föstudag til að leika
með liði sínu við Logrones, sam-
kvæmt ítrekaðri ósk Sevilla. í
framhaldi af því neituðu þeir
honum um að fara aftur til Arg-
entínu nú en hann virti það bann
að vettugi.
Maradona neitaði að tala við
blaðamenn við komuna til baka
en sagði þó að sér fyndist leiðin-
legt að hafa tapað fyrir Logrones
um helgina. Maradona var ekki
einn í förinni því Simeone, arg-
entínski landsliðsmaðurinn sem
leikur með Sevilla, fór með hon-
um en honum hafði einnig verið
bannað að fara.
í gærkvöld var ráðgerður fund-
ur hjá stjórn Sevilla þar sem hún
ætlaði að ræða þá stöðu sem upp
er komin. Líklegt þykir að
stjórnin ákveði að sekta þá.
Körfuknattleikur 1. deild:
Met hjá
Þórs-
urum
Þórsarar heimsóttu Bolvíkinga í
1. deild karla í körfuknattleik.
Þórsarar hreinlega völtuðu yfir
heimamenn og sigruðu 160-59.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu KKÍ er hér um stiga-
met aö ræða í keppni í meistara-
flokki karla.
Ungmennafélag Akureyrar lék
þrjá leiki fyrir sunnan, vann tvo
en tapaði einum. UMFA sigraði
ÍS 60-53 og ÍR-inga 70-68, en lá
fyrir Reyni Sandgerði 48-105.
Skagamenn tóku á móti ÍR-ing-
um á föstudag og sigruðu Skaga-
menn 66-62.
Staðan
A-riöill
Reynir.... 18 13 5 1623-1442 28
Þór .....1712 51584-131124
Höttur ....19 5 14 1331-1476 10
UMFA ....16 5 11 1203-141810
B-riðill
Akranes ..17 16 1 1451-1131 32
ÍR ......18 10 8 1418-1339 20
ÍS.......17 7101086-1176 14
Bolungarv 15 1 14 1004-1407 2
Japisdeildin í körfuknattleik:
Eins stigs tap
hjá KR-ingum
Tindastólsmenn tryggðu sér sigur,
88-87, á KR-ingum á síðustu sek-
úndum leiksins. Þeir gerðu sex síð-
ustu stig leiksins og breyttu stöð-
unni úr 82-87 í 88-87 og var Karl
Jónsson hetja heimamanna. Gerði
hann síðustu tvö stigin úr vítaskot-
um. Staðan í hálfleik var 37-56,
KR-ingum í vil, en þeir höfðu und-
irtökin allan lcikinn.
Dómarar: Víglundur Sverrisson og
Héðinn Gunnarsson.
Stig UMFT: Raymond Foster 30,
Karl Jónsson 17, Valur Ingimundar-
son 15, Ingi Þór Rúnarsson 12, Páll
Kolbeinsson 10, Ingvar Ormarsson
4.
Stig KR: Keith Nelson 49, Friðrik
Ragnarsson 12, Hermann Hauksson
10, Guðni Guðnason 8, Lárus Árna-
son 4, Hrafn Kristjánsson 2, Tómas
Hermannsson 2.