Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 23.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1993, Blaðsíða 2
8 Tíminn Þriðjudagur 23. mars 1993 Sigturðtur Sveimson varft í sjðtta sætí á tísta yflr maitohæstu lcik- menn HM í Svíþjftft og geröi hann 37 möric. Markahæstnr varö Marc Baumgartner frá Sviss með 47 mörk. Josef Eks frí Ungverjalandi varö í öftnt sæti meft 46 mörk, Ky- trng ShinYoon S-Kóreu íþriöja sæti meft 41 madc, Rússimi Vaieiy Gopin j því íjórða meft 39 mörk og Mateo Carralda frá Spánl í fimmta sæti mcö 38 mörk. yrðu ekki efstir á blaöi í einhverju á HM í Svíþjóö, því Júlíus Jónasson var oftast rekinn af leikveUi í keppn- mínútur, en hins vegarvoru Tékkar ails 64 mfttátur utan vaOar. voru samtals utan vallar í 48 mínútur. . Spánski markvörðurinn Dlaz Lorenzo Rico varfti flest skotin t kepjmhtni, efta alls 79 skot af þeim 185 sem hann fékk á sig. Mats 01 »on varö í öftru sæti meft 43 skot af 103 og Thmas Svenson, einnig frá Svíþjóö, með 38 af 95. Cuftmundur Hrafnkclsson varö í 10. sæti meft 63 af 173 skotum. Samkvæmt tölum frá mótshöid- tuum í Svfiijóð, sáuallsura 46.344 áhorfendur ieðti íslenska Uðsins á HM í Svíþjóö. Alis sáu 97.284 ift var. Mestu munar þar um þá 14 leikina og er þar um nýtt aftsóknar- met á handboltaleik að ræöa. . AJls varö heildarvcltan á móts- haldínu um 25 milljónir sænskra króna, efta um 215 milljónir ís- lenskrar króna. Mótshaidarar skýröu frá því á sunnudag að hagn- aðurinn af keppninni næmi um 52 mifijönum íslenskra króna. «. Eftir úrslitaleik HM í Svíþjóft, var sýnt kynntngarmyndband frá í slandi meft það fyrir augum aft sýna þeira 14 þúsund áhorfendum í Cloben höllinni hvað Íandift hefði upp á að au voru myndir meftai annars frá Reykjavík og þar kom Perian í Öskjuhl/ðinni við sögu. Þaft brá svo við að áhorfendur kiöppuðu mjög þegar þeir sáu Peri- una og héldu þeir aft þama væri á fcrðinni hin glæsilega Globen höll okkar fslendinga. Glæsileg íþrótta- höll undir gleri. Hins vegar kom LaugardalstdiU ekki við sögu og er hætt vift aft einhveijir vwfti fyrir vonbrigðum þegar þeir ætía aft bregfta sér á handboltaleik í Perl- unniáHM‘95. ... Undanfama daga hefur verift milrfl umræfta um efasemdir IHF, alþjóða handknattleikssambandsins um aö íslendingar geti haldið HM í handknattfcik ‘95. Túsinn skflur þessar efasemdir ekki, því þegar blaftamaftur ias Morgunblaðift laugardag, gat hann ekki hetur séð en lsfcndingar heiftu næga reynslu stendur að leikur ísfcndinga og Tékka hafi farift fram í GWben höfl- inni í „Stykkishólini.“ Ttminn vísar og seglr aft Enrin Lanz og hans kumpánar {IHF getí spjaliaft við þá fyrir vestan og sannfærst um mátíð. sem Fhigfrajjur í fsien'slra landstíðið, frá Stokkhólmi, höiftu nóg aft gera enda þörf fyrir þjónustu í manna og var ölið kneyfað stíft. Þó verift í ioftínu í um Idukkustund Islandsmót í fimleikum: Guðjón og Elínborg Islandsmeistarar Þau Guðjón Guðmundsson og Elín- borg Jenný Ævarsdóttir tryggðu sér um helgina íslandsmeistaratitilinn í fimleikum á íslandsmótinu sem haldið var í Laugardalshöll um helg- ina. Guðjón Guðmundsson sem hefur á undanfömum árum verið nær ein- ráður á íslandsmótum, sigraði í fimm greinum af sex, í gólfæfing- um, á bogahesti, í hringjum, tvíslá og á svifrá. Guðjón varð hins vegar að láta sér lynda annað sætið í stökkinu, en þar sigraði félagi hans úr Ármanni, Gísli Garðarsson. Guð- jón sigraði í fjölþraut og fékk 104 stig, en í öðru sæti varð Jón Finn- bogason Gerplu með 92,75 stig og Gísli Garðarsson varð í þriðja sæti með 91.85 stig. Elínborg Jenný Garðarsdóttir sigr- aði i fjölþraut kvenna og hlaut hún 31,14 stig. í öðru sæti varð Erla Þor- leifsdóttir með 30.65 stig. Elínborg sigraði í stökki, Þórey Elíasdóttir sigraði í keppni á tvíslá, Sigurbjörg Ólafsdóttir sigraði í gólfæfingum og Erla Þorleifsdóttir sigraði í keppni á jafnvægisslá. HM í handknattleik í Svíþjóð: Svíar féllu um tvö sæti Fyrrum heimsmeistarar Svía féllu um tvö sæti þegar þeir tryggðu sér auðveldlega þriðja sætið með sigri á Svisslendingum á laugardag, að við- stöddum um 14 þúsund manns. Lokatölur urðu 26-19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-11. Svíar léku sem fyrr án Magnusar Anderson sem var meiddur og auk þess lék Magnus Vislander meiddur og hafði hann verið sprautaður í ökkla, en hann tognaði illa í leikn- um áður. Svisslendingar voru Svíum aldrei’ erfiðir í þessum leik, en það var helst að Marc Baumgartner, stórskyttan í liði þeirra gerði þeim lífið leitt. Eftir leikinn sagði Erik Hajas, homamaðurinn hættulegi, að þetta hefði verið síðasti leikurinn með landsliðinu, en Bengt Johanson sagði hins vegar að þetta væri bara vitleysa. Það myndu allir leikmenn liðsins halda áfram með liðinu. Mörk Svía: Per Carlen 7, Staffan Olsson 6, Erik Hajas 4, Ola Lindgren 3, Magnus Vislander 3, Robert Hedin 2, Pierre Thorson 1. Mörk Sviss: Marc Baumgartner 6, Martin Rubin 5, Daniel Spengler 2, Nick Christen 2, Roman Brunner 2, Stefan Scharer 1, Urs Eggenberger 1. IÞROTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON Rússar höföu ástæöu til aö fagna í Globen höllinni í Stokkhólmi, en þá vann liðið sinn fyrsta heimsmeistaratitil ( handknattleik. Þetta er annaö stórmótiö sem liöiö vinnur á um þaö bil hálfu ári en Rússar eru einnig núverandi Ólympíumeistarar. Rússar heimsmeistarar í handknattleik: Lögöu Frakka áreynslulítið Rússar tryggðu sér á laugardag heimsmeistaratitilinn í handknatt- leik með frekar auðveldum sigri á Frökkum í úrslitaleik í Globen höll- inni í Stokkhólmi. Lokatölur 28-19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-11 Rússum í vil. Frakkamir stóðu þó í Rússunum lengi vel og þrátt fyrir að Rússamir næðu oft góðri stöðu, þá náðu þeir frönsku að vinna upp muninn. Um miðjan sfðari hálfleik var engu lík- ara en að Rússar settu í annan gír og rúlluðu Rússamir þá yfir franska lið- ið. Það er engin spuming um að Rúss- amir voru með besta liðið á mótinu. Gífurlega sterkt lið sem vinnur eins og vel smurð vél. Frakkamir mega þó vel við una, því frammistaða þeirra er mjög góð. Mörk Rússa: Dujshebaev 6, Kud- inov 6, Gopin 5, Antonevich 3, Vas- iliev 2, Karlov 2, Atavin 2, Grebnev 1, Kisilev 1. Mörk Frakka: Lathoud 4, Stoecklin 4, Perraux 3, Richardson 2, Munier 2, Schaaf 2, Volle 1, Gardent 1. HM í Svíþjóð: Lokaröðin 1. Rússland 2. Frakkland 3. Svíþjóð 4. Sviss 5. Spánn 6. Þýskaland 7. Tékkar og Slóvakar 8. ísland 9. Danmörk 10. Rúmenía 11. Ungverjaland 12. Egyptaland 13. Noregur 14. Austurríki 15. Suður-Kórea Knattspyma: Fer Julio Cesar til Marseilles? Forráðamenn franska stórliðsins Marseilles lýstu því yfir um helgina að þeir hefðu mikinn áhuga á því að fá brasilíska vamamaglann Julio Cesar, sem leikur með Juventus. Framkvæmdastjóri liðsins var í Torino til að fylgjas með Cesar í leiknum gegn Inter Milan og ræddi einnig málin við Juventus-menn. Cesar er ekki ókunnur franska fót- Frá keppni á íslandsmótinu í fimleikum sem haldið var um helgina. Tímamynd Sigursteinr boltanum, því áður en hann kom til Juventus árið 1990, hafði hann leik- ið með frönsku liðunum Brest og Montpellier. Vitað er til að Juventus hefur mik- inn áhuga á Króatanum í liði Mar- seilles, Alen Boksic og ekki er ólík- legt að rætt sé um skipti á þeim, þó að Marseille-menn harðneiti þvf. MOLAR _______y ... Það vakti athygli í leikjunum tveim- ur sem Skallagrímur lék við Keflvíkinga á síðustu þremur dögum, að sex leikmenn liðsins höfðu látið krúnuraka sig, en þó ekki alveg því þeir höfðu skilið eftir nokkur hár, sem mynduðu númer viðkomandi leikmanns á leikskýrslu. ... Það vakti enn meiri lukku í Grinda- vík, að þegar leikmenn Haukanna voru kynntir í viðureign liðanna í úrslitakeppn- inni á sunnudag, tóku stuðningsmenn Grindvíkinga upp dagblöð og hófu lestur. Þetta gerðu þeir til að undirstrika áhuga- leysi sitt á því hverjir skipuðu Haukaliðið. ... Reykjavíkurmótið í knattspymu hefst í dag, með leik Ármenninga og Fram á gervigrasvellinum í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 20.00. Á fimmtudag leika Fylkir og Þróttur og á laugardag Val- ur og ÍR. ... París St.Germain tapaði illa í frönsku 1. deildinni um helgina þegar liðið mætti Lens á heimavelli þess síðamefnda, 2-1. Eftir tapið er liðið í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Mon- aco og gæti þetta tap orðið liðinu dýrkeypt. Marseille er í öðru sæti með 40 stig og Bor- deaux í því þriðja með 37 stig. ... Óvíst er hvort þeir Jean-Pierre Papin og miðjuleikmaðurinn Franck Sauzee muni leika með franska landsliðinu þegar það mætir Austurríkismönnum í undankeppni HM í knattspymu í Vín á laugardag. Papin meiddist á hendi í tapleik AC Milan gegn Parma um helgina og gat ekki komið til liðs við franska landsliðið á mánudag. Hann var undir læknishendi í gær og var búist við að hann kæmi til Frakkalands í dag. Þegar líður á vikuna kemur í ljós hvort hann verður með á laug- ardag. Suzee tognaði á læri í leik í Evrópu- keppni, þegar hann gerði þrennu fýrir Marseille í 6-0 sigri á CSKA Moskva í Meistaradeildinni. Hann lék með gegn Nantes um helgina en varð að fara af leik- velli. Ekki kemur í ljós fyrr en seinna í vik- unni hvort hann verður með um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Íþróttir (23.03.1993)
https://timarit.is/issue/281699

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Íþróttir (23.03.1993)

Aðgerðir: