Tíminn - 22.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 22. apríl 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Síml: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Óskað eftir
betri tíð
Ársfundur Seðlabanka íslands sætir venjulega tíð-
indum því þar eru gefnar skýrslur um þróun pen-
ingamála og yfirlit og spár um efnahagástand. Þar
blæs ekki byrlega og fram kom í ræðu Jóhannesar
Nordal, seðlabankastjóra, að erlendar skuldir hefðu
aldrei verið meiri en nú og væri þá miðað við hlutfall
af landsframleiðslu. Því er greinilegt að skuldastaðan
versnar ár frá ári og stjórnvöld fá ekki rönd við reist,
hvort sem það stafar af skorti á getu eða vilja, nema
hvort tveggja sé.
Þá er ekki síður umhugsunarefni sú fullyrðing for-
manns bankaráðsins, að ekkert bendi til að atvinnu-
leysið eigi eftir að minnka hér á landi. Jafnvel telur
hann eðlilegt að það aukist í svipað hlutfall og er í
nágrannalöndunum eða um helming frá því sem nú
er.
Ekki sýnast þetta vera bjartar framtíðarhorfur og
ekki glæðir það vonir um betri tíð að stjórnvöld að-
hafast ekkert til að örva atvinnulíf og grynnka á er-
lendu skuldunum og halda atvinnuleysinu í skefjum,
hvað þá að útrýma því.
Kjarasamningar eru sigldir í strand og fjölmennar
stéttir opinberra starfsmanna eru ekki virtar viðlits
þótt svo eigi að heita að samningaviðræður séu í
gangi milli þeirra og ríkisins.
Tillögum aðila vinnumarkaðarins er hafnað og þar
með þjóðarsátt um stöðugleika sem allir viðurkenna
að sé nauðsynlegur ef reynast á unnt að rétta úr
kútnum.
í stað þess að taka á vandamálunum er ríkisstjórnin
að gæla við að einkavæða ríkisfyrirtæki og einkavina-
væða þau embætti sem losna eða ráðherrar losa um
með handafli. Leikur allt þjóðfélagið á reiðiskjálfi
vegna tiltekta af þessu tagi.
Mikið liggur við að fara að einkavæða Póst og síma
og ríkisbankana og tóbakseinkasalan er komin á
fleygiferð í hendur einkasölumanna. Ekki mun langt
í að áfengissalan fylgi á eftir. Allt eru þetta fyrirtæki
sem skila góðum arði og eru síður en svo baggi á rík-
inu.
Þau málefni sem mestu skipta fæst ríkisstjórnin
helst ekki við, eða þá með hangandi hendi. Ekkert
gengur að koma á brúklegri fiskveiðistefnu og þeysir
Tvíhöfði um landið til að láta skamma sig fyrir ónýta
tillögugerð og illa framkvæmanlega.
Þrátt fyrir margendurtekin loforð gengur ekkert að
lækka vexti en þeim mun betur að þyngja skattbyrði
almennings.
í ljósi þess stjórnleysis sem hér er upp talið eru upp-
lýsingar forráðamanna Seðlabankans þeim mun al-
varlegri. Erlend skuldasöfnun meiri en nokkru sinni
fyrr og horfur eru á að atvinnuleysið eigi eftir að auk-
ast um helming að minnsta kosti.
Um leið og þjóðinni er óskað betri stjórnar er henni
óskað notalegrar vorkomu með betri tíð og blómum í
haga.
Gleðilegt sumar.
Uavíð Oddsson hefur rofið |iögn
súia í Hrafnsmálinu svokallaða.
Maðurinn, sem þagíd og þagði
þegar orrahriö gagnrýni og áleit-
inna spuminga geldí yfu; hefur nú
talað. Sá sem fíestir eru sammáia
um að sé i raun einn mesti öriaga-
valdurinn í Hrafnsmálinu hefur
nú loks íátið áiit sitt í ljós. Þetta er
stærsta stjómmáiaflokki landsins
og hefúr sem shkur verið valinn til
að vera í forsvari íslensku þjóðar-
innar. Hann hefur nú séð ástæðu
trúnaðartnest sem stjóm-
málaflokkur hans hefur orðið fyr-
ír. Efthvænting þjóóarinnar var
bundinna og yfiriýstra Sjáífstæð-
ismanna var þó orðin sýnu meiri
út af þessu máiL Frettir berast af
gamalgrónu sjálfsfcæðisfólki sem
vissi ddri sitt rjúkandi ráð og Itít
þvf til Itíðtoga síns í von um að
hann vektx þau upp af þessari mar-
Vonbrigöin miklu
flokksmönnum hans vonbrigðum
og trúiegt er að hann hafi líka vald-
iö þjóöinni allri vonbrigöum. For-
maður Sjáifstæðisflokksins og
forsætísráðheravar mMi ráðvBIt-
ari en allir þtír sem beðið höfðu
vtsdóms hans. Ráðhemnn kom í
útvarpsstöðvamar og spurði dag-
Í
forundran: ,Af hverju eruð þið
svonavondirviðmigogÓlaf G. og
llrafn vin minn?" Og
stöðu og því að rýma stöðu fram-
kæmdastjóra með æmum til-
kostnaði fyrir rðdssjóð tð þess
eins að koma sérstökum brott-
reknum skjólstæðingi pólitískra
stjómvalda í hærri stöðu þjá þeirri
sömu stofnun sem hann var rek-
inn frá skömmu áður. Og þessí
yfir pólitíska flokkadrættí hafin.
„Hvað er að því að ráða mann í
stöðu sem losnar?“ spjT svo bara
forsætisráðherra og er ofsalega
móðgaður.
Meira að segja
krötum nóg boðið
Augíjóst er að fuBreynt er að
verða með þolinmæði samstaifs-
aðila sjálfstæðLsmanna í rikis-
stjóm. Alþýðubiaðið, opinbert
málgagn AJþýðuflokksins, ieynir
ekki hneykslan sinni á etnkavina-
væöingunni.
að stjómaranástaðan í
þinginu sé Htíð annað en viður-
styggilegt rógslið. „Hvað er aö því
að ráða mann C stöðu scm losn-
ráðhenann og lætur eins og máiið
sé tírin aðshetjar ntísskðningur
og skepnuskapur bjá sjómarand-
stöðunni. GreinUegt er að tsiensld
forsætísráóherrann sér engan
mun áþvtað ráða dyravörö í lausa
ingtir stjómarandstöðunnar, held-
ur ráðherra í rikissjórn. Umhverf-
isfimng sjálfstæðisráðhenanna
virðist
meó óiíkindum en sínu verst virð-
ist hún hrjá formann flokksins.
Þess vegna finnst honum allir
vondtr við sig, lágkúruiegir og
leiðinlegir. Aumingja Davíð og
aumingja Ólafur, sem tíga svo
bágt, Þehr sem ekkert hafa tð saka
unnið annað en að ,jáða bara í
starf sem Iosnaói!“
Garri
Vorboðinn ljúfi
Sumardagurinn fyrsti dregur
heiti sitt af því að með honum
hefst lyrsta vika sumars sam-
kvæmt gömlu tímatali og er fyrsti
dagur í hörpu en vetri lýkur í lok
einmánaðar og kveðja margir vet-
ur með drykkjuskap. Sumri er aft-
ur á móti fagnað með skrúðgöng-
um bama og útvarpið spilar Vorið
góða grænt og hlýtt og Vorið er
komið og grundimar gróa, slydd-
an lemur gluggarúðurnar og
krökkum er forðað í hús eftir að
hafa tiplað á eftir lúðrasveitum um
aðaigötur bæjanna.
Margt bar til tíðinda í vetrarlok
sem vert er að setja í annála, en
annars er lítil von til þess þegar
fram líða stundir að nokkur sála
hafi minnsta áhuga á að frétta af
því sem hæst ber nú um stundir.
Því er torvelt fyrir nútímann að
greina hvað er í annál setjandi og
hvað má að ósekju kyrrt liggja.
Vera má að þau þáttaskil sem orð-
in eru í neyslu fíkniefna teljist til
tíðinda þegar Ólafur Garðar, Stef-
án Jón, Heimir, OÓ og Matthildur
verða öllum gleymd og engum
kemur við hvað það fólk var að
múðra þegar það var enn ofan
moldu.
Vatnaskil
Hraðminnkandi sala á áfengi og
tóbaki er ábyrgðarmönnum ríkis-
sjóðs mikið áhyggjuefni og er síst
á raunir þeirra bætandi eins og nú
árar. Milljarða vantar uppá að sala
ÁTVR standist áætlanir fjárlaga og
eykst hallinn sem því nemur.
Þvert ofan í allar hrakspár sem
uppi voru þegar bjórnum var hellt
yfir landið, þar sem sýnt var og
sannað með óyggandi rökum að
drykkjuskapur myndi aukast mjög
um alla framtíð, er sýnt að nú
stendur þjóðin á vatnaskilum í
áfengisþambi og salan farin að
minnka verulega, bæði á bjór og
brennivíni.
Krár og vínveitingahús spretta
upp í hundraöavís og verða gjald-
þrota í hundraðavís þar sem ekki
er drukkið nóg.
Samkvæmt lögreglufréttum eru
það helst fjallajeppagarpar og vél-
sleðaknapar sem halda merkinu
uppi og þeysa drukknir og kolrugl-
Vítt og brattt
aðir um hálendi og jökla á farar-
tækjum sínum og nokkur hundr-
uð björgunarsveitamenn eru ávallt
til þjónustu reiðubúnir að bjarga
fyllisvínunum og fá mikið lof fyrir
að drösla þeim til byggða.
Tóbaksnotkun minnkar ört og
eru margar skýringar uppi um
hvað valdi og engin trúverðug. En
það skiptir mestu máli að fólk
reyki ekki og spari við sig áfengis-
neyslu ef rétt er að hvort tveggja sé
óhollt. En ríkissjóður hlýtur skaða
af og það er alvarlegt mál ef út í
það er farið.
í annál setjandi
Aðrar fréttir í vetrarlok sem gætu
komist í annála er til að mynda sú
tillaga sem sett er fram í fullri al-
vöru að alfriða verði þorskinn ef
hann eigi ekki að deyja út. Þegar
líða tekur á næstu öld er ekkert
líklegra en að litla gula hænan
þeirrar tíðar segi eitthvað á þá
lund að hefði þorskinum verið gef-
ið líf í tæka tíð væri öðru vísi um
að litast í landinu og vorkoman
ánægjulegri. Og í kennslubókinni
stendur að það hafi verið í 26. viku
vetrar anno 1993 sem róttækasta
tillagan til bjargar lífsbjörginni
hafi verið sett fram.
í sömu viku flutti aðalbankastjóri
Seðlabankans sína síðustu ræðu á
ársfundi og var boðskapurinn að í
starfslok væru erlendar skuldir
þjóðarbúsins meiri en nokkru
sinni áður og dúndrandi viðskipta-
halli væri dekkaður með enn meiri
lántökum í útlöndum. Voru hon-
um þökkuð vel unnin störf í þágu
lýðs og lands.
í vetrarlok fokkuðust allir kjara-
samningar upp og er nú ekki einu
sinni sátt um að gera tilraun til að
ná þjóðarsátt. Góna aðilar vinnu-
markaðar hvorir á aðra og velta
fyrir sér til hverra eigi nú að gera
kröfur um lífskjör. Og öll samtök
sjómanna leggjast gegn kvótaeig-
endum og segast ekki róa uppá
þau býti sem þeim séu ætluð.
Kannski þarf ekki lagaboð um að
friða þorskinn eftir allt saman, ef
hætt verður að fiska hann hvort
sem er. Margt er fleira að ske sem
til tíðinda má telja, svo sem eins
og að Sorpa er komin í rusl og
Mogginn er kominn í Kringluna
þar sem kjama málsins er ef til vill
að finna og að sannkristnum
manni var hleypt í útvarpið með
þeim afleiðingum að veraldlegir
dómstólar eiga að skera úr um
hver er kórrétt boðun orðsins.
En hvað sem líður gömlum tíma-
setningum þá er vorboðinn ljúfi í
hugum nútímans þegar nagla-
dekkin em tekin undan. OÓ