Tíminn - 05.05.1993, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 5. maí 1993
Jón Sigurðsson telur að Jóhanna Sigurðardóttir hefði ekki átt að
spyrja sig um sparnað í rekstri Seðlabankans í umræðum á Alþingi:
Ekki hægt að spara
stórt í Seðlabanka
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur undir orð Halldórs Ás-
grímssonar um að það sé sérkennilegt að Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra skuli vera að spyrja ráðherra og samflokks-
mann sinn í umræðum á Alþingi um hvort ekki sé hægt að spara í
rekstrí Seölabankans. Jóhanna gagnrýndi dýran rekstur Seðla-
bankans. Viðskiptaráðherra segir ekki hægt að spara háar upp-
hæðir í rekstrí Seðlabankans, en að sjálfsögðu eigi að gæta að-
halds í rekstrí bankans og það hafi veríð gert.
„Ég spyr líka. Af hverju þarf Seðla-
bankinn, sem prédikar ráðdeild og
spamað í þjóðfélaginu, 600-700
milljónir í rekstur á ári og dugar ekk-
ert minna en eignir sem eru metnar
á þriðja milljarð undir rekstur sinn?
Er ekki ástæða til að gaumgæfa
spamað í því musteri?" spurði Jó-
hanna í eldhúsdagsumræðum á Al-
þingi.
Halldór Ásgrímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, sagði sér-
kennilegt að Jóhanna skuli í umræð-
um á Alþingi spyrja Jón Sigurðsson,
ráðherra bankamála og samflokks-
mann sinn, um hvort ekki sé hægt að
spara í Seðlabankanum.
„Það er alveg rétt að það er náttúru-
lega heppilegt að leysa slík mál á sín-
Alþingi sent heim án þess að
taka ákvörðun um aðgerðir til að
bæta stöðu sjávarútvegarins:
Þingslit
á morgun
Áformað er að slíta Alþingi á morg-
un, en það er í samræmi við starfs-
áætlun Alþingis. Alþingismennimir
Kristinn H. Gunnarsson (Alb.) og
Jón Kristjánsson (Frfl.) gagnrýndu
í gær að Alþingi skuli vera sent
heim án þess að fyrir liggi hvað
gera eigi til þess að laga slæma
rekstrarstöðu sjávarútvegarins.
Ríkisstjómin tók ákvörðun um það
síðdegis í fyrradag að leggja ekki
frumvarp um stjóm fiskveiða fram í
vor. Ástæðan er að ekki hefur náðst
samkomulag milli stjómarflokk-
anna um einstök efnisatriði frum-
varpsins, einkum þau sem snerta
smábáta. Engar horfur eru á að rík-
isstjórnin leggi neinar tillögur fyrir
þingið um bætta rekstrarstöðu sjáv-
arútvegarins.
Kristinn H. Gunnarsson krafðist
þess í gær að stjórnvöld legðu fram
einhverjar tillögur í sjávarútvegs-
málum áður en Alþingi verður sent
heim. Jón Kristjánsson tók undir
þetta og sagði fráleitt að Alþingi
skuli vera að dunda við að ræða
minni háttar mál þessa síðustu
þingdaga á meðan undirstöðuat-
vinnugrein landsmanna blæðir út.
um rétta vettvangi eins og Halldór
Ásgrímsson benti á,“ sagði Jón.
Jón sagðist á undanfömum árum
hafa beint því til stjórnenda Seðla-
bankans að þeir sýni sams konar við-
leitni til þess að halda aftur af sínum
útgjöldum eins og á sér stað annars
staðar í hinu opinbera kerfi um þess-
ar mundir. Hann sagðist telja að
þetta hafi tekist að einhverju leyti.
Hann benti á að í fyrra hafi útgjöld
Seðlabankans ekki aukist heldur
fremur það gagnstæða. Jón sagði að
sjálfsögðu mætti gera betur í þessu
efni. Jón sagði að í Seðlabankanum
séu unnin mjög mikilvæg störf sem
verði að vinna, hvort sem þau eru
unnin innan hans eða af öðrum
stofnunum. Hann sagði eftirlit
Seðlabankans með bankakerfinu afar
mikilvægt ekki síst nú um þessar
mundir. Hins vegar kæmi til greina
að samhæfa vissa þætti í rekstri
bankans betur. Hann nefndi sem
dæmi að samhæfa mætti starf Seðla-
banka og fjármálaráðuneytis í al-
þjóðasamskiptum á lánamarkaði og
þá þannig að Seðlabankinn taki að
sér meiri verkefni í sambandi við lán-
tökur íslendinga erlendis. Þá mætti
skoða betur ýmislegt í sambandi við
skuldabréfaútgáfu ríkisins.
„Það er því miður ekki þannig að
þarna sé hægt að grípa upp fjárhæðir
sem sköpum skipta, en það er að
sjálfsögðu rétt að þar eins og annars
staðar í hinu opinbera kerfi þarf að
sýna sérstaka aðhaldsviðleitni um
þessar mundir," sagði Jón. -EÓ
Verðandi forseti Delta Kappa Gamma á íslandi, Ragnheiður Stefáns-
dóttir og fráfarandi forseti, Hertha W. Jónsdóttir.
Delta Kappa Gamma:
Landsþing á Akureyri
Texti og mynd, Þórgnýr Dýrfjörð.
Um sl. helgi var haldið á Hótel KEA á Akureyri landsþing Fé-
lags kvenna í fræðslustéttum en félagið er hluti af alþjóðlegum
samtökum er nefnast The Delta Kappa Gamma Society. Sam-
tök þessi hafa það að markmiði að veita konum tækifærí til
þess að ræða og hafa áhríf á löggjöf á sviði fræðslumála.
Meginefni þingsins var menntun
í dreifbýli og héldu fyrirlesarar er-
indi m.a. um dreift og sveigjan-
legt fóstru- og kennaranám. Á
fundinn komu um 40 erlendar
konur, en í tengslum við hann var
haldinn svæðisfundur fyrir Evr-
ópu.
Eitt af verkefnum þingsins var að
Oalla um skýrslu nefndar um
mótun menntastefnu og sendi
það frá sér ályktun um það efni.
Hjúkrunarforstjóri á Landakoti telur að læknar hafi ekki næga þekkingu á hjúkrun:
Koma ekki til greina
sem yfirstjórnendur
„Læknar hafa ekki þekkingu á hjúkrun og það kemur ekki til greina
að þeir séu yfirstjórnendur hjúkrunarfræðinga, „segir Rakel Valdi-
marsdóttir, hjúkrunarforstjórí á Landakotsspítala. Ummæli for-
manns Læknafélags fslands um að læknar eigi einir að vera yfir-
stjómendur heilbrígðisstofnana finnst Rakel dæmalaus. Hún telur
undirrót að tillögum nefndar heilbrígðisráðherra vera erfitt at-
vinnuástand lækna um þessar mundir.
„Það er mjög mikill hiti í hjúkr-
unarfræðingum vegna þessara til-
lagna. Hjúkrunarforstjóri er sam-
kvæmt lögum yfirmaður hjúkrunar
á deildum og það er útilokað að
læknar breyti því,“ segir Rakel.
„Hjúkrunarfræðingar munu aldrei
sætta sig við þessar breytingar. Ég
trúi ekki að Alþingi láti þær ná fram
að ganga,“ segir hún og telur að ef
svo verði muni hjúkrunarfræðingar
bregðast harkalega við.
Rakel segir að þessa dagana sé ver-
ið að safna undirskriftalistum
hjúkrunarfræðinga þar sem vænt-
anlegum breytingum sé harðlega
mótmælt.
Rakel telur að læknar hafi ekki
þekkingu til að geta veitt hjúkrun.
„Það er því ekki eðlilegt að það sé
annar aðili en hjúkrunarfræðingur
verður
Rfkisstjómin samþykkt! í gær aö tiliögu borstains Pálssonar
dómsmálaráöherra að fela fjármálaráðherra og dómsmálaráö-
herra að letta eftir samnlngum um kaup á hentugrí björgunar-
þyríu á grundvelli þeirra upplýsínga sem fýrír liggja og meö
aöstoð þeirrar viöræöunefndar sem skipuö var á siöasta vorí.
A6 ósk dómsmálaráðhemt gcrst sem kallar i nýtt álit. Hóp-
fór ráðgjafahópur um val á
þyrlutegund fyrir Landhelgis-
gœsluna yflr þyrlumálið að nýju
í þeim tÖgangi að skoða hvort
eitthvað hafi gerst frá því að
hópurinn skilaði skýrslu í apríl
1992 sem kynnl að breyta nið-
urstöðu hópsins. Að áliti ráð-
gjafahópsins hefur ekkert það
urinn Íeggur því áfram tíi að
keypt verði ný björgunarþyria
fyrir Landhelgisgæsluna.
í samræmi við þessa niður-
stöðu leggur dðmsmálaráðherra
tíl að björgunarþyrla verði
keypt. Ekki llggur fyrir hversu
langan tíma tekur að velja og
kaupa nýja þyriu. -EO
sem er yfir hjúkrun. Það kemur því
ekki til greina að læknar séu yfir-
stjórnendur hjúkrunarffæðinga,“
segir Rakel.
Hún telur að völd og ábyrgð verði
að fara saman og þar sé ekki hægt að
skilja á milli eins og formaður
læknafélagsins vilji. „Það er alveg
ljóst að læknir sem hefur ekki þekk-
ingu á hjúkrun á ekki að vera yfir
hana settur þannig að ég skil ekki
hvert þeir eru að fara,“ bætir hún
við.
Ný hagsmunasamtök:
Samtökeinka-
skóla á íslandi
Um sl. mánaðamót voru stoínuð í
Reykjavík Samtök einkaskóla á ís-
landi. Stofnendur eru Enskuskól-
inn, Myndmenntaskólinn Rými,
Siglingaskólinn, Stjórnunarskól-
inn, Tölvuskóii ísiands, Tölvuskóli
Reykjavíkur, Tölvu- og verkfræði-
þjónustan og Viðskiptaskólinn.
Markmið Samtaka einkaskóla á ís-
landi er að styrkja stöðu einkaskól-
anna og jafna möguleika þeirra
gagnvart ríkisskólum með því að
styrkja ímynd þeirra í þjóðfélaginu,
þeir njóti jafnréttis á við ríkisskóla
að því er varðar skattlagningu og
styrki og að nám við einkaskóla
verði viðurkennt til eininga eins og
sambærilegt nám við ríkisskóla. Þá
er einnig eitt markmiða samtakanna
að efla framboð á hagnýtri menntun.
Stjóm Samtaka einkaskóla á ís-
landi skipa Benedikt H. Alfonsson
Siglingaskólanum formaður, Katrín
H. Ámadóttir Viðskiptaskólanum
gjaldkeri og Konráð Adolphsson
Stjómunarskólanum ritari.
Rakel nefnir þó eina líklega skýr-
ingu. „Ég lít svo á að í þessum
þrengingum á niðurskurðartímum
á fjármagni til heilbrigðisstofnana
þá sé komin upp sú staða að fólk sé
að berjast fyrir tilveru sinni. Læknar
em margir að verða atvinnulausir
og vilja leita inn á önnur mið. Það
svið sem þeim þykir greinilega
áhugaverðast er hjúkmnin og þess
vegna leita þeir þangað. Þetta er
mjög óeðlileg leið og læknar eiga að
þekkja takmörk sín,“ segir Rakel.
Hún neitar þeirri fullyrðingu for-
manns læknafélagsins að læknis-
starfið sé þungamiðja hverrar heil-
brigðisstofnunar. „Þeir veita læknis-
fræðilega meðferð. Hjúkmnarfræð-
ingar hafa hingað til séð um
sólarhringsrekstur á þessum deild-
um allt árið um kring og vinna mest
með sjúklingunum. Sérfræðingar
koma og fara en em ekki á staðnum
allan sólarhringinn. Það er því mjög
óeðlilegt að taka þau völd af hjúkr-
unarfræðingum sem þeir hafa haft,“
segir Rakel. Henni finnst umræðan
bera keim af niðurskurði. „Það er
hver farinn að hugsa um sig,“ segir
Rakel og á m.a. við heilbrigðisstéttir.
„í allri umræðunni í dag gleymist
sjúklingurinn og velferð hans. Ég
held að heilbrigðisstéttir verði að
fara að snúa bökum saman og sýna
svolitla skynsemi og fara að hugsa
um sjúklingana. Svona valdabarátta
gerir ekkert annað en að skaða skjól-
stæðinga okkar," segir Rakel og tel-
ur að umræða af þessu tagi spilli fyr-
ir samstarfi lækna og hjúkrunar-
fræðinga.
Rakel segir að það hafi verið mjög
mikið fyrir áhrif hjúkrunarfræðinga
að tekist hafi að ná fram spamaði á
heilbrigðisstofnunum. „Það er Ijóst
að legudögum hefur fækkað og biðl-
istar hafa styst.
Við afgreiðum sjúklinga mikið
hraðar út af sjúkrahúsum," segir
Rakel og þakkar það betri tækni,
þjónustu og stýringu en áður var við
lýði. -HÞ
Stóðhestasýning í Gunnarsholti:
Folar framtíðar
leiddir á sviðið
Hin árlega vorsýning Stóöhestastöövarinnar í Gunnarsholti á
Rangárvöllum verður haldin nk. laugardag. Sýndir veröa 26
stóðhestar en alls hafa 64 hestar, fjögurra til fimm vetra, ver-
iö sýndir á vegum stöövarinnar. Sýningin á laugardag hefst
kl. 14.
Eiríkur Guðmundsson hjá Stóð-
hestastöðinni sagði í samtali við
blaðið að margir efnilegir folar
yrðu leiddir fram á sviðið á sýning-
unni. Hann nefndi Svart frá Una-
læk sem er fimm vetra foli, Guma
fimm vetra frá Laugarvatni, Gný
fimm vetra frá Hrepphólum, Geld
sjö vetra frá Sauðárkróki og Þorra
fjögurra vetra frá Þúfu en hann er
undan Orra frá Þúfu, einum kunn-
asta stóðhesti landsins. Sýningin
fer fram á skeiðvellinum í Gunn-
arsholti og munu hrossaræktar-
ráðunautamir Þorkell Bjamason
og Kristinn Hugason lýsa folunum
í hátalarakerfi og á útvarpsrás. Fé-
lagar í hestamannafélaginu Geysi
ríða hópreið um skeiðvöllinn fyrir
og eftir sýningu og að henni lok-
inni verður kaffisala á vegum kven-
félagsins Unnar. —SBS Selfossi