Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 1
n -41 -1 '4. ^ fmaá ' ' ■Khb fci'Jk’M jh l f ÆÆ : ■& h m y 1 w Bi m m smm Valgeir Ingi viö afgreiösluboröiö I Tryggvaskála. Upplýsingamiðstöð Suðurlands er í Tryggvaskála á Selfossi: Allar upplýsingar fyrir ferðamenn á einum stað „í síöasta mánuði komu hingaö 456 gestir til að leita sér upplýs- inga um ferðir og ferðamöguleika hér á landi. Það er 30% aukning milli ára,“ sagði Valgeir Ingi Ólafsson, forstöðumaður Upplýsinga- miðstöðvar Suðurlands, í samtali við blaðið. Hún er nú að hefja þriðja starfsár sitt og aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt á þeim tfma. Enda þótt almennur samdráttur sé ríkjandi í þjóðfélaginu um þessar mundir eykst fjöldi ferðamanna sem hefur viðkomu hjá þeim Valgeiri Inga og Sylvíu Ólafsdóttur en þau veita upplýsingamiðstöðinni í Tryggvaskála forstöðu. Astæðuna segir Valgeir Ingi vera þá að sífellt fleiri vita af starfsemi hennar og þeirri þjónustu sem þar er að fá. Þess vegna segir hann að ákaflega mikilvægt sé að festa ríki í allri starf- semi og að hún verði áfram á sama stað. Upplýsingamiðstöðin í Tryggva- skála er einkonar móðurstöð fyrir aðrar minni úti um kjördæmið. Þær eru í Hveragerði, á Hellu, Hvolsvelli, í Skógum undir Eyjafjöllum, í Vík í Mýrdal, á Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum. Þær veita fyrst og síðast staðbundnar upplýsingar. I TVyggvaskála er hins vegar hægt að fá upplýsingar um ferðaþjónustu á öllu landinu og bæklingar úr öllum landsfjórðungum liggja frammi. Einnig getur starfsfólk haft milli- göngu, gegn vægu gjaldi, um að út- vega farseðla, veiðileyfi, gistingu o.fl. sé þess óskað. -SBS Hvolsvollur: Hjólreiðahátíö um helgina Milcil hjólreiðahátíð verður haldin á Hvolsvelli um aðra helgi. fbúar á staðnum, Hjólreiðafélag Reykjavík- ur og íslenski fjallahjólaklúbburinn standa að hátíðinni en heiðursgest- ur hennar verður össur Skarphéð- insson umhverfisráðherra sem er þekktur hjólagarpur. Líklega eru aðstæður til hjólreiða óvíða betri en einmitt í Rangárvalla- sýslu, enda er stefnt að því að þetta verði árlegur viðburður. Enginn þarf að setja fyrir sig hjólaleysi því hjóla- leiga verður starfrækt í tengslum við þessa uppákomu. Það er ferðaþjónustufyrirtækið Sælubúið sem sér um alla skipu- lagningu þessa og veitir það upplýs- ingar milii kl. 8:00 og 23:00 í síma 98-78781. SBS Selfossi Skaftárhreppur: Daglegar feröir í í sumar býður Hannes Jónsson á Hvoli á Síðu upp á daglegar ferðir í Núpstaðaskóg og á Skaftafellsfjöru. Þessar ferðir hefjast þann 15. júlí og standa fram til loka ágúsL Lagt er upp frá Núpstað kl. 9:00 á hverjum morgni og tengist sú áætl- un ferðum Austurleiðar frá Kirkju- bæjarklaustri og Skaftafelli. Ekið er beina leið frá Núpstað og inn í skóg- inn þann sem er kenndur við bæinn. Þetta er fagurt kjarrlendi í hlíðum Núpstaðaskóg Eystrafells og landið mikilúðlegt. Áhugavert er að á þar og þess vegna geta ferðamenn lengt viðdvöl sína þótt brottför þaðan sé kl. 14:00. Úr skóginum er ekið fram á Skafta- fellsfjöru. Þar er að finna fjölskrúð- ugt fúglalíf, fagran fjallahring og op- ið Atlantshafið hjalar blítt við strönd. Brottför úr Skaftafellsfjöru er kl. 17:00 og komið er aftur að Núpstað kl. 18:00. -SBS Selfossi Þingborg er skammt fyrir austan Selfoss: Þar fást ullarvörur og handunnir munir í sumar er opin lítil verslun bjá ull- arvinnukonunum sem hafa aðstöðu sína að Þingborg í Hraungerðis- hreppi. Þar fást ýmsir handunnir munir, svo sem uílarvörur og smá- vamingur, upplagður sem minja- gripir eða tækifærisgjafír. Þingborg stendur tæpa tíu kíló- metra fyrir austan Selfoss. 25 konur af Suðurlandi hafa sl. tvö ár komið þar reglulega saman og handunnið ýmsar ullarvörur, undir leiðsögn Helgu Thorarensen vefjaefnafræð- ings. Stígandi hefur verið stígandi í þessari starfsemi. Tveir fastir vinnu- dagar eru yfir vetrartímann en auk þess vinna konumar sjálfar mikið að þessu heimavið: í sumar er opið daglega á Þingborg milli klukkkan 10 og 18. Þar er hægt að kaupa ýmsa þá muni sem unnir eru á staðnum og einnig er hægt að sjá hvernig formæður okkar komu ull í fat hér áður fyrr. -SBS Selfossi Margrét Kristinsdóttir er ein kvennanna sem mynda ullarvinnuhópinn á Þing- borg. Hér heldur Margrét á nokkrum fallegum brúöum sem hún hefur gert. Ljósm: Sig. Bogi Farþegar bera bátinn niöur aö ánni. Á þessari mynd sjáum viö Vilborgu Hannesdóttur en hún og maöur hennar, Bjórn Gíslason, starfrækja Hvftárferöirnar. Þegar þessi mynd var tekin var hún aö leiöbeina farþegum hvernig þeir ættu aö bera sig aö viö aö róa niöur ána. Ljósm: Sig. Bogi Ævintýraferðir niður Hvítárgljúfur: Náttúruöflunum storkað Undanfarin ár hafa hjónin Bjöm Gíslason og Vilborg Hannesdóttir boöið ferðalöngum upp á ævintýrasiglingar niður Hvítárgljúfur. Ferðir þessar njóta sffellt meiri vinsælda, enda áhugaverðar og ekki laust við að farþegum finnist þeir storka náttúmöflunum þeg- ar siglt er niður ána í ólgandi straumi. Blaðamaður átti þess kost á dögun- um að sigla þessa leið. Lagt var upp hjá brúnni á Brúarhlöðum og hálf- tíma síðar komið að landi í túnfætin- um á bænum Drumboddstöðum. Þetta er skemmri ferðin sem boðið er upp á, en einnig er hægt að fá lengri siglingu. Þá er farið frá bænum Bratt- holti, sem er skammt fyrir neðan Gullfoss, og komið að landi á sama stað og í skemmri ferðinni. Þar bíður farþegum hverrar ferðar jafnan veg- legt kaffihlaðborð. Ferðir þessar eru eftir fastri áætlun, daglega er lagt upp kl. 15 svo framarlega sem einhverjir farþegar séu. Ef þeir eru fleiri en sjö talsins er fargjaldið 3.700 krónur en undir þeim fjölda er það kr. 3.000. Farið er eftir öllum gildandi öryggis- reglum í Hvítárferðunum, farþegar klæðast flotgöllum og ræðaramir eru þaulvanir að stýra þeim stóru gúmmíbátum sem notaðir eru. SBS Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.