Tíminn - 21.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 21. ágúst 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJALSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstofiarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrfmsson
Skrifstofur Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300.
Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Gegn eintóna
umræðu
Stjómmálaumræður í lýðræðisþjóðfélagi taka
breytingum en tímar líða fram. Viðfangsefni
breytast, hugsjónir rætast. Það verða framfarir,
stefnur og straumar eiga sitt blómaskeið og verða
síðan að víkja fyrir breyttum aðstæðum.
Stjómmálaflokkar byggja á samstöðu þeirra sem
eiga skoðanalega samleið. Dagblöð hafa ávallt ver-
ið afar mikilvægur vettvangur fyrir stjómmála-
umræðu í landinu. Engum dylst hvernig bak-
gmnnur þeirra var og er. Það em ákveðnar stefti-
ur í stjómmálum.
Morgunblaðið og DV em óumdeilanlega vett-
vangur fyrir stjórnmálaumræðu í landinu. Eng-
um dylst hvemig bakgmnnur þeirra var og er. Það
em ákveðnar stefnur í stjórnmálum.
Morgunblaðið og DV em óumdeilanlega vett-
vangur hægri viðhorfa í stjómmálum. Ritstjórn-
arstefna þeirra er í þeirra anda. Viðhorf þeirra sem
aðhyllast óhefta markaðshyggju ráða. Hins vegar
em blöðin ekki gefín út af stjórnmálaflokkum og
gefa andstæðum skoðunum rúm í greinarskrif-
um. Þetta hefur borið árangur og þessi tvö blöð
em nú ráðandi á markaðnum.
Dagblöð félagshyggjufólks hafa átt erfítt upp-
dráttar. Tíminn er orðinn einn á þeim væng ásamt
Degi, þar sem Alþýðublaðið er svo hægrisinnað í
sínum skrifum að það tekur blöðum markaðs-
hyggjunnar fram í því efni. Það er því mikil nauð-
syn að breikka gmndvöll Tímans þannig að félags-
hyggjufólk eigi öflugt blað sem rekur ritstjómar-
stefnu í þess anda. Það er nauðsyn fyrir lýðræðis-
lega umræðu í þjóðfélaginu. Það er eðlilegt að
Framsóknarflokkurinn minnki sitt vægi í útgáf-
unni og hlutafé sé boðið út eins og unnið hefur
verið að undanfarið. Með því gefst breiðari hópi
kostur á að hafa áhrif. Blaðið rekur ritstjórnar-
stefnu félagshyggjufólks en er ekki flokkspólitískt.
Flokksblöð eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá
þorra manna.
Nú í vikunni vom þau þáttaskil hjá Tímanum að
um blaðið var stofnað almenningshlutafélag. Til-
gangurinn er að efla blaðið til þess að vera í mót-
vægi við hægri pressuna á landinu. Blaðið verður
að sjálfsögðu pólitískt að þessu leyti.
Samþjöppun valds í þjóðfélaginu er mikil. Skoð-
anabræður í óheftri markaðshyggju ráða mestu í
Morgunblaðinu, DV, Stöð 2 og einkaútvarpsstöðv-
unum og ofurkapp er lagt á það að treysta stöðu
sömu manna í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu.
Því er brýn nauðsyn að halda Tímanum úti svo
sónninn á ritstjórn allra fjölmiðla í landinu verði
ekki eintóna. Vonandi verður þetta nýja hlutafélag
til þess að gera það mögulegt að efla blaðið til
átaka.
Birgir Guðmundsson skrifar:
Þessir stjómmálamenn!
Á öllum tímum heyrast raddir um
að stjómmál og stjómmálamenn
séu ómögulegir pappírar, eitthvað
sem sé eins og vindurinn, síbreyti-
legt og hverfult Yfirleitt hafa slíkar
raddir þó ekki náð eyrum almenn-
ings að heitið geti og því endað í
hlutverki hins léttvæga nöldurs
þeirra örgu, en sem hæfilega mikið
mark er tekið á. Þrátt fyrr allt hafa
stjómmálaenn og stjómmál nefni-
lega notið heilmikillar virðingar f
gegnum árin.
Síðustu misserin hefur orðið dálítil
áherslubreyting í þessum efnum og í
glósum fólks um galla og getuleysi
stjómmálamanna virðist kominn
nýr broddur sem ekki var þar fyrir. í
stað hálfkæringslegra athugasemda,
jafnvel í gamansömum tón, ber nú
miklu meira á ískaldri og jafnvel
eitraðri alvöru sem jaðrar við fyrir-
litningu. Þessi alvara er ný og það er
fyrst á þessu kjörtímabili sem hún
verður eins útbreidd og áberandi og
raun ber vitni. Þess vegna er ekki
óeðlilegt að tengja þessa nýju vantrú
sérstaklega starfi ríkisstjómarinnar,
ríkisstjómar Davíðs Oddssonar.
Áður hefur veríð
þröngt í búi
Augljóslega eiga ráðherrar og
stjómarflokkamir undir högg að
sækja hjá fólki almennt vegna þess
að þrengingartímar em í þjóðfélag-
inu og það er alltaf erfitt að stjóma á
slíkum tímum. Þannig er ekki hægt
að kenna ríkisstjóminni um afla-
brest eða versnandi alþjóðlega efna-
hagsstöðu, sem hvort tveggja hefúr
mikil áhrif á framvinduna hér
heima. Hins vegar dugar þessi
þrengingakenning tæplega til að út-
skýra hvers vegna slík ótrú á getu
stjómmálamanna gýs upp einmitt
nú. Það hafa áður verið þrenginga-
b'mar án þess að framkalla gengisfall
stjómmála og stjómmálamanna
meðal almennings. Miklu trúlegra
er að þrengingamar í þjóðfélaginu
skapi afmarkaða og krefiandi sviðs-
mynd fýrir stjómmálin, og stjóm-
málamönnum gangi ekki nægilega
vel að vinna úr þeim efnivið sem fyr-
ir hendi er. Það er ekki nóg með að
lausnir stjómmálamannanna dugi
ekki, heldur virka þær tilviljana-
kennar á fólk og illskiljanlegar. Slíkt
leiðir til bölsýni og vonleysis. Gagn-
vart áhorfanda þessa sjónleiks, al-
menningi, verður útkoma stjóm-
málanna lítið annað en vonleysi —
eins Iífið í Macbeth verður niður-
staðan þula, þulin af bjána, full af
mögli og muldri en merkir ekkert.
Það skortir því merkingu í stjóm-
málin vegna þess að stjómmála-
mennimir, sem sitja að völdurn gera
eitt í dag og annað á morgun og rök-
semdafærsla gærdagsins er af ein-
hverjum ástæðum orðin gagnslaus í
dag. Þannig hefur á síðustu misser-
um verið farið út í ýmsar gmndvall-
arbreytingar á þjóðfélaginu án þess
að slíkar breytingar hafi átt sé eðli-
legan aðdraganda í almennri þjóðfé-
lagsumræðu. Ríkisstjómin hefúr til
dæmis tekið afgerandi ákvarðanir
gagnvart velferðarkerfinu sem ekki
höfðu komið inn í pólitíska umræðu
áður og búið er að hræra upp í ýmsu
sem verið hefur þjóðarsátt um í ára-
raðir.
Samhengi hlutanna
Starfsháttum af þessu tagi fylgir
mikið óöryggi fyrir þegnana, sem
gera þá kröfú fyrst og síðast til
stjómvalda og stjómmálamanna, að
svo sé búið um hnúta að samfélagið
lúti ákveðnum gmndvallarlögmál-
um, að þar séu ákveðnir fastir
punktar sem víðtæk þjóðarsátt hefur
náðst um. Til þess að fá merkinguna
aftur inn í stjómmálin verður því að
tryggja samfellu og festu í ríkis-
stjómarstefnuna og sömu rökin
verða að gilda frá degi til dags. Þegar
stjómmálamenn geta ekki lengur
tryggt slíkt lágmarks öryggi kemur
óttinn og vonleysið fram hjá fólki og
það missir trúna á stjómmálunum í
heild sinni.
Ástæða er til að ætla að þetta hafi
tekist frekar illa hjá þeirri ríkisstjóm
sem nú situr og það sé aðalástæðan
fyrir þeirri vantrú sem orðin er svo
útbreidd.
Velferð hjá taygginga-
félögunum?
Þótt dæmin séu raunar fjölmörg
má taka sem dæmi eitt mál, sem
hvað hæst ber í fréttum nú og er
nokkuð lýsandi um hvemig ríkis-
stjómin hefúr velt um homsteinum
í íslensku þjóðfélagi án þess að slíkar
umbyltingar hafi á nokkum hátt
verið undirbúnar áður. í þessu tilfelli
hefur ríkt þjóðarsátt um málið og líf
fólks, viðhorf og hugmyndir um
sjálft sig tekið mið af þeirri stað-
reynd. Þessari stoð er skyndilega
kippt burt og eftir stendur efi og óör-
yggi sem veldur vantrú á stjómmál-
um og stjómmálamönnum.
í áratugi hefur hér ríkt þjóðarsátt
um að samfélagið ábyrgist velferð
þeirra einstaklinga sem með ein-
hverjum hætti lenda í vandræðum
vegna sjúkdóma eða af öðmm sök-
um. Engin umræða af neinu tagi fór
fram um þetta grundvallaratriði f ís-
lenskri þjóðfélagskipan fyrir síðustu
kosningar og þó hefur mikið en
handahófskennt verið kmkkað í
þetta fiölmörgum til óhagræðis.
Ókeypis læknisþjónusta hefur verið
einn af homsteinum þjóðfélagsins í
áratugi og enginn hefur samþykkt
að þetta atriði væri eitthvað sem rétt
eða eðlilegt væri að breyta til að
spara ríkissjóði einhverjar milljónir
króna. Samt hefur þessu verið breytt
og í dag stendur til að láta fólk kaupa
sér sérstaklega tryggingu gegn því
að það kunni að þurfa á læknisþjón-
ustu að halda. Hér er verið að til-
kynna algjörlega nýjar leikreglur í
þjóðfélaginu enda
berast fréttir af því að tryggingafé-
Iögin fylgist grannt með því hvort
ekki sé eðlilegt að þau bjóði fólki upp
á að kaupa sér tryggingu á almenn-
um markaði fyrir lækniskostnaði.
Hér hefúr einum homsteininum
verið velt um koll með allt að því
geðþóttaákvörðun stjómmáJa-
manna í ríkisstjóm. Slíkt veldur ótta
ogvantrú.
Veruleiki minn og
þinn
Vemleiki ráðamanna virðist á
margan hátt annar en vemleiki al-
mennings og er það raunar ekki sér-
íslenkt fyrirbrigði. En þessir tveir
heimar virðast aðskildari á íslandi
nú en oft áður og í því Ijósi má líka
skýra virðingarleysi og vantú al-
mennings á stjómmálamönnum.
Vemleiki stjómmálamannanna sem
í dag em í ríkisstjóm er að mörgu
leyti gervi- vemleiki því í honum em
málin sértæk, abstrakt, oftar en ekki
er vandinn tölur á blaði, reiknis-
dæmi sem þarf að láta ganga upp. f
slíkum útreikningum em forsend-
umar heimatilbúnar og þeim er
hagrætt og raðað að geðþótta. En
þegar á að reikna út frá forsendun-
um er Iátið sem reikningurinn sem
slíkur sé einhver endanlegur sann-
leikur og stangist hann á við vem-
leika almennings er reynt að breyta
vemleika almennings. Það er eins og
hjá 19. aldar heimspekingnum Heg-
el, eftir að hann varð virtur og fræg-
ur maður, honum var bent á að
kenningar hans stæðust ekki í vem-
leikanum. Þá taldi Hegel það afar
óheppilegt — fyrir vemleikann.
Á sama hátt hefur það reynst afar
óheppilegt fyrir almenning að vem-
leiki þeirra passar ekki við síbreyti-
legan vemleika stjómarherranna.
Stjómmálamenn allra tíma munu
sæta því að hluti almennings hafi lít-
ið álit á þeim. Hins vegar er það ekki
fyrr en stjómmálamenn verða svo
einagraðir í eigin hugarheimi að
þeim tekst ekki lengur að skapa þá
festu og samhengi sem þarf til að
gefa stjómmálum merkingu að van-
trúin verður almenn. Á íslandi nú er
samhengi hlutanna ekki í skiljan-
legu jafhvægi. Þegar fiskiskipafloti
forystuaðila í gæslu hagsmuna
strandríkja er kominn í rányrkju á
úthöfum með fulitingi stjómvalda
og velferðarkerfi sjúkra á að lúta lög-
málum bílatrygginga, em stjóm-
málin komin á mörk fiarstæðunnar.
En vegna þess að hér em svo mikil
alvömmál á ferðinni, em menn
hættir að gagnrýna stjómmálamenn
í hálfkæringi og famir að gera það af
napurri alvöm.
-BG