Tíminn - 21.08.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1993, Blaðsíða 6
6 Tfminn Laugardagur 21. ágúst 1993 Atvinnumál kvenna Starfshópur um atvinnumál kvenna auglýsir eftir um- sóknum um styrki til atvinnuskapandi verkefna fyrir kon- ur. Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera til- lögur um úthlutun sérstaks framlags úr ríkissjóði til at- vinnuskapandi verkefna fýrir konur. Meginmarkmið við úthlutun styrkjanna eru eftirarandi: * Atvinnulausar konur hafi forgang til starfa * Styrkir renni einkum til aðhlynningar hvers konar * Styrkir renni að öllu jöfnu til ótímabundinna verkefna Til greina kemur að veita stofnframlög til nýsköpunar verkefna svo og styrki til þróunar og markaðssetningar. Umsóknir skulu berast félagsmálaráðuneyti fyrir 1. sept- ember nk. Félagsmálaráðuneytið 21. ágúst Starfshópur um atvinnumál kvenna. Fiskeldi Óska eftir vönum manni eða hjónum til að sjá um daglegan rekstur á fiskeldisstöð. Viðkom- andi þarf að geta unnið sjálfstætt. Húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 1. september. Um- sóknir sendist auglýsingadeild Tímans, Lyng- hálsi 9,110 Reykjavík merktar „Fiskeldi“. aÓNSKÓLi SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR | Hellusundi 7 . Reykiavik Innritun hefst mánu- daginn 23. ágúst. Nemendur í hljóðfæra- og söngdeildum þurfa að staðfesta umsóknir sínar með greiðslu eða samningum um greiðslu námsgjalda. Nýjar umsóknir aðeins teknar á biðlista. At- hugið að forskólanemendur sem sótt hafa um nám verða boðaðir sérstaklega. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: I Hellusundi 7 mánudaginn 23. ágúst - föstud. 3. sept. kl. 13-17. í Árbæjarskóla mánud. 30. ágúst kl. 17-19.1 Hraunbergi 2 laugard. 4. sept. kl. 11-14. Skólastjóri © vuilckens Sumartilboð á málningu! Vegna hagstæðra samninga við Wilckens-málningarverk- smiðjuna getum við boðið húseigendum visthæfa þýska hágæðamálningu á frábæru veröi. Verð er eftirfarandi: Inni- og útimálning: Viðarvöm: Þakmálning: Menja (primer): Sílanefni (vatnsvari): Olíugrunnur Verð frá 310 kr. pr. Itr. Verð frá 1.164 kr. 2,5 Itr. Verð kr. 498 kr. Itr. verð kr. 578 pr. Itr. Verð kr. 435 pr. Itr. Verð kr. 489 pr. Itr. Blöndum alla liti, kaupanda að kostnaðariausu. Vörugæði hafa alltaf skipað öndvegi hjá Wilckens, allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1845. Wilckens tryggir gæði vörunnar með sérstöku gæðaeftiriiti á öllum stigum framleiðslunnar. VISA og Eurocard. Skipamálning h/f. Wilckens-umboðið. Fiskislóð 92, Sfmi 91-625815. 101Reykjavik Fax 91-25815 Halldór Ásgrímsson alþingismaður um nýtingu auðlinda á norður- slóðum og baráttu gegn mengun: Eina svarið er samvinna Þjóðir á norðurslóðum þurfa að kljást við mikla meng- unarhættu og beijast fyrir því að geta nýtt auðlindir sínar á skynsamlegan hátt. Þetta kom m.a. berlega í ljós á nýlokinni ráðstefnu þjóðanna sem Halldór Ásgrímsson alþingismaður beitti sér fyrir að væri haldin. Hann segir að eina svar þessara þjóða sé samvinna og vill aukna samvinnu við þjóðir í vestri og norðri. „Ég tel að takmörkun á veiðum á hafinu muni ekki nást nema með alþjóðlegum samningum," segir Halldór og telur að ríkistjómin hafi haldið illa á málum með mis- vísandi yfirlýsingum í deilum við Norðmenn. Hann segir að fjár- magnskostnaður sé að drepa fisk- vinnsluna og hluti vandans sem við sé að glíma felist f óvissu sem ríkisstjómin hafi skapað með marklausum yfirlýsingum. Tilraun sem tókst vel — Nýlega lauk ráðstefnu þjóða á norðurslóðum um sameiginleg hagsmunamál þeirra. Auk Norð- urlandanna voru fulltrúar Kanada og Rússlands á ráðstefnunni. Er norrænt samstarf að taka á sig aðra mynd en verið hefur? „Fyrst í stað var mjög lítið fjallað um utanríkismál í norrænu sam- starfi. Það var m.a. með tilliti til Finnlands sem var í mjög sérstök- um tengslum við Sovétríkin. Með falli þeirra hefur þetta breyst og Norðurlöndin hafa í auknum mæli farið út í samstarf um umhverfi sitt. Mér hefur fundist á undanförn- um árum að það væri litið nær eingöngu til austurs og suðurs í þessu sambandi. Það minnir mig á að austur á landi fara menn mest í austur og suður en tala nánast aldrei um að fara í vestur eða norður. Þetta hefur verið dálítið svipað í Norðurlandaráði. Við erum margir þeirrar skoðunar að það þurfi að beina athyglinni í meira mæli til vesturs og norðurs. Þar eru eðli- legir samstarfsaðilar Rússar og Japanir í norðri og austri um þessi mál og sérstaklega Kanadamenn og Bandaríkjamenn í vestri. Þessi ráðstefna er tilraun til þess að beina athyglinni meira að þessu máli. Ég tel að það hafi heppnast mjög vel því þama voru ekki að- eins fulltrúar þessara þjóða heldur jafnframt fulltrúar margra alþjóð- legra stofnana sem fylgdust með málinu af áhuga og vilja koma að því aftur." Miklir hagsmunir eru í húfi — Hvemig meturðu árangur- inn? ,Árangurinn kemur fyrst og fremst fram í góðri þátttöku, mjög góðum gögnum sem vom lögð fram og mikilli samstöðu þeirra sem tóku þátt í ráðstefnunni. Síð- ast en ekki síst kemur árangurinn fram í því að ákveðið hefúr verið að halda þessu samstarfi áfram og finna leiðir til þess að koma á formlegu samstarfi þessara þjóða bæði milli ríkisstjórna og þing- manna. Þetta leggur þær skyldur á herð- ar okkar að vinna að málinu áfiram og það verður gert.“ — Hverjir eru hagsmunir íslend- inga í þessu samstarfi? „Hagsmunir íslendinga em m.a. fólgnir í því að við hvorki gleym- umst né einangmmst. Ég man eftir því að á ráðstefnu sem ég kom á fyrir rúmu ári var því haldið fram að norrænt sam- starf væri að flytjast að mjög miklu leyti til austurs og suðurs. Þar var bent á að hætta væri á að Noregur og ísland einangmðust í þessu samstarfi. Þessar þjóðir væm ein- faldlega við vitlaust haf. Það kom mér spánskt fyrir sjónir að verða þess allt í einu áskynja að ég hefði búið við þær aðstæður að vera staðsettur við vitlaust haf allt mitt líf. Ég sagði sem svo að það vildi nú svo til að það sama ætti við um Kanada og Bandaríkin. Hagsmunir okkar em miklir hér í Norður-Atlantshafi. Það er mikil mengunarhætta og einnig em átök um skynsamlega nýtingu auðlinda á þessu svæði. Við höfum orðið varir við árásir vegna þessa og aðrar þjóðir hafa jafnframt lent í því. Svar okkar hlýtur því að vera að reyna að auka samvinnu þjóð- anna og tryggja það að þær komi í meira mæli fram á alþjóðavett- vangi einni röddu.“ Verðum að treysta á Norðurlöndin Nú verða íslendingar brátt aðilar að EES en hin Norðurlöndin inn- an EB. Hvaða áhrif hefur þetta á norræna samvinnu? „Það er staðreynd að sumar Norð- urlandaþjóðanna ætla sér inn í Evrópubandalagið. Það er hins vegar ekki víst að að því muni verða. Það er jafnframt staðreynd að við munum starfa saman innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er verið að endurskipuleggja nor- ræna samvinnu með tilliti til þessa. Þetta mun þýða einhverjar breyt- ingar á samvinnu okkar. Ég er þeirrar skoðunar að það muni jafnframt verða til þess að gera samvinnuna mikilvægari og ekki sfst fyrir okkur íslendinga. Það er mjög erfitt fyrir okkur að fylgjast með öllu og gæta allra okkar hags- muna í Evrópu einni og sér. Við verðum í verulegum mæli að treysta þar á samstarf við hin Norðurlöndin. Þau hafa yfirleitt verið tilbúin að leggja nokkuð á sig til að gæta sameiginlegra hags- muna Norðurlandanna og þar á meðal íslands. Ég treysti því að svo muni verða áfram.“ — Nú standa íslendingar í deOu við Norðmenn um veiðar í Bar- entshafi. Telurðu að þessi deila eigi eftir að hafa áhrif á norræna samvinnu? .Auðvitað geta allar deilur haft áhrif á norræna samvinnu. Hins vegar er norræn samvinna svo ná- in að hún verður jafhffamt til þess að gera það líklegra að hægt sé að leysa slík mál með samningum. Hér er um mjög vandasamt mál að ræða og það er nýtilkomið. Þetta hefur verið opið svæði þar sem margar þjóðir hafa stundað veiðar. jaftivel þótt viðkomandi þjóðir hafi gert með sér samninga um málið, eins og t.d. Færeyingar, hafa skip þeirra einfaldlega flutt sig til annarra ríkja og veitt undir nýjum fána. Samningar milli Norðmanna og íslendinga í þessu máli tryggja það á engan hátt að veiðar verði stöðvaðar. Þá hefur komið ffam að hægt sé að banna landanir skipa ffá þessu svæði. Það er þó ekkert vandamál fyrir frystiskip að veiða á svæðinu og landa í Bretlandi og Þýskalandi þar sem þessar afurðir fara venju- lega á markað. Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir veiðar nema víðtækir alþjóðlegir samn- ingar.“ Ríkistjómin hefur haldið klaufalega á málum — Hveraíg finnst þér að rflds- stjómin hafi haldið á málum í deUum við Norðmenn um þessar veiðar? Ríkisstjómin hefur eins og kunnugt er haldið mjög klaufalega á þessu máli. Ráðherrar hafa talað út og suður auk þess sem undir- búningur til að taka á deilunni virtist vera mjög lítill og skipu- lagslaus. Ég hélt því fram strax í upphafi að það yrði að leita samninga um þetta mál. Ég er þar af leiðandi ánægður með að málið skuli vera komið inn í þann farveg. Hitt er svo annað mál hvað slíkur samn- ingur á að fela í sér. Ég vil nú ekki tjá mig mikið um það á þessu stigi vegna þess að það er nú fyrst og fremst okkar samningamanna að halda á því máli í góðu samráði við hagsmunaaðila og stjómmála- flokka. Við hljótum samt að leggja áherslu á það að fá að hafa rétt til þess að veiða á svæðinu gegn því að takmarka þær veiðar. Áður en slíkur samningur er gerður þurf- um við að gera okkur ljóst hvort hann geti tryggt takmörkun veið- anna á svæðinu. Við getum á engan hátt komið í veg fyrir að okkar skip veiði undir fánum annarra þjóða. Við höfum ekkert vald til að banna það frekar en Færeyingar. Þannig að ég tel að E

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.