Tíminn - 21.08.1993, Qupperneq 12
12 Tíminn
Laugardagur 21. ágúst 1993
með stuttri viðkomu í túnum og
ræktuðu landi niður í byggð. Heiða-
gæsastofninn hefur vaxið mikið und-
anfama áratugi og um leið færst að
huta niður á láglendi. Reyndar er ekki
óalgengt að heiðagæsir komi í ræktað
land fyrst á haustin en flýi síðan und-
an ágangi veiðimanna.
Hörðustu veiðiáhugamenn gera út
leiðangra áður en veiðitímabilið hefst
til þess að sjá hvar heiðagæsin heldur
sig á hálendinu og reyna síðan að
ganga að henni vísri þegar leyfiiegt er
að hefja veiðar. Þetta getur auðveld-
lega bmgðið til beggja vona því gæs
hagar sér allt öðru vísi í úthaga held-
ur en á ræktuðu landi. Hún er t.a.m.
mun styggari og sjaldgæft er að
heiðagæs komi á nákvæmlega sama
stað að morgni og hún er að kvöldi á
meðan hún heldur sig uppi á hálendi.
Við hálendisskytterí reyna menn yfir-
leitt að sigta út kvöldflugstaði heiða-
gæsarinnar, gjaman meðfram ám og
við vötn, og skjóta fuglana niður þeg-
ar þeir koma inn til lendingar í ljósa-
skiptunum.
Það er reyndar fullkomið álitamál
hvort kvöldskytterí eigi rétt á sér og
benda má á að í mörgum tilfellum er
það bannað erlendis. Þess em fleiri en
eitt dæmi að gæsir sem mikið hefur
verið skotið á þegar þær em að fljúga
í náttstað hafi hreinlega fært sig um
set og þar af leiðandi ekki komið í þá
morgunflugstaði sem þær em annars
vanar. Með þessu móti er hægt að
eyðileggja miklu betri veiðimöguleika
að morgni með því að skjóta á fugla
nálægt náttstað að kvöldi. Gæsin fær-
ir sig um set og tún sem var svart af
gæs daginn áður getur verið autt
morguninn eftir.
Sé maður hins vegar rétt staðsettur
við á eða vatn þar sem gæsir fljúga yf-
ir í ljósaskiptunum geta komið marg-
ir hópar í gott færi þann stutta tíma
sem varir til myrkurs. Við þessar að-
stæður er mjög gagnlegt að hafa góð-
an hund sem finnur og sækir skotna
fugla, en þeir geta auðveldlega týnst
um leið og farið er að bregða birtu.
Eitt skyldu allir hafa í huga sem ætla
sér að skjóta í ljósaskiptunum. Það er
að skjóta alls ekki á fugl ef hætta er á
að ekki sé hægt að sækja hann (t.d. ef
hann fellur á árbakkann hinum meg-
in) og að freistast ekki til að skjóta á of
marga fugla í einu og ná ekki að fylgj-
ast með hvar þeir falla. Betri er einn
fugl í hendi en tveir í skógi.
Skjótió ekkí af of
löngu færí
Grágæsin er heldur stærri en heiða-
gæs. Hún verpir á láglendi og heldur
sig alla jafna á þeim slóðum. Líkt og
heiðagæsin nýtir hún sér beit í út-
haga, en kemur þó í miklu ríkari
mæli inn á tún og sér í lagi á nýrækt-
ir eða aðrar safaríkar lendur. Grágæs-
in er venjulegast spakari en heiðagæs,
en hún er jafnframt skotþolnari.
Skyttur verða að passa sig á að skjóta
ekki á þær á flugi af of löngu færi og
missa síðan frá sér særða fugla. Þetta
er reyndar regla sem á skilyrðislaust
að hafa í heiðri við allt skytterí. Það á
ekki að hleypa skotinu af nema að
vera fullviss um að það drepi bráðina
á viðkomandi færi.
Að skjóta uppundir
dúnbrynjuna
Þá má ekki heldur gleyma að það er
ekki sama frá hvaða sjónarhomi fugl-
inn er skotinn. Þaulreynd skytta og
veiðimaður sagði eitt sinn frá því þeg-
ar hann skaut af stuttu færi beint
framan á gæs, sem kom fljúgandi að
honum lágt við jörðu. Gæsin féll til
jarðar, báðir vængir brotnir, en að
öðru leyti var hún snarlifandi og
ósærð. Skýringin er sú að höglin
komu nánast beint framan á búkinn
og fjaðrahamurinn varði hann eins og
brynja. Sumir hafa eflaust tekið eftir
því líka að fuglar geta dottið á ótrú-
lega löngu færi séu þeir skotnir á
flugi. Þama er að leita sömu skýring-
ar, en með öfugum formerkjum þó,
höglin eiga miklu greiðari leið þegar
þau smjúga undir fjaðrimar á móti
því sem þær leggjast að búknum.
Það er þess vegna oft ágætt að byrja
ekki að skjóta fyrr en gæsahópur er
beint yfir manni, eða jafnvel kominn
aðeins framhjá. Bæði er það af fyrr-
greindri ástæðu og eins vegna þess að
þegar þetta er gert reyna þær síður að
hækka flugið og tvístra sér heldur
forða sér í flestum tilfellum beinustu
leið í burtu frá skyttunni.
Uppstíllíng gervigæsa
Ömggasta veiðiaðferðin er að liggja
fyrir gæsum í birtingu þegar þær
koma að morgni inn á tún eða akur.
Hafi gæsir verið á viðkomandi svæði
deginum áður er nokkuð ömggt að
þær koma aftur að morgni ef þær
verða ekki fyrir styggð í millitíðinni.
Algengt er við þessar aðstæður að
stilla upp gervigæsum á túnið. Gervi-
gæsimar em í fæstum tilfellum hugs-
aðar til þess að hæna fuglinn að þeim
bletti sem legið er við, heldur frekar
til þess að fá hann óhræddan inn á
blettinn og til þess að dreifa athygl-
inni frá skyttunni. Venjulegast em
notaðar 10-30 gervigæsir. Við ákvörð-
un á fjölda fugla ættu skyttur að taka
tillit til þess á hversu mörgum og
stómm hópum þeir eiga von inn á
viðkomandi svæði. Því stærri sem
hópamir verða þeim mun fleiri gervi-
fugla er betra að nota. í þessu gildir
einfaldlega sú gmndvallarregla, sem á
að fara eftir þegar tálbeita er notuð
við veiðar, en hún er að líkja jafn mik-
ið eftir eðlilegum náttúmlegum að-
stæðum og kostur er.
Menn hafa mismunandi aðferðir við
að raða gervigæsunum upp. Stundum
er þessum tálbeitum raðað upp í u-
eða v-laga mynstur og þannig reynt
að stýra þeim inn í stefnu á skyttuna.
Þá er einnig gervifuglunum stundum
raðað upp í tvo hópa og reynt að fá
gæsimar til þess að lenda þar á milli.
Gervigæsimar em ýmist vaktfuglar
eða fuglar á beit. Algengast er að vakt-
fuglunum sé stillt upp í útjaðri upp-
stillingar.
Eftir að notkun tálfugla varð algeng-
ari em gæsir í mörgum tilfellum
famar að vara sig á uppstilltum gervi-
gæsum. Sumir ganga jafnvel svo
langt að meina, að gæsimar séu ótta-
lausastar ef enginn tálfugl er á lend-
ingarstaðnum.
Flautur og kalltæki
Hægt er að ná mikilli leikni í að kalla
til sín gæsir með þar til gerðum blást-
ursflautum. Fyrir byrjendur er áhrifa-
ríkast að hlusta áður vel eftir þeim
hljóðum sem gæsin gefúr frá sér og
reyna síðan að herma eftir henni.
Reyndar em margar af þeim flautum
sem hér hafa verið seldar hannaðar til
þess að kalla á aðrar gæsategundir en
hér finnast, en skiptar skoðanir em
um hvort það skipti svo miklu máli
þar sem flautur og kalltæki em yfir-
leitt notuð til þess að vekja athygli á
uppstilltum gervigæsum.
Fyrir um þremur ámm komu fyrst á
markað hér sérstök gæsakalltæki. Þar
er notast við upptökur af gæsahljóð-
um, sem spilaðar em af segulbandi.
Því er ekki að neita að þessi brella
virkaði vel fyrst í stað, en eftir því sem
notkun tækjanna varð algengari virt-
ist sem gæsimar fæm að þekkja þessi
kallhljóð, sem spiluð em aftur og aft-
ur. Sú tilgáta er reyndar ekki ólíkleg í
ljósi þess að gæsir geta náð háum
aldri og orðið áratuga gamlar fái þær
frið til þess.
Þá hefur einnig verið bent á að kall-
hljóðin sem em á tónböndunum fyrir
þessi tæki em tekin upp erlendis og
við allt aðrar aðstæður en hér og að
þau komi reyndar úr börkum annarra
tegunda en hér er að finna.
Hvaöa skot henta?
Það er algengt að menn geri upp á
milli skotategunda ekki síður en
byssna. Haglabyssur með hlaupvídd
12 kalíber er algengast að nota í gæsa-
veiði hér á landi. Úr þeim er skotið
tveimur 1/2“ eða 3“ skotum. Það em
ekki allar haglabyssur ætlaðar fyrir 3“
skot og komið hefur fyrir oftar en
einu sinni að viðvaningar hafi troðið
3“ skotum í byssur sem ekki em ætl-
aðar fyrir þau og sprengt þær þegar
hleypt var af.
Þess vegna er gmndvallarregla að at-
huga fyrst fyrir hversu öflug skot
byssan er ætluð. Merkingar þar að
Algengustu
gæsategundir
Gæsategundir sem að hafa reglulega
viðkomu hér á landi em fjórar. Al-
gengastar em grágæs og heiðagæs,
en þær verpa hér og hafa viðdvöl frá
vori til hausts. Hinar tegundimar
tvær em helsingi og blesgæs. Þessir
stofnar em mun minni en gágæs og
heiðagæs. Helsinginn stoppar stutt
við á vorin, aðallega á Norðvestur-
landi, áður en hann heldur áfram til
Grænlands til þess að verpa.
Helsingjastofhinn hefur síðan við-
komu á hálendinu og Suðausturlandi
á haustin áður en hann hverfúr áfram
suður um haf til vetrarsetu. Blesgæs-
in hefur aðallega vetursetu á írlandi
og flýgur þaðan beint til varpstöðva á
Grænlandi. Stofninn kemur mest all-
ur við hér á haustin. Hann heldur sig
í byrjun á Vesturlandi en færir sig eft-
ir því sem á líður austur með landinu
og þjappar sér saman á Suðaustur-
landi áður en hann flýgur til vetrar-
heimkynnanna. ísland er eina landið
þar sem leyfilegt er að skjóta Blesgæs.
Undanfarin ár hefur skotveiði á há-
lendinu í byrjun veiðitímabilsins
færst í aukana. Þar er um veiði á
heiðagæs að ræða, sem heldur sig upp
til fjalla eða í úthaga þar til tekur fyr-
ir haga, en yfirgefur þá landið, oftast
Seð/'ð eftir bráðinni — hlustað...
Þarna heyrist eitthvað....
Afmeð Oryggiö...
Miöa — skjóta og jólasteikin komin.
lútandi er venjulegast að finna á
byssuhlaupinu, en séu menn ekki
vissir er ráð að spyrja afgreiðslumenn
í skotvömverslunum og hafa þá byss-
una með til þess að ekkert fari á milli
mála.
Samráð við land-
eigendur
Það er mikilvægt fyrir allar skyttur
sem ætla sér að stunda gæsaveiðar og
aðrar skotveiðar og ætla sér að stunda
þessa íþrótt að marki, að hafa góð
samskipti við bændur og aðra land-
eigendur. Það er góð regla að aka fyrst
um viðkomandi svæði og athuga hvar
gæsin heldur sig áður en farið er í að
biðja um leyfi.
Þegar það er ljóst er kominntími til
að fara til viðkomandi landeiganda og
spyrja um leyfi, minnst deginum áður
eða með enn lengri fyrirvara til þess
að geta gengið að gæsinni nokkmn
veginn vísri. Þetta dregur úr hættu á
því að menn séu að stelast inn á önn-
ur svæði sem þeir hafa ekki leyfi til að
vera á, hugsanlega í óþökk annarra
veiðimanna og landeigenda.
Það er gmndvallarregla og raunar
sjálfsagt mál að skjóta ekki út úr bíl-
um, skjóta ekki af vegi og yfirhöfuð að
fara ekki með byssur nærri manna-
byggð, skepnum eða umferð. Vega-
skytterí er reyndar bannað með lög-
um og þau lög em raunar svo sjálf-
sögð að slíkt ætti aldrei að sjást
Góð umgengni við
náttúruna
Það er allt of algeng sjón að menn
sjái í skurðum eða annars staðar þar
sem gæsaskyttur hafa verið á ferð tóm
skothylki úr plasti eða pappa. Skot-
hylki em yfirleitt skærlituð og af þeim
er hin mesta óprýði. Þá em dæmi um
að menn skilji eftir tætlur af skot-
pökkum, utan af skyndimat og fleiru.
Þegar veiðimenn em með svonefnd-
ar hálfsjálfvirkar byssur sem kasta
skotunum út sjálfar skjóta menn í
hita leiksins í mismundandi stelling-
um og hylkin dreifast gjaman út um
talsvert svæði. Því þarf stundum að
hafa talsvert fyrir því að tína hylkin
saman, en það verða menn einfaldlega
að gera.
Þá verður það víst aldrei of oft brýnt
fyrir skyttum að skjóta fremur á færri
fúgla en fleiri og gæta þess eftir
megni að ná öllum þeim fugli niður
sem skotið er á í stað þess að lúðra út
í loftið á fjöldann allan af fugli og hafa
það síðan á samviskunni að fjöldi
særðra fugla flýgur á braut.
Þegar heim er komið er það smekks-
atriði hversu lengi fuglinn er látinn
hanga. Sumir láta fuglinn hanga allt
upp í þrjár til fjórar vikur, en aðrir
láta hann ekki hanga neitt. Gmnd-
vallaratriði er þó að bragðið verður
því sterkara sem fuglinn hangir leng-
ur og kjötið meyrara. Það er sérstak-
lega nauðsynlegt að láta eldri fugla
hanga en hve lengi er sem áður segir
smekksatriði.
Til þess að finna út hve gamall fúgl-
inn er er hægt að gera tvennt að
minnsta kosti: Það er hægt að taka
barkann, þegar fuglinn er nýlega
skotinn og fuglinn er enn volgur,
milli vísifingurs og þumalfingurs og
herða að og finna hversu stíft það er.
Ef barkinn er tiltölulega mjúkur er
fuglinn ungur, en því harðari sem
hann er, því eldri er fuglinn.
Eins er hægt að taka sundfitin og rífa
upp í þau. Séu sundfitin hörð og auð-
velt að rífa þau er fuglinn gamall. Séu
þau hins vegar þykkari og mýkri er
fuglinn ungur.
I lokin er ef til vill ekki annað að
segja en brýna enn einu sinni fyrir
veiðimönnum að fara varlega, hafa
rétt skot í byssunum, athuga þegar
komið er á skotstað hvort einhver
óhreinindi hafi farið upp í hlaupið,
vera með rétta uppstillingu á gervi-
gæsum, vera með veiðiheimild frá
landeiganda og síðast en ekki síst,
vera alls ekki undir áhrifum áfengis
og vera ekki með brennivín með sér.
Hins vegar er mjög gott að hafa með
sér heitt kakó eða á brúsa og eitthvað
til að nasla í því að manni verður oft
kalt ofan í skurðunum.